Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR horft er til baka til þess tíma er sjónvarpið var að halda innreið sína inn á hvert heimili í hinum vest- ræna heimi, til þess tíma er almenningur fór að vakna til vitundar um aðstæður minni- hlutahópa, blanda sér í hatrammar deilur um stríðsrekstur stórvelda, dilla sér við ósæmilega tónlist og búa til listaverk úr táknmyndum neyslusamfélagsins – skýtur angurværri mynd af blómabörnunum upp í hugann. Nú til dags horfir fólk til hinnar svonefndu ’68 kynslóðar með ákveðinni for- tíðarþrá og virðist sem öllum finnist að sá hugmyndafræðilegi innblástur og kraftur sem fylgdi þessu róttæka tímabili hafi fyrir löngu runnið sitt skeið á enda. Ef litið er yfir bók- menntir síðustu þrjátíu ára, allt aftur til hippa- tímans margumrædda, má rekja sig að rótum mikilla hugmynda- fræðilegra hræringa. Róttækar breytingar áttu sér stað sem skil- greindar voru sem upphaf nýs tímabils, tíma poppsins eða alþýðumenningarinnar. Menn- ingar sem byggðist á sundurleitri heims- mynd er átti að gefa skýrari mynd af fjöl- breytileika tilverunnar en stöðluð og bjöguð heimsmynd gamla tímans, sem mótuð hafði verið til að viðhalda úreltu valdafyrir- komulagi. Þær menningarlegu breytingar sem áttu sér stað á þessum tíma voru ekki síst áberandi í sköpunarferli listarinnar; í því hvernig listamenn völdu sér viðfangsefni og hvaða reynsluheim þeir reyndu að túlka. Í kjölfarið hafa viðhorf almennings til lista, hlutverks þeirra og merkingar breyst mikið. Í upphafi tímabils blómabarnanna hafði fólk vaxandi áhyggjur af hnignun menning- arinnar. Mörgum fannst hefðinni ógnað af sundurleitninni sem ríkti í öllum listgreinum og þá ekki síður af því virðingarleysi sem hefðinni, fagurfræðinni og hámenningu var sýnd, leynt og ljóst. Því þó módernisminn á fyrstu áratugum 20. aldar hafi vissulega af- neitað fortíðinni þá tilheyrði hann samt sem áður einungis þeim innvígðu og viðhélt þannig sjálfur helstu stofnunum hefðarinnar. Með hugmyndafræði ’68-hreyfingarinnar var gerð tilraun til að véfengja forræði hefð- arinnar, setja spurningarmerki við valdið og handhafa þess hvort heldur sem það birtist í almenningsáliti, fagurfræði eða stefnu op- inberra stofnanna. Helstu hugmynda- fræðingar seinni tíma hafa mótast af þeirri tilhneigingu og lagt ríka áherslu á að takast á við hið menningarlega val, eða það sem kalla mætti menningarlegt forræði, af alvöru og greina það út frá nýjum forsendum. Af þessu leiðir að umræða síðustu áratuga hefur fremur snúist um menningarsögulegt ástand, en ákveðna formgerð eða stíl sem var þó það sem hugmynda- og fagurfræði hverfðist um fram yfir miðja tuttugustu öld. Og það er einmitt í því samhengi sem orð- ræðan hefur verið áhugaverð og frjó. Eitt helsta einkenni þessarar orðræðu er ákveðin samkennd og áhugi á þeim þjóðfélagshópum sem vegna stöðu sinnar í samfélaginu, lit- arháttar, kyns, þjóðernis eða kynhneigðar standa utan við hefðbundin viðmið. Þessir hópar voru áður taldir tilheyra jaðar- mörkum hefðbundins veruleika eins og hann var skilgreindur af ríkjandi meirihluta. Reynsla þeirra hafði ekki sama vægi og reynsla meirihlutans fyrr en seint um síðir þegar