Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 17
vísm Þriðjudagur 15. mars 1977 SKATASTARF Umsjón: Gunnar Kristinn Sigurjónsson og Eyþór Þórðarson LANDSMOT SKATA 77 17. landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 17.-24. júli ’77. A mótinu verður að sjálfsögðu öll sú þjónusta sem tiökast á slikum samkom- um. Þar veröur banki, póstur, öflug sjúkraþjónusta, vönduð minjagripaverslun, söluturnar meö nauðsynjavörum til bragö- bætis og siðast en ekki sist, ferðaskrifstofa. Þar verður boö- ið upp á ýmsar feröir, bæði stuttar og langar meöal annars verður farið að Gullfossi og geysi,. Þingvallahringurinn, „Hverageröi Selfoss og Stokks- eyri” (ein ferð), og „rúsinan i pylsuendanum”, ferð um Þjórs- árda linn. M eð þessa ri f er ð gef st kostur á sólahrings hikeferð á Heklu. Dagskrá mótsins verður i um- sjá S.K.F.A. Ekki er úr vegi að LANDSMÓT SKÁTA1977 benda á aö æfa vel áttun, og einnig að kynna sér allt i mann- kynssögunni sem snertir ramma mótsins, þ.e. töluna 7. Tjaldbúðarstjórn er I hönd- um Skátafélags Akraness, og mun skátum verða skipt niður á 6 torg, skv. sveitum, og verður sjöunda torgiðfyrir eldri skáta og foreldra þeirra yngri. A hverju torgi mun verða staðsett listaverk, sem hver mótsgestur á einhvern þátt i að gera, þ.e. hver skáti setur eina plötu, Ur járni, stáli, eða öðru þvi um liku á þetta listaverk. Hver plata mun hafa þrjú til fjögur göt, og siöan mun verða skrúfuð á listaverkiö. Verði veröur stillt i hóf, og hefur það verið ákveðið, 13500- Kr. Innifaliö i þvi er mótsblaö, mótsmerki, fullt fæöi, og svo öll sú mikla ánægja sem þarna verður til staöar. Fleiri upplýsingar munu birt- ast jafnóðum og þær munu ber- ast. FJOLÞÆTT, LÆRDÓMSRÍKT OG HEILBRIGT STARF Yiðtal við Geir Hallgrímsson forsœtisráðherra Hvers vegna gekkst þú i skáta- hreyfinguna? Ég varð ylfingur meö félögum minum og einnig vegna heilla- vænlegra áhrifa Axels L. Sveins, heitins sem var áhuga- samur skátaforingi. Hvenær varðst þú ylfingur? Það var á aldrinum 8-9 ára. Siðan varð ég skáti 11-14 ára. 1 hvaða skátafélagi varstu? Ég var I skátafélaginu Orn- um. Við héldum fundi i kjallaranum að Ægisgötu 27, i húsi Bjarna heitins Þorsttins- sonar, forstjóra Héðins og siðar i bakhúsi við Pósthússtræti. Hefurðu ekki hugsað þér að reyna að komast aftur i skáta- starf? Ég hef ekki hugsað neitt um Spurning dagsins Hver er rammi landsmótsins. að Úlfljótsvatni 1977? A næstu skátasiöu, mun birtast rétt lausn við siðustu sþurn- ingu, ásamt nafni sigurvegarans. Við viljum hvetja skáta utan af landsbyggðinni, til þess aö skrifa okkur meira en þeir hafa gert. Síðasti sigurvegari er Guðrún Vernharðsdóttir Hæðargarði 14 Rvk. Garöbúum. það. Ég fór svo snemma I önnur félagsstörf, i Menntaskólanum og siöar i Háskólanum. Sem borgarstjóri hafði ég mikið og ánægjulegt samstarf við skáta i þeim tilgangi að laöa æsku borgarinnar i skátastarf. Þar er sá félagsskapur unga fólksins, sem liklegastur er til að efla góðan þroska. Ég tel að skáta starf sé mjög f jölþætt, lærddms- rikt og heilbrigt. Það veitir