Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 12
12 HHBHHBIH » l>riðjudagur 15. mars 1977 VlSÍLK vism Þriðjudagur 15. mars 1977 Iprottir Madrid Elmar ó enn Atktico Madrid hefur nú aheins tveneia I við meiðsl að stríða Atletico Madrid hefur nú aðeins tveggja stiga forystu i spönsku 1. deildarkeppninni I knattspyrnu eftir leikina um helgina, en þá tapaði Atletico nokkuö óvænt fyrir Hercules á útivelli. Barcelona sem nú er I öðru sætinu gerði jafntefli við Sevilla á heimavelli sinum. Úrslit leikjanna urðu þessi Real Betis — Elche 1:* Racing —Real Sociedad 2:1 Real Madrid — Celta 0:0 Malaga—Valencia 0:1 Salamanca—RealZaragoza 0:0 Athletc Bilbao —Burgos 3:0 Barcelona — Sevilla 3:3 Hercules — Atletico Madrid 2:0 Staöan er nú þessi: Atletico Madrid 35stig Barcelona 33stig Valencia 30stig Atletic Bilbao 29 stig Coopman sigurvegarinn Jean-Pierra Coopman frá Belgíu, sá sami og tapaði fyrir Muhammad Ali eftir aðeins fimm lotur fyrir einu ári, sigraöi spánverj- ann Jose Urtain á teknisku rothöggi i fjórðu lotu I Antwerpen um helgina og hlaut þar með titilinn evrópumeistari I þungavigt. Coopman verður nú aö verja titil sinn innan 90 daga fyrir frakkanum Lucien Rodriugez og fer keppni þeirra að öllum lfkindum fram I Brussel. Keppni þeirra Coopman og Urtain átti að standa i fimmtán lotur, en spánverjinn sem er 34 ára og 100 kiló at þyngd reyndist allt of seinn — og Coopman sem er 30 ára og 89 kiló réö ferðinni frá byrjun. 1 fjóröu lotu gerði hann harða hrið að spánverjanum sem þri- vegis hefur unnið evrópumeistaratitilinn og eftir nokkur föst og vel hnitmiöuð högg sendi hann Urtain i gólfið með heljarmiklu vinstrihandar „húkki”. Spánverjinn var þá svo iíla farinn að að- stoðarmenn hans köstuðu handklæöi inn I hringinn til merkis um uppgjöf. Svend Pri og Flemming Delfs í úrslitin Það verða þeir Svend Pri og Flemming Delfs sem mætast I úrslitaviðureign I einliða- leik á miklu badmintonmóti i Kaupmanna- höfn sem lýkur i kvöld. I undanúrslitunum sigraði Pri japanska meistarann Kinji Zeniya meö 15-8 og 15-11, en Delfs sigraði sviann Thomas Kihlström 15-9 og 15-11. Þeir Delfs og Pri léku til úrslita á danska meistaramótinu fyrir stuttu, og þá sigraði Delfs I 3 lotum. Óvænt úrslit urðu i einliðaleik kvenna þeg- ar hin þekkta Lena Köppen tapaöi fyrir Joke Van Beusekom frá Hollandi 4-11 og 6-11. Úr- slitakeppnin i kvennaflokki veröur á milli þeirrar hollensku og fyrrverandi heims- meistara frá Japan, Hiroe Yuki. Ajax nú með öruggt forskot Ajax virðist nú vera að taka þá forystu 11. deildinni I hollensku knattspyrnunni sem mun nægja liðinu til sigurs. 