Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 06.05.1978, Blaðsíða 14
Laugardagur 6. mal 1978 vism vism Laugardagur 6. mai 1978 tánmínútur. Maðurinn sló úr og i allan timann. Hann var t.d. spurður hvort þeirhefðufarið og litið á Laugar- dalshöllina. „Nei, af hverju?”, var svarið. — Þið eigið að leika þar á morgun. „Er það?” - Já „Hefur þú skoðað Höllina?” — ,,Já”, og blaðamaður sagðist telja hana dálítið gallaða sem tónleikahöll, sérstaklega vegna þess að vesturgluggarnir stóru gætu verið erfiðir fyrir lýsingu. ,,Ég meina,” sagði Jean Jacques. „Ekki getum við gertað þvi. Það hlýtur að vera ykkur að kenna að vera hér svona norðar- lega”. Þannig gekk samtalið. 1 hvert skipti sem blaðamaðvyrinn reyndi að „lyfta samræðunum uppá hærra plan” komu útúrsnúningar og spurningar til baka. 1 rauninni átti þetta ekki að koma á óvart. í blaöaúrklippum um hljómsveitina, sem hingaf Kyrkjararnir inná óbyggðum tslands. Þetta er greinilega þess virði að tekin sé af þvf mynd. Stranglers voru sendar, kemur i ljós að er- höfðu lúmskt gaman af öllu tilstandinu I kringum þá. lendir blaðamenn hafa átt i sömu vandræðum með þessa hljóm- sveit — þeir séu yfirhöfuð ekki til viðtals á venjulegu máli. Einhvern veginn læöist að manni sá grunur að þetta sé hluti af þeirra atvinnu: „Show Busi- ness”. Gi'tarleikarinn er sagður vera lifefnafræðingur, sem vann við rannsóknarstörf i Sviþjóö áð- ur en hann gekk i hljómsveit. The Stranglers eru taldir elstir ný- bylgjuhljómsveita. Þeir eru á aldrinum 25 til 40 ára, og tilheyra þvi alls ekki þeirri punk-kynslóð sem orðið hefur áberandi i Bret- landi á siðustu mánuðum. Margt ágætt fólk, þeirra á meðal Alan Edwards, blaöafull- trúi þeirra (Publicist) sögðu að inn við beinið væru þetta hugs- andi menn og framkoma þeirra viö blaðamenn væri bara þáttur i að fá vissa imynd. Reyndar bendir margt til þess að þeir séu meira en þeir slarkar- ar sem þeir þóttust vera. Þeir virtus*- að minnsta kosti taka hlutina alvarlega fyrir hljómleik- ana — sváfu mikið og drukku til þess að gera litið. Og vitandi að bakviðþá stendureittstærsta út- gáfufyrirtæki heimsins efast maður um að þeir séu jafn vit- lausir og jafn miklir punkarar og þeir vildu vera láta. islenska æskan tók þátt i spilinu af lifi og sál. Hljómleikarnir vöktu meiri áhuga en nokkurn þeirra sem að þeim stóðu datt i hug. Þeir höfðu talið sig góða með að fá tvö þúsund og fimmhundruð manns.enfengutveimur þúsund- um meira. Og punkið, sem haföi virst fjarlægt útlenskt fyrirbrigöi var allt i einu komiö til landsins. A hljómleikunum sáust ungir krakkar með öryggisnælur i gegnum nefið, i gegnum kinnina og I gegnum eyrun. Mikið og i meira lagi hressilegt fylleri var i salnum. Ungu punkararnir döns- uðu striðsdans i takt við tónlistina og fannst Stranglers „æðislegir”, Sennilega er hingaðkoma Stranglers eitt ágætasta dæmi um múgsef jun sem upp hefur komið á siðari árum. Fyrir um það bil þremur mánuðum, hafði varla nokkur sála á Islandi heyrt hljómsveitarinnar getið. Plötur henn»r höfðu verið til sölu í plötubúð- um um nokkurt skeið> en salan á þeim tiltölulega litil. Síðan allt í einu: Búmm! Tilangur heimsóknar þeirra hefur verið skýrður í f jölmiðlum. Þeir eru að gefa út nýja plötu, og til að vekja á henni ærlega athygli buðu þeir blaðamönn- um allra helstu músíkblaða Bretlands hingað upp á hjara veraldar. Háttsettir menn hjá United Artists, sem gefur plötuna út> höfðu þá samband við Steinar Berg, sem er stærsti söluaðili fyrirtækisins hér, og báðu hann að skipuleggja heimsóknina. Hann fékk í lið með sér Sigurjón Sighvatsson, framkvæmdastjóra Hljóðrita, vegna þess að þeir Hljóðritamenn hafa lengi haft áhuga á að kynna fyrirtæki sitt erlendis og koma þessara manna var gott tækifæri til slíks, og einnig Baldvin Jónsson, auglýsingastjóra