Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Napólí á Ítalíu virða hér fyrir sér skúlptúr Indverjans Anish Kapoor, er komið hefur verið fyrir á Plebiscito-torginu í Napólí. Verkið nefnist „Taratantara“ og er það einir 25 metrar á hæð og 52 metrar á lengd, en verkið reisti Kapoor til að fagna þriðja árþús- undinu. Reuters Þriðja árþús- undinu fagnað HÖFUNDUR þessarar bókar, Páll G. Jónsson, bóndi í Garði í Fnjóskadal, barnakennari og land- póstur, fæddist árið 1869 og lést árið 1948. Árið 1944 samdi hann rit það sem nú fyrst kemur á prent. Hann skrifar þar um Flateyjardalsheiðina, sem hann þekkti öllum mönnum betur. Ótalmargar voru ferðir hans um heiðina sem landpóstur og þá ekki síður sem gangnamaður og gangna- foringi um árabil. En varla hefði það eitt dugað til að setja þessa bók sam- an. Hann hlýtur að hafa lagt sig sér- staklega eftir því að kynna sér allt landsvæðið og örnefni þess. Heilshugar tek ég undir þau orð Valgarðs Egilssonar í bókarkynn- ingu að rit þetta sé „dýrmætt rit“. Enginn vegur hefði verið að skrifa svona rit nú. Fyrir utan almenna landlýsingu (fjallahring og lendur) er farið um alla heiðina og má heita hver blettur, bolli, skál og hjalli tekinn fyrir, nefndur nafni sínu, gróðurfari lýst, heyfeng og heygæðum (hollt, létt, þungt, seinþurrkað o.s.frv.), hvernig beitiland var á úthaga og afrétt, hvernig háttaði um smalamennsku, hvar leitótt var eða varasamt, hvar grasatekja var og mætti þannig lengi telja. Ár og lækir og fallvötn eru talin upp. Þar eru hvorki meira né minna en 85 „lækir og fallvötn“ nefnd með nafni, fjölmargir stekkir, kvíar, kambar, steinar, klettar og ekki er sleppt fönnum og jöklum. Aftarlega í bókinni er svo örnefnaskrá. Þar eru upptalin á níunda hundrað örnefni, flokkuð eftir staðsetningu. Þá er í bókinni mikið fjallað um mannlíf, svo sem fjallskil, réttir, af- réttarlönd og göngur. Kafli er um búendur á Flateyjardalsheiði. Sérstakur kafli nefnist Sagnir (116.–139. bls.). Þar eru þrettán frá- sagnir af ýmsum atburðum og tilvik- um. Síðasti kafli bókarinnar er í rauninni sjálfstæð ritgerð og nefnist Horfin byggð. Það er ferðasaga höf- undar. Hann hugsar sér að hann sé leiðsögumaður norður heiðina, lýsir því sem fyrir augu ber og segir frá síðustu ábúendum. Það er einkar fal- leg lýsing, rómantísk og borin uppi af ást á landinu. Fjölmargar myndir eru í ritinu. Flestar þeirra eru litmyndir, sjálf- sagt flestar teknar vegna þessarar útgáfu eða í ferðum síðustu ára. Yf- irleitt eru þær gullfallegar. Vissu- lega eru þær til gagns og prýði. Aft- an við texta er prýðisgott kort (samsett) á einni opnu og er óhjá- kvæmilegt að nota það dyggilega við lesturinn. Ýmislegt hefur áður verið skrifað um Flateyjardalsheiði. Hugljúfur er þáttur Björns Árnasonar, Sumarnótt á Flateyjardalsheiði (Súlur 2, 1971). Smávegis er sagt frá heiðinni í Ár- bók Ferðafélags Íslands 1992, ítar- lega og vel í Árbók Ferðafélagsins 2000 af Valgarði Egilssyni og ekki má svo gleyma skínandi góðri ritgerð eftir höfund þessarar bókar í Göng- um og réttum IV. bindi (2. útg.). Fleira hefur sjálfsagt verið ritað,sem ég þekki ekki. En enda þótt í fram- angreindum skrifum sé að finna ágæta lesningu finnst mér þó þessi bera af fyrir sakir ítarleika og ná- kvæmni. Ástin á landinu er það sem ber frásögnina uppi. Varla er það til- viljun að meðan ég las hljómaði sí- fellt í huga mér þessi lína úr kvæði Guðmundar á Sandi, Ekkjan við ána: „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett.“ Hvað sem um „landið“ má segja, er þó víst að Flateyjardals- heiðin átti hug þessa höfundar allan. Og vel að merkja: Heiðin var ekki að- eins til að ganga um hana og skoða. Hún var til þess að nýta hana. Ég hygg að höfundur hafi átt erfitt með að sjá hana án lagðprúðra hjarða í velsæld og án þess að hugsa til hinna góðu og gjöfulu heyskaparlanda. Hann hugsaði vissulega sem góður bóndi, en kunni jafnframt að meta fegurð náttúrunnar. Að sögn voru jarðir góðar á heið- inni og margir bjuggu þar góðu búi, þó að vetrarríki væri mikið. En nú er þar allt í auðn komið, eins og víða þar sem afskekkt er. Heiðarhúsabændur fagna ekki lengur kátum og gems- miklum gangnamönnum eða hlúa að þeim þreyttum og þrekuðum. Heið- in, sem í rauninni er þó dalur, er nú einungis til yndis ferðamönnum að sumarlagi. En þeir þurfa líka leið- sögn og best fer vitaskuld á að í slíkri leiðsögn sé rifjaður upp liðinn tími. Betri leiðsögumann en hinn marg- fróða og skemmtilega Garðsbónda er varla hægt að hugsa sér. Frábær leiðsögn BÆKUR L a n d l ý s i n g Páll G. Jónsson frá Garði, Flateyjardalsheiði. Útg.: Páll G. Björnsson, Hellu, Rangárvöllum, 2000, 180 bls. FLATEYJARDALSHEIÐI Sigurjón Björnsson BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands fagnaði á dögunum útgáfu bók- arinnar Nýjustu fréttir og þakkaði ritnefnd og höfundi þeirra vinnu og færði af tilefninu ritnefndar- mönnum árituð eintök af bókinni. Nýjustu fréttir er ítarlegt heim- ildarit um fjölmiðlasögu Íslands allt frá upphafi og fram til vorra daga í samantekt Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings og fyrrum blaða- manns. Útgefandi er Iðunn. Að sögn Lúðvíks Geirssonar fyrr- verandi formanns Blaðamanna- félags Íslands má rekja upphaf að undirbúningi þessarar bókar allt aftur til ársins 1992 þegar stjórn Blaðamannafélagsins fékk val- inkunna blaða/fréttamenn til að skipa ritnefnd til að vinna að útgáfu bókarinnar, en þá var stefnt að því að bókin kæmi út á 100 ára afmæli félagsins í lok árs 1997. Ýmislegt tafði lokavinnslu og frágang, en bókin varð mun ítarlegri og stærri en upphaflega var gert ráð fyrir. Morgunblaðið/Ásdís Heimildarrit um fjölmiðlasögu Íslands Á myndinni eru Lúðvík Geirsson, Sigurjón Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður og kennari, Björn Vignir Sigurpálsson, fréttaritstjóri á Morgunblaðinu, Vilborg Harð- ardóttir, fyrrverandi blaðamaður, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, rit- stjóri Úrvals, Þorbjörn Guðmunds- son, fyrrverandi fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, Kári Jónasson, fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands.  SÍÐBÚIN kveðja er gefin út í til- efni af aldarafmæli Tómasar Guð- mundssonar, skálds, og geymir fjöl- breytt efni, ljóð, sendibréf, ritgerð- ir og tækifæris- ræður, en hefur fæst af því áður birst á prenti. „Í bókinni er að finna nokkur ljóð Tómasar frá æskuárum, einnig þrjár ritgerðir hans úr mennta- skóla sem allar bera þroska hans og næmleika ljóst vitni, svo og sendibréf sem hann ritaði systur sinni á árunum 1918–20. Einnig eru birtar nokkrar ritgerðir um skáldskap og listamenn. Bókinni lýkur á tækifærisræðum sem endurspegla málsnilld og skopskyn Tómasar Guðmundssonar, svo og þann einstæða hæfileika hans að klæða ádeilu sína í listrænan búning og bera fram undir yfirskini glettni og gáska,“ segir í kynningu. Eiríkur Hreinn Finnbogason valdi efnið og bjó bókina til prentunar. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 214 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna gerði Margrét E. Laxness. Verð: 3.980 kr. Tómas Guðmundsson  KÆRLEIKSÞJÓNUSTA kirkj- unnar – Nýjungar í safnaðarstarfi hefur verið unnin í samstarfi allra Norðurlandanna og segir frá óhefð- bundnu kirkjulegu starfi sem hefur það markmið að ná til fólks sem á einhvern hátt á í vök að verjast. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni hefur annast ritstjórn íslensku út- gáfunnar. Í 1. kafla er fjallað um grundvöll kærleiksþjónustunnar út frá Biblí- unni og það samhengi sem kirkjan er að vinna í. Í kafla 2 til 16 er sagt frá raunverulegu starfi í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Sagt er frá leitarstarfi götu- prests í Kaupmannahöfn og kaffi- húsi fyrir unglinga að kvöldlagi. Þá er fjallað um markvisst starf safn- aðar í Noregi til að komast í tengsl við innflytjendur og styðja þá í nýju landi. Námskeið þar sem bókin er notuð verður í Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar 17. janúar til 7. febrúar undir yfirskriftinni Safnaðarstarf og kær- leiksþjónusta. Bókin kemur út í samstarfi Fræðslu- og þjónustudeildar kirkj- unnar og Skálholtsútgáfunnar. Bók- in er til sölu hjá Kirkjuhúsinu og kostar 2.500 kr. Nýjar bækur DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir á Pakkhúsinu á Selfossi annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Fram kem- ur djasssöngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir ásamt Ólafi Stoltzenwald bassaleikara og Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara. Kristjana er á förum utan til frek- ara náms og eru þetta því síðustu tónleikar hennar í heimabyggð í bili. Rangæingurinn Ólafur Stoltzenwald er Sunnlendingum að góðu kunnur fyrir bassaleik og leika þau Krist- jana reglulega saman. Jón Páll Bjarnason er fluttur aftur til Íslands eftir margra ára atvinnumennsku í Bandaríkjunum. Á efnisskrá þeirra verða margar af helstu perlum djassins. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Djasstón- leikar á Pakkhúsinu SÝNINGAR eru að hefjast á ný, eftir nokkurra vikna hlé, á Ástkon- um Picassos sem frumsýnt var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á liðnu hausti. Fyrstu sýningar eru fimmtudaginn 11. og föstudag 12. janúar. Sex af ástkonum þessa kunna listamanns stíga fram og segja frá stormasömu og ástríðufullu lífi með meistaranum. Verkið spannar sextíu ár í lífi hans, frá 1910 til 1973. Einhvern tímann var sagt um Picasso að hann byði nýrri konu hvorki gömul sængurföt né gamlan stíl. Hann bauð því nýrri konu nýj- an stíl. Fyrirsætur Picassos voru fyrst og fremst þær konur sem hann bjó með og mátti þekkja í verkunum ýmis auðkenni kvenna hans. Ástkonurnar leikar þær Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Gísladóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Ástkonur Picassos aftur á svið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.