Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.2001, Blaðsíða 40
Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? SVAR: Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merk- ingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneig- ingu til að rýrna við notkunarleysi. Þetta þekkja allir sem hafa ein- hverntíma verið settir í gifs vegna beinbrots. Þessi vöðvarýrnun getur gerst nokkuð hratt eins og sjá má á þeim sem lenda í gifsi. Engin viðhlít- andi skýring er til á því af hverju þetta gerist en það er eins og lík- aminn vilji losna við þá vöðva sem hann hefur ekki not fyrir. Vöðvar eru þungir og það hefur neikvæð áhrif á orkubúskap líkamans að burðast með þá ef þeir eru ekki not- aðir. Þess má geta að fiskar sýna ekki þessa tilhneigingu í sama mæli. Hjá þeim kostar miklu minni orku að burðast með vöðva sem ekki eru not fyrir, heldur en hjá landdýrum. Uppdrifskrafturinn sér til þess að fiskurinn er yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið og verður ekki þyngri í vatninu þó að vöðvar bætist við hann. Eini orkukostnaðurinn stafar því af aukinni fyrirferð og meiri nún- ingi frá vatninu þegar fiskurinn hreyfir sig. En í öðru lagi hefur líkami manna tilhneigingu til að safna orku í formi fitu. Margir þættir hafa áhrif á það og einna mikilvægastur er hreyfing- arleysi eða minnkuð hreyfing (eins og þegar þjálfun er hætt). Aðrir þættir eru helstir samsetning og orkuinnihald fæðu, aldur og erfðir. Umframorka myndast í líkamanum þegar inntaka á orku (kolvetnum, prótínum og fitu) er meiri en orku- þörf sem er aðallega háð hreyfingu Vísindavefur Háskóla Íslands Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? Vísindavefurinn vill enn og aftur hvetja fólk til að nota gagnasafn hans sem uppflettirit. Mörgum spurningum sem hafa verið að berast í seinni tíð hefur þegar verið svarað á vefsetrinu að einhverju eða öllu leyti. Gestir geta því oft og tíðum fengið mikilsverðar upplýsingar strax með því að nota leitarvél vefjarins. Slíkt er miklu fljótlegra og skil- virkara en að bíða eftir því að mannshöndin bregðist við og sendi einhvers konar svar eða tilvísun. Í síðustu viku hafa meðal annars borist svör um stærðarröð heims- álfanna, um hæð Everestfjalls í millimetrum, um tígrisháf, stjörnu- kíkja á Íslandi, byggð Eiríks rauða á Grænlandi, kælingu á flösku í hita með blautu handklæði, um þorskinn og um það hvernig ána- maðkar fjölga sér. Í því svari kemur til dæmis fram að hver ána- maðkur er tvíkynja og myndar bæði egg og sæði. VÍSINDI Associated Press Kannanir í Bandaríkjunum munu gefa til kynna að neytendur hafi minni áhyggjur af fituinnihaldi en áður. Því er og haldið fram að þetta nýti framleiðendur tilbúinna rétta sér. 40 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNIR með bóluefni gegn al- næmi, sem sérstaklega er hannað fyrir íbúa Afríku, hófust í vikunni. Það var 31 árs gömul kona, Pamela Mandela, sem fékk fyrstu sprautuna. Pamela Mandela er læknir að mennt og kvaðst vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn þessum vágesti með því að gerast fyrsti sjálf- boðaliðinn í tilrauninni. „Ég ákvað að leggja fyrir mig læknisfræði til að lina þjáningar. En hvað alnæmið varðar hef ég oft lent í þeirri stöðu að geta ekkert að gert,“ sagði hún eftir að hafa fengið fyrstu bólusetningar- sprautuna á Kenyatta-sjúkrahúsinu í Nairobi í Kenýa. Bóluefnið þróuðu vísindamenn frá Kenýa og Bretlandi og hefur það starf staðið yfir í fjögur ár. Bóluefnið byggist að miklum hluta á rannsókn- um, sem gerðar voru á vændiskonum í Kenýa en þær virðast vera ónæmar fyrir HIV-veirunni, sem veldur al- næmi. Gert hafði verið ráð fyrir að hefja bólusetningar í tilraunaskyni í des- embermánuði en töf varð á vegna deilna um einkaleyfi. Búist er við að tilraun þessi standi yfir í mörg ár og verður þáttakendum fjölgað reynist bóluefnið koma að gagni. Í Afríku er talið að um 24 milljónir manna gangi með