Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 18

Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mývatnssveit - Fuglatalning áhuga- manna fór fram víða um land á sunnudag svo sem venja er til um hver áramót. Í Mývatnssveit hefur verið talið á svæði sem nær frá Birgisskeri við Reykjahlíð og þaðan meðfram vatnsbakka suður á Kálfastrandarvoga sunnan Hafurs- höfða. Samtals voru skráðir 224 fuglar í talningunni að þessu sinni. Aðstæður til fuglaskoðunar voru frekar óhagstæðar vegna þoku. Á þessu svæði haldast auðar vak- ir á vetrum þótt vatnið sé annars ísilagt og kemur það til vegna volgs aðstreymis frá jarðhitasvæðinu austan vatns. Þarna heldur fuglinn sig, en upp af eyðunum myndast mikil þoka í frostum og því meiri sem frostið er harðara. Fuglatalning á svæðinu var fyrst í höndum Jóhannesar Sigfinns- sonar á Grímsstöðum en síðan Ill- uga Jónssonar á Bjargi og nú síð- ustu árin hafa afkomendur Illuga annast talninguna. Á Kálfastrandarvogum voru að þessu sinni stokkendur, húsendur og gulendur. Ekkert sást af spör- fuglum í skóginum við Höfða utan einn snjótittlingur, sem eflaust hef- ur orðið viðskila við hópinn sinn. Músarindill sem á hér óðul sín lét hvorki heyra til sín né sjá og var því ekki skráður, en mývetnskir skóg- arþrestir eru í vetrarfríi úti við sjávarströndina um þessar mundir, svona svipað og þegar mannfólkið skreppur til Kanaríeyja yfir ára- mótin. Um húsandarhjón sem syntu með unga sína á Kálfastrandarvogum orkti Baldvin Stefánsson fyrir mannsaldri: Húsa sé ég hjónin stór hér sitt auka gaman. Þó hefur engin kátur í kór klerkur gefið saman. Morgunblaðið/BFH Klasar á Kálfastrandarvogum. 224 fuglar skráðir á Kálfastrandarvogum STJÓRN Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun sem samþykkt var á fundi 10. janúar sl.: „Fundur haldinn í stjórn Öldunn- ar, stéttarfélags, 10. janúar 2001 lýs- ir undrun sinni og áhyggjum yfir því, að félagsmálaráðherra hefur ekki skipað formann í svæðisráði Norður- lands vestra, en fráfarandi formaður ráðsins sagði formlega af sér hinn 4. október sl. Með því að skipa ekki nýjan formann hefur ráðherrann haldið ráðinu óstarfhæfu í þrjá mán- uði. Því til viðbótar má segja að ráðið hafi verið illa starfhæft frá því í maí sl. að mestu vegna óheppilegrar af- skiptasemi forstjóra Vinnumála- stofnunar af störfum svæðisráðs og varðandi starfsmannaráðningar. Hlutverk svæðisráðsins er marg- víslegt varðandi atvinnulaust fólk í kjördæminu sbr. t.d. 10.–13. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir frá 1997. Verður ekki séð að það þjóni hags- munum atvinnulauss fólks að halda ráðinu óstarfhæfu eins og hér gerist. Skorar stjórnin á félagsmálaráð- herra að skipa nú þegar formann ráðsins úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið þar til starfa.“ Stéttarfélagið Aldan í Skagafirði Formaður svæðisráðs verði skipaður VÍGSLA nýs leikskóla á Króki 1, Grindavík, fer fram sunnudaginn 14. janúar kl. 13. Þetta er 650 fm hús- næði með vandaðri lóð. Á leikskól- anum verða fjórar deildir og rúmar hann um 80 börn í einu. Með þessum nýja leikskóla verður gjörbreyting á leikskólaþjónustu í Grindavík. Skólinn er byggður í einkafram- kvæmd að undangengnu útboði. Eig- andi leikskólans og rekstraraðili hússins er Nýsir hf. Grindavíkurbær leigir húsið með lóð og búnaði af Nýsi hf. í 29 ár. Ístak hf. byggði mannvirkið. Fjármögnunaraðili er Íslandsbanki hf. Húsið er hannað af Arkitektastofunni ehf. og eru arki- tektar þeir Ormar Þór Guðmunds- son og Sigurður Kolbeinsson. Leikskólinn er opinn almenningi til sýnis á vígsludaginn kl. 14–17. Leikskóli vígð- ur í Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.