26. umferöin var leikin um helgina, og þá urðu úrslitin þessi: Eindhoven — NAC Breda 1:1 Venlo — Ajax 2:2 Twente — Sparta 1:1 Utrecht — Den Haag 5:1 Telstar — PSV Eindhoven 2:2 Go Ahead —Haarlem 2:1 Feyenoord — Az’67 0:2 Amsterdam — Graafschap W: 1 Roda — NECNijmegen 1:0 Staða efstu liða er nú þannig að Ajax er efst með 42 stig, Feyenoord hefur 37 stig og PSV Eindhoven 35. „Ég er enn ekki orðinn góður af meiðslunum" sagði Elmar Geirsson, knattspyrnumaður í V- Þýskalandi, þegar við ræddum við hann fyrir stuttu, en sem kunnugt er var Elmar skorinn upp ný- lega vegna meiðsla á hné. ,,Ég reikna þó með að vera orð- inn það góður eftir 3-4 vikur aö ég geti fariö að taka á af fullum krafti, en fyrr veröur það varla. Ég fór nýlega og prófaði hvernig ég væri, og ég fann mikið til þegar ég tók á. Trier liöinu hefur gengið illa að undanförnu án Elmars, og liðið er nú i 4. neðsta sæti. Ég reikna með að koma heim i kringum 20. júni, og þá tek ég til við æfingar með minum gömlu félögum i Fram á fullu og ég hlakka mikið til þess. Ég ætla bara að vona að ég verði það góð- ur að ég komist I liðið I sumar. Flestir titlar fóru til TBR Unglingameistaramót tslands i badminton fór fram I iþróttahús- inu á Akranesi um helgina. Þátt- taka var góð i mótinu, og margar skemmtilegar viðureignir fóru þar fram. Maður mótsins varð tvimæla- laust Jóhann Kjartansson TBR, en hann varð þrefaldur sigurveg- ari. Hann sigraði i einliðaleik pilta 16-18 ára, i tviliðaleiknum ásamt Sigurði Kolbeinssyni TBR og i tvenndarleiknum ásamt Guö- rúnu Blöndal TBS. Aðrir sigur- vegarar urðu þessir: 1 einliðaleik i stúlknaflokki 16- 18 ára Sóley Erlendsdóttir TBS, i tviliöaleik 16-18 ára sigruðu Sóley Erlendsdóttir og Lovisa Hákonardóttir TBS. 1 drengjaflokki 14-16 ára sigraöi Guðmundur Alolpsson TBR i ein- liðaleik, i tviliðaleiknum Daði Arngrimsson og Haraldur Marteinsson TBS. 1 telpnaflokki 14-16 ára sigraði Arna Steinsen KR i einliðaleik, Arna og Björg Sif Friöleifsdóttir KR sigruðu i tviliðaleiknum og þau Guðmundur Alolpsson og Kristin Magnúsdóttir TBR i tvenndar- keppni 14-16 ára. Og þá er það sveinaflokkur 12- 14 ára. Þar sigraöi Gunnar TAm.asson TBR i einliðaleik. Þor- steinn Hængsson og Þorgeir Jó- hannesson TBR i tviliðaleik. 1 meyjaflokknum 12-14 ára sigraöi Særún Jóhannsdóttir TBR I ein- liðaleik, Þórunn óskarsdóttir KR og Guðrún Bragadóttir ÍA i tvi- liöaleiknum, og I tvenndarkeppn- inni sigruðu þau Þorgeir Jó- hannesson TBR og Bryndis Hilmarsdóttir Val. ## Fótt getur nú stöðvað „brassana Brasiliumenn unnu sigur á Paraguay i forkeppni HM um helgina 1:0 og virðast nú allar lik- ur benda til þess að þeir sigri i a- riðli forkeppninnar i S-Ameriku. „Brössunum” nægir nú jafntefli i siðasta leik sinum sem verður á heimavelli gegn Paraguay og varla veröur þeim það erfitt. 1 b-riöli keppninnar hefur Bolivia sigrað og i c-riölinum stendur keppnin á milli Chile og Perú. Jóhann Kjartansson var sigursæll á meistaramóti unglinga I badmin- ton sem fram fórá Akranesi um helgina. Hér sést hann t.h. á myndinni ásamt Sigurði Kolbeinssyni, en þeir sigruöu I tviliðaleik 16-18 ára. Ljósm. G.B. Magnús óskarsson, Armanni, hefur verið í mikilli framför að undan- Sigurgeirsson KR I 90 kg flokknum. Akureyringurinn sigraöi eftir förnu. Hann háði heilmikla baráttu við Hjört Gislason IBA og ólaf harða baráttu, en Magnús varð I öðru sæti. LjósmyndEinar Þorkell setti þrjú glœsileg íslandsmet — ó Meistaramóti íslands í lyftingum sem fram fór um helgina nœsta stórverkefni er Norðurlandamótið Meistaramót tslands I lyft- ingum fór fram I Laugardalshöll- inni, og voru þar sett 3 tslands- met. öll metin setti Þorkell Þórs- Harlem Globe- trotters koma Það má nú telja fullvist að hið heimsfræga sýningalið Harlem Globetrotters komi hingað til lands og haldi tvær sýningar i Laugardalshöll dagana 20. og 21. april. Samningaumræður hafa veriö i gangi að undanförnu milli Körfuknattleikssambandsins og forráðamanna harlem-liðsins, og mun nú vera að mestu gengiö frá þessu máli. Þessar tvær sýningar kosta KKt 15 þúsund dollara i beinhörðum peningum, auk þess sem greiöa þarf uppi- hald fyrir 35-40 manna hóp I tvo daga. En þeir hjá KKt telja fulla ástæðu til að tefla djarft þegar aörir eins listamenn eru annars vegar og Harlem Globetrotters. Þetta er einn frægasti „sirkus” i heiminum I dag, og hvar sem þeir fara seljast allir aðgöngu- miðar upp löngu fyrirfram i tugþúsunda tali. Ekki nema von, segja margir, þvi að það sem þessir listamenn bjóða upp á er hreint stórkostlegt og þaö sem þeir geta gert við boltann fyrir áhorfendur er ólýsanlegt á prenti. Ison, Ármanni, en hann sigraði i léttasta flokknum, 52 kg flokkn- um. Hann lyfti 62,5 kg I snörun og jafnhenti 80 kg sem er tslands- met. Samanlagt lyfti hann 142.5 kg og það er einnig met. En hann lét ekki þar viö sitja heldur lyfti 65 kh i snörun i aukatilraun og var það þriðja isiandsmetið hans. I 56 kg þyngdarflokknum sigr- aði Viðar Edvaldsson IBA, en keppendur frá Akureyri settu mikinn svip á mótiö og fóru heim með þrenn gullverölaun. Viðar lyfti 55 kg I snörun, 70 kg i jafn- hendingu og samtals 125 kg. Helgi Auðunsson KR varö is- landsmeistari i 60 kg flokknum, hann lyfti 57,5 kg i snörun, 70 kg i jafnhendingu og samtals 127,5 kg. Kári Elisson, Armanni haföi yfirburði I 67,5 kg flokknum, lyfti 95 kg i snörun 120 i jafnhendingu og þvi samanlagt 215 kg. Armenningar áttu einnig fyrsta mann i 75 kg flokknum. Þaö var Guðgeir Jónsson sem lyfti 95 kg i snörun, 120 i jafnhendingu og samtals þvi 215 kg. Kristján Falsson frá Akureyri sigraði I 82,5 kg flokknum, með 107,5 kg i snörun, 132,5 kg I jafn- hendingu, samtals 240 kg. 1 90 kg flokknum var hörku- keppni milli Hjartar Gislasonar IBA, Magnúsar ólafssonar Ar- manni og ólafs Sigurgeirssonar KR. Úrslit uröu þau að Hjörtur bar sigur úr býtum meö 117,5+155 = 272,5 kg. Magnús varð annar meö 120+150 = 270 kg en Ólafur féll úr leik i jafnhending- unni. Snorri Agnarsson var islands- meistari i 100 kg flokknum, lyfti 105+150 = 255 kg Gústaf Agnarsson keppti i 110 kg flokknum, en hann gerði allar lyftur sinar i snörun ógildar og var þvi úr leik. Aftur á móti keppti Guðmundur