Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 33 ljóð Kristjáns Karlsson- ar í lok dagskrárinnar. Nutu ljóð skáldanna sín vel í mögnuðum upp- lestri Hjalta, en meðal þeirra voru óbirt ljóð sem Kristján Karlsson lét aðstandendum hátíð- arinnar í té. Vilborg Dagbjartsdóttir las eitt ljóð úr hverri af ljóða- bókum sínum, en dró að síðustu fram tvær hækur úr minnisbók sinni. Vakti sú síðari mikla kátínu meðal hátíðargesta, en hún fjallaði um fræga „rómantíska ástarjátn- ingu“ landbúnaðarráð- herra í garð búkollu nokkurrar. Þorsteinn frá Hamri las ljóð sín, við- stöddum til mikils yndis- auka, úr nýjustu ljóða- bók sinni auk ljóðsins Tilbrigði við vetrarmynd sem birtist í Lífi í ljóðum. Kristján Þórður Hrafnsson er einn af stofnendum Besta vinar ljóðsins, og las hann úr nýlegum bókum, auk tveggja ljóða sem birtust í Lífi í ljóðum, hvers- dagssonnettuna Við hlið mér á bekknum í myrkrinu og ljóðið Heim- urinn og ég. Hrafn Jökulsson kynnti ungskáld- ið Sigurbjörgu Þrastardóttur sem er LJÓÐAHÁTÍÐIN er einn meginvið- burða Viku bókarinnar, en efnt er til hennar í tilefni af útgáfu bókarinnar Líf í ljóðum. Um er að ræða safn ljóða eftir 22 íslensk samtímaskáld, og er bókinni ekki síst ætlað að gefa nokkurs konar yfirsýn yfir stöðu ljóðlistarinnar á Íslandi við upphaf nýrrar aldar. Leitað var til ljóðskálda á öllum aldri, jafnt skálda sem hafa áunnið sér fastan sess í íslensku bók- menntalífi sem og yngri skálda sem eru að hasla sér völl í ljóðlistinni. Besti vinur ljóðsins, sem stýrt er af Hrafni Jökulssyni, sér um skipulagn- ingu ljóðahátíðarinnar sem felur í sér þrjár upplestrardagskrár. Þar munu skáldin sem eiga ljóð í bókinni Líf í ljóðum lesa upp úr verkum sínum, sjö til níu skáld í senn. Hátíðin var opnuð með fyrstu upplestrardagskránni í Þjóðmenningarhúsinu sl. þriðjudags- kvöld. Þá verður upplestrardagskrá haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 16. Lokadagskrá hátíðar- innar verður í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 21. apríl kl. 16. Skemmtileg ljóðadagskrá Fjöldi gesta kom til að hlýða á ljóðalestur við opnun hátíðarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og eiginkona hans, Rut Ingólfsdóttir, voru meðal gesta, auk fjölda skálda, útgefenda og bókmenntaunnenda. Pétur Már Ólafsson, formaður nefndar um Viku bókarinnar, setti hátíðina en Hrafn Jökulsson sá um kynningu. Óhætt er að segja að ljóðahátíðin hafi farið ánægjulega af stað. Skáldin lásu ljóð sín úr bókinni auk eldri verka, en mörg ljóðskáldanna fluttu áður óbirt ljóð. Hjalti Rögnvaldsson las ljóð Matthíasar Johannessen, Haustljóð um vorið, auk þess að lesa eitt af athyglisverðustu ljóðskáldum sinnar kynslóðar, en hún las ljóð sín úr Lífi í ljóðum auk nokkurra ljóða úr bókinni Hnattflug. Þá dró Sigurbjörg fram nokkur óbirt ljóð úr skúffunni. Sigurð Pálsson kynnti Hrafn Jökuls- son sem „einn af albestu vinum ljóðs- ins“, og minntist merks framlags hans til endurnýjunar ljóðmálsins í íslenskum bókmenntum. Las Sigurð- ur nokkur velvalin ljóð og lauk upp- lestri sínum með ljóðinu Krossviður sem hátíðargestir höfðu mikla skemmtun af að heyra í frábærum upplestri skáldsins. Af fyrstu upplestrardagskránni að dæma er ekki annað að sjá en ljóðið lifi öflugu og fjölbreyttu lífi hér á landi við upphaf nýrrar aldar, en for- vitnilegt verður að heyra hvað önnur ljóðskáld hátíðarinnar leyfa væntan- legum gestum að hlýða á. Hversdagssonnettur og ástarljóð á ljóðahátíð Ljóðahátíð Viku bókarinnar var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Heiða Jóhannsdóttir brá sér á staðinn og hlýddi á fjölbreytta ljóðadagskrá opnunarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir hlýða hér á upplestur. Hrafn Jökulsson, kynnir og skipuleggjandi ljóðahátíðarinnar í Viku bókarinnar. heida@mbl.is NÚ stendur yfir Vika bókarinn- ar og er dagskráin eftirfarandi: Fimmtudagur Barnahátíð Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Kl. 10. Barnahá- tíð. Guðrún Helgadóttir les upp úr bók sinni Handagúndavél kl. 11. Ólafur Gunnar Guðlaugsson les úr bók sinni Benni búálfur kl. 14. Guðni Fransson flytur tónlist úr Ástarsögu í fjöllunum kl. 15. Bullutröllin mæta og skemmta börnunum. Anna Pál- ína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Öll börn sem koma í bókabúð Máls og menningar á sumar- daginn fyrsta fá bókina Rasmus klump í sumargjöf (meðan birgðir endast). Penninn – Eymundsson, Austurstræti 18 kl. 15.30. Æv- intýrastund. Lesið fyrir börnin í bókabúðinni Ráðhús Reykja- víkur kl. 16: Sumarkveðja Þjóð- minjasafnsins: Söngvar og sið- ir. Þjóðminjasafn Íslands býður börnum til dagskrár um söngva og siði tengda sumardeginum fyrsta. Dagskráin er gerð í samvinnu við Möguleikhúsið. Höfundur aprílmánaðar Súfistinn, bókakaffi, Lauga- vegi 18. Kl. 20: Dagskrá til heið- urs höfundi aprílmánaðar, Gyrði Elíassyni, sem hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 2000. Lesið úr verkum skálds- ins sem spanna bæði ljóð, smá- sögur og skáldsögur. Ljóðahátíð Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið kl. 16: Dagskráin er liður í Ljóðahátíð Félags ís- lenskra bókaútgefenda og Besta vinar ljóðsins. Á upplestrinum koma fram skáld, sem eiga ljóð í bókinni Líf í ljóðum, sem Félag ís- lenskra bókaútgefenda gefur út af tilefninu; Ísak Harðarson, Bragi Ólafsson, Didda, Óskar Árni Óskarsson, Geirlaugur Magnússon, Elísabet K. Jök- ulsdóttir. Karl Guðmundsson les ljóð Jóhanns Hjálmarsson- ar. Stjórnandi er Hrafn Jökuls- son. Kvikmyndahátíð Hátíð á vegum Kvikmynda- sjóðs Íslands, Háskólabíós, Fil- mundar og Félags ísl. bókaút- gefenda í tilefni af Viku bókarinnar. Háskólabíó, salur 3 kl. 16: Benjamín dúfa, kvikmynd Gísla Snæs Erlingssonar eftir bók Friðriks Erlingssonar. Kl. 18 og kl. 20: 79 af stöðinni, kvik- mynd Eriks Ballings eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Föstudagur Söngvar og siðir Ráðhús Reykjavíkur kl. 10: Þjóðminjasafn Íslands býður börnum til dagskrár um söngva og siði tengda sