Tíminn - 24.12.1968, Page 3

Tíminn - 24.12.1968, Page 3
ÞRroJUDAGUR 24. desember 1968. TIMINN 100-150 þúsund tonn nfís brutust frum í Þjórsá Litlu Naeturgalarnir, sem hingaS eru komnir í annaíi sinn til þess að eySa jólaleyfinu voru á aefingu í Máteigskirkju á mánudaginn. Þar hitti Ijósmyndari Tímans, GE þá, og tók þessa mynd. Næturgalarnir munu syngja baeSi í Reykjavík og á nokkrum stöSum utan Reykjavíkur um jólrn. 20 SJÓNVARPSTÆKl ERU í MÝVATNSSVEIT KJ-Reykjavík, fösludag. Þegar útsending sjónvarpsins náði til Akureyrar, var ekki talið að hægt væri að ná útsendingunnl miklu austar, en samt var þetta reynt í Mývatnssveit, og reyndust móttökuskilyrði allsæmileg norð- an til í sveitinni. Pétur Jónsson í Reynilhláð sagði Tímanum í dag, að nú væri hálf- ur mánuður síðan fyrst var reynt að ná sjónvarpssendingunni þar, og væru komin um tuttugu sjón- varpstæki sveitma. Útsendingin sést þó ekki alls staðar, eins og t. d. á Skútustöðum, en norðan við Mývatn eru skiíyrði aftur á móti nokkuð góð. Þegar „Fjöllungar", eða íbú- ar á Grímsstöðum á Fjöllum og þar í kring, fréttu um þennan á- gæta árangur Mývetninga að ná útsendingunni frá endurvarpsstöð inni á Vaðlaheiði vaknaði strax mikill áhugi hjá þeim,' að láta mæla skilyrðin h]á sér, og sagði Kristján bóndi á Grímsstöðum, að þeir „Fjöllungar" hefðu mikinn áhuga á að láta ganga úr skugga um' það hvort þeir gætu nú ekki líka farið að njóta sjónvarpsins, því þeim finndist að þeir þyrftu frekar að njóta þess en margir aðrir, þar sem þeir byggju svo afskekkt, og væru oft í einangr- un lengri tíma á vetri hverjum. HVÍT JÓL? Reykjavík, mánudag Veðurfræðingar spá suðvest anátt og éljagangi í dag, og gera má ráð fyrir að snjói eitt- hvað hér syði'a í dag og kvöld og því verði jafnvel hvit jól að þessu sinni. Hvít jól verða um allt norðanvert landið, en hvít jörð mun vera allt frá norðan- verðu Snæfellsnesi og austur á Austfirði. Spáin fyrir aðfara nótt aðfangadags er sú, að aft- ur stytti upp og snúist í norðan átt og bjartviðri. Verður því IMega stjörnubjartur himinn og hvít jörð á jolanóttina hér syðra a.m.k. Jólatré til Reykja- 'íkurhafnar frá Hamborg í þriðja skipti var í ár sett upp jólatré við Hafnarbúðir við Reykjavíkurhöín. Tréð var sent Reykjavíkurhöfn að gjöf frá Nautische Kameratschaft „Han sea“ í Hamborg (félag fyrrver- andi skipstjóra og stýrimanna). Hafnarstjóri Hamborgarhafnar Hafeinkapitan^W. Morgenstern kom til Reykjavíkur ásamt konu sinni og dlkynnti um gjöf ina við athöfn á skrifstofu hafn arstjóra hinn 16 þ. m. að við stöddum borgarstjóra, sendi- herra Vestur-Þýzkalands o. fl. gestum. Tré'ð er um 15 m. hátt. KJ-Reykjavík, manudag. Á laugardaginn kom mikið ís- skrið j Þjórsá, og munu á um hálftíma hafa farið um 100—150 þúsund tonn af ís fram hjá inn- taksmannvirkjunum vlð Búrfells- virkjun, en þá mældist rennslið í ánni um 400 teningsmetrar á sekúndu, og er talið, að af því hafi um % verið is. Sigurjón Rist líatnamælingama'ð ur sagði Tímanum í dag, að þetta væri alls ekki óvenjulegt að svona mikið ísskrið kæmi í Þjórsá,' eða aðrar sambærilegar ár. Árnar hafa verið auðar upp undir jökla, allt fram undir betta, en þegar norð- austan garrann gerði, kom svo mikið ísskrið í Þjórsá. Áin komst í lágmark 18. desember og mæld- ist þá 15 teningsmetrar við Urriða foss, eða eins og smálækur, en 96 teningsmetrar upp við Búrfell. Hlóðust upp ísstíflur í ánni, sem síðan sprungu. Er það kallað þverhlaup, þegar þær springa, og gerist það þannig. að fyrst spring ur ein ísstífla, og fossar þá vatn og ís á þá næstu og sprengir hana, og þannig koll af kolli. Verðþr af þessu mikið hlaup, sem koma þetta 2—3 á ári, en það fer þó mjög eftir 'tíðarfari. Ef veður er mjög umhleypingdsamt, geta þessi hlaup komið oftar. Það se:n var sérstakt við þetta hlaup, sem kom núna, sagði Sigurjón, var, að nú tókst að slá máli á það, og er það vegna betri aðstæðna við mæling- ar. Komst