Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.01.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 43 staddur á Akureyri og heyrði fréttir af flugslysi í sjónvarpinu. Stuttu seinna fæ ég upphringingu og þær fregnir að Stulli og Jón Börkur hafi verið í flugvélinni. Nánari fregnir fékk ég ekki um sinn nema það litla sem krakkarnir, vinir okkar, gátu sagt mér gegnum símann. Ekkert annað komst fyrir í höfðinu á mér fyrr en ég var kominn í bæinn og sat við rúmið hjá Stulla. Ég efaðist aldrei um að hann berðist af alefli og vissi að hann gæfist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Enda barðist Stulli eins og hetja en undir lokin var við ofurefli að etja. Þegar ég hugsa til baka eru þær ófáar minningarnar sem ég á um Stulla og ýmislegt brall okkar strák- anna saman. Eitt er víst að það var aldrei nein lognmolla kringum Stulla. Hann hafði ótrúlega lífsgleði og lífs- orku sem við félagarnir nutum góðs af með honum. Hann var alltaf til í allt og ekkert óx honum í augum. Ég minnist þess þegar við strákarnir fórum í skíðaferð og Stulli með. Við vorum allir reyndir snjóbrettamenn nema Stulli sem var að fara í fyrsta skipti. Hann átti engar snjóbuxur svo hann skellti sér bara í joggingbuxur og fór í gallbuxurnar sínar utan yfir. Við fórum í fjallið og eins og skilj- anlegt er voru gallabuxurnar hans orðnar einn snjóklumpur stuttu síð- ar. Stulli lét það ekki aftra sér og með þrjóskunni hélt hann í við okkur allan tímann, sem verður að teljast mikið afrek. Já, Stulli stóð alltaf fast á sínu og fylgdi skoðunum sínum út í ystu æsar. Hann lét engan troða á sér né okkur vinum sínum. Við gátum allir treyst á hans hjálp í hverri raun. Það mætti segja að hann hafi verið stóri bróðirinn í hópnum. Því er missir okkar mikill. Þegar ég stóð yfir Stulla lífvana í sjúkrarúminu á nýársdag þutu allar samverustundir okkar gegnum koll- inn á mér og ég hugsaði líka um allt sem við hefðum gert í framtíðinni. Að missa vin, sautján ára gamlan, með allt lífið framundan er þraut sem ég vona að fáir þurfi að ganga í gegn um. Ég veit að hann myndi segja okkur að harka af okkur og lifa lífinu áfram og það er víst það eina sem vit er í. Stulli gleymist seint. Minningin um hann mun lifa áfram hjá öllum þeim sem hann þekktu. Þessi fáu en góðu ár sem við áttum með honum verða okkur ávallt dýrmæt og kær. Fyrir mína hönd og Mána vinar okk- ar þakka ég honum fyrir þau og vin- áttuna sem hann gaf okkur. Árni Egill Örnólfsson. Elsku vinur. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért dáinn. Það er allt svo tómlegt án þín. Ég sakna þín mjög mikið. Ég elskaði þig og var óskaplega stoltur af því að vera vinur þinn. Ég er alltaf að hugsa um þegar við vorum litlir að leika okkur saman í Miðstrætinu. Ég mun geyma minn- ingarnar um allt sem við gerðum saman á góðum stað í hjarta mínu. Þú varst svo lífsglaður strákur og það var gott að vera nálægt þér. Upp- átækin þín voru skemmtileg og það var gaman að vera með þér. Ég hef þekkt þig í meira en ellefu ár og þú varst stór hluti af lífi mínu. Þú varst góður vinur. Ég vildi óska þess að þú værir hér enn og að þú hefðir ekki lent í þessu slysi. Ég skil ekki af hverju þú og Jón Börkur þurftuð að lenda í þessu. Ég veit að þú ert að gera eitthvað gott þar sem þú ert núna og ég veit að ég get hugsað til þín og fengið styrk frá þér þegar mér líður illa. Ég ætla að vera duglegur að passa Jón Börk okkar hérna niðri og ég veit að þú passar hann ofan úr himninum. Elsku