marga skemmtilega möguleika en snýst þó aðallega um ajlvar- lega og gagnlega hluti, svo sem hjálp I viðlögum, og eflir sjálfs- bjargarviðleitni. Skátastarfið gerirnámið að leik og leikinn að námi, auk þess sem skátalögin hafa að geyma drengskapar- hugsjón og reglur um samskipti manna, sem öllum er hollt að halda. Hvernig kunnirðu við gamla búninginn þinn? Mjög vel. Ég sé ekki betur en slikir búningar séu að komast i tisku aftur. Þegar ég var skáti, voru Ernir með bláa klúta en Væringjar með græna. Eigin- lega man ég betur eftir ylfinga- peysunni minni en skátaskyrt- unni. Ég minnist þess hvaö maður var hreykinn að klæðast hennii skrúðgönguá sumardag- inn fyrsta. Stundum fór fram búningaskoöun og liðskönnun i garðinum hjá Axel V. Túlinius, þáverandi skátahöfðingja, á Laufásveginum. Þá stóðu allir teinréttir meðan skátahöfingi ávarpaði og kannaði liðið. Hvernig finnst þér nýi skáta- búningurinn? Ég er reyndar ekki nægilega kunnugur honum, en ég sakna þessara fallegu merkja, sem prýddu búninginn og sýndu hvað hver einstaklingur hafði af hendi leyst af sérprófum o.s.frv., en mér skilst að það sá aflagt. Var mikil breyting i þá daga fyrir ylfing að verða skáti? Já, vissulega. Manni fannst maður vera orðinn ansi fullorð- inn þá, þó aö tvö ár væru til fermingarinnar. Hvað er þér minnisstæöast úr starfinu? Skemmtilegar samveru- stundir með félögum minum og jafnöldrum. Einnig var útgáfa Ylfingablaðsins mjög skemmti- leg, svo og landsmót skáta, sem haldið var á Þingvöllum 1938. Það var, held ég, stærsta mót, sem þá hafði verið haldið hér- lendis. Liklega hef ég ekki unnið siðan annað eins afrek i göngu eins og þar, en þá gengum við félagarnir á Súlur. Ereitthvað, sem þú viltsegja að lokum? Ég vil hvetja alla unga menn til að taka virkan þátt i skáta- starfi. Það mun verða þeim til mikillar ánægju og lærddms, svo og islensku þjóðinni til gagns. j iÁÁ///i//&r// mará/dur/'n/f Nýkomið slétt flauel í fermingarföt og stúdentadraktir Munið tilsniðna fatnaðinn . tf/nmwra z//mÁ//i///'///// Austurstrœti 17. Silla og Valdahúsinu Simi 21780 Sjúkrahótal RauAa kro.minm eru á Akureyri og i Reykjavik. RAUÐI KROSSISLANDS NÝIR & SÓLAÐIR snjóhjólbarðar -XA_____ nitto umboðið hí. Brautarholti 16 s.15485 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Laugaveg 178 s. 35260 GÚMBARÐINN Brautarholti 10 s.17984 HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA VSuöurlandsbraut s.32960 HJÓLBARÐAVHÐGERÐ VESTURBÆJAR VNesveg s. 23120 DATSUN 120Y Hvorki lítill né stór bíll, en heldur eiginleika beggja Fólksbíll 4 dyra Fólksbíll2dyra m/sjálfsk. 2dyra Station 4 dyra litra pr. 100 km. lánakjör til Verð kr. Bensineyðsla innan við 7 1670 þús. 1640 þús. 1740 þús. 1720 þús. Sérstök öryrkja 19 cm lægsti punktiir Engin bið — hver veit hvað bflar kosta eftir 3-6 mánuði? INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 845T0 Er lítið pláss í ísskápnum? - notaðu þá Agfa fílmu —• Hana þarf ekki að geyma f fsskáp fyrr en að ástimplaðri dagsetningu lokinni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.