Sigurösson ekki, segist vera að hvila sig fyrir Norðurlandamótiö sem fram fer I Reykjavik 23. og 24. april. Méð sigri yfir Fenwick Vale á liö Milford möguleika á að sigra I deiidarkeppninni. — Framkvæmdastjóri Fenwick þolir illa að tapa, og áhangendur liðsins sem fylgja f Við erum næstum komin \ heim, ætli þeir biði okkar _■ á stöðinni? in YHafiö engar áhyggjur^ :ar/ af þvi, látiö mig um/JÍ aö t»<a við þá.jj^ Þegar lestin kemur I inn á brautarstöðina J Auðveldur si gegn varnar - í öðrum leik Sendiherrakeppninnar sem fór fram i gœrkvöldi — Reykjavík hefur nú sigrað í tveimur fyrstu leikjunum Úrvalslið Reykjavikur vann ótrúlega auðveldan sigur gegn úrvalsliði af Keflavkikurflugvelli i 2. leik Sendiherrakeppninnar svokölluðu i Hagaskólanum i gær- kvöldi. Úrslitin urðu 122:69, og hefði sigurinn getað orðið mun stærri ef ekki hefði veriö hugsað um það fyrst og fremst að láta alla leikmenn liðsins spila jafnt. Það er óhætt að fullyröa að liðiö af Keflavikurflugvelli er það lé- legasta sem teflt hefur verið fram i þessari keppni i mörg ár. Það er svo furöulega slakt, að ég er viss um að það hefði ekki átt möguleika gegn einu einasta 1. deildarliði, og sum liðin i 2. deild hefðu örugglega sigrað það. Þaö er þvi ekki mikið að marka leik reykjavikurliðsins sem er reyndar landsliðshópurinn að leikmönnum UMFN undanskild- um. Leikmenn þess gátu leyft sér nánast hvað sem þeim sýndist langtimum saman, þeir höfðu al- gjöra yfirburði á öllum sviðum. Stighæstir voru Rikharður Hrafn- kelsson 24 og Bjarni Gunnar 19. „Það leikur enginn betur en andstæðingurinn leyfir” sagði Einar Bollason, þjálfari Reykjavikurliðsins eftir að leiknum lauk, og átti hann þar við að liö hans heföi komið I veg fyrir að VL-liðið gæti nokkuð sýnt. Ein- ar var mjög ánægöur meö margt hjá liöi sinu i leiknum, en ekki eins hress meö margt annað. Mitt álit er að ekkert sé að marka þennan leik, til þess var mótstaðan allt of Htil. Nú hafa verið leiknir tveir leikir i keppninni um Sendiherra- bikarinn, og hefur reykjavikur- liöið unnið þá báða auðveldlega. gk-- Ármannsstúlkur í sérflokki Annar hluti tslandsmeistara- mótsins I júdó fór fram um helg- ina, og var þá keppt i kvenna- og unglingaflokkum. tslandsmeist- arar urðu þessir: t léttvigt kvenna Magnes Einarsdóttir, Armanni, i milli- vigt kvenna Anna Lára Friöriksdóttir, Armanni og i þungavigt Þóra Þorisdóttir, Ármanni, Sem sagt þrefaldur sigur ármannsstúiknanna. t unglingaflokki — 15-17 ára — sigraði Einar Ólafsson, Reyni, i undir 59 kg flokknum, Þórarinn Ólafsson, UMFK i flokki 59-64 kg^ I 70 kg flokknum sigraði Viöar Finnsson Reyni og I flokki yfir 70 kg bar Sigurður Hauks- son UMFK sigur út býtum. Simon ólafsson, Armanni, átti góða kafla f leiknum f gær, og hér sést hann skora góöa körfu. Torfi Magnússon fylgist meðog er viðöllu búinn ef Simoni skyldi mistakast. Ljósmynd Einar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.