Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BYGGING rannsókna- ognýsköpunarhúss við Há-skólann á Akureyri verð-ur einkaframkvæmd og munu þeir sem reisa bygginguna einnig reka hana. Í húsinu verður starfsemi á vegum Háskólans á Ak- ureyri og um 20 ríkisstofnana af ýmsu tagi, auk þess sem ætlunin er að bjóða svokölluðum sprotafyrir- tækjum einnig upp á aðstöðu í hús- inu. Áætlað er að verksala verði þannig heimilað að reisa u.þ.b. 6.000 fermetra hús, en sú starfsemi sem þegar er fyrirhuguð í húsinu mun nýta um 4.000 fermetra. Þetta verkefni var kynnt á fundi í Háskólanum á Akureyri í gær að viðstöddum fjórum ráðherrum rík- isstjórnarinnar, þeim Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, sem einnig hugðist taka þátt í fund- inum, átti ekki heimangengt. Brýnt hagsmunamál varðandi byggðaþróun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra fór á fundinum nokkuð yfir sögu byggingaframkvæmda á há- skólasvæðinu við Sólborg. Hann sagði að fyrstu hugmyndir um bygg- ingu rannsóknahúss hefðu verið þær að Akureyrarbær bauðst til að fjár- magna byggingu hússins, en síðla í nóvember 1999 samþykkti ríkis- stjórnin að fara leið einkafram- kvæmdar við bygginu þess og var þá rætt um ákveðið fyrirtæki í því sambandi, Þyrpingu. Síðar kom í ljós að nauðsynlegt væri að bjóða verkið út. Nefndi menntamálaráð- herra byggingu Iðnskólans í Hafn- arfirði sem dæmi um vel heppnaða einkaframkvæmd og taldi að svo yrði einnig í þessu tilviki. Hann áréttaði í lok máls síns mikilvægi Háskólans á Akureyri bæði fyrir byggðalagið og eins fyrir landið allt. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði eflingu Háskólans á Akureyri eitt af hinum brýnu hagsmunamálum varðandi byggðaþróun í landinu og á það hefði atvinnulífið komið auga, en nægði í því sambandi að nefna nýlega samn- inga milli háskólans og Íslenskrar erfðagreiningar. Í honum felst upp- bygging tölvu- og upplýsingadeildar við skólann og taldi Valgerður að þessi viðbót í starfsemi skólans væri ein sú mikilvægasta frá stofnun hans. Á vegum ráðuneytis hennar munu rannsóknasvið Orkustofnunar og frumkvöðlasetur hafa aðstöðu í húsinu og taldi hún að náið samstarf stofnunarinnar og háskólans myndi efla mjög rannsóknir á sviði orku- mála á Akureyri. Hún sagði byggingu rannsókna- hússins rökrétt framhald þeirrar þróunar sem verið hefði hin síðari ár. „Langþráð markmið er í sjón- máli,“ sagði Valgerður og bætti við að Akureyri væri nú raunverulegt mótvægi við Reykjavíkursvæðið. Rannsóknir á vegum stofnana verða efldar Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði stofnanir á sviði sjávar- útvegs hafa átt mikið samstarf við Háskólann á Akureyri enda slíkt eðlilegt þar sem fyrir væru í bænum öflug útgerðarfyrirtæki og mikil matvælavinnsla. Hann greindi frá starfsemi Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og Hafrannsóknastofun- ar á Akureyri og sagði að hún hefði styrkt rannsóknarumhverfið í bæn- um. Sú aðstaða sem skapaðist í nýju rannsóknahúsi myndi leiða til þess að rannsóknir á sviði sjávarútvegs gætu eflst og það væri til hagsbóta fyrir landið allt. Nokkrar stofnanir á vegum um- hverfisráðuneytisins munu flytja starfsemi sína í rannsóknahúsið og sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra að allar hefðu þær reynslu af samstarfi þannig að hún horfði björtum augum fram á veginn. Auk þess sem stofnanirnar munu koma sér þar fyrir hefur verið rætt um að flytja hluta af jarðeðlissviði Veður- stofunnar þangað. Hún sagði rannsóknir á sviði um- hverfismála sífellt verða mikilvæg- ari, umhverfismál væru þungavigt- armál, bæði hér á landi sem í öðrum löndum. „Það er ánægjulegt að við getum nú sýnt í verki að við erum að sækja fram á þessu sviði og munum efla okkar starfsemi,“ sagði Siv, en stofnanir á vegum ráðuneytisins munu verða í um fjórðungi húsnæð- isins. Gjörbreytir aðstöðu til kennslu í raunvísindagreinum Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, fjallaði um þýðingu rannsóknahúss fyrir Há- skólann á Akureyri, en hann sagði að það myndi skapa háskólanum for- sendur til meiri vaxtar en sést hafi fram til þessa. Þar yrði boðið upp á aðlaðandi umhverfi og framúrskar- andi aðstöðu til náms og vinnu fyrir nemendur jafnt sem kennara sem ætti að skila sér í betri menntun og auknar rannsóknir myndu skila sér í bættu samfélagi. Þá nefndi hann að skortur væri um þessar m fólki með raunvísindaþekkin landi, en betri aðstaða ti kennslu í rannsóknahúsin auka áherslu háskólans á þ og jafnframt laða fleiri nem náms í þessum greinum. Rektor sagði þýðingu ra hússins fyrir starfsemi Hás Akureyri vera margþæt myndi gjöbreyta aðstöðu ti í raunvísindagreinum, en þæ ar séu nú kenndar við þröng bráðabirgðaaðstöðu. Þá væ nýtt tímabil hæfist í ran starfsemi við háskólann, ætti 14 ára sögu að baki h verið fyrir hendi viðunandi aðstaða. Einnig nefndi r starfsemin myndi styrkja Háskólans á Akureyri v sóknastofnanir atvinnuveg það væri afar mikilvægt o háskólanum vel, m.a. teng við atvinnulífið sem og tengsl. Þorsteinn nefndi líka að þess að rannsóknahúsið gagnið munu fleiri rannsók anir bætast í þann hóp sem hafa við Háskólann á Aku við það sköpuðust ný og áh viðfangsefni á sviði náttúru inda sem og nýtingu nát linda. Loks nefndi Þorsteinn semin í rannsóknahúsinu einnig samstarf Háskólans irtæki. „Almennt séð verð semin í rannsóknahúsinu undirstaða fyrir áran kennslu-, rannsókna- og Rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri v Um 6 þúsund fer hús með yfir 20 st um og sprotafyrir Fjórir ráðherrar sátu kynningarfundinn í Háskólanum á Akur herra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Árni Mathiese isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Gun Fjöldi gesta sat kynningarfundinn í Háskólanum á Akurey ÍBÚÐARGÖTUR LEYFA EKKI MEIRI HRAÐA SKULDIR FÁTÆKUSTU RÍKJANNA SKULDIR fátækustu ríkja heimseru ekki nýjar af nálinni. Þærhafa haldið áfram að hlaðast upp allt frá því að hinar gömlu nýlendur Evrópuríkjanna fóru að öðlast sjálf- stæði í kjölfar síðari heimsstyrjaldar- innar. Reglulega hefur komið upp sú staða að einstök ríki hafa ekki ráðið lengur við að greiða af skuldum sínum og í raun staðið frammi fyrir gjald- þroti. Í tveimur athyglisverðum greinum hér í Morgunblaðinu eftir Hrund Gunnsteinsdóttur er rakið hvernig þessi mál hafa þróast á síðustu áratug- um og sívaxandi gagnrýni á hvernig al- þjóðlegar fjármálastofnanir hafa stað- ið að málum gagnvart fátækustu ríkjunum. Ekki síst eru það Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem hafa sætt gagnrýni fyrir að gera það að skil- yrði fyrir aðstoð að ríki taki upp fram- kvæmdaáætlanir á vegum stofnan- anna. Markmið þessara áætlana er að koma á efnahagslegu jafnvægi, mark- vissari efnahagsstjórn og draga úr kostnaði við stjórnsýslu. Oft hafa ríki orðið að snúa algjörlega við blaðinu á mjög skömmum tíma, frá því að byggja á ríkisafskiptum og höftum yfir í nær opið hagkerfi. Auðvitað hlýtur það að vera æskilegt langtímamarkmið að draga úr ríkisafskiptum og leyfa frjáls- um vindum að blása um hagkerfið. Við Íslendingar þekkjum það af eigin raun að haftaþjóðfélagið er ekki besta leiðin til aukinna lífskjara og hagsældar. Hins vegar verður ekki hjá því litið að það getur reynst hættulegt að gera of róttækar breytingar á of stuttum tíma. Hagkerfi fátækustu ríkjanna eru ekki nærri því jafnþróuð og ríku iðnríkj- anna og til þess verður að taka tillit þegar þeim eru sett skilyrði varðandi efnahagsstjórnun. Hvað ætli hefði gerst hér á landi ef íslenskt þjóðfélag hefði verið knúið til þess á sjötta ára- tugnum að galopna landamæri sín fyrir erlendum fjárfestingum og innflutn- ingi eftir að atvinnulífið hafði árum saman lotið öðrum lögmálum? Raunar má færa rök fyrir því að nær öll þau ríki sem búa við almenna hagsæld í dag hafi einhvern tímann á sínu þróunar- skeiði einkennst af hagstjórn áþekkri þeirri og reynt er að gera útlæga í framkvæmdaáætlununum. Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hafa í mörgum til- vikum leitt til hruns í atvinnulífi og fjöldaatvinnuleysis. Á sama tíma fer stór hluti ríkisútgjalda í afborganir af lánum og stöðugt minna verður eftir til að sinna nauðsynlegri þjónustu í t.d. mennta- og heilbrigðismálum. Það kórónar síðan hræsni Vesturlanda að þau hafa ekki reynst reiðubúin að opna markaði sína fyrir innflutningi frá þriðja heiminum ef hætta er á að það ógni framleiðendum heima fyrir. Þeirri skoðun vex stöðugt meira fylgi að rétt sé að gefa eftir skuldir fá- tækustu ríkjanna að verulegu eða öllu leyti. Hin alþjóðlega hreyfing Jubilee 2000 hefur barist fyrir þessu um nokk- urra ára skeið og á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í Köln sumarið 1999 var ákveðið að afskrifa verulegan hluta skulda þróunarríkjanna. Það skref, sem þar var tekið, var þó ekki nægjanlega stórt, að margra mati, og það gengur hægt að hrinda þeirri ákvörðun í framkvæmd. Skuldabyrði fátækustu ríkjanna er tilkomin af mörgum ástæðum. Vissu- lega má í mörgum tilvikum kenna um óráðsíu, spillingu og áherslu á vopn í stað grunnþarfa almennings. Ekki má heldur gleyma því að á tíma kalda stríðsins var gjarnan dælt fé til ríkja, sem þóttu annarri hvorri fylkingunni hliðholl. Oftar en ekki hefur „aðstoð“ ríkari þjóða tekið meira mið af eigin hagsmunum en þeirra sem aðstoðar- innar áttu að njóta. Hvernig sem á mál- ið er litið verður ekki horft framhjá þessum gífurlega vanda. Hann mælist ekki einungis í krónum og aurum held- ur ekki síst mannlegri þjáningu og sárri fátækt. Líkt og sérfræðingar benda á geta slíkar aðstæður einnig ógnað heimsbyggðinni allri sem gróðr- arstía fyrir smitsjúkdóma. SAMGÖNGUNEFND Reykjavík-urborgar hefur ákveðið að hækka hámarkshraða á tveimur miklum um- ferðaræðum í borginni að tillögu lög- reglustjórans í Reykjavík. Á Gullinbrú frá Höfðabakkabrú að Hallsvegi verð- ur hámarkshraði hækkaður úr 50 kíló- metrum á klukkustund í 60. Og á Miklubraut frá Grensásvegi að brúnni yfir Elliðaár verður hámarkshraði 70 km/klst. í stað 60 áður. Þetta verður að teljast eðlileg breyting ef mið er tekið af þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á þessum götum. Má auk þess gera ráð fyrir því að þessar götur muni skila hlutverki sínu betur fyrir vikið en umferðartafir á meginæðum gatnakerfisins hafa orð- ið algengari síðastliðin ár. Lögreglustjóri hefur einnig farið fram á að borgin endurskoðaði afstöðu sína til hraðatakmarkana í nokkrum götum borgarinnar þar sem hámarks- hraði er 30 km/klst. Rök lögreglu- stjóra eru þau að mat borgaryfirvalda á því hver skuli vera hámarkshraði í einstökum götum virðist annað en mat dómstóla. Lögreglustjóri vísar til þess að undanfarna mánuði hafi fallið dóm- ar í málum sem höfðuð hafa verið fyrir of hraðan akstur um slíkar götur þar sem sýknað hefur verið af kröfu um ökuleyfissviptingu þrátt fyrir skýlaus ákvæði reglugerðar um hið gagn- stæða. Rök dómara hafa verið þau að ekki hafi verið um mjög vítaverðan akstur að ræða í skilningi 101. gr. um- ferðarlaga. Af þessu megi draga þá ályktun að dómarar telji að þessar götur þoli meiri hraða en 30 km/klst. Þær götur sem hér um ræðir eru svokallaðar safnbrautir sem taka við umferð úr íbúðar- og húsahverfum. Þetta eru götur þar sem fótgangandi umferð er mikil, ekki síst barna. Ekki er ráðlegt að hækka hámarkshraða í slíkum götum, frekar ætti að vinna betur að því að reglum um 30 km há- markshraða yrði fylgt. Í erindi lög- reglustjórans til samgöngunefndar kemur til dæmis fram að skortur á merkingum hafi leitt til þess að dæmd viðurlög hafi miðast við almenn hraða- takmörk, það er 50 km/klst. á götum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Úr þessu hlýtur að vera auðvelt að bæta. Vænta má að raunhraði ykist enn talsvert ef hámarkshraði yrði hækk- aður í 50 km/klst. á umræddum safn- brautum eins og tillaga lögreglustjóra hljóðar upp á. Augljóst er að þröngar íbúðargötur, þar sem börn eru jafnvel að leik, leyfa ekki slíkan hraða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.