Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 29  Innilegar þakklætiskveðjur til þeirra sem sýndu mér hlýhug með kveðjum og gjöfum á afmælis- daginn minn 1. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Stefán Hallgrímsson, Hrafnistu Hafnarfirði. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. KJARRHÓLMI 14 – KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-14 Falleg 4ra herb. 90 fm íbúð á 3. hæð, íbúð 0302. Góð stofa, 2 svefnherb., endurnýjað flísalagt baðherbergi. Parket á gólfum. Suðursvalir, glæsilegt útsýni. Þvottah. í íbúð og stór geymsla í kjallara. Sameign í góðu ástandi. Íbúðin er laus til afhendingar nú þegar. Áhv. byggsj/húsbr. 5,2 millj. Verð 10,9 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 13-14. VERIÐ VELKOMIN. BANDARÍSKIR stjórnmálaskýr- endur hafa undanfarið velt vöngum yfir heilsu og lífslíkum öldungadeild- arþingmannsins Stroms Thur- monds, sem er 98 ára gamall og er orðinn nokkuð hrumur. Thurmond er repúblikani og ef hann verður of heilsuveill til að greiða atkvæði eða gefur upp öndina gætu demókratar nefnilega komist í meirihluta í öld- ungadeildinni. Repúblikanar og demókratar eiga nú jafn mörg sæti í öldungadeildinni og ef atkvæði falla jöfn fer varafor- setinn Dick Cheney með oddaat- kvæði. Reglur þingsins kveða á um að ríkisstjóri viðkomandi ríkis skipi fulltrúa í öldungadeildina fyrir þing- mann sem andast og svo vill til að ríkisstjórinn í Suður-Karólínu, sem Thurmond er fulltrúi fyrir, er demó- krati og myndi að öllum líkindum til- nefna flokksbróður sinn eða -systur. Þannig gæti atkvæðavægið í öld- ungadeildinni breyst í 51/49, demó- krötum í hag. Heilsu Thurmonds hefur hrakað nokkuð undan- farið og hann hefur nú neyðst til að afsala sér ýmsum skyldustörfum. Hann mætir enn í þingsal til að greiða at- kvæði, en þarf aðstoð við gang og oft styðja hann tveir menn. Að sögn The New York Times virðist hann oft vera „ringlaður“ á nefndarfundum og gerir fátt annað en að lesa spurningar af spjöldum, sem aðstoð- armenn hans hafa samið. Blaðið hef- ur eftir starfsmönnum þingsins að nánasti aðstoðarmaður hans, Robert Short, taki allar ákvarðanir fyrir hans hönd. Thurmond hefur ennfremur oft lagst inn á sjúkrahús í Washington um helgar og það varð repúblikönum áhyggju- efni þegar skrifstofa hans tilkynnti nýlega að hann myndi draga úr opinberum skyldustörf- um og myndi til dæmis ekki lengur setja fundi öldungadeildarinnar á morgnana. Thurmond var ekki viðstaddur ræðu George W. Bush Bandaríkjaforseta í þinginu í síðustu viku, en hann hefur að sögn ekki látið sig vanta við slík tilefni í áraraðir. Talsmaður Thur- monds, Genevieve Erny, reynir að gera lítið úr þessum vangaveltum en viðurkennir þó að aðstandendur hans hafi rætt þann möguleika að hann flytji á hjúkrunarheimili þar sem hann fengi aðstoð við daglegar athafnir. Vangaveltur um lífslíkur þingmannsins Thurmonds Gæti komið demó- krötum í meirihluta Strom Thurmond BASKNESKUR lögreglumaður beið bana og annar særðist í fyrri- nótt þegar sprengja sprakk í bíl í bænum Hernani, nálægt San Seb- astian, í Baskalandi. Talið er að liðs- menn aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hafi verið að verki. Yfirvöld sögðu að lögreglumenn- irnir hefðu verið lokkaðir að bílnum. Hringt var í lögregluna og sagt að ungir stuðningsmenn ETA hefðu efnt til óeirða á götu í Hernani og þegar lögreglumennirnir komu á staðinn sáu þeir bíl sem lagt hafði verið á miðri götunni. Þegar þeir biðu eftir því að bíllinn yrði dreginn í burtu sprakk sprengjan. Tveir vopnaðir menn, sem sögðust vera félagar í ETA, stálu bílnum nóttina áður, að sögn lögreglunnar. Eigandi bílsins fannst keflaður á sveitavegi um klukkustund eftir sprenginguna. 27. fórnarlambið á rúmu ári Leiðtogar spænsku flokkanna for- dæmdu tilræðið og hvöttu til fjölda- mótmæla í borgum Spánar gegn hermdarverkum ETA. Hreyfingin er talin hafa orðið 27 manns að bana frá því að hún afnam 14 mánaða vopnahlé sitt í desember 1999. Vopn- uð barátta hennar fyrir aðskilnaði Baskalands hefur kostað 800 manns lífið frá 1968. Fremur sjálfgæft er að ETA ráð- ist á baskneska lögreglumenn. Lög- reglan í Baskalandi, sem nefnist Ertzaintza á basknesku, er undir stjórn basknesku héraðsstjórnarinn- ar og hefur verið eitt af helstu tákn- um sjálfstjórnar Baska. Aðeins tíu baskneskir lögreglumenn hafa beðið bana í árásum ETA frá því að hér- aðslögreglan var stofnuð 1982. Spænska stjórnin hefur sakað héraðslögregluna um að hafa sýnt liðsmönnum ETA of mikla linkind en lögreglan hefur tekið harðar á of- beldisverkum ETA-manna að und- anförnu og handtekið nokkra þeirra. Spænskir fjölmiðlar telja því að sprengjuárásin í fyrrinótt hafi verið gerð í hefndarskyni. Boðað hefur verið til kosninga í Baskalandi 13. maí og Jaime Mayor Oreja, fyrrverandi innanríkisráð- herra Spánar, verður þá í framboði gegn Juan Jose Ibarretxe, forseta Baskalands og leiðtoga Þjóðernis- flokks Baska. Íbúar Baskalands eru klofnir í afstöðunni til aðskilnaðar; um helmingurinn styður flokka baskneskra þjóðernissinna en hinn helmingurinn er andvígur aðskiln- aði. Reuters Baskneskur lögreglumaður skoðar flak bíls sem eyðilagðist í sprengju- tilræði í baskneska bænum Hernani í fyrrinótt. Lögreglumað- ur beið bana Madrid. Reuters. ETA-hreyfingin sökuð um sprengjutilræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.