Tíminn - 24.12.1968, Qupperneq 6

Tíminn - 24.12.1968, Qupperneq 6
6 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 24. desember 1968. fyrir alla erfiðleika. Að lokum tókst þeim að hefja sig á loft en alllangur tími leið unz Em ilio Bontioelli tókst að fljúga nokkra vegalengd. Svo var komið upp úr aldamótunum síðustu að flugið var búið að igrípa um sig, sem einskonar faraldur. Árið 1910 fann fögur brezk lávarðardóttir, sem dáðist * að hinum djörfu flughetjum eins og aðrir, upp á því að fá föð- ur sbin til að standa fyrir flug keppni frá London til Parisar. Faðirinn er vellauðugur blaða útgefandi og vill hann stuðla að því að Bretar verði jafn- öflugir í lofti sem á sjó, en þessi saga gerist á velgengnis tímum brezkra. Flugkapparnir taka nú að streyma að og eru meðal þeirra ýmsir kynlegir kvistir og þá eru flujyélarnar af ýms- um annarlegum afbrigðum. Á ýmsu gengur meðan búizt er til keppninnar og einnig er keppt í fleiru en flugi, því tveir flugkappanna vilja ólmir hljóta hyllihinnar fögrulávarð ardóttur Patriciu, og eiunig er franski flugkappinn Pierre Du bois veikur fyrir kvenlegum yndisþokka. Skemmdarverk koma við sögu og loks lýkur keppninni við mikinn fögnuð áhorfenda og annarra. lék í. Hlaut hún verðlaun fyr- ir leik sinn í þeirri mynd. Jólamyndin i Tónabíó skýr- ir frá rússneskum kafbát, sem strandar úti fyrir strönd Nýja Englands við eyna Gloueester. Átta af áhöfninni ganga á land í leit að vélbát til að draga kafbátinn aftur á flot. Þá ber fyrst að sumarhúsi söngleika- höfundarins Walt Whita- kers og konu hans (Carl Rein- er og Evá Marie Saint) og verður einn Rússinn þar eftir James Coburn og Dick Shav/n leika aSalhlutverkin f myndinni, sem Kópavogsbíó sýnir. Stríð og ítalskt lundarfar í Kópavogsbíói Jólamynd Tónabíós að þessu sinrii heitir Rússarnir koma. Þetta er bandarísk gam anmynd í litum, gerð _ eftir Sögu eftir Nathaniel Éench- ley, sem komið hefur út á ís- lenzku. Framleiðandi og leik- stjóri er Norman Jewison. En með aðalhlutverk fara Carl Reiner, Eva Marie Saint og Alan Árkin. Carl Reiner hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann er leikari, rithöfundur, kvik- myndaframleiðandi og leik- stjóri og auk þess fráb^ér tungumálamaður. Hefur hann hlotið frægð sem sjónvarpsleik ari. Rússarnir koma, er fyrsta kvikmyndin, sem Alan Arkin leikur í, en hann er þekktur sem þjóðlagasöngvari og leik- ari í leikhúsum. Eva Marie Saint mun öllu kunnari hér á landi en þeir Rekier og Arkin og muna eflaust margir eftir henni í kvikmyndinni. Við höfnina (On the Waterfront), sem var fyrsta myndin er hún Jólamyndin í Nýja bíó er bandarísk skopmynd í litum, sem heitir Vér flughetjur fyrri tíma, en undirtitill hennax er Hyernig ég t'er að því að fljúga frá London til Parísar á 25 klst. og 11 mínútum. Framléið andi er Stan Margúlies og leik stjóri Ken Annakin, sem jafn- en hinir taka bíl fjölskyldunn ar traustataki og halda áfram að leita sér að bát. Rússarnir eru ærið taugaspenntir og þá grípur ekki síður taugaæsing um sig meðaj eyjaskeggja en þeir halda að rússneski herinn hafi gert innrás. Kafbáturinn fer raunar á flot af sjálfu sér en þá er átta manna sendi- nefndin horfin. Minnstu munar að allt fari í bál og brand. en óvæntur atburður verður til að sameina óvinaþjóðirnar. Og eyjaskeggjar fylgja kaf- bátnum úr höfn á öllum til- tækum fleytum staðarins. framt á þátt > kvikmyndahand riti. 4ðalleikendur eru Stuart Whitman, Sarah