Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 6. mal 1978 Og þótt okkur þyki mörg af þessum nýlistaverkum fátækleg og mösulbeina, þá geta þau eignast sinn rétt, og það eru sannfærðir menn sem vinna að þessari list. Þröskuldurinn i vegi nýlist- arinnar er meðal annars sá, að hún er flokkuð undir myndlist, þótt hún standi einatt fullt eins nálægt leiklist og tónlist og jafn- vel bókmenntum. Þessu á fólk erfitt með að koma heim og saman. Þetta er algjörlega ný grein, ný tegund tjáningar, sem sem f járfestingarvöru, þótt slikt sé enn ekki komið til hér heima.” Nýraunsæiö og aðrir straumar Hvaða linur greinir þú aðal- lega i isl. myndlist um þessar mundir? „Undanfarin ár hefur einkan- lega borið á tilhneigingu til ný- raunsæis. Það felur i sér hlut- lægara myndefni en var i ab- um löndum. Ég held að annars sé hætta á forpokun og menn- ingarlegri einangrun.” Öfganna á milli Hvernig er þinn persónulegi smekkur i myndlist? ,,Ég er alæta á myndlistar- greinar. Sumir menn virðast aðhyllast einhvers konar bibliu- trú i listsmekk. Ýmsir sem njóta nútimaljóða geta meö engu móti fellt sig viö „Oftar en ekki beinist nýlistin aö gagnrýni á „íslendingum finnast málverk ekki vera nein þjóöfélag, lifsstíl og hugsanagang og til sliks iist, nema með fylgi slangur af fjöllum...” þarf fjölmenntaöa listamenn...” urum sinnar kynslóðar, og svo get ég farið i þveröfuga átt og notið skapsprottinna'og óstýr- látra mynda Svavars Guðna- sonar. Ég er ekki i nokkrum vafa um að Sigurjón er með bestu myndhöggvurum i Evrópu. Það er bara svo erfitt að koma þessum stóru, þungu verkum á framfæri utanlands og það er ekki i innréttingu Sig- urjóns að vilja verða frægur. Hann lifir nú af þvi að gera hausa af Islendingum. Af yngri mönnunum hef ég t.d. ákaflega gaman af Magnúsi Tómassyni. Hann er bæði hugkvæmur, hnyttinn og hagur. Of margir ungir menn átta sig ekki á þvi að hagleikur og vandvirkni eru nauðsyn i listsköpun. Góð hug- mynd dugir skammt ef hún kemst ekki til skila. Til þess þarf vönduð vinnubrögð. Að sumu leyti var skortur á vand- virkni lika veikasti punkturinn i afstraktlistinni á sinum tima. En ég held að almennt sé þetta að breytast til meiri virðingar á verki.” //Bjálfaskapurinn á blöð- unum" Kunna íslendingar að meta þessa góðu myndlistarmenn? „Ojá. Yfirleitt held ég að Is- lendingar kunni að meta lista- menn sina, jafnvel i rikari mæli en gerist i nálægum löndum. Og ég held að islensk myndlist sé að verða svo gróin i landinu, að hún hafi fengið sitt sérstaka eðli. Komi maður inn á samsýningu islenskra og erlendra verka, þá eru þau islensku með svo sterk- um einkennum að maður sér um leið að þau eru islensk en ekki annarrar þjóðar. I rauninni er það einkum eitt sem skyggir verulega á listmat tslendinga, og þaö er þessi geysilega mikla aura hvað myndlist er. Hugsaöu þér, ef sendur yrði á völlinn blaðamaður sem ekki þekkti i sundur tennis og fótbolta?” Hið rómantíska skapferli Mig langar til að spyrja þig um dálæti þitt á hinu sérkenni- lega i mannlifinu og kynlegum kvistum, sem m.a. kemur fram i viðfangsefnum margra bóka þinna og útvarpsþátta. Af hverju stafar þetta dálæti, held- urðu? „Ja, ég veit það varla. Það lif sem þrifst utan alfarabrautar i mannfélaginu hefur alla tið heillað mig. Kallar og kellingar sem hafa getað boðið öllu þessu efnahagslega stressi þjóðlifsins byrginn og siglt sina leið án til- lits til krafna og kvaða, borið sig höfðinglega þótt þau ættu ekki fyrir kaffibolla, hafa annað mat á ýmsum gildum