Kristín, Lilló, Trausti, amma og afi Sturlu og allir sem eiga um sárt að binda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að gefa ykkur styrk. Ást- arkveðjur. Þinn vinur, Hilmar Pétur. Elsku hjartans Sturla okkar. Það er svo sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur í þessu lífi, finna fyrir þinni sterku nærveru, lífs- krafti og þrótti. Síðustu fimm mán- uðir hafa í senn verið ótrúlega erfiðir og yndislegir fyrir þig og alla þína. Líkamleg meiðsl þín voru mikil en lífsviljinn og krafturinn höfðu betur um stund. Við gátum sagt þér hve við elskuðum þig mikið og þú sagðir okk- ur frá væntumþykju þinni. Takk fyr- ir, vinur. Elsku Sturla okkar. Við verðum alltaf þakklát fyrir hve heppinn son- ur okkar Hilmar Pétur var að eignast þig, Baldur og Jón Börk fyrir vini. Frá unga aldri voruð þið fjórir bestu vinir og það hefur verið svo ljúft að fylgjast með ykkur standa saman í gegnum árin. Þú varst stór hluti af lífi okkar í yfir tíu ár og munum við alltaf þakka fyrir þann tíma. Það var heiður að fá tækifæri til að taka þátt í lífi þínu. Takk fyrir, vinur. Elsku Sturla okkar. Þú varst sér- staklega duglegur, ljúfur, góður, skemmtilegur og hlýr drengur og snertir alla sem kynntust þér. Við þökkum fyrir tímann sem við fengum með þér; tímann sem átti að vera svo miklu lengri. Takk fyrir, vinur. Elsku Sturla okkar. Við vitum að við þurfum ekki að biðja þig um að passa Jón Börk okkar. Við vitum að þú munt vaka yfir honum, styrkja hann og vernda eins og þú gerðir fyr- ir Hilmar Pétur okkar. Þú varst og verður alltaf sannur vinur. Við elsk- um þig. Takk fyrir, elsku vinur, og Guð varðveiti þig. [Hann] mun ekki eldast eins og við, sem látin eru eldast. Aldur mun ekki hrjá [hann] og árin munu ekki þjá [hann]. Við sólsetur og að morgni dags munum við minnast [hans]. (Þýð. Hilmar Foss.) Elsku Kristín og Lilló, Trausti og Karó, Lóló og Birgir og aðrir að- standendur. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa í hjarta okkar. Ástarkveðj- ur, Rósa og Hilmar. Elsku Stulli. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Ég veit að þú ert hjá okkur, bara svífandi í loftinu og passar okkur. Þú varst algjör engill, svo góður og skemmtilegur strákur og ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég hefði ekki viljað missa af því. Þú gerðir líf mitt miklu betra og þú varst alltaf svo góður við mig. Ég sendi þér ljóð sem mér finnst svo fallegt og það lýsir þér svo vel. Stjarnan [Sturla], skært hún skín og sendir geisla bjarta, þannig var ætíð ævi þín, þú verndar okkar hjarta. (Haraldur Ágústsson/ Tara Pétursdóttir.) Þú lifir alltaf í hjarta mínu og minningu. Kveðjur frá hjartanu. Sólveig Heiða. Sturla… Það er sorglegt að sitja hérna og skrifa þessa grein sem við héldum og vonuðum að hægt væri að fresta um tugi ára. Allt gekk svo vel í byrjun og útlit var fyrir að Guð hefði gefið okk- ur eina stærstu gjöf sem hægt er að gefa. En nú er þessu erfiða stríði lok- ið og þjónustu þinnar greinilega ósk- að annarstaðar. Nú vitum við að ein- hver fjarlægur staður fær að njóta þess ljóss og hlýju sem við nutum um stund sem í alla staði hefði mátt vera lengri. Þótt það sé stutt síðan við kynnt- umst fengum við engu að síður að kynnast þér til hlítar og sjá þessa yndislegu persónu sem þú varst. Lífsgleðin og orkan sem geislaði af þér fyllti líf okkar gleði og hamingju. Þegar við komum nýir inn í vinahóp- inn, sem við eigum enn þann dag í dag, sást þú til þess að okkur væri tekið vel og það er gjöf