Morgunblaðið - 25.03.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 25.03.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 29 A U K 9 3 6 -1 -4 3 4 s ia .i s hefur viðgengist hér í mörg ár og sú starfsemi er eldri en nektar- dansstaðirnir. Sérfræðingar hjá lögreglunni segja að á einkalínum bjóði einstaklingar á aldrinum 18 ára og allt upp í sextugt vændi. Þetta eru bæði karlar og konur sem eru að auglýsa eftir báðum kynjum. Sagt er að þessar auglýsingar hafi orðið grófari á undanförnum árum. Þróunin á þessum vettvangi hefur einnig breyst. Fyrst fór þessi starf- semi fram í dagblöðum, síðan á símalínum og nú er fólk farið að auglýsa á Netinu eða það kemst í samband við fólk á spjallrásunum.“ Hver er munur á nauðarvændi, þ.e. þegar einstaklingur selur öðr- um kynmök sér til lífsviðurværis og skipulögðu vændi? „Í viðtölum við unga fólkið sem við ræddum við kemur í ljós að sumt þeirra gat ekki hugsað sér að selja eða dreifa vímuefnum eða taka þátt í afbrotum og þá var vændið ein leiðin til að afla sér efn- anna. – Strangt til tekið er hér ekki um að ræða val því kostirnir eru allir mjög slæmir og því tölum við um nauð. Þó er líklegt að til séu einstaklingar hér á landi sem kjósi sér þetta hlutskipti án þess að neyðast til þess vegna bágra félags- legra eða fjárhagslegra aðstæðna þó slíkt hafi ekki komið fram í þess- ari athugun. Dæmi um það er að finna í skýrslunni. Ung stúlka sem var í meðferð var tæld af eldri manni til að fara í skipulagt vændi gegn því að hann gæfi henni lyfið fortral sem jafngildir heróíni. Fortral er mjög ávanabindandi efni sem erfitt er að útvega. Eftir að vera orðin háður fortrali eru frá- hvörfin mjög slæm. Slíkt efni er því mjög gott tæki til að stjórna ein- staklingum. Í þessu tilviki gat eng- inn útvegað stúlkunni fortral nema þessi maður. Þannig gerði hann stúlkuna mjög háða sér. Sambandið byggðist því ekki á jafnræðisgrund- velli heldur á kúgun og ofbeldi.“ Erfitt að gera sér grein fyrir umfanginu Erlendar rannsóknar hafa sýnt að sami einstaklingur getur tekið þátt í mörgum gerðum af vændi. Hann getur verið í götuvændi en einnig í vændi sem skipulagt er í heimahúsi af þriðja aðila. Við vitum að hér tíðkast nauðarvændi og skipulagt vændi en í hve miklum mæli er erfitt að segja um. Með þeirri rannsóknaraðferð sem við notuðum er ekki gerlegt að segja til um umfangið auk þess er fyrirbærið mjög dulið. Hins vegar held ég að þegar komið verður á úr- ræðum fyrir þessa einstaklinga og umræðan er orðin opnari og for- dómarnir minni þá komi þetta meira upp á yfirborðið. Verður þá auðveldara að gera sér grein fyrir umfanginu.“ Urðuð þið varar við að vændið tengdist erlendum glæpahringjum? „Við vitum um tengsl íslenskra nektarstaða við umboðsskrifstofur nektardansmeyja erlendis í ýmsum löndum, bæði innan og utan EES- landanna. Hvað nákvæmlega er á bak við þessar umboðsskrifstofur vitum við ekki og er það eflaust mismunandi eftir löndum. Í könn- uninni komu fram vísbendingar um að skipulagt vændi færi fram í tengslum við nokkra af þessum nektarstöðum. Einnig staðfestu við- mælendur okkar að óskipulegt vændi færi fram á mörgum þessara staða þar sem einstakir dansarar seldu viðskiptavinum kynmök, ým- ist í einkadansklefum eða annars staðar. Svo virðist sem hægt sé að panta þessar konur undir mismun- andi formerkjum þ.e. eftir því hvort þær stundi vændi eða ekki. Má álykta af þessu að umboðsskrifstof- urnar geta tengst vafasamri starf- semi, hvort það er glæpahringur eða mafía getum við ekki sagt um.“ Breyta þarf löggjöfinni hér á landi Það kom fram á blaðamanna- fundinum þegar skýrslan var kynnt að vel á annan tug mála vegna áætl- aðs vændis hafi verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík, en ekkert leiddi til málshöfðunar. Hver er skýringin á því? „Lögin kveða á um að viðkom- andi þurfi að vera í meira en hluta- starfi svo vændi sé sakhæft. Þó að Ísland sé eina landið þar sem vændi til framfærslu er refsivert þá eru þessi lög mjög máttlaus vegna þessa hve erfitt er að meta hve um- fangsmikil starfsemin er. Lögin standa því í raun fyrir ákveðin sið- ferðisgildi fremur en að þeim sé beitt ef brot er framið. Ástæðan fyrir því að löggjöf sem þessi hefur verið afnumin á hinum Norðurlöndunum er sú að það hef- ur verið talið að það þurfi að að- stoða þessa einstaklinga til að kom- ast út úr vændinu og að takast á við sín vandamál fremur en að refsa þeim. En segja má að þeir sem vændið stunda séu þolendur fremur en gerendur.“ Það kom einnig fram á blaða- mannafundinum að brýnt sé að lögð sé refsing við kaupum á vændis- þjónustu þegar börn eiga í hlut og þörf sé á lagabreytingum þar að lútandi. Í því fælist að bannað yrði að kaupa kynlífsþjónustu af ung- mennum innan 18 ára aldurs, en það er ekki bannað samkvæmt nú- gildandi hegningarlögum – er þetta sérstakt fyrir Ísland? „Það hefur komið í ljós að það eru göt í lögunum hjá okkur á þessu sviði. Samkvæmt þeim mega ungmenni á aldrinum 14–18 ára selja sig til fullorðinna einstaklinga ef það er að þeirra eigin frumkvæði. Það eru ákvæði í íslenskum lög- um sem banna að fullorðið fólk ginni eða tæli ungt fólk til lags við sig. Fyrir rétti verður að sýna fram á að það hafi verið vísvitandi. Við vitum um mál sem hafa komið til kasta lögreglu þar sem fullorðið fólk hefur verið að ginna ungmenni til lags við sig en ekki hefur reynst hægt að færa sönnur á athæfið. Hugmyndin er að breyta lögunum þannig að þessi verknaður sé með öllu bannaður. Smæðin getur haft áhrif á birtingarmyndir vændis Til að stemma stigu við vændi hafa Svíar gert kaup á vændi refsi- verð og settu lög þar um árið 1998 sem tóku gildi ári síðar. Rökin fyrir þeim hafa verið meðal annars að vændi sé oft á tíðum gróft ofbeldi gegn einstaklingnum sem hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Þá séu flestir viðskiptavin- irnir venjulegir menn sem misnoti sér bágar aðstæður annarra og með slíkri löggjöf sé verið að draga sið- ferðilega línu sem færri færu yfir en annars.“ Eru félagslegar aðstæður ein- staklinga í vændi á Íslandi frá- brugðnir því sem fundist hefur í öðrum löndum Evrópu og Amer- íku? „Í viðtölum við sérfræðinga sem hafa í gegnum starf sitt kynnst ein- staklingum í vændi á Íslandi kom fram að smæð landsins geti mögu- lega haft áhrif á birtingarmynd vændis hérlendis. Þar geti þessi mál til að mynda verið viðkvæmari fyrir einstaklinga í landi þar sem allir þekkja alla og upplýsingar um fólk eru fljótar að berast manna á milli. Á hinn bóginn getur þó hugs- ast að auðveldara sé að halda slík- um heimi lokuðum í litlu samfélagi þar sem kunnugleiki manna á milli innsigli traust og þagnarskyldu þeirra. Þrátt fyrir þetta segja sér- fræðingar á barna- og unglingageð- deild Landspítalans ekki ástæðu til að ætla að ólíkir grundvallarþættir búi að baki vændi hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Erlendar rannsóknir hafa meðal annars gefið til kynna að einstaklingar í vændi séu líklegri en aðrir til að hafa lent í kynferðislegu ofbeldi í æsku, eru eða hafa verið í áfengis- og vímu- efnaneyslu, hafa hlaupist ungir að heiman og hafa skort eftirlit og um- sjón foreldra.“ Fyrsta rannsóknin af mörgum Skýrslan sem þið kynntuð fyrir helgina er áfangaskýrsla, hvernig hugsið þið ykkur framhaldið? „Við þrjár sem unnum þessa skýrslu um vændi á vegum Rann- sókna og greiningar ehf., að beiðni dómsmálaráðuneytisins, hyggjumst halda áfram athugunum á þessu sviði. Við munum einkum einbeita okkur að því að skoða unga fólkið og tengja það ennfrekar við okkar fyrri rannsóknir eins og á vímu- efnaneyslu ungmenna, ofbeldi og afbrotum. Við munum leitast við að ná fram heilsteyptari mynd af þess- um hópi og þeim heimi sem hann lifir í. Við erum komnar í tengsl við fólk í Bandaríkjunum og Noregi sem eru að rannsaka vændi í þessum löndum og erum að hefja samstarf með þeim. Hugsanlega verður unnt að ná fram einhverjum samanburði á vændi hér og erlendis. Ennþá erum við með upplýsingar sem við eigum eftir að vinna úr og einstaklinga sem við höfum ekki rætt við ennþá en við erum enn að fá ábendingar um einstaklinga sem eru reiðubúnir til að tala við okkur um reynslu sína. Við höfum einnig í hyggju að skoða kaupendur vændis. Erlendis hafa rannsóknir í auknum mæli beinst að þeim. Farið er að spyrja spurninga eins hvernig stendur á því að til eru svona margir ein- staklingar sem vilja kaupa vændi? Við vitum að á bak við hvern ein- stakling sem selur sig liggja margir kaupendur, þannig að sá hópur er mun stærri en hópur þeirra sem selja sig.Við þurfum að velta því fyrir okkur hverjir þessir kaupend- ur eru. Er þetta ákveðin hópur fólks eða þverskurður af þjóðfélag- inu? Af hverju þarf þetta fólk að kaupa sér kynmök? Það er mik- ilvægt upp á framhaldið að taka þennan hóp inn í myndina en hann vill gjarnan gleymast. Ef þessir kaupendur væru ekki til staðar væri ekki til vændi.“ Vændi ólíkt milli landa Nú virðist sem hér sé ákveðin þróun í gangi, getið þið séð fyrir ykkur miðað við reynslu erlendra þjóða af vændi hver þróunin muni verða í þessum efnum hér á landi? „Vændi hefur verið mikið í brennidepli á Norðurlöndunum á undanförnum árum. Svíar hafa gengið skrefi lengra en aðrar Norð- urlandaþjóðir og hafa gert kaup- vændi ólöglegt eins og ég hef þegar rætt um. Enn er ekki komin mikil reynsla á þá löggjöf og á eftir að sjá hvort hún skilar árangri. Við vitum að það skiptir miklu máli hvernig stjórnvöld taka á máli sem þessu og skiptir sköpum um hver þróunin verður í framtíðinni. Vændi er mjög ólíkt milli landa eftir því hvernig stjórnvöld taka á því. Vændi er leyfilegt í sumum löndum eins og Þýskalandi þar sem það er stundað í ákveðnum hverf- um. Annars staðar er það meira dulið. Talað er um að Danir standi illa að vígi í þessum málum. Þeir hafa ekki litið vændi nógu alvar- legum augum.“ Hvaða úrræðum er hægt að beita til að aðstoða það fólk sem lent hefur í vændi? „Erlendis hafa ýmsar leiðir verið farnar í þessum tilgangi. Frá árinu 1977 hafa til dæmis opinberir aðilar í Svíþjóð og Noregi tekið þátt í og stutt verkefni sem hafa það að markmiði að draga úr vændi. Þessu markmiði hefur verið reynt að ná með tvennum hætti. Annars vegar með því að hjálpa einstaklingnum að komast úr vændi og hefja nýtt og betra líf og hins vegar með því að stunda rannsóknir á þessu sviði sem varpar ljósi á líf þessa fólks. Þá hefur það sýnt sig að stuðnings- hópur vændiskvenna eru mjög mik- ilvægir í þessu ferli. Í Danmörku er hefðin fyrir slíkri aðstoð ekki jafnlöng en frá árinu 1983 hafa nokkur verkefni verið sett á laggirnar. Meðal annars má nefna Procentret og Hreiðrið (Red- en) í Kaupmannahöfn, þar sem ein- staklingar í vændi geta leitað ráð- gjafar, hjálpar og húsaskjóls. Tengt þessari starfsemi eru einnig opnar símalínur fyrir konur og karla í vændi þar sem veitt er ráðgjöf. Flestir eru sammála um mikil- vægi þess að koma til móts við þá einstaklinga sem leiðst hafa út í vændi. Ekki síst vegna þeirra hrikalegu, líkamlegu og andlegu af- leiðinga sem það hefur. Því sé mik- ilvægt að byggja upp aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem samankomin er á einum stað og getur gefið sig út fyrir að aðstoða fólk sem leiðst hefur út í vændi. Það er ekki fyrr en einstaklingarnir fá viðurkenn- ingu á þeim vanda sem þeir glíma við að hægt verður að aðstoða þá. Vændi er samfélagslegt vandamál.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.