okkar tiðar en þorri manna, — þetta fólk stendur mér ákaflega nærri. En þvi fer nú að fækka. Þessir skrýtnu fuglar komast ekki upp með þetta lengur. Þeir eru settir á hæli, elliheimili eða aðrar institúsjónir nútimans. Skatt- stofan viðurkennir ekki slikan lifsstil utan við kerfið. Kannski stafar þetta dálæti mitt á þvi sem er utanvert við venjuna af rómantisku skapferli, þörf fyrir hið litrika i lifinu”. Marxisminn Þrátt fyrir þessa aðdáun á hinu andkerfislega einstak- lingsframtaki þá ertu sósialisti i stjórnmálaskoðunum? „Ekki vildi ég kalla mig sósialista. Þá staðsetti ég mig allt of nálægt ýmsum óæskileg- um mönnum. En ég er marxisti villandi er að kalla hefðbundnu nafni eins og „myndlist”. Margt i nýlistum er lika tómt skop og pólitiskar yfirlýsingar”. En er þá ekki hæpið fyrir myndlistarskóla að taka svona grein upp á sina arma? „Mér finnst það ekki hæpið ef greinin væri kennd sem val- frjálst framhald af almennri undirstöðumenntun i myndlist- um. Það er hins vegar ekki gert, og um það standa deilur. Ég er alls ekki á móti þvi að nýlist sé kynnt, en ég held að þurfi æði mikinn þroska til þess að menn geti nýtt hana i einhverju félagslegu augnamiði. Oftar en ekki beinist hún að gagnrýni á þjóðfélag, lifsstil og hugsana- gang og til sliks barf' f.jölmennt aða listamenn.” Listin — þræll peninga- valdsins? Kynni þin af þvi unga fólki sem nú eru nemendur þinir i Myndlistaskólanum, — er mun- urinn mikill á viðhorfi þess til listarinnar og umhverfis sins og viðhorfi þinnar kynslóðar, til dæmis? „Það er einkum eitt sem sker sig úr i slikum samanburði, og það er að þjóðfélagsleg eða póli- tisk vitund sækir miklu frekar á ungt fólk nú. Með þjóðfélags- legri vitund á ég til dæmis við umhverfisvitund, mengunarvit- und, varðveisluvitund. „Nýlist- in” sem svo er kölluð — rétt eins og allar listir hafi ekki verið nýjar— reynir að túlka andsvar gegn slikum vandamálum að nýjum og „ólistrænum” leiðum, sem minna oft á „anti-art” dadaistánna gömlu. Forystu- menn slikra tilrauna i álfunni — og vestan hafs — bera einnig fyrir sig, að listin sé um of verslunarvara, jafnvel brask- vara, og listamaðurinn þjónn peningavaldsins. Með þvi að gera ósöluhæfa hluti á opinber- um vettvangi þykjast þeir losa listina — eða betur sagt mann- lega tjáningu — úr viðjum kaup- mennskunnar. Það er satt, að listin er ekki nærri nógu gildur miðill á torgi mannlifsins, og eins hitt, að oft er litið á hana straktlistinni, svo sem mann- eskjur og umhverfi, og beinist oft að einhverjum samfélags- legum efnisþáttum, eins og kemur til dæmis fram i verkum þeirra Hrings Jóhannessonar, Einars Hákonarsonar, Eiriks Smith og fleiri málara. Ádeilur á venjusýn og venjuhugsun koma einnig fram i hlutgerving; um þeirra Magnúsar Pálssonar og nafna hans Tómassonar, svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir þetta stendur huglæga listin i fullum blóma og á sér einhverja sterkustu forsvarsmennina enn sem fyrr. Annars býst ég við að lögin um ákveðna prósentutölu byggingarkostnaðar opinberra bygginga til myndskreytingar muni fljótt verða hinum arki- tektónisku greinum talsverð lyftistöng, — greinum eins og steingleri, mósaik, myndvefn- aði og höggmyndalist. I sambandi við höggmynda- listina er það furðulegt, að siðan Sigurjón kom fram, fyrir allt að hálfri öld höfum við eiginlega ekki eignast neinn myndhöggv- ara, sem hefur verulega haslað sér völl. Við fengum Gerði Helgadóttur, sem reyndar fann sinn vettvang erlendis, og svo nokkra unga menn, sem þó