sem við verð- um alltaf þakklátir fyrir. Ætli þú hafir ekki verið lélegastur í því að eignast óvini og hvar sem við vorum virtist öllum líka mjög vel við þig og það skilja allir sem hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Svo ótal margar góðar minningar sem við eig- um saman gleymast aldrei þar sem alltaf var hægt að treysta á þig með góða skapið. Uppátæki þín og húmor voru sem gleði beint í æð og munu verða sögur sem ávallt verður skemmtilegt að hlusta á. Feimni virt- ist aldrei há þér að neinu leyti og það hefur líklega gert það að verkum að flestir kynntust þér mjög náið mjög fljótt. Öll þessi skemmtilegu fíflalæti gerðu vináttu okkar sérstaka og hvernig okkur tókst að breyta t.d. venjulegum þriðjudagsrigningar- kvöldum í ódauðlegar minningar. Nú þegar þú ert farinn er stór hluti af lífi okkar einnig farinn, það er svo dauflegt að gera án þín hluti sem okkur þótti svo skemmtilegir. Það vantar eitthvað stórt í lífið. Eftir sitj- um við og finnum ekkert sem gæti réttlætt það sem gerst hefur. Þinnar sérstöðu er greinilega þörf annar- staðar og sjálfkrafa röðumst við upp í langa biðröð í að fá að hitta þig aftur á endanum því dauðinn er jú víst óumflýjanlegur. Okkur óraði ekki fyrir því hversu mikils virði vinir okkar eru og það er leiðinlegt að svona atburð hafi þurft til að augu okkar opnuðust fyrir því. Þú kenndir okkur margt en við erum enn ungir og eigum enn margt eftir ólært. Þú verður alltaf besti vinur okkar. „Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur.“ (Sigur Rós.) Þórir og Logi. Sturla, manstu þegar við vorum lítil ég, þú, Bergdís og Trausti og gistum oft heima hjá ömmu og afa í Skeifunni öll saman, amma hafði mikið fyrir því að búa um okkur í einu af herbergjunum uppi á lofti. Oft gistum við heima hjá ykkur og þið hjá okkur og alltaf skemmtum við okkur jafn vel. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og þér líður betur. Þetta var búin að vera erfið barátta fyrir þig sem endaði á ósanngjarnan hátt, því þú varst farinn að ná góðum bata. Nú ertu kominn til Guðmundar afa þíns og Viggós afa og ég veit að þeir munu taka vel á móti þér og passa þig. Megi Guð varðveita þig. Þín frænka, Hrafnhildur. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn. Á fyrsta degi nýrrar ald- ar dó vinur okkar Stulli af völdum áverka, sem hann hlaut í flugslysi í sumar. Fyrir okkur félagana gátum við ekki hugsað okkur verri byrjun á nýrri öld. Af hverju, af hverju hugs- uðum við. Hvernig gat Guð gert þetta eftir allan þennan erfiða tíma sem hann hafði gengið í gegnum eftir slysið? Eftir að hafa séð hann hress- an og kátan trúði enginn okkar að hann mundi fara frá okkur. Þrátt fyr- ir hetjulega baráttu vannst þessi leikur ekki. Það er erfitt fyrir okkur sautján ára félagana að sætta okkur við fráfall hans. Eftir að hafa átt góð- ar stundir með honum í gegnum árin er erfitt að trúa því að þær verði ekki fleiri. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með baráttu hans við að ná bata og þeim mikla árangri sem við sáum jafnan þegar við heimsóttum hann. Hann stóð sig eins og hetja í veikind- unum og var aldrei á því að gefast upp. Stulli var einstakur. Hann var gæddur sérstökum persónutöfrum, hafði fjörugt og frumlegt ímyndunar- afl og framkvæmdi allt sem honum datt í hug, sama hversu flippað það var. Hann var alltaf í góðu skapi og kom okkur ætíð til að hlæja og þess eigum við eftir að sakna mest. Eng- inn okkar átti jafn auðvelt með að eignast vini og hann og