Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 47 íra á launaskrá hjá sér sem fara létt með svona smáræði. Ekki að furða þótt þeir flutnings- menn hafi litlar áhyggj- ur af „kostnaði“. Og það er fleira í óp- erunni sem stingur. Menn gera þar lítið úr áhyggjum þeirra, sem telja að bygging nýs flugvallar yrði óhemju- kostnaðarsamt fyrir- tæki, eins og ráðherra hefur af mesta lítillæti bent á. Kíkjum aðeins á eina staðreynd í því sambandi. Þegar Am- eríkanarnir ákváðu að hætta að halda við einni af brautunum í Keflavík kom til kasta íslenska ríkisins að ákveða framhaldið. Og það var líka gert. Brautinni, stráheilli flugbraut, var einfaldlega lokað. Það var ekki talið kostnaðarins virði að halda henni op- inni. Og hvaða kostnað haldið þið nú að um hafi verið að ræða? Jú, svona u.þ.b. 3 milljónir á ári. Svo virðast menn halda að það sé nú lítið mál að fá ríkið til þess að byggja frá grunni nýj- an flugvöll sem myndi kosta u.þ.b. 20 milljarða og sennilega tvöfalt það. (Hvað fór annars bygging Leifsstöðv- arinnar langt fram úr fjárhagsáætlun á sínum tíma – eigum við nokkuð að vera að rifja það upp?) Kaffihúsaspeki Allt þetta tal um flugvöllinn er svo gersamlega út í hött, á svo algerlega ekkert skylt við raunveruleikann, að enginn nema alveg ekta kaffihúsa- kelling léti sér detta í hug að hafa það í frammi – nema jú auðvitað í sápuó- peru! Peningurinn sem fer í sápu- kosningarnar myndi nægja til við- halds á hinni lokuðu braut í Keflavík í tíu ár! En svona í alvöru, hvað skyldi raunverulega vaka fyrir kaffihúsa- kellingunum? Við vitum að þær hafa engar áhyggjur af peningum. Fyrst töluðu þær um hávaðann frá vellinum. Því eru allir búnir að gleyma. Næst töluðu þær um hættuna af vellinum. Stórhættulegar flugvélar væru að fljúga hér rétt yfir húsaþökunum í henni Reykjavík, já, meira að segja svo til beint yfir Alþingishúsinu. Hugsið ykkur annað eins. En af ein- hverjum dularfullum ástæðum eru kellingarnar steinhættar að minnast á þetta. Er nema von að maður hafi staðið á gati í því, hvað þær eiginlega vildu? Ég man að ég var farinn að hugsa, hvort þetta gæti stafað af ein- hverjum dulrænum ástæðum. Hafa ekki allar kaffihúsakellingar áhuga á slíkum málum? En svo las ég Mogg- ann hérna um daginn og þá rann upp fyrir mér ljós. Þetta er út af Nönnu- EKKI veit ég hvernig ykkur er farið, en sjálf- um finnst mér þetta flugvallarmál minna mig æ meir á sápuóperu. Söguþráður er sundur- laus, fullt af glæsiper- sónum, sem tjá sig í tali og leik, eins og leikstjór- inn ætlast til, og eru trú- ir því aðalatriði hverrar sápuóperu að bregða upp glansmyndum, sem eru ekki í neinum tengslum við raunveru- leikann. Hún er örugg- lega komin í topp tíu á vinsældalistanum. En lítum nú aðeins nánar á óp- eruna. Það fyrsta sem stingur í augu og eyru er misþyrmingin á tungumál- inu. Hver leikpersónan eftir aðra stíg- ur fram á sviðið og talar um að það verði að „flytja“ völlinn, hann verði að „fara“ eitthvað. Maður byrjar strax að sjá fyrir sér bullsveitta borgar- starfsmenn hamast við að moka flug- brautum upp á vörubílspalla og leggja síðan af stað til fyrirheitna staðarins. Verst að enginn myndi vita hvert ætti að fara með allt þetta drasl. En nóg um það. Það er einfaldlega ekki rétt íslenska að tala um að flytja flugvöll. Maður byggir flugvöll og heldur hon- um við og það má líka leggja hann nið- ur. Í kosningunum eru kjósendur spurðir að því, hvort þeir vilji að völl- urinn „fari“ eða „veri“, í stað þess að spyrja hvort leggja eigi völlinn niður eða ekki. Reykvíkingar ráða engu um það hvort eða hvenær eða hvar byggður yrði nýr flugvöllur utan borgarmarkanna. Allt annað tal er blekking. Samt er eitthvað að angra mig, mér finnst eins og ég sé að gleyma einhverju mikilvægu einmitt í þessu sambandi. Æ, nú man ég hvað það er. Ég sá nefnilega í Mogganum mínum á laugardaginn að sjálfur for- maður skipulagsnefndar Reykjavíkur er með mjög ákveðna skoðun á þessu máli, hann segir: „Flugvöllur verður ekki fluttur eins og hendi sé veifað og því er brýnt að vanda undirbúning slíkrar ákvörðunar.“ Ég hugsaði með mér – enn einn sem kann ekki ís- lensku, en málið er ekki svona einfalt. Ég hlýt að segja frá því sem ég sá í sjónvarpinu á sunnudaginn. Þar var verið að sýna þátt um málið og m.a. sýnd loftmynd af Reykjavíkurflug- velli, og svo kom það. Flugbrautirnar þrjár lyftust upp, færðust út yfir sjó og sigu svo niður beint ofan á staðinn sem kallaður er Löngusker. Svo eru menn að tala um að ekki sé unnt að flytja flugvöll eins og hendi sé veifað. Það skyldi þó ekki vera að þeir þarna niðri í Ráðhúsi séu með leynivopn. Þeir eru kannski með indverska fak- götunni. Ég segi ykkur það satt, það er Nönnugatan sem tengist þessu öllu. Það skýrist hérna rétt á eftir. En fyrst verð ég að segja ykkur frá henni Steinunni í betri byggð, þessari bráð- huggulegu konu, sem ég ætla að sæma því virðingarheiti „yfirkaffi- húsakellingin“ – það var hún sem sýndi mér ljósið. Völlurinn verður að „fara í burtu“, segir hún, til þess að við getum farið að stunda almennilegt „götulíf“ í nýju miðborginni okkar. Og nauðugur viljugur verð ég eiginlega að hálftaka undir með henni. Af hverju megum við, borgarbúar, ekki fá almennilegt alvöru götulíf, svona eins og í París t.d.? Af hverju megum við ekki fá fleiri kaffihús? Þá gætum við ráfað um þarna í nágrenninu við Háskólann og kannski litið inn á Nönnugötunni. Bíðum við, af hverju þessi gata? Nú ég skal segja ykkur frá því. Það er nefnilega lykilatriði í öllu leikritinu. Ég var svo heppinn að líta í blaðið mitt frá því á laugardag- inn og þar rakst ég á grein eftir aðra kaffihúsakellingu, hana Önnu, sem auk þess er borgarfulltrúi. Í grein sinni bendir hún mér afar kurteislega á að þetta flugvallarstand allt saman sé til komið út af Íslensku erfðagrein- ingunni. Hvað, trúið þið mér ekki? Lesiði bara Moggann frá því á laug- ardaginn. Hún Anna borgarfulltrúi segir þar eiginlega allt sem segja þarf um þetta mál. Hún segir að með því að kjósa flugvöllinn burt úr Vatns- mýrinni séum við að hafa framtíðina að leiðarljósi, og það sé nú eins gott, því Íslensk erfðagreining sé að byggja stórt hús við Nönnugötu, en þarfnist stærra húsnæðis í framtíð- inni! Ég skil bara ekkert í mér að hafa ekki fattað þetta fyrr, ég meina þetta með Nönnugötuna, en það er svona þegar fáfróðir eiga í hlut, þá þurfa aðrir að útskýra hlutina fyrir þeim. Segiði svo að kaffihúsakellingar viti ekki hvað þær syngja. Verst þykir mér að vita ekki nafnið á leikstjóra sápuóperunnar. Þetta er nefnilega verulega gott stykki. Reykjavíkurflugvöllur – sápuópera í topp tíu Kjartan Norðdahl Flugvöllur Verst þykir mér að vita ekki nafnið á leikstjóra sápuóperunnar, segir Kjartan Norðdahl. Þetta er nefnilega veru- lega gott stykki. Höfundur er flugstjóri. NÆSTKOMANDI laugardag, þann 17. mars, fá Reykvíkingar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig borgin okkar muni þróast. Umræðan hef- ur verið lífleg og að mestu leyti málefna- leg. Jafnvel þó að at- kvæðagreiðslan skili ekki öðru en um- ræðunni um framtíðar- borgina okkar er hún þess virði. Nánast allir hafa núorðið einhverja skoðun á því hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara, hvernig borgin á að vera, hvert sé hlutverk hennar og svo mætti lengi telja. Það eina sem ekki heyrist er „mér stendur á sama“. Sumum finnst nóg um alla þessa umræðu, en það er vissulega gaman að borgarbúar hafa skoðanir á um- hverfi sínu og virðast skynja að í þessu máli geti þeir virkilega haft áhrif, þrátt fyrir einstaka hjáróma rödd um að atkvæðagreiðslan sé „skrípaleikur“ og borgaryfirvöld framtíðarinnar séu ekki bundin af henni. Ég veit hvað ég hef… Góð og gild rök eru fyrir báðum sjónarmiðum, að hafa völlinn þar sem hann er og að láta hann fara. Óneitanlega er þó alltaf viss til- hneiging til að velja óbreytt ástand fram yfir breytingar einfaldlega vegna þess „að ég veit hvað ég hef en ekki hvað ég fæ“. Mér dettur stundum í hug saga sem ég heyrði af konu sem sauð alltaf fiskinn fyrir sína fimm manna fjölskyldu í tveimur pottum. Þegar hún var spurð af hverju hún syði fiskinn í tveimur pottum en ekki einum, svaraði hún: „Ja, ég hef nú aldrei hugsað út í það en hún mamma gerði þetta svona.“ Þegar mamman var spurð svaraði hún á sömu leið. Þegar svo háöldruð amman var spurð sagði hún: „Það var nú alltaf svo margt fólk í heim- ili, þetta á milli fimmtán, tuttugu manns, og maður átti nú bara ekki nógu stóran pott til að sjóða í fisk fyrir allt þetta fólk.“ Það er ýmislegt sem við höfum alist upp við án þess að leiða hug- ann að því hvers vegna það er á þennan veg en ekki hinn, það bara er. Það var svo sannar- lega kominn tími til að hefja þessa umræðu og taka af skarið með hvernig við viljum nýta Vatnsmýrina. Þetta mál hefur allt of lengi verið strand á milli borgarinnar og ríkisins. Breski herinn setti flugvöllinn niður þarna í Vatnsmýrinni fyrir miðja síðustu öld án þess að borgaryf- irvöld, hvað þá borgarbúar, tækju svo sem um það nokkra ákvörðun og reyndar þrátt fyrir mótmæli. Vissulega hefur hann þjónað okkur vel allar götur síðan. En þar með er ekki sagt að þetta sé sú starfsemi sem best fer á að hafa þar. Ef Reykvíkingar hefðu ráðið einhverju um staðsetningu flugvallarins er ólíklegt að honum hefði verið valinn staður þarna. Borg með eða án miðborgar Það hvort flugvöllurinn fer eða verður kyrr er eitt stærsta og mik- ilvægasta skipulagsmál sem Reyk- víkingar hafa staðið frammi fyrir. Hér er að mínu mati um það að ræða hvort miðbænum verður gert kleift að standa undir nafni sem miðborg höfuðstaðarins eða ekki. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að nýta þetta dýrmæta svæði til uppbyggingar þekkingar- og menntasamfélags sem og fyrir íbúðar- og þjónustubyggð. Undanfarna áratugi hefur borgin þanist út og mörg falleg hverfi hafa byggst upp þar sem margir hafa kosið sér búsetu, gjarnan í ná- munda við ósnortna náttúru. Þetta er vel: En jafnvel þó að fólk kjósi sér bústað í úthverfum borgarinnar vill það geta brugðið sér í „bæinn“ og upplifað þar það iðandi mannlíf sem öflug miðborg hefur upp á að bjóða. Staðsetning flugvallarins er ekki sérhagsmunir lítils hóps Þing- holtabúa, eins og sumir láta í veðri vaka, hér er um að ræða hagsmuni allra Reykvíkinga, hvar sem þeir kunna að búa. Og reyndar ekki bara þeirra heldur landsmanna allra. Ungt fólk lítur í auknum mæli á heiminn allan sem mögulegt at- vinnusvæði. Það er óumdeilanlegur hagur okkar allra að Reykjavík sé öflug höfuðborg og standist sam- keppni við aðrar borgir. Tökum þátt í atkvæðagreiðslunni Afstaða fólks í flugvallarmálinu fer ekki eftir flokkspólitískum lín- um sem gerir umræðuna frjórri en ella. Bæði í meiri- og minnihluta borgarstjórnar eru einstaklingar sem eru fylgjandi núverandi stað- setningu flugvallarins og aðrir sem vilja að hann verði fluttur. Á sínum tíma gerðu sjálfstæð- ismenn misheppnaða tilraun til að flytja miðborgina upp í Kringlu, en hún verður ekki flutt, vaxtarbrodd- ur hennar liggur í Vatnsmýrinni og til þess að hún geti skotið öngum og dafnað er nauðsynlegt að flugvell- inum verði fundinn annar staður. Ákvörðun um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar þarf að taka nú, því að hvort sem borgarbúar vilja flugvöllinn áfram þar eða ekki þarf að skipuleggja svæðið til framtíðar. Eins og það er nú og hefur verið um langa hríð, er það ljótur blettur á okkar annars fallegu borg. Nú þegar borgaryfirvöld hafa ákveðið að viðhafa þau lýðræðislegu vinnubrögð sem atkvæðagreiðsla af þessu tagi er, trúi ég því að allir Reykvíkingar sem vettlingi geta valdið nýti sér þennan möguleika til að hafa áhrif á framtíðarborgina Reykjavík! Hvernig borg? Kristín Blöndal Flugvöllur Óneitanlega er þó alltaf viss tilhneiging, segir Kristín Blöndal, til að velja óbreytt ástand fram yfir breytingar. Höfundur er varaborgarfulltrúi. SVO einkennilegt sem það er ætlar Reykjavík að veitast það erfiðara en flestum borgum Evrópu að græða sár seinni heimsstyrjaldarinnar. Áverkar á Reykjavík urðu þó smávægilegir miðað við ýmsar borgir Evrópu sem voru bók- staflega sprengdar í loft upp. En þrávirkni seinni heimsstyrjaldar- innar er ótrúleg hér á landi. Nú deila lands- menn af hörku um hvort hjarta höfuð- borgarinnar skuli fá meðferð sem dugar við þeim stríðs- áverka sem bjagað hefur allt skipu- lag og þróun borgarinnar. Þessar deilur segja náttúrulega heilmikið um þrasáráttu Íslendinga, en það er önnur saga. En auðvitað er Reykjavíkurflug- völlur ekki annað en áverki eftir hild- arleikinn mikla um miðja síðustu öld. Það þarf ekki annað en líta á kortið til að sjá að flugvöllurinn er eins og sprengjubrot sem hef- ur þrýst sér inn í vef borgarinnar og hamlar þar eðlilegum þroska. Framtíð flugvallarins hefur að sögn alla tíð verið deiluefni. Ég man reyndar ekki eftir um- ræðum að ráði fyrr en á síðustu misserum. Og líklega er fylling tím- ans einfaldlega runnin upp. Þéttbýlið á höfuð- borgarsvæðinu hefur þróast svo að landnýting af því tagi sem verið hefur síðustu 60 ár í Vatnsmýrinni er farin að stinga í augu. Slík landnýting fer augljóslega í bága við nútímaviðhorf, í t.d. um- hverfis- og skipulagsmálum. Forgangsmál hér hlýtur að vera að skapa eðlilegt borgarumhverfi, gera borginni kleift að þroskast og fylla rýmið. Borg á að vera þrýstin og þétt en ekki teygð og toguð. Þetta skilja menn, óháð búsetu á landinu. En því miður varð umræðan ein- hvers staðar að þrætuepli lands- byggðar við höfuðborgina og skyldi aldrei verið hafa. Deilt hefur verið um atkvæða- greiðsluna á laugardaginn og ekki síður um aðdraganda allan að um- ræðunni sem nú fer fram. Vissulega hafa verið gerð mistök sem lýsa sér í að skattpeningum er sóað í dýrar viðgerðir á mannvirki sem ekki á lengur rétt á sér. En atkvæða- greiðslan er eigi að síður það besta sem hægt er að gera í stöðunni í dag og mikilvægt að borgarbúar láti í ljós vilja sinn. Opnar eða lokaðar dyr Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður afdrifarík. Borgarbúar geta annaðhvort opnað eða lokað dyrum. Með því að kjósa flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni opna borgarbúar á ýmsa spennandi kosti eins og t.d. flugvöll á Álftanesi og tilheyrandi tengingu Álftaness við vesturbæ Reykjavíkur og þar með hringteng- ingu alls höfuðborgarsvæðisins. Eða þá opnast á innanlandsflug í Keflavík og þá aukinn hvata að lestarsam- göngum eftir norðanverðum Reykja- nesskaga. Borgarbúar geta á hinn bóginn lokað á möguleikana og læst Reykjavík í þeirri skipulagskreppu sem tilvist flugvallar í hjarta hennar skapar. Flís í hjarta Reykjavíkur Björn Guðbrandur Jónsson Flugvöllur Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verður afdrifarík, segir Björn Guðbrandur Jónsson. Borgarbúar geta annaðhvort opnað eða lokað dyrum. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.