rennslið i ánni upp í 400 teningsmetra og af því mun ís hafa verið um Yt, eða 100—150 tonn af ís. Venjulegt ísskrið í ánni mun vera í kringum tvö tonn og sést af þessum saman- burði, hve gífuriegt þetta ísskrið í ánni hefur venð Þótt þetta hafi verið í ljósaskiptunum á laugar- daginn, tókst að ná ísskriðinu þeg sem ar það var mest, á kvikmynd, lýsir fyrirbærinu vel. í þessu samband-' verður mönn um hug^að til -þess, að um þetta leyti næsta ár verður samkvæmt áætlun hafin orkuframleiðsla í Búrfellsvirkjun, og hvaða áhrif þetta ísskrið mun hafa á virkjun- ina. Námskeið í múraraiðn Á vegum Evrópuráðsins verður á árinu 1969 haldið námskeið í múrar'aiðn í Svisslandi. Namskeið- ið mun hefjast í byrjun febrúar- mánaðar og standa í 5 mánuði. Evrópuráðið mun greiða far- gjöldi milli landa og andvirði 150 franskra franka á mánuði. Hús- næði og fæði í Svisslandi er ó- keypis, meðan námskeiðið stend- úr. Kennslan mun fara fram á ensku. Umsækjendur skulu vera á aldr inum 18—35 ára, og ganga þeir fyrir, sem hafa nýlokið eða eru um það bil að ljúka iðnskólaprófi. Umsóknir um þátttöku í nám- skeiði þessu skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fvrir 31. desember 1968. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið. 18. desember 1968. Knáttspyrna á annan í iólum Þeir vurðveitu heimili Heimskringluþýðunduns KJ-Reykjavík, mánudag. Tímanum hefur borizt bréf frá Orkneyjum pess efnis, að fjrrirhugað sé að varðveita heim ili menntamannsins Samuel Laing, en ha.nn var brautryði andi á sviði þýðinga á íslenzk um fornbókmenntum, og þýddi m. a. Heimskringlu á enska tungu. Fyrir nokkru birtist í brezk um blöðum bréf um þotta efni, þar sem sagt er frá því að ætlunin sé að varðveita heimili Samuel Laing,, sem heitir Pap dael House og er í Kirkwall, á Orkneyjum. í ár eru hundrað ár liðin frá pví, Samuel Laing lézt, en um hann hefur verið sagt að hann sé faðir norrænna fræða í hinum enskumælandi heimi. Þýðmg Laing á Heims kringlu verkaði mjög hvetjandi á seinnitíma fræðimenn á þessu sviði. í því skyni að var'ðveita Pap- dale Houses Kirkwall, hefur verið leitað u! margra sam- taka um fjársr.uðning, en meira fé þarf en nú hefur verið aflað. Þeir, sem kynnu að vilja stuðla að því a'ð minningu Sam uel Laing yrði haldið á lofti með því að varðveita^hús þar sem hann þýddi Heimskringlu í eru beðnir að snúa sér til Dav id Kemp, C. A. 4 Broad Street, Kirkwall, Orkneyjum. Þeir sem undirrita bréfið um stuðning við þetta málefni eru: Lord Birsay, dr. Stanley Cursiter og Eric Link'ater Alf-Reykjavili. — Knattspyrnu- menn okkar eru hressir þessa dagána og leika knattspyrnu af fullum krafti, þrátt fyrir snjó og frost. Þeir taka sér enga hvíld um jólln, en á annan í jólum (fimmtudaginn) fer fram leikur á milli a-landsliðsins og unglinga landsliðsins, skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Fer leikurinn fram á Valsvell j inum og hefst kl 2. Aðgangur er j ókeypis og er fólk hvatt til að ] . fjölmenna á leikinn, sem verður ] án efa skemmtilegur. Þess má geta, að landsli'ðið lék j á sunnudaginn gegn KR og hafði mikla yfirburði. Lauk leiknum 6:1, en í hálflej'k var staðan 2:1. Hreinn Elliðason skoraði 3 mörk fyrir landshðið. Eyleifur Haf steinsson 2 og Þorsteinn Fr:ðþjófs son 1. Mark 'Æi skoraði Ólafur Lárusson. Þá lék unglingalandsliðið á Sel fossi og sigraði hcimamenn með 2:1. Hvert á að hringja? EF HITAVEITAN bilar á jólunum í Reykjavík, þá hringið í síma 15359. EF RAFMAGNIÐ bilar á jólunum í Reykjavík, þá hringið í síma 18230. MJÓLKURBÚÐIR í Reykja vík eru opnar til klukkan eitt á aðfangadag og síðan ekki fyrr en á 2. í jólum i kl. 10—12. SVR ganga til kl. hálf sex á aðfangadag, á öllum leiðum og ennfremih* á nokkrum leiðum til klukk- an átta, og svo milli klukk- an tíu og ellefu. Nánar um ferðir SVR Kópavogs og Hafnarfjarðarvagna inni í blaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.