hugmyndasmiðir ’68-kynslóðarinnar tóku að hafna stöðluðum ímyndum eft- irstríðsáranna. Þau ólíku sjónarhorn sem fylgdu þessari breyttu heimssýn má því rekja beint til hræringa sjöunda og áttunda áratugarins. Ef vikið er að þróun skáldsagna íþessu samhengi er kannskiástæða til að ítreka að skáldsaganer tiltölulega ný grein skáld- skapar og allt frá upphafi hafa ólík sjón- armið verið uppi um helstu einkenni hennar. Menn hafa deilt um hvort skáldsagan væri fyrst og fremst raunsæislegt form þar sem verkið er í formi frásagnar sem lítur út fyrir að byggjast á staðreyndum, eða hvort hún sé í eðli sínu skáldskapargrein sem er trú sínum eigin uppgötvunum og sinni eigin þró- un. Í fyrra tilfellinu mætti líta á skáldsöguna sem eitt afbrigði sagnfræði, ævisagna eða jafnvel blaðamennsku, en í því seinna mætti líta á hana sem einhvers konar sjálfsgrein- ingarlist sem gæti verið raunhæfur vitn- isburður um ástand mannsandans hverju sinni. Í allri umfjöllun um bókmenntir er mik- ilvægt að hafa þetta tvíræða hlutverk skáld- sögunnar í huga, ekki síst vegna þess að það virðist vera meira áberandi nú en áður. Tví- ræðnin hefur orðið meðvitaður hluti af frá- sagnarhættinum sem birtist ekki síst í form- tilraunum, stílbrigðum og fjölbreyttum efnistökum. Skáldsagan hefur því þróast sem listgrein þar sem ekki er einungis gerð tilraun til að segja sögu, heldur er einnig reynt að rannsaka mannlega reynslu í sem víðustum skilningi, þ.e.a.s. vitundina sjálfa, sálfræði, táknfræði, málvísindi og frásagn- arháttinn, eða með öðrum orðum sköp- unarferlið sjálft. Þannig býr samtímaskáld- sagan yfir ótrúlegri vídd þar sem ólíkustu þætti getur borið á góma; allt frá róttækum femínisma til fantasíu, sagnfræði til töfra- raunsæis eða jafnvel hugleiðinga um afstæði tíma og rúms. Skáldsagan felur þar af leiðandi í séreinskonar könnunarferð þar sem sí-fellt er verið að reyna þekkinguokkar á heiminum. Því um leið og hugtök breytast í rituð orð verða þau hluti af sjálfsuppgötvun okkar á hverjum tíma fyrir sig. Og þar sem umhverfi okkar og þekking á okkur sjálfum er stöðugum breyt- ingum háð er engin leið að njörva skáld- sagnaformið niður. Í samræmi við þá hugmynd er ekki úr vegi að velta fyrir sér ástæðum þess að hug- myndir ’68-kynslóðarinnar fengu svo mikinn hljómgrunn á sínum tíma en hlutverk sjón- varpsins er athyglisvert í því ferli. Banda- ríkjamaðurinn Sven Birkerts hefur haldið því fram að sjónvarpið, sem allt í einu var komið inn á hvert heimili, hafi orðið þess valdandi að áhrif ’68-kynslóðarinnar hafi verið jafnvíðtæk og raun ber vitni. Hann bendir á að með tilkomu sjónvarpsins hafi fréttamyndir og frásagnir hvaðanæva úr heiminum borist því sem næst samtímis inn á flest heimili í hinum vestræna heimi og skapað samkennd sem var óþekkt í heims- sögunni fram að þessum tíma. Mótmæli á borð við þau sem urðu vegna stríðsreksturs- ins í Víetnam, stúdentaóeirðanna í París og innrásarinnar í Tékkóslóvakíu fengu mikinn hljómgrunn og fóru eins og eldur í sínu um heimsbyggðina. Afleiðingin var hugmynda- fræðileg samsömun er smátt og smátt leiddi til breyttrar sögusýnar. Háværar raddir tóku að gagnrýna stefnu stórveldanna og yfirgang þeirra gagnvart menningu og íbúum annarra heimshluta. Með vaxandi áhuga og virðingu fyrir arfleifð annarra varð söguskynjun á Vesturlöndum ekki eins takmörkuð og verið hafði. Allt í einu skipti „hin“ hlið málanna svo miklu – raddir þeirra sem áður höfðu ekki haft færi á að hefja upp raust sína heyrðust skyndi- lega skýrt og greinilega. Sjónarhorn þeirra sem t.d. höfðu mátt þola niðurlægingu og valdbeitingu nýlenduherra naut skyndilega viðurkenningar. Áhrifanna gætti ekki síst á sviði lista, í dægurtónlist og bókmenntum. Róttækni í stjórnmálum fylgdi í kjölfarið og margir helstu hugmyndasmiðir Vesturlanda gerðu marxisma að leiðarljósi sínu. Í bókmenntunum tóku konur að kveðasér hljóðs í auknum mæli og fem-ínismi varð að hreyfingu sem varmjög áberandi á þessum tíma. Í mál- flutningi sínum höfnuðu konur hefðbundnum kvenhlutverkum og kröfðust jafnræðis á öll- um sviðum mannlegrar reynslu. Kynlífsbylt- ingin margumrædda var því ekki síst bylting róttækra kvenna sjöunda áratugarins, konur vildu kanna tengsl pólitísks frjálsræðis og kynferðislegs frjálsræðis. Í því fólst frelsi til athafna og frelsi til tjáningar þar sem konur máttu spyrja allra þeirra spurninga sem á þeim brunnu í rannsókn á mannlegum eig- indum sem kynverur. Á síðastliðnum þrjátíu árum hafa skáld- sögur því markast ákaflega mikið af upp- broti viðtekinna gilda, ekki síður en stíl- brigða. Það hefur leitt til endurmats á sögu okkar og menningu. Áhrifa ’68-kynslóð- arinnar gætir því enn á flestum sviðum mannlífsins og margar þær hugsjónir sem einna róttækastar þóttu eru nú orðnar að viðteknum viðmiðum í stofnunum samfélags- ins. Það hefur meðal annars verið hlutverk samtímaskáldsagna að takast á við þetta ruglingslega og sundurleita ferli sem fylgdi nýrri sögusýn á heiðarlegan máta. Enda er mannkynssagan „eins og skáldsagan sjálf háð minni, duttlungum og breyskleika þess sem segir hana, og þannig vindur hún sig fram og til baka í óræðan hring“, svo vitnað sé til orða Bookerverðlaunahafans Grahams Swift í skáldsögunni „Waterland“, en Swift tilheyrir einmitt ’68 kynslóðinni. Arfleifð þeirrar kynslóðar lifir því í reynsluheimi okkar allra að því marki sem hann óhjá- kvæmilega nærist af skáldskapnum. Blóma- börnin renndu stoðum undir heimsmynd okkar tíma sem ef til vill sannast best á því að hlutverk samtímahöfunda er ekki lengur að líkja eftir raunveruleikanum, heldur að ögra stöðugt þeim grundvallarforsendum sem heimsmynd okkar byggist á. Blómabörn og bókmenntir AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is „Banania no. 3“ eftir Hervé Télemaque frá árinu 1964 felur í sér öll helstu málefni hug- myndafræði sjöunda áratugarins; ádeilu á kyn- þáttafordóma, kvenhlutverk, ofbeldi, karl- mennskuímyndina og neysluhyggju – undir fyrirsögn dagblaðsins „Le Monde“ eða „Heim- urinn“. „Loksins útlína sem lagar sig að stærð“ er verk frá árinu 1966 eftir Bernaed Rancillac. Þar teflir hann fram þeim andstæðum vestrænnar heimsmyndar er felast í ímyndarmótun kvenleik- ans og hrottafengnu ofbeldi karlmennskunnar. „Foodscape“, verk Errós frá 1962 ber glöggt vitni um breytta sýn á neysluhyggju Vesturlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.