Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 35 Eigum nokkrar útlitsgalla›ar á sérstöku tilbo›sver›i! ® - h r e i n f j á r f e s t i n g TILBO‹ Hringdu í: 567 7773 eða 893 6337 GUNNAR Hrafn Birgisson sál- fræðingur skrifar skrítna grein í Morgunblaðið í gær sem er ætlað að vera svar við grein minni í fyrradag um sönnunarfærslu í sakamálum. Það er með vissum hætti erfitt að skiptast á orðum við mann, sem skilur ekki umræðuefnið. Það verður samt að reyna. Gunnar telur mikinn mun á að hafa forsjá yfir barni og að hafa mann í vinnu. Það tel ég líka. Þessi munur getur þó ekki valdið því, að aðrar og vægari kröfur verði gerðar til sönn- unar um ofbeldi vinnuveitanda á starfsmanni, heldur en gerðar verða um kynferðisbrot gegn barni. Í báð- um tilvikum þarf að færa fram lög- fulla sönnun um afbrot. Sú sönnun getur í hvorugu tilvikinu verið byggð á athugun Gunnars eða kollega hans á trúverðugleika aðila, þegar ekki er öðrum sönnunargögnum um afbrot til að dreifa. Í fyrri hluta greinar sinnar virðist Gunnar Hrafn telja þennan mun á sambandi aðila eiga að valda því að mismunandi kröfur verði gerð- ar til sönnunar á afbroti. Í síðari hlut- anum virðist hann hins vegar fallast á að sálfræðipróf geti ekki komið í stað- inn fyrir sönnunarfærslur réttarkerf- isins. Þar með samþykkir hann efn- islega það sem ég segi um þetta. Erindi hans með skrifunum er því torskilið. Gunnar vill tala um málið sem dæmt var í Hæstarétti haustið 1999. Hann segir að ég sé ekki öfundsverð- ur af þeirri ábyrgð að hafa gert aðför að trúverðugleika stúlkunnar í því máli. Sú óvægna aðför hafi verið gerð til þess að fá föður hennar sýknaðan af ákæruatriðum. Þetta er stórbrot- inn boðskapur hjá sálfræðingnum. Ég var verjandi mannsins í málinu. Þar hafði ég þeirri starfsskyldu að gegna, að krefjast sýknudóms og færa fram rök fyrir þeirri kröfu. Við þá málsvörn var auðvitað nauðsyn- legt að fjalla um hugsanlegar orsakir fyrir því, að stúlkan bæri föður sinn röngum sökum. Hugsum okkur að Gunnar Hrafn sálfræðingur verði ein- hvern tíma sakaður um svívirðilegan glæp, sem hann segist ekki hafa fram- ið. Ætli hann vilji þá fá verjanda sem, af tillitssemi við þann sem ber hann sökum, færir ekki fram varnir hans um þetta? Svo mætti skilja skrifin. Hugmyndir sálfræð- ingsins um þetta, a.m.k. þegar hann á ekki sjálf- ur í hlut, sýnast mér vera af ætt spænska rannsóknarréttarins. Það má svo taka fram, að þeir menn sem taka að sér verjendastörf fyrir sakaða menn, kveinka sér ekkert undan þeim störfum. Þeir eru í reynd að gegna einu þýðingar- mesta hlutverkinu við meðferð saka- mála í réttarríkjum. Það starf er bæði göfugt og gjöfult. Loks virðist Gunnar Hrafn telja, að ég hafi með snillibrögð- um valdið því, að skjól- stæðingur minn hafi ekki verið dæmdur fyr- ir afbrot sem hann var alls ekki ákærður fyrir. Þetta er vitaskuld heilaspuni sálfræðings- ins. Það hefði kannski verið ástæða fyrir hann að kynna sér það, áður en hann fór að skrifa í blöðin, að dómstóll hef- ur ekki heimild til að dæma ákærðan mann um aðra háttsemi en þá sem ákært er fyrir. Og þó. Mér sýnist á skrif- um hans að líklega skipti engu máli hvað hann reynir að kynna sér. AÐ SKILJA EKKI UMRÆÐUEFNIÐ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Verjandastarfið, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, er bæði göfugt og gjöfult.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.