eru i öðrum greinum meðfram. Hvað veldur? Hér kemur margt til. Húsnæðisvandamál mynd- höggvara eru mikil og söl;u- möguleikar litlir. En ég held, að þetta sé lika skólanum hjá okk- ur að kenna. Við höfum beint fólki alltof litið inn á braut högg- myndalistar. Þetta stafar að hluta til af húsnæðisleysi skól- ans. Eftir þrjátiu ára starf er Myndlista- og handiðaskóli ís- lands jafn húsnæðislaus og þeg- ar hann byrjaði. Stórmennin eru afskaplega flott i garð mynd- listarinnar á finum dögum, en engum þeirra hefur dottið i hug að leysa vandræði myndmennt- unarinnar i landinu. Og okkur vantar aðstöðu til að geta veitt nægilega verkkynningu; i grein- um einsog mósaik, steingleri og fleirum, fyrir utan það að grein- ar eins og ljósmyndun og gull- smiði eiga hvergi annars staðar heima en i myndmenntaskóla. Afturámóti tel ég æskilegt að menn leiti framhaldsnáms i ýmsum þessara sérgreina i öðr- 19. aldar skáld. Sumir dá þjóðlagatónlist en fyrir- lita sinfóniur. Mér er lifsins ómögulegt að taka svona trúar- lega afstöðu. Ég hef alveg eins gaman af að lesa ævisögu ein- hvers sveitakalls og að lesa skáldsögu eftir eitthvert stór- skáld. Ég get haft fullt eins mikla ánægju af að skoða vel- gerða bókarkápu eða auglýs- ingu, eins og oliumálverk. Trúarleg afstaða i þessum efn- um er bara skortur á reynslu og upplifunarhæfni. Ég geri aðeins kröfu um gæði,hugmyndaleg og skilagæði til móttakandans. Það er tvennt sem fer þvert fyrir brjóstið á mér, og það er annars vegar verk sem er einvörðungu búið til sem söluvarningur og hins vegar verk sem er óvand- að. Að öðru leyti get ég farið öf- gana á milli. Til dæmis tel ég Karl Kvaran, með sina gjör- hreinsuðu fleti, með bestu mál- landslagshefð. Islendingum finnast málverk ekki vera , nein list, nema með fylgi slangur af fjöllum.” Finnst þér að fúskarar i myndlist eigi greiðan aðgang að íslendingum? „Ótrúlega greiðan. Þar kemur ýmislegt til. Dagblöðin, —■ og reyndar er sjónvarpið litlu betra —, slá einatt upp algjörum fúskurum og kalla þá lista- menn. Ef einhver skeljasafnari raðar skeljunum á pappa og stillir upp á Mokka þá rjúka blöðin upp og eiga við kallinn eða kellinuna viðtal þar sem einlægt er klifað á sæmdarheit- unum „listamaðurinn”, „lista- konan”. B jálfaskapurinn á blöðunum er svo yfirtakanleg- ur, að þegar loksins kemur fram gjaldgengur listamaður þá merkir orðið ekki neitt lengur. Oft eru sendir á sýningar blaða- menn sem vita ekki fyrir fimm og hef verið það siðan i mennta- skóla. Með marxisma á ég fyrst og fremst við ákveðna samteng- ingarskoðun i sögunni fremur en pólitiska stöðu. Ég geri mér fremur litla rellu út af pólitisk- um dægurmálum, eins og hvernig einhverjar kosningar fara eða hver sé ráðherra. Manni verður að visu æ ljósar hversu þetta hroðalega auðvald misþyrmir öllu i mannlegu fél- agi, brenglar öllu mannlifi, og hefur gert alla tið. En minn marxismi grundvallast fyrst og fremst á sérstökum skilningi á þjóðfélagslegri framvindu i sögu mannkynsins. Af slikum viðhorfum finnst mér dialektisk söguskoðun það skynsamleg- asta sem ég hef kynnst. Hún sýnir til dæmis fram á að maðurinn, visindi og listir, haga sérá vissan hátt i ákveðnu þjóð- félagslegu samhengi, en ekki tilviljanakennt. Ef við tökum „Þessir skrýtnu fuglar komast ekki upp með þetta lengur. Þeir eru settir á hæli, elliheimili eða aðrar institúsjónir nútimans...” „Mér er ekki kunnugt um neinn flugnaguð grasguð, kolkrabbaguð eða rækjuguð...” I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.