Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11
Þar til nýverið leiddi Axel viðræðurnar fyrir hönd S-hópsins. S-hópurinn varð við þeirri kröfu Landsbankans, sem taldi það ekki eðli- legt, að forstjóri fyrirtækisins VÍS, að hálfu í eigu Landsbankans, leiddi samningaviðræður við Landsbankann, að setja nýjan mann í við- ræðurnar. Landsbankinn mun hafa haft þá skoðun að Axel, sem er í forsvari fyrir S-hópn- um, gætti fremur hagsmuna þess eigendahóps VÍS og sýndi honum meiri trúnað en hinum eiganda VÍS, Landsbankanum. Það var Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, sem tók við af Axel í þessum samningaviðræðum. S-hópurinn benti á móti á að stjórnarfor- maður VÍS, Kjartan Gunnarsson, varaformað- ur bankaráðs Landsbankans, ætti að vera stjórnarformaður félagsins alls og gæta hags- muna allra eigenda til jafns og ekki sýna Landsbankanum trúnað umfram S-hópnum. Því samþykkti Landsbankinn að stjórnarfor- maður VÍS og varaformaður bankaráðs Landsbankans, Kjartan Gunnarsson, héldi sig til hlés, rétt eins og Axel og Halldór J. Krist- jánsson bankastjóri tók við af honum. Með Axel á samningafundum framan af voru þeir Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Margeir Daníelsson, forstjóri Samvinnulífeyr- issjóðsins, og Örn Gústafsson, sem var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, en er nú kom- inn yfir til Kaupþings. Af hálfu Landsbankans hafa þeir Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Lands- bankans og stjórnarformaður VÍS, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Stefán Héðinn Stefánsson, forstöðumaður stefnumótunar- og þróunarsviðs Landsbank- ans, tekið þátt í viðræðunum. Eftir að leyst var úr ofangreindum ágrein- ingi um það hverjir leiddu viðræðurnar fyrir hvorn hóp fyrir sig var framhaldið að mestu í höndum þeirra Geirs Magnússonar og Hall- dórs J. Kristjánssonar. Voru nálægt samkomulagi Fyrir liðlega tveimur vikum voru taldar góð- ar horfur á því að þeir Geir Magnússon og Halldór J. Kristjánsson næðu samkomulagi sem unnt yrði að kynna á aðalfundi VÍS næsta fimmtudag, hinn 29. mars. En samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið, sigldu um- ræðurnar enn á ný í strand síðastliðinn mánu- dag. Það samkomulag Landsbankans og S-hóps- ins sem var nánast í höfn var í megindráttum svohljóðandi, eins og það horfir við Lands- bankamönnum: Landsbankinn var reiðubúinn að fara með sinn eignarhlut úr 50% í 37,43% og setja þannig tæp 13% síns hlutar á markað, gegn því að S-hópurinn færi með sinn eign- arhlut niður í 42,43% og setti þannig tæp 8% síns hlutar á markað. Starfsmenn VÍS ættu 3,98% og nýir hluthafar ættu 16,16%. Jafnframt segja Landsbankamenn að ákvæði hafi verið í samkomulagsdrögunum um að fækkað yrði í stjórn VÍS úr átta í fimm. S- hópurinn fengi tvo stjórnarmenn, Landsbank- inn tvo og nýir eigendur einn. Um þetta atriði ber heimildum ekki saman: S-hópurinn segir að samkomulagið hafi falið það í sér að S-hópurinn væri einungis reiðubú- inn til þess að setja 4% hlutar síns á markað, þ.e. að fara úr 50% niður í 46% og að S-hóp- urinn fengi þrjá stjórnarmenn í ljósi eignar- hlutar S-hópsins og Landsbankinn tvo. Eftir að þessi drög, sem menn greinir veru- lega á um, hver hafi í raun og veru verið, höfðu verið kynnt fyrir Axel Gíslasyni og Margeiri Daníelssyni framkvæmdastjóra Samvinnulíf- eyrissjóðsins, var þeim hafnað af S-hópnum. Viðræðum hætt, a.m.k. í bili Það sigldi viðræðunum í strand, að minnsta kosti um stundarsakir, þar sem Landsbanka- menn segja að með þessari afstöðu sé S-hóp- urinn ekki reiðubúinn að fara með félagið á markað í raun og veru. Vissulega vilji ákveðinn hluti S-hópsins fá félagið skráð og nýja með- eigendur inn, en hann geti ekki hugsað sér að missa ráðandi hlut í félaginu. Með þessu yrði ekki um annað en sýndar- skráningu að ræða, sem Landsbankamenn segjast engan hug hafa á, þar sem þeir segja að trúverðugleiki slíkrar markaðssetningar verði enginn. Trúverðugleikinn felist í því að félagið verði raunverulega