erum við viss- ir um að hann verður áreiðanlega hrókur alls fagnaðar á þeim stað sem hann er nú. Einhvern tímann eigum við eftir að hittast á ný og þá verður þráðurinn tekinn upp að nýju. Við sendum Kristínu, Friðriki og Trausta okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk til takast á við lífið án Stulla. Takk fyrir allar góðu stundirnar Stulli. Þínir vinir, Atli, Guðmundur Örn og Steinar Bjarki. Nú samvist þinni ég sviptur er, – ég sé þig aldrei meir! Ástvinir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felli tár, en hví ég græt? því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. Já, sömu leið! En hvert fer þú? þig hylja sé ég gröf; Þar mun ég eitt sinn eiga bú um ævi svifin höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Ég veit það ekki! – sofðu sætt! – en sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson.) Sturla, sem eitt sinn rakaði af sér augabrúnirnar að gamni og við Trausti gerðum svo mikið grín að. Sturla, sem birtist allt í einu í út- skriftarferðinni minni í Portúgal, mér hefur sjaldan verið komið jafn- mikið á óvart og ég sagði öllum að þetta væri litli frændi minn og við sungum Wonderwall með Oasis á Karaoke-bar ásamt Loga. Sturla, sem ég gat alltaf tuskað til þangað til hann óx upp 12 ára og varð miklu stærri og sterkari en ég og hann vissi það og vildi alltaf fara í gamnislag en ég kom alltaf með einhverja afsökun. Sturla, sem hafði svo mikinn vilja- styrk og þrjósku að hann fékk að klæða sig eins og hann vildi þegar hann var í leikskóla og vildi bara vera í ósamstæðum sokkum og fannst það mjög flott og montaði sig af því. Sturla, fólk sem þekkti hann sagði að þarna væri strákur sem væri hjart- góður og hefði gaman af að skemmta sér en þá sérstaklega vildi hann að vinir hans skemmtu sér einnig. Sturla, sem var eins og litli bróðir minn er farinn og allir munu sakna hans. Tómas Hrafn Sveinsson. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glæðast þau bera með sér birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss glæddi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Sonur þeirra Kristínar og Friðriks er nú farinn frá okkur og hefur fengið hina hinstu hvíld. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að svona ungar og fallegar sálir séu teknar frá okkur svona snemma. Það hefur hjálpað mér í gegnum árin að hugsa um það að Guð hafi þurft á þeim að halda annars staðar. Sturla var einn af þessum. Hann hafði góðan mann að geyma, var oft- ast glaður og hress. Hann hafði mjög gaman af því að vera á hjólabretti (a.m.k. á þeim tíma sem ég var þarna í Miðstrætinu). Ég man líka alltaf eft- ir því hvað ég hamraði alltaf á honum að byrja aldrei að reykja og fékk þá alltaf sama glottið frá honum, það var eins og hann hugsaði: Ég er ekki eins vitlaus og þú. Svo var það líka þegar hann og Trausti voru að flytja í her- bergin niðri og hann var að velja sér liti inn í herbergið sitt, hann valdi sér eldrauðan og málaði það með svampi. Þið voruð svo ánægðir með að fá her- bergin ykkar. Þar sem að ég er einkabarn fannst mér rosalega skrítið þegar ég kynnt- ist Sturlu og Trausta og þeirra samb- andi, hvað hann var öðruvísi heldur en aðrir litlir bræður sem alltaf voru að trufla eða stríða. Hann var bara einn af okkur. Það var virkilega gam- an að vera nálægt honum. Ég man sérstaklega eftir laugardagskvöldun- um í Miðstrætinu, þar sem öll fjösl- skyldan kom sér fyrir yfir Stöðinni og skellihló og svo voru teknar marg- ar myndbandspólur og horft langt fram eftir kvöldi. En dvölin þín var alltof stutt og nú hef ég bara minn- inguna um hann og þann stutta tíma sem hann var hjá okkur. Elsku Sturla, ég kveð þig að sinni og vonandi líður þér vel hvar sem þú ert. Elsku Friðrik, Kristín og Trausti, megi Guð gefa ykkur styrk og vaka yfir ykkur, megi hann lýsa ykkur veginn á þessum erfiðu tímum. Hug- ur minn dvelur hjá ykkur. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Við vinkonurnar viljum minnast ástkærs vinar okkar, Sturlu Þórs. Stulli var engum líkur. Hann kom okkur sífellt á óvart og var einstak- lega laginn við að koma öllum í gott skap. Hann tók oft upp á furðuleg- ustu hlutum, hlutum sem engum öðr- um en Stulla hefðu dottið í hug. Strákar eins og hann sjást ekki oft. Hann var bráðmyndarlegur, góð- hjartaður, lífsglaður og hamingju- samur strákur. Hann hafði gríðar- lega útgeislun. Útgeislun sem sást í fjarlægð. Við erum innilega þakklátar fyrir að hafa kynnst og varið tíma með þessum yndislega dreng. Eftir að hafa barist hetjulega fyrir lífi sínu í fimm erfiða mánuði kvaddi hann þennan heim. Hann var tekinn frá okkur alltof fljótt. Minning hans mun lifa að eilífu í hjarta okkar. Við munum aldrei gleyma þér Sturla, þú ert sannkölluð hetja. Kæru Friðrik, Kristín og Trausti, við samhryggjumst ykkur innilega og megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Aðalbjörg, Ásta, Erna, Hildur, Sigrún Huld og Þórdís Anna. Elsku Stulli. Núna þegar þú ert farinn skilurðu eftir stórt skarð í lífi okkar allra, þú varst vinamargur og besti vinur sem hægt var að hugsa sér að eiga. Sama hversu illa okkur leið fékkst þú okkur alltaf til að líta á björtu hliðarnar og komst okkur til að brosa. Þú lifðir lífinu lifandi og gerðir allt það sem þér datt í hug þótt þessar hugmyndir hefðu verið misgóðar og fæstir hefðu framkvæmt þær. Eins og þegar þú hélst uppá Íslandsmeist- aratitil KR með því að fá þér KR- tattoo. Ekki voru allir jafnsammála þér um að þetta hefði verið sniðug hugmynd, samt léstu aldrei neitt annað í ljós en að þú værir hæst- ánægður með það. Eitt af því sem þú sýndir áhuga á voru dvergar og voru þeir einhverjir sem þú leist „upp“ til. Þú fékkst draum þinn uppfylltan þegar þú hitt- ir dverg um verslunarmannahelgina í Eyjum og hann bauð þér á bak. Á innan við klukkustund varstu búinn að hringja í alla vini þína og láta vita að þú hefðir fengið að fara á lághest á dvergi. Við gætum setið hér endalaust og þulið upp allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur en margt af því er ekki fyrir allra eyru. Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt að koma hér saman í þessum tilgangi þar sem engin okkar bjóst við að þú færir frá okkur svona ungur þá höf- um við brosað í gegnum tárin við að rifja upp allar þær góðu minningar sem við eigum um þig. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eigum aldr- ei eftir að gleyma þér, elsku Stulli okkar. Þú stóðst þig eins og hetja í þessari baráttu þar sem styrkleiki þinn kom skýrt í ljós. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, þín ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þín minning verður ætíð ljós í lifi okkar. Elsku Kristín, Lilló og Trausti. Við vottum ykkur dýpstu samúð og viljum þakka ykkur fyrir að hafa fengið að eiga svona mikinn þátt í þessari baráttu með ykkur. Einnig viljum við þakka ykkur fyr- ir allan þann stuðning sem þið hafið veitt okkur og vonum að við höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.