Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 19
VÍSTR Þriöjudagur 15. mars 1977 SJÓNVARP KLUKKAN 21.15: Grunnskólinn -og hvað svo? Grunnskólinn og hvaö svo? heitir umræöuþáttur I sjónvarpinu I kvöld, þar sem væntanlega veröur rætt um grunnskólann. Aö sögn Hinriks Bjarnasonar, stjórnanda umræönanna, veröur spjallaö um skólann I framhaldi af þvi sem veriö hefur að gerast I skólamálunum aö undanförnu. Ekki veröur beint fjallað um prófiö sern fjaörafokinu olli, heldur miklu fremur reglurnar sem aö baki þvi standa. Þá verður væntanlega rætt um tengsl grunnskóla viö menntakerfiö og framhalds- skólana og hvaö viö taki hjá unglingunum þegar þeir losna úr skólanum. Þátttakendur i rumræðunum eru fjórir, tveir frá mennta- málaráöuneytinu og tveir ilr skólunum. Þaö eru deildarstjór- arnir Stefán ólafur Jónsson og Höröur Lárusson og Óli Þ. Guöbjartsson, skólastjóri á Sel- fossi og Baldur Sveinsson kenn- ari í HHÖaskóla. Aö sögn Hinriks er þátturinn ekki hugsaöur sem rifrildisþátt- ur, en varla er viö þvi aö búast aö þessir herramenn séu sam- mála um öll atriöi þessa viöa- mikla máls. —GA Hinrik Bjarnason stjórnar um- ræðum i kvöld um Grunnskól- ann SJÓNVARP KLUKKAN 20.45: Reykingar eru hœttulegar Sjónvarpið sýnir i kvöld fyrstu myndina af þremur um ógnvekj- andi afleiðingar sigar- ettureykinga. Hinar tvær myndimar verða sýndar næstu þriðju- daga. Alitaf er verið að nefna einhverjar tölur um skaðsemi reykinga, og i myndinni er bent á að i Bretlandi deyja ár- lega 50 þúsund manns af völdum þeirra, sem mun vera sex sinnum fleiri en þeir sem farast i umferðaslysum. Einnig er i myndinni rætt við fertugann mann sem haldinn er ólæknandi lungna- krabba. Jón O. Edwald er þýðandi myndanna. —GA SJÓNVARP KLUKKAN 21.55: Þaö er ýmislegt aö gerast i Colditz þessa dagana. ,,í þessum þætti er sagt frá togstreitu milli þýska hersins og Gestapo um yfirráðin yfir Colditzbúðunum”, sagði Jón Thor Haraldsson þýðandi þáttarins Fyllsta ör- yggi, i myndaflokknum Colditz. „Þýski herinn ræður yfir búðunum, en Gestapo hefur fullan hug á að ná þeim. Haldin er mikilvæg Gestapo reynir að ná völdum í Colditz! ráðstefna i Colditz og bandarikjamaðurinn þar er ákveðið að herin sem fyrst sást i siðasta hafi áfram með búðirn- þætti, og Robert Wagn- ar að gera, en allt eftir- er leikur, dálitið við lit verði hert að mun, sögu. og allt öryggi i sam- Þátturinn hefst bandi við fióttatilraun- klukkan tiu minútur ir stóraukið. fyrir tiu. í þættinum kemur —GA ÚTVARP KLUKKAN 19.35: Hverjir eru atvinnumöquleikar öryrkja? ,,Við fjöllum i þess- um þætti um mögu- leika öryrkja til að fá vinnu á hinum almenna vinnumarkaði eða þá einhverskonar sér- vinnu,” sagði Arn- mundur Bachmann um þátt sinn og Gunnars Eydal/Vinnumál. „í lögum um endur- hæfingu er tekið fram að þeir sem endur- hæfðir hafa verið, eigi forgang tii opinbeirar vinnu, og i lögum um vinnumiðlun segir að öryrkjar eigi að hafa sérstaka aðstöðu til að komast i vinnu. Þessar reglur eru i ' meginatriðum óvirkar, og þeir sem hafa skerta vinnuhæfni eru bók- staflega útilokaðir frá vinnumarkaðinum. Þeir fá heldur ekki venjulegar atvinnu- leysisbætur, vegna þess að þeir eru ekki eiginlegir atvinnu- leysingjar.” Við fórum út i bæ og töluðum við nokkra öryrkja á ýmsum aldri og á ýmsu stigi, um til- raunir þeirra til að fá vinnu. Þá ræðum við við Karl Brand, hjá endurhæfingarráði, sem hefur með vinnu- miðlnm öryrkja að gera. —GA Þriðjudagur 15. mars 12.25 Veourtregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.25 Frá Noregiog Danmörku a. Norsk leikhúsmál i deiglunni. Ingólfur Margeirsson flytur ásamt Berki Karlssyni og Steinunni Hjartardóttur. b. Þorrablót á Ausiurveg 12. Óttar Einarsson kennari bregöur upp svipmyndum meö upplestri eftirhermum og almennum söng frá sam- komu Islendingafélagsins i Kaupmannáhöfn, sem haid- in var I Jónshúsi 19. f.m. 15.00 Miödegistónieikar 17.30 Litli barnatiminn Finnborg Scheving stjórnar timanutn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Vinnumál. Lögfræöing- arnir Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina Kristján E. Guömundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þátt fyrir unRlinga. 21.30 Frá orgeltónleíkum Martins Haselböcks i kirkju Filadelfiusafnaöarins i september s.L. a. Sónata i A-dúr eftir Mendelssohn. b. Tveir þættir úr „Fæöingu frelsarans” eftir Messiaen. c. Danstokkata eftir Heiller. d. Hugleiöing um „ísland, farsælda frón”, leikin af fingrum fram. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Lestur Passiusáma (32) 22.25 Kvöidsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils GuÖ- mundsson les úr sjálfsævi- sögu hans og bréfum (7). 22.45 Harmonikulög Garöar Olgeirsson leikur. 23.00 A hljáöbergi Lesiö og sungiö úr ljóöum Roberts Burns. Meöal flytjenda eru Ian Gilmour, Duncan Robertson og Margaret Fraser. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 8. skák. Dagskrárlok um kl. 23.50. Þriðjudagur 15.mars. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvlgiö 20.45 Reykingar. Skaösemi reykinga.Fyrsta myndin af þremur um ógnvekjandi af- leiöingar sigarettureyk- inga. I Bretlandi deyja ár- lega meira en 50.000 manns af völdum reykinga, eöa sex sinnum fleiri en farast I um- feröarslysum. Meöal ann- ars er rætt viö rúmlega fertuganmann, sem haldinn erólæknandi lungnakrabba. Hinar myndirnar tvær veröa sýndar næstu þriöju- daga. Þýöandi og þulur Jón 0. Edwald. 21.15 Grunnskólinn — og hvaö svo? U'mræöuþáttur um grunnskólann og tengsl hans viö menntakerfiö. Um- ræöunum stýrir Hinrik Bjarnason, og meöal þátt- takenda eru Oli Þ. Guöbjartsson skólastjóri og Stefán Olafur Jónsson, fulltrúi i Menntamálaráöu- neytinu. 21.55 Colditz Bresk-banda- rískur framhaldsmynda- flokkur. Fyllsta öryggi. Þýöandi Jón Thor Haralds- son. 22.45 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.