Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 75 DAGBÓK DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Rauðagerði 26, sími 588 1259 NÝTT Vor - sumar 2001 Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10-18 í dag, laugardag. Komið og fáið nýja listann frá Green House frítt. Dömufatnaður í stærðum 36-48. Glæsileg herralína. Eldri vörur seldar með góðum afslætti, buxur, bolir, pils frá kr. 1.200. Verið velkomin VISA - EURO Erum flutt á Laugaveg 101 við Hlemm BRJÁLUÐ ÚTSALA 10-25% afsláttur Opið virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Garðatorgi, sími 565 6550. ÚTIJAKKAR NÝKOMNIR Verð frá kr. 7.698 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert eftirsóttur sögumað- ur og átt auðvelt með að orða hugsanir þínar og klæða meiningar annarra í skaplegan búning. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki er sjálfgert að þú getir afstýrt öllum óhöppum. Láttu það ekki sliga þig, því sumt reddast og annað á bara að fara eins og það fer. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gott er að taka sér tíma til að hugsa málin áður en hafist er handa við framkvæmdir. Láttu galsa vinnufélaganna sem vind um eyru þjóta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Deildu hugsunum þínum með samstarfsfólkinu, það getur sparað tíma, fyrirhöfn og fé að undirbúa mál sem bezt áður en framkvæmdir hefjast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver þér nákominn á bágt með að skilja framkomu þína. Athugaðu þinn gang og hvort þú getur ekki útskýrt betur hvað fyrir þér vakir. Tillits- semi kostar ekki peninga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki deigan síga, þótt menn geri athugasemdir við hugmyndir þínar. Hlustaðu og gaumgæfðu málin í rólegheit- um. Taktu svo eigin ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aðrir eru sannfærðir um að allt fari eftir þínu höfði. Gættu þess að sýna hvorki hroka né stjórnsemi; vertu lipur og um- fram allt láttu svo líta út sem þú sért ekki einn um snilldina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu ekkert óhugsað, því þú kannt að lenda í erfiðleikum síðar meir, þegar þú verður krafinn skýringa á því hvers vegna þú fórst þessa leið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu var um þig, því einhver draugagangur beinist að þér og þínum störfum. Fáðu gagn- rýni upp á yfirborðið, þannig getur þú kveðið hana í kútinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að vera hikandi við að taka við verðlaunum en leyfðu öðrum að njóta sigurs- ins með þér. Það skapar gott andrúmsloft, sem þú græðir á. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Breytinga er þörf og þú verð- ur að leggja þitt af mörkum. En þú átt ekki að standa einn í slagnum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Auðvitað átt þú að gleðjast yf- ir þeim jákvæðu undirtektum, sem ráðagerðir þínar fá. En þú mátt ekki skella skollaeyr- um við gagnrýni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum verður þú að treysta á dómgreind þína, þegar þú ert búinn að velta upp öllum steinum málsins. En það er líka eins og það á að vera. Til þess ert þú nú einu sinni þar sem þú ert. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla ÞAÐ koma þær stundir við bridsborðið að maður óskar eftir slæmri legu. Ástæðan er þá oftast sú að of lítið er sagt – bútur þegar geim er gott, geim þegar hálf- slemma er góð eða þá hálf- slemma þegar alslemma lít- ur vel út. Á landsliðsæfinu á síðastliðinn miðvikudag enduðu Jónas P. Erlingsson og Steinar Jónsson í sex tígl- um í NS á móti Jóni Bald- urssyni og Karli Sigurhjart- arsyni. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁK95 ♥ ÁKD ♦ 43 ♣ KG94 Vestur Austur ♠ G8762 ♠ D104 ♥ G8432 ♥ 95 ♦ -- ♦ G10975 ♣765 ♣1082 Suður ♠ 3 ♥ 1076 ♦ ÁKD862 ♣ÁD3 Ef aðeins er litið á hendur NS sést að „fimmtán“ slagir eru á borðinu ef tígullinn brotnar 3-2 (sem hann gerir í 68% tilfella). En Jón vakti í vestur á hálitahindrun – tveimur laufum – sem gerði Steinari og Jónasi erfitt um vik að komast í alslemmuna. Sagnir enduðu í sex tíglum, sem Steinar stýrði í suður. Hann fékk út lauf og tók á ásinn heima. Síðan spilaði hann spaða á ásinn og tígli úr borði. Tilgangurinn var sá að láta áttuna til að verj- ast hugsanlegri 5-0 legu í trompinu. Karl sá hvað til stóð og fór upp með tromp- níu. Steinar drap og komast að raun um leguna. Hann spil- aði hjarta á blindan, tók spaðakóng og henti hjarta heima og stakk spaða. Síðan spilaði hann laufi á gosa, trompi úr og borði og drap tíu austurs. Austur er varn- arlaus, eins og spilið hefur þróast. Steinar tók þriðja hjartað (og bæði austur og suður hentu laufi). Nú átti Steinar heima Á86 í trompi, en Karl í austur G75 og vörnin fékk bara einn slag. Á hinu borðinu sögðu Þor- lákur Jónsson og Matthías Þorvaldsson sjö grönd, sem fóru óhjákvæmilega einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Staðan kom upp á alþjóðlega skákmótinu í Cappelle la Grande sem lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði hol- lenski alþjóðlegi meistarinn Karel Van Der Weide (2468) gegn Felix Hinderman (2206). 25.Hxe3! dxe3 26.Dc4+ Bc6 27.De6+ og svartur gafst upp enda er hann óverjandi mát eftir 27...Bd7 28.Dd6. Síðustu tvær umferðir Íslandsmóts skákfélaga fara fram í dag í húsakynnum Tafl- félagsins Hellis í Mjódd. 6. umferð hefst kl. 10:00 og 7. umferð kl. 17:00. Áhorfendur eru velkomnir. Staðan í 2. deild að loknum fjórum umferðum var þessi: 1. Skákfélagið Grandrokk 17½ vinningar af 24 mögulegum 2.-3. TR-c og Taflfélag Bolungar- víkur 13½ v. 4. SA-b 12½ v. 5. Skákfélag Akraness 12 v. 6. Hellir-c 11 v. 7. Skákfélag Reykja- nesbæjar 9½ v. 8. TR-d 6½ v. Í seinni hluta Íslands- mótsins munu nokkrir er- lendir skákmeistarar prýða lið Skákfélags Grandrokks og meðal þeirra er tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT HRÍSLAN OG LÆKURINN Gott átt þú, hrísla’, á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans, vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblað falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka blíða hjartað mitt!“ Þið grátið fögrum gleðitárum glaða morgna, þá sólin rís, vitið ei hót af harmi sárum, haldið þið séuð í paradís. Þið hafið ei reynt að syrgja og sakna, þá sérhver gleði í harma snýst, grátin að sofna, vonlaus vakna, vetur og dauða þekkið sízt. Páll Ólafsson. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 10. mars, er áttræð Kristjana Stefánsdóttir, Meðalholti 10, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Bústaða- kirkju frá kl. 15 til 17 á af- mælisdaginn. 85 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 11. mars, verður Ósk Ólafsdóttir frá Bolungar- vík, Sólheimum 23, áttatíu og fimm ára. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Maðurinn minn gleymdi regnhlífinni í gær. Í dag man hann ekki eftir því að hann er með hana. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík COSPER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.