Morgunblaðsins, sem hefur mikla reynslu í skipulagningu eins og þeirri sem til þurfti. Blöðin og umsjónarmenn popphorna í útvarpinu tóku þátt í leiknum með miklum frásögnum af Punki og nýbyIgju og slík tónlist glumdi í útvarpinu. Og þegar svo hljómsveitin kom til landsins á þriðju- daginn vissi þjóðin hvað klukkan sló: Stranglers voru orðnir heimsfrægir á islandi. Dave Greenfield reykti forláta pipu I sklða skálanum. Hugh Cornwell sprellar pinulltið I snjónum, og mynda- vélarnar taka við sér. Það lifnaði heldur en ekki yfir Jet Black, þegar hann settist við trommur slnar. Stranglers komu I Höilina með hóp af krökkum á eftir sér. Þeir vildu ekki fyrir nokkurn mun að þau yrðu skilin eftir úti og létu hleypa þeim öllum inn I sal. „alveg súper”, „flott, mar” og hver veit hvað. Þessi góða stemmning var þó að sumu leyti nokkuð frábrugöin þeirri góðu stemmningu sem var á hljómleikum hér áður fyrr. Staðreyndin er nefnilega sú að fá- ir af þessum krökkum þekkja tón- list Stranglers. Þeir heyrast ekki enn i óskalagaþáttum nema lltil- lega. Á hljómleikunum vissu þau, sem blaðamaöur talaði við, ekki hvaö hljómsveitarmeðlimir hétu. Sennilega er það hið algjöra viðburðaleysi sem unga kynslóðin á íslandi á við að stríða, sem olli hinni góðu aðsókn. Og forvitni i bland. Punkið eins og það þekkist i Bretlandi á aldrei eftir að verða neitt nema stundarbóla hér á ts- landi, ef það þá nær þvi. Punkiö er skilgetið afkvæmi göturæsa fátækrahverfa stórborganna i Englandi og hér eru þau ekki til. tslensk æska eins og hún leggur sig mundi sennilega teljast til efrimiðstéttar i Englandi. En punk (og Stranglers) er nýttá Is- landi, þar af leiðandi forvitnilegt, og ef tekið er mið af afgreiðslu fjölmiöla á málinu, er i raun ekk- ert skritið aö Höllin skuli hafa fyllst. Steinar Berg, sem átt hefur erfiða daga að undanförnu við skipulagningu og „reddingar” i sambandi við heimsóknina, var að vonum kátur i gær þegar Helgarblaðið talaði við hann. „Ég er mjög ánægður”, sagði Steinar. „Sérstaklega vegna þess að engin slys eða óhöpp urðu á fólkinu. Gaman var að sjá allt þetta fólk og ég vona bara að það hafi fengið eitthvað fyrir pening- ana. t rauninni er aðeins eitt sem skyggir á, og það er atvikið með Þursaflokkinn. Hljómsveitunum var skammtaður mjög knappur timi, ogþeirfenguekki tima til að prófa sin tæki. En eins og ég segi þá harma ég að þetta skuli hafa gerst”. — Hvernig likaði þér að vinna með þessu fólki? „Agætlega. Þetta eru bestu menn og ákaflega velviljaðir og gott að eiga við þá.” — Agóðinn, hvert fer hann? „Hann fer til þeirra sem héldu tónleikana — umboðsfyrirtækis Þegar llöa tók á hljómleikana fór æsingur um fólkiö og sumt hreinlega lagðist fyrir fætur kyrkjaranna eins og sjá má á þessari mynd. Stranglers. Við héldum ekki þessa tónleika, heldur tókum að okkur að sjá um þá án þess að taka nokkra fjárhagsáhættu.” „Eitt vil ég taka sérstaklega fram. Lögreglan stóð sig alveg einstaklega vel. Maöur er alltaf hræddur við það á svona tónleik- um að eitthvaö gefi eftir og að til vandræða og jafnvel slysa komi, en sú varð ekki raunin i fyrra- kvöld. Lögreglan brást rétt við á réttum tima. Erlendu blaöamennirnir og rótararnir, sem séð hafa aðfarir lögreglu á hundruðum tónleika um allan heim voru alveg undr- andi yfir þvi hve skynsamlega hér var tekiö á málum,” sagði Steinar. Um leið og Stranglers vöktu á sér athygli meö skritinni fram- komu fór minna fyrir annarri hliö á þessari heimsókn: Kynningu is- lenskra tónlistarmanns fyrir háttsettum mönnum hjá stórum útgáfufyrirtækjum, og erlendu blaðamönnunum og gagnrýn- endunum. A fundi sem haldinn var sið- degis á miðvikudaginn i Hljóörita var Stúdióið kynnt og leikin is- lensktónlist. Það var i fýrsta sinn i heimsókninni sem þessir er- lendu kollegar sýndu virkilegan áhuga. Þeir spurðu mikið og fannst greinilega mikið til Gunn- ars Þórðarsonar koma, og einnig likaði þeim vel viö sumt frá Pók- er. En hvort kynningin svarar fyrirhöfninni er annað mál. Svona að lokum er svo rétt að þakka þeim aðilum sem að þess- ari heimsókn stóöu. Þjóðin hefir haft eitthvað aö tala um (og hneykslast á), og æskan á Reykjavikursvæöinu virðist hafa fengiö heilmikiö i sinn hlut. — GA Lögreglan þótti standa sig vel á hljómleikunum. Hér gerir Jean Jacques þó sitt besta til aö gera henni erfitt fyrir. Hugh Cornweil þurrkar af sér svitann eftir spilamennsku i rúman klukkutima. Eftir hljómleikana var haldiö i hóf I Hollywood, þar sem mættu Hugh Cornwell og Jean Jacques Burnel. Eins og venja er þegar útlendar hljómsveitir eru hér skorti ekki áhuga kvenfólksins, en þegar Björgvin ljósmyndari tók þessa mynd af Cornwell og vinkonu hans fór allt I háaloft. Aö sögn Björgvins greip kyrkjarinn hann bókstaflega kverkataki og eftir smá stymp- ingar eyöilagöist myndavelin. Aö sögn Björgvins baöst kyrkj- arinn afsökunar, og hann fær tjóniö bætt. EDA PEMIN6AMENN? Þeim hefur sjálfsagt brugöið i brún þegar þeir stigu út úr flug- vélinni. Hópur af blaðamönnum og ljósmyndurum og tveir kvik- myndarar biðu eftir þeim og um- kringdu þá úti á flugbraut. Slikri athygli eru þeir ekki vanir. Stranglers eruekki einaf þessum svokölluðu stórhljómsveitum. Þeireru að visuein af efnilegustu nýbylgjuhljómsveitunum, en þær eru nú lika ekki allar beysnar. Reyndar sagði Jet Black tromm- ari hljómsveitarinnar að þeir væru ósköp venjuleg rokkhljóm- sveit og það er alveg rétt hjá manninum. „Það eru blaðamenn og músikspekúlantar sem hafa fundið upp þessar skilgreining- ar”, sagði hann og andvarpaði þunglega. Margskonar fleiri skilgreining- ar hafa heyrst á punki og ný- bylgju og muninum á þessu tvennu. Einhver góður maður sagði muninn vera þann að punk- ið væri tiska i klæðaburði og framkomu, en nýbylgja væri tón- listarstefna. Hvað um það, Stranglers eru rokkhljómsveit, þeir leika kraftmikið breskt rokk og minna oft á hljómsveitirnar sem vinsælastar voru á árunum 1964-67. Sérstaklega eru sum lög þeirra keimlik þvi sem Doors og Jim heitinn Morrison sömdu og léku. Kinks, Stones, Who og fleiri koma einnig við sögu. Músiklega séð eru þeir heldur ekkert sérstakir. (Þetta er að sjálfsögðu persónuleg skoðun). Bassa- og trommuleikarinn eru þéttir og góðir, gitarleikarinn lip- ur og orgelleikarinn flinkur og þeirra sterkasti tónlistarmaður. Söngurinn er hvorki fugl né fisk- ur, og bassaleikarinn er einfald- lega öskrari. En þeir hafa samt eitthvað við sig. Og eins og ávallt áður er erfitt að skilgreina þetta „eitt- hvað”. Munurinn milli heims- frægrar hljómsveitar og óþekktr- ar er oft á tiðum ansi litill ef tón- listarlegir hæfileikar og geta eru höfð til viömiðunar. Það er bara þetta „eitthvað” sem skilur á milli. Eitt er vist — að Stranglers komu með andrúmsloft með sér sem ekki hefur orðið vart hér á landi I langan tima, — ef nokkurn tima. Við, sem tókum á móti liðinu úti á Keflavikurflugvelli urðum strax vör við þetta þar. Þaö var beinlinis útilokaö að komast i samband við mennina.Þeir gerðu i þvi, sérstaklega bassaleikarinn, að koma undarlega fyrir. Opin- berir kynningarbæklingar hljóm- sveitarinnar segja: Jean Jacques Burnel er 24 ára. Jean er svart- beltungur i karate og var að hugsa um að gerast kennari i Japan áður en hann gekk i The Stranglers. Hann hefur gráðu i hagfræöi. Þetta er ótrúlegt. Á blaða- mannafundinum sem haldinn var i Hljóðrita á þriðjudagskvöldið króaði blaðamaður Visis hann af og ræddi við hann i svona fimm- Sumir blaöamannanna sem komu meö Stranglers voru jafn- vel enn skrautlegri en þeir sjálfir. Þessi gekk meö einglirni og montprik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.