HIV-veiruna. Fæstir þeirra hafa ráð á því að kaupa þau dýru lyf sem þróuð hafa verið til að halda veirunni í skefjum. Að sögn Sams Ongeris, heil- brigðisráðherra Kenýa, hafa 2,6 milljónir manna í Kenýa sýkst af HIV og alnæmi. Um 600 manns sýkj- ast á degi hverjum. Vísindamenn þróa bóluefni gegn alnæmi Tilraunir hafnar í Afríku Naíróbí. Associated Press. GÓÐUR árangur hefur náðst, í til- raunum á dýrum, með sprautu sem kann að gera fólki kleift að borða fituríkan mat en léttast engu að síður. Komið hefur í ljós, að daglegir skammtar af prótíni er kallast gAcrp30 stjórna fitusöfnun í of feitum músum án þess að hafa áhrif á matarvenjur þeirra, sam- kvæmt niðurstöðum bandarískra vísindamanna, er birtar voru ný- lega. Fitufrumur framleiða prót- ínið og berst um líkamann. Þegar því var sprautað í breiðvaxnar mýs er neyttu „kaffiteríufæðis“ – fitu- ríks matar með miklum sykri sem var ætíð á boðstólum – kom í ljós að mýsnar léttust mikið og bættu ekki á sig aftur. Ef músunum var áfram gefinn lítill skammtur á hverjum degi þyngdust þær ekki aftur í langan tíma. Rannsóknin var gerð á veg- um Whitehead-stofnunarinnar skammt frá Boston, og Genset-fyr- irtækisins í Kaliforníu í Bandaríkj- unum, og birtust niðurstöðurnar í vísindaritinu Proceedings of the National Academies of Science. „Mikil þörf er á meðferð sem þessari fyrir þau mörg þúsund of- fitusjúklinga sem þjást af fjölda kvilla er tengjast [offitu], eins og til dæmis sykursýki,“ skrifar aðal- höfundur rannsóknarinnar, Harv- ey Lodish, prófessor við White- head-stofnunina. Hann leggur þó áherslu á, að besta leiðin til að létt- ast sé sem fyrr líkamsrækt og að borða minna. Þótt gAcrp30 prótín úr mönnum hafi verið notað við tilraunirnar á músunum, og þær hafi litið eðli- lega út eftir að hafa verið spraut- aðar, er frekari rannsókna þörf til að ganga úr skugga um hvort hægt sé að nota efnið til að hjálpa fólki við að léttast, að sögn Lodish. Gera þurfi frekari tilraunir á dýr- um til að kanna hver séu áhrif meira magns af efninu, en eðlilegt sé. Lyfið hefur áhrif á það hvernig aukaorka er geymd. Fæða brotnar niður í þörmunum og myndar fitu- sýrur sem hægt er að safna saman sem fitu þegar maður þarf ekki að nota mikla orku. Flest megrunar- lyf virka annaðhvort með því að koma í veg fyrir að líkaminn taki upp fitusýrur í þörmunum eða með því að hindra niðurbrot fitusýra þannig að þær berist út úr lík- amanum fremur en að safnast upp sem fita. Prótínið gAcrp30, aftur á móti, berst með blóðinu og veldur því að vöðvar brenna fitusýrum hraðar svo að þær safnast ekki upp sem fita. Afleiðingin er megrun án þeirra kvilla sem fylgja því að fitu- sýrur berist í gegnum líkamann. Prótínsprautur gætu hjálpað við megrun þrátt fyrir feitan mat TENGLAR .............................................. Proceedings of the National Academies of Science: www.pnas.org The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN hafa uppgötvað hormón sem kann að útskýra tengslin milli sykursýki og offitu og vekur þetta vonir um að finna megi nýjar leiðir til að meðhöndla sjúkdóminn. Hormónið hefur verið nefnt resist- ín og er framleitt af fitufrumum og veldur því að vefir verjast insúlíni, efninu sem líkaminn þarf á að halda til að geta unnið úr blóðsykri. Greina vís- indamenn frá þessu í tímaritinu Nat- ure. Sykursýkisjúklingar framleiða of lítið af insúlíni eða nýta það ekki nógu vel. „Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að þessi [rannsókn] sé stórvið- burður sem geti haft gífurleg áhrif í læknisfræði,“ sagði dr. Allen Spiegel, framkvæmdastjóri bandarískrar rannsóknardeildar í sykursýki og meltingar- og nýrnasjúkdómum, sem tilheyrir bandarísku heilbrigðismála- stofnuninni, er kostaði rannsóknina. Offita er einn helsti áhættuþáttur- inn í sykursýki meðal fullorðinna, eða gerð II, en yfir 90% allra sykursýkit- ilfella eru af þeirri gerð. Vísindamenn við Háskólann í Pennsylvaníu fundu resistín í músum og fundu erfðafræði- legar vísbendingar um að samskonar hormón sé að finna í mönnum þótt það hafi ekki enn verið einangrað. Mýs sem gefið var resistín gátu ekki unnið eins vel úr blóðsykri og mýs sem ekki var gefið hormónið. Og mýs, sem gefið var lyf sem dregur úr magni resistíns, gátu betur unnið úr blóðsykri og notað insúlín. Tilbúið insúlín er oft notað við með- ferð á sykursýki, en vísindamaðurinn Mitchell A. Lazar sagði slíkt sam- bærilegt við að brugðist væri við slæmu símasambandi með því að tala hærra fremur en að gera við símann. Nýr flokkur lyfja, svonefnd TZD, sem fá líkamann til þess að vinna betur úr insúlíni, varð til þess að vísindamenn fóru að leita að hormóninu. Var til- gáta þeirra sú, að lyfið kynni að virka á hormón. Þeir könnuðu hvaða hormón fóru af stað fyrir verkan lyfsins og virkni hverra stöðvaðist. Síðan beindu þeir athyglinni að resistíni. „Þetta var eins og að leita að gulli,“ sagði Lazar, sem er yfirmaður sykursýkirannsókna- miðstöðvar háskólans. Ekki er vitað hvers vegna líkaminn framleiðir res- istín, en Lazar telur að það kunni að hafa með að gera viðbrögð við hungri. Ef resistín reynist gegna því lyk- ilhlutverki sem útlit er fyrir væri hægt að framleiða lyf sem hefðu ná- kvæmari virkni, að sögn sykursýki- sérfræðings sem ekki tók þátt í rann- sókninni. Annar sérfræðingur varaði við því að vísbendingarnar um virkni hormónsins væru óbeinar og tengslin hefðu ekki verið staðfest. „Það liggur ekki fyrir nein sönnun þess að það virki í rauninni í lifrinni, fitufrumum eða vöðvafrumum og breyti glúkósan- um. Það er í rauninni ekki ljóst hvern- ig það virkar.“ Hormón lykillinn að sykur- sýki? AP. DRAUMURINN er fyrirbæri sem verður æ marktækara eftir því sem tækni fleygir fram og hin rafrænu boð nálgast hugsun og vitund. Merking hins líffræðilega verður einfaldari, skýrari og skil- merkilegri um leið og hið flókna ferli sem nefnt er „sálrænir eig- inleikar“ verður hnífskarpt og skiljanlegt. Til þess að ná þessu „Nirvana“ eigin hugsunar þarf hugurinn að ganga í gegnum stig þróunar og festu. Þróunar sem felst í því að skoða eigið sjálf óhlutbundnum augum, geta geng- ið „í gegnum“ erfiðleika, afsalað sjálfsbyrgingsvitund eða „Ego“ og „þefað“ uppi vilja Guðs. Horft inn og hvelfst yfir í sagnfræðilegt forrit þar sem fortíðin er skönnuð „eins og hún er“ til fróðleiks um sig og upprunann, en þá er hægt að líta til framtíðar og miklast af litlu. Maðurinn er mold en getur vaxið úr grasi og orðið jurt sem er unaðsleg að líta, dásamleg að ilma og yfirgengileg að snerta. Vit- undin krefur þig um þátt í þessari tilveru sem verður á tuttugustu og fyrstu öldinni þegar hvít klæði fortíðar sveipast um manninn og nýtt skeið visku og vitundar rís í anda Atlantis hins forna sem blundar í mér og þér, draumum okkar og svefni. „Mér fannst ég staddur í stóru og ókunnugu húsi, þó var húsið mitt. Á efri hæðinni var stór salur í rókókó-stíl en neðri hæðina vissi ég ekki um svo ég fór niður. Þar var allt einhvern veginn eldra að sjá og virtist þessi hluti hússins frá miðöldum, húsgögnin voru í sama stíl og gólfið var lagt rauð- um tígulsteini, ég gekk úr her- bergi í herbergi og hugsaði að ég yrði að kanna allt húsið. Þá kom ég að voldugri tréhurð sem ég opnaði, fyrir innan var steinstigi sem lá niður í kjallara, þegar ég kom niður var ég staddur í fal- legri hvelfingu sem virtist æva- forn, veggir og súlur virtust frá tímum Rómverja og gólfið var lagt steinhellum, á einni hellunni var járnhringur. Ég tók í hring- inn og lyfti hellunni, undir var steinstigi niður í myrkrið, ég fór niður stigann og kom í helli eða skúta, um gólfið voru dreifð leir- brot og bein sem mér virtust til- heyra fornri og frumstæðri menn- ingu, innan um beinin voru tvær beinagrindur af mönnum.“ Drauminn dreymdi Carl G. Jung og segir svo um hann: „Ég Að dreyma sig um mig DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.