Miles. James Fox og Alberxo Sordi. Myndin fjallar um þrá mannsins til að fljúga. Frum- herjar fluglistarnnar ur'ðu fyr ir ýmsum óhöppum en héldu áfram tilraunum sínum þrátt Hvað gerðir þú í stríðinu, pabbi? Bandarísk stórmynd í litum, sem sögð er bæði hörku spennandi og bráðfyndin, verð ur jólamynd Kópavogsbíós í ár. Framleiðandi og stjórn- andi er Blake Edwards.i en tón listin er eftir Henry Mancini. Aðalleikendur eru James Co- burn, Dick Shawn, Sergio Fan toni og Giovanni Ralli. Kvikmynd þessi gerðist í heimsstyrjöldinni síðari. Her- deild örbreyttra Bandaríkja- manna fær fyrirskipun um að hertaka bæinn Valerno á fta- líu. Er hér við mikið ofurefli að etja bví fiölmennt lið ítala er til varnar í ‘'bænum en Bandaríkjamenn í C-deild fáir og^ illa til reika. Þgir herða samt upp hugann. en þegar inn í bæinn kemur sést ekki sála á ferli. 4llir bæjarbúar á- samt ítalska varnarliðinu eru að horfa á knattspyrnukapp- leik á íþróttavellinum. Þar á meðal fögur bæjarstjóradóttir. Italir fagna Bandaríkjamönn- um og ekkert verður úr bar- dögum en slegið upp Veizlu í tilefni vínuppskerunnar. En þegar dagur rennur og timbur menn farnir að gera vart við sig vaknar veizlufólkið upp við vondan draum, sendimað- ur frá upplýsingaþjónustu Bandaríkjahers er kom'nn til að kanna vígstöðuna og skömmu síðar berst ítölum þýzkur liðsauki 4tburðir ger- ast mjög flóknir enda hafa hermennirnir haft skipti á ein kennisbúningum marg’r hverj- ir, Þá kemur einnig banda- rískt hjálparuð til bæjarins, margt skemmtilegt gerist, og öll vandamál leysast er öllu er segið upp í glaum og gleð' á ný. Upphaf fluglistar kynnt í Nýja bfói Nýja bíó sýnir bráðsnjalla gamanmynd um flugkappa fyrri tíma. Jólamynd um Mongólann Djengis Khan Stjörnubíó sýnir um hátíð- ina Djengis Khan. Myndina framleiddi Irving Allen, leik- stjóri er Henry Lewin, handrit ið er eftir Clark Reynolds og Beverley Cross og hljómlist eftir DUsan Radic, kvikmynd- un annaðist Geffrey Unsworth. Aðalleikendur eru Stephen Bo yd, Omar Sharif, James Mason Eli Wallach og Francoise Dor- leac. Mongólira, Temúdjín verð- ur áhorfandi að því, að faðir hans er drepinn. Það er Jam- uga, sem vegur hann. Jamuga hneppir Temúdjín í þrældóm. En Sengal og Geen hjálpa honum til að flýja. Temúdjín elur með sér mikla framtíðar- drauma. Hann hugsar sér að sameina alla hina sundur- þykku Mongóla í eina volduga þjó'ð. En hann di-eymir líka um prinsessuna, Bortei, sem er heitin Jamuga gegn vilja sínum. Temúdjín rænir henni, og þau giftast svo. Jamuga þyrstir í hefnd. Temudjín og lið hans rekast í kinverskan sendimann, Ling og lið hans. Temúdjn hjálpar Ling og liði hans til Peking og fær að laun um áheyrn njá keisaranum. Keisarann grunar, að rfkinu stafi hætta af Mongólum, en keisarinn neyðist til þess að leita liðs hjá Temúdjín. Keis- arinn sæmir Temúdjín heiðurs nafnbótinni Djengis Khan — Höfðingi sigurvegaranna. Bortei, biður Temúdjín að drepa Jamuga. En hann dreym ir um að sameina alla Mong- óla og býður Jamuga félag við sig. Temúdjín og menn hans eru orðnir fangar keisarans. Og Temúdjín notar kínverska upp finningu — sprengiefni, og sprengir gat á múrinn um Peking, Jamuga leitar liðs hjá Sha- inum í Khwarezm. Temúdjín sigrar her Snaisins og mætir Jamuga, augliti til auglitis. Þeir heyja mongólskt einvígi. Jamuga fellur en Djengis Khan verður sár til ólífis. Omar Shariff leikur Djengis Khan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.