Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 6. mai 1978 vism r ELDHdSINU u m s j o n : Þárunn I. Jónatansdóttii 4 dl SOÖ 1 lárviðarlauf 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 dós sveppir 1/2 búnt steinsel]a Skerið kjötið i meðal- stóra teninga og baconið í Nautasmásteik með sveppum og papriku Uppskriftin er fyrir 5-6 750 g innanlærisvöðvi eða klumpur 75 g bacon 3 laukar lm sk tómatkraftur salt pipar allrahanda 1 msk hveiti 2 1/2 dl rauðvin minni teninga. Smásaxið laukinn. Steikið baconið í potti, setjið kjötið saman við og steikið um stund. Brúnið smásaxaðan laukinn. Setjið þvinæst tómat- kraftinn út i. Kryddið með salti, pipar og allra- handa. Dreifið hveitinu yfir og þynnið smám saman með rauðvini og soði. Setjið lárviðarlaufið út i og sjóðið réttinn við vægan hita. Hreinsið paprikuna og skerið i strimla. Sjóðið paprikuna með síðustu mínúturnar. Bætið að lokum i sveppasneiðum og saxaðri steinselju. Berið með laussoðin hrísgrjón, grænar ertur eða hrásalat. STDÖRNUSPfi Kona i Nautsmerki Að mörgu leyti er kona i Nautsmerki salt jarðar og sameinar f lesta þá kosti sem karlmenn sækjast eft- ir hjá konum. Þó hún hafi vissulega mikið skap er umburðar- lyndi hennar með ólikindum og þú verður ekki var við skapsmuni hennar nema þú gangir verulega fram af henni, en þá gleymirðu því heldur ekki næsta kastið. Skynsemi og heiðarleiki eru hennar aðalsmerki og hún er laus við alla tilgerð og kven- lega klæki. Hún hefur andlegan styrk á við hvaða karlmann sem er, en þú mátt gjarnan vera sterkari aðilinn í sambandinu ef þú hefur áhuga. Hún er ekki i neinni samkeppni við þig. Hún tekur fólk eins og það er og hún er vinur vina sinna gegnum þykkt og þunnt. Ef hún hittir ein- hvern sem henni fellur ekki við, gerir hún ekkert veður út af þvi, hún sniðgengur bara viðkomandi. Hún hefur smekk fyrir viðhöfn, failegum hlutum og góðum mat. Ef þú býður henni út, skaltu fara með hana á góðan matstað — ekki hamborgara- sjoppu. Hún sér líka á augabragði hvort fatnaður er „gott merki'' eða ekki. Gættu >ess að segja henni ekki fyrir verkum — sist af öllu i viðurvist annarra. Og ef það er eitthvað sem hún þolir ekki, þá er þaö að rekið sé á eftir henni. Hvað börnin hennar áhrærir, þá er hún um- hyggjusöm móðir, góður félagi, en sér rautt ef þau ganga illa um og ganga ekki frá eftir sig. Það er nánast þaö eina sem hún liður þeim ekki. llrúturinn, 21. mars — 20. april: Ef þú heldur fram skoð- unum þinum af miklu of forsi máttu búast við að vinur þinn gleymi því ekki í bráðina. Sýndu háttvísi. Það er mun heillavænlegra. Nautift, 21. april — 21. mai: Þetta virðist ætla að verða annasamur dagur. Ekki er þó útlit fyrir að þú munir hitta margt fólk. Þú verður mjög ánægð(ur) með eitthvað i kvöld. Tviburarmr, 22. mai — 21. júni: Láttu það eftir þér að hitta ýmsa vini og kunn- ingja i dag. Þú sérð ekki eftir þvi. Stutt ferðalag mundi hafa mjög góð áhrif á þig. Krabbinn, 22. júni — 23. júli: Það lítur út fyrir að maki þinn eða samstarfsmaður verði óvenjulega hjálp- legur við þig í dag. Þetta gerir það að verkum að fjármálin taka óvænta jákvæða stefnu. Ljónift, 24. júli — 23. ágúst: Vertu sérlega gætinn gagnvart þeim sem þú umgengst í dag. Ekki láta blekkjast af fagurgala. Vertu raunsæ(r) þó það sé erfiðara. Þú kannt að dragast inn i vandamál annarra. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept: Einhver vandamál kunna að koma upp á heimilinu fyrri hluta dagsins. Þú átt erfitt um svefn og hefur miklar áhyggjur. Vertu samvinnuþýð(ur). Þú hefur einhver sam- skipti við fólk. í dag sem er mjög hörundssárt. Vertu sérstaklega orð- vör(var) og forðastu að særa vini þína. Drekinn. 24. okt. — 22. nóv.: Vertu raunsæ(r).Gerðu þér ekki hærri vonir en efni standa til. Ahrifa- mikill vinur þinn mun vera þér hjálplegur. Gættu heilsunnar. Hogmafturinn, 23. nóv. — 21. des.: Smá ágreiningur við samstarfsmenn þína kann að gera þig niður- dreginn . Léttu ekki hugfallast. Nágranni þinn sýnir eitthvað af sér sem kemur þér mjög á óvart. Steingeitin, 22. des. — 20. jan.: dag skaltu ekki gera nein viðskipti og ekki blanda saman f jármálum og vináttu. Þú munt sjá eftir því siðar. /’jy % Vatnsberinn, ' 21. jan. — 19. feb.: Þetta er góður dagur til að hrinda i framkvæmd ýmsu þvi sem alltof lengi hefur legið á hillunni. Skammtilegar samveru- stundir með fjölskyld- unni. Fiskarnir, 20. feb. — 20. mars: Nú ferðu að sjá árangur verka sem þú hefur lengi verið að vinna að. Þú færðhrós sem mun gleðja þig mjög. Gleymdu samt ekki skyldum þínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.