opnað, ekki bara skráð. Hér ber aftur mikið á milli aðila: S-hópurinn segir að hann hafi enga sérstaka þörf fyrir að skrá bréf VÍS á markað nú. Félagið hafi gengið og gangi mjög vel og sé að skila góðri afkomu. Á meðan markaðurinn sé í þeirri lægð sem raun ber vitni sé ekki endilega rétti tíminn að skrá félagið á Verðbréfaþingi Íslands. Þeir segja raunar að það sé rétt að þeir hafi engan hug á að gefa eftir ráðandi hlut í félaginu, en slík afstaða sé í engu ný, þótt félög séu skráð sem almenningshlutafélög á markaði. Staðreyndin sé sú að hvort sem fyrirtæki séu skráð á markaði eða ekki, sýni reynslan að stór hluti viðskipta margra fyrirtækja sé bund- inn og sömu menn haldi um stjórnartauminn í árum saman. Ákveðinn hluti talsmanna S-hópsins er jafn- framt fullur grunsemda í garð meðeigenda sinna að VÍS, um að önnur markmið búi að baki óskum Landsbankamanna um skráningu félagsins á markaði og sölu á ákveðnum hluta félagsins en látið hefur verið í veðri vaka. Þeir eru nokkuð vissir í sinni sök, um að viðsemj- endur þeirra vilji með einum eða öðrum hætti ná VÍS úr höndum S-hópsins. Hluti af valdastrúktúr S-hópsins Gagnrýni Landsbankans á S-hópinn beinist ekki síst að því að VÍS sé sem slíkt ekki í raun óháð fjármála- og tryggingafélag, heldur hluti af valdastrúktúr S-hópsins. Þetta tvennt fari einfaldlega ekki saman og því sé það lykilatriði að rjúfa þá sterku tengingu sem sé á milli Ol- íufélagsins og VÍS, auk þess sem þeir sem stýra Samvinnutryggingum gt. og Líftrygg- ingafélaginu Andvöku verði fyrst og fremst að koma fram sem fjárhagslegir fjárfestar, en ekki sem hluti af viðskiptavaldablokk S-hóps- ins. Fyrir svona röksemdir gefa talsmenn S- hópsins lítið. Þeir benda á að Olíufélagið hf. og Samvinnutryggingar sf. hafi verið stofnuð árið 1946. Félögin eigi sér 55 ára farsæla samvinnu- sögu, þar sem samstarf hafi verið náið og gott. Þau hafi átt hluti í sömu félögum og mikil við- skipti við sömu fyrirtækin. VÍS, stór hluthafi í ESSÓ eigi mikið undir velgengni ESSÓ og það sé gagnkvæmt. Arðbærasta fjárfesting ESSÓ sé fólgin í eignarhlut þess í VÍS. Setti S-hópnum úrslitakosti Samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið, fjallaði bankaráð Landsbankans um þessar viðræður og þá stöðu sem upp var komin á fundi sínum fimmtudaginn 15. mars og var þar komist að einróma niðurstöðu í þá veru, að ef S-hópurinn samþykkti ekki að minnka eigin eignarhlut í VÍS niður í 42% og skiptingu stjórnarmanna tveir til S-hópsins, tveir til Landsbanka og einn til nýrra eigenda, þá yrði viðræðunum einfaldlega slitið. Það varð svo ljóst sl. mánudag að S-hóp- urinn hygðist í engu breyta afstöðu sinni og þar við situr. Voru tilbúnir að kaupa eða selja Innan úr Landsbanka fengust þær upplýs- ingar að ágreiningurinn milli eigenda VÍS und- anfarin fjögur ár hafi m.a. snúist um það hvort báðir aðilar ættu að taka til jafns þátt í mark- aðsvæðingunni. Það hefur verið krafa Lands- bankans, að S-hópurinn féllist á það að þegar félagið færi á markað settu báðir eigendurnir jafnmikinn hlut á markað, til sölu. Fyrr í ofangreindu samningsferli gerðist það að Landsbankinn gerði S-hópnum tilboð um að kaupa hlut þeirra í VÍS, í þeim yfirlýsta tilgangi að skrá félagið á markaði og lýsti sig um leið reiðubúinn til þess að selja S-hópnum sinn helming í VÍS á sama verði og hann var tilbúinn til þess að kaupa af S-hópnum. S-hóp- urinn hafnaði hvorutveggja.                                             !"  #     $    %  &         '  "  ()*+, (-*-+ (-*,) .*+. /*.) 0*() 1*.1 -*+- (*22 (*/0 ,,*)1 !" # $   # %  34      5 6   % -0*+ ,2*+ (2*/ (-*+ 2*1 "8 9  $* 9  5 :$ 5  ; $ 4  4 $ & ' # %       (!  #      )* %   ) +       !    ,-  ,  ./    01 ' 2* # % ! # 3#" *4! 2*  1 ' 2* 55 55 67 & &      "   '          &       6& ,/*, (-*1 /*+ ((*, &      " &  11 11 (,                           0+ 0+ !      (!  % #              !  !-8* ./                             !      "        #      (++ ( *  .09::;$,<9:., MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.