Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGAR í Flugklúbbi Mosfellsbæjar stóðu síð- astliðinn sunnudag fyrir skemmtiflugi og fóru að þessu sinni ekki mjög langt, héldu að Hafravatni. Þar var unnt að lenda á ísi lögðu vatninu í blíð- skaparveðri. Eigendur TF-ULF buðu þátttak- endum upp á kaffi og kökur á staðnum. Allar lendingar og öll flugtök tókust vel og höfðu félagar á orði að frosið vatnið væri mun sléttara en yfirborð sumra flugbrauta. Morgunblaðið/Haukur Snorrason Ísinn á Hafravatni var sléttur og hentaði vel sem lendingarstaður. Íslendingar á Hafravatni TILBOÐ voru opnuð í viðamikil viðgerðarverk- efni á varðskipunum Ægi og Tý hjá Ríkiskaup- um í fyrradag. Alls bárust 7 tilboð í hvort skip fyrir sig, en lægsta tilboðið í bæði verkin kom frá BP Skipum og pólsku skipasmíðastöðinni Centromor. Tvær íslenskar skipasmíðastöðvar sendu inn tilboð í verkin. Vélsmiðja Orms og Víglundar átti fjórða lægsta tilboðið, en tilboð Stáltaks var næsthæst. Samtök atvinnulífsins og Félag járniðnaðarmanna segja að lægsta til- boðið í útboðinu kunni ekki endilega að vera það hagstæðasta því mikilvægt sé að reikna inn í dæmið allar tekjur ríkisins af því að vinna verkið hérlendis, t.d. skatttekjur. Tilboð BP Skipa og Centromor hljóðaði upp á rúmar 57 milljónir í hvort skip en hæsta til- boðið kom frá Skipasmiðju Færeyja og hljóðaði upp á um 96 milljónir í hvort skip. Vélsmiðja Orms og Víglundar bauð rúmar 77 milljónir í breytingar á Ægi og rúmar 79 milljónir í breyt- ingar á Tý, en Stáltak bauð tæpar 90 milljónir í hvort skip fyrir sig. Áætlað er að skipin fari í viðgerð á þessu ári. Breytingarnar fela m.a. í sér að tvö stýri verða sett á skipin í stað eins til að bæta meðfæri- leika þeirra, auk þess sem að brúin verður lengd aftur og uppsetningu búnaðar í brúnni verður breytt. Mismunun starfsstétta og fyrirtækja á Íslandi Aðilar í íslenskum skipasmíðaiðnaði hafa beð- ið niðurstöðu útboðsins með eftirvæntingu enda eru skipasmíðastöðvar hér á landi verkefnalitl- ar og fást aðallega við almennar viðgerðir. Þeg- ar hefur komið til uppsagna hjá Stáltaki sem er stærsta skipasmíðatöðin hérlendis. Skipasmíða- iðnaður hefur átt í harðri samkeppni við er- lendar skipasmíðastöðvar, einkum þá í Kína og Chile, og í dag er staðan þannig að 95% af allri nýsmíði fer fram erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðn- aðarins eru 16 skip, stór og lítil, í smíðum í Kína og 4–5 í Chile. Einu nýsmíðaverkefnin hérlendis eru hjá Ósey í Hafnarfirði, en þar eru í smíðum lóðsbátur og 300 tonna alhliða fiski- skip, sem boðið var út á alþjóðlegum markaði. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Sam- tökum iðnaðarins, segir það ákaflega alvarlegt mál að verið sé að flytja út verkefni á sama tíma og lítið sé að gera í skipaiðnaði hérlendis og menn neyðist þar til að segja fólki upp. „Það eru ekki allir sem skilja hvað þetta er alvarlegt. Þetta er raunverulega mismunun starfsstétta og fyrirtækja á Íslandi, þ.e. mis- munun á milli þeirra fyrirtækja sem vita að þau fá verkefni hvernig sem á stendur og svo hinna sem að þurfa að standa í þessari opnu sam- keppni.“ Reikna þarf tekjur ríkisins við að vinna verkið hérlendis Að sögn Ingólfs áttu fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins nýlega viðræður við stjórnvöld, bæði við iðnaðarráðherra og dómsmálaráðherra, þar sem farið var fram á að við úrvinnslu tilboð- anna yrði leitað allra leiða til að taka tillit til ís- lensku útboðsaðilanna, úr því að ekki voru sett ákvæði í úboðslýsingu sem takmörkuðu aðgengi erlendra aðila. Ingólfur telur nauðsynlegt að ís- lenskar skipasmíðastöðvar verði jafn réttháar og þær erlendu, t.d. gagnvart niðurgreiðslum í skipaiðnaði erlendis, hvort sem stjórnvöld nið- urgreiði verkið beint eða taki tillit til þess við ákvörðun á hagstæðasta tilboðinu. Þá segir Ingólfur mikilvægt að reikna inn í dæmið allar tekjur ríkisins af því að vinna verkið hér á landi og finna þannig hagstæðasta tilboðið, sem þurfi ekki endilega að vera það lægsta sem birtist í útboðinu. „Finna þarf út hverjar tekjur ríkisins eru af þessu verki og fara vandlega yfir alla fleti í því máli og reikna til enda af hálfu ríkisins hverju það tapar í tekjum, ásamt viðkomandi sveit- arfélagi sem hefur starfsemina innan sinna yf- irráða.“ Félag járniðnaðarmanna skorar á stjórnvöld að láta viðgerðir og endurbætur á varðskip- unum Ægi og Tý fara fram hér á landi þrátt fyrir að skipasmíðastöðvar í Póllandi og á Spáni hafi gert mun lægri tilboð í verkið í út- boði sem efnt var til. Á annan tug starfsmanna þegar verið sagt upp Í ályktun, sem Félag járniðnaðarmanna hef- ur sent frá sér, segir að undanfarna mánuði hafi skipastöðvar á Íslandi verið verkefnalitlar vegna undirboða erlendra fyrirtækja í skipa- viðgerðir og smíði. Á annan tug starfsmanna hafi þegar verið sagt upp starfi. Verði ekkert að gert muni það leiða til sömu stöðu og fyrir áratug þegar fyrirtæki í skipaiðnaði komust í þrot og atvinnuleysi blasti við hundruðum starfsmanna í greininni. „Lægsta íslenska tilboðið í viðgerðir á báðum skipunum er um 157 milljónir en pólska tilboðið hljóðaði upp á um 115 milljónir. Mismunurinn er því um 42 milljónir. Í þessu efni er þó ekki allt sem sýnist. Til viðbótar tilboðsverði kemur talsverður kostnaður vegna siglingar skipanna, ferða- og uppihaldskostnaðar vegna eftirlits er- lendis og samkvæmt venju ýmsar lagfæringar þegar skipin koma aftur heim. Ríki og sveit- arfélög verða af skatttekjum frá fyrirtækjum og einstaklingum og atvinnuleysisbætur kosta sitt þótt lágar séu,“ segir í ályktuninni. Segir þar einnig að þjóðhagsleg hagkvæmni af framkvæmd hérlendis felist í því að hún skili ríkissjóði og sveitarfélögum a.m.k. 35 millj- ónum í skatttekjur og sparnaður vegna at- vinnuleysisbóta gæti verið um 20 milljónir. Pólverjar með lægsta tilboð í breytingar á varðskipunum Ægi og Tý Stjórnvöld láti vinna verkið hér á landi TÆPLEGA 7.300 manns höfðu skrifað undir undirskriftalista á Net- inu til stuðnings tvöföldunar Reykja- nesbrautar. Boðað hefur verið til borgarafundar í Stapa í Keflavík á morgun, 11. janúar, 20 þar sem þetta mál verður til umræðu. Að undirskriftasöfnuninni stendur áhugahópur um tvöföldun Reykja- nesbrautar. Hópurinn krefst þess að tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett á Vegaáætlun fyrir árin 2002– 2006, að umhverfismati verði lokið árið 2001 og hönnun og framkvæmd- ir hefjist í síðasta lagi snemma árs 2002 og ljúki ekki síðar en árið 2004. Borgarafund- ur um tvöföld- un Reykja- nesbrautar TALSVERÐAN reyk lagði frá Lindahverfi og yfir Smárann í Kópa- vogi í gær eftir að kveikt var í jóla- trjám sem starfsmenn Kópavogs- bæjar höfðu safnað saman á uppfyllingu í Leirvogsdal. Um var að ræða lítinn hluta af jólatrjám Kópavogsbúa og ekki þurfti að kalla til slökkvilið til að slökkva eldinn. Ekki stóð til að kveikja í trjánum heldur kurla þau niður til landgræðslu. Kveikt í jólatrjám SAMKVÆMT íbúaskrá þjóðskrár 1. desember 2000 voru 87,8% íbúa í þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. 3,9% landsmanna tilheyrðu frí- kirkjum, 3,8% öðrum skráðum trú- félögum, 2,2% óskráðum trúfélög- um og með ótilgreind trúarbrögð og 2,2% voru utan trúfélaga. Hlut- fall sóknarbarna í þjóðkirkjunni hefur lækkað frá því 1. desember 1999, en þá var það 88,7%. Í þjóðskrá er skráð aðild að þjóðkirkjunni og hverju trúfélagi sem dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hefur skráð. Þeir sem eru í óskráðum trúfélögum eða trúfélög- um sem upplýsingar vantar um teljast með liðnum „óskráð trúfélög og ótilgreint“ og utan trúfélaga teljast þeir sem hafa skráð sig þannig. Nýfædd börn eru talin til trúfélags móður. Einstaklingar sjálfir eða forsjármenn barna yngri en 16 ára tilkynna um skipti á trú- félagi. Betanía bættist við Sú breyting hefur orðið á trú- félögum síðan í fyrra, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið skráði trú- félagið Betaníu í október sl. Samkvæmt lögum um sóknar- gjöld skilar ríkissjóður ákveðnum hluta tekjuskatts til þjóðkirkju- safnaða, skráðra trúfélaga og Há- skólasjóðs. Þessi fjárhæð, sem nefnd er sóknargjald, er reiknuð þannig að fyrir hvern þann sem orðinn 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst er greidd tiltekin upphæð. Þegar gjaldinu er ráðstafað til þjóðkirkju- safnaða og trúfélaga er miðað við lögheimili og skráningu fólks í trú- félög 1. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjaldið er svo greitt til safnaðar þeirra sem eru skráðir í þjóðkirkj- una, skráðs trúfélags einstaklinga sem eru ekki í þjóðkirkjunni og Háskóla Íslands vegna einstaklinga sem standa utan trúfélaga eða eru í trúfélagi sem ekki hefur hlotið skráningu. 87,8% tilheyra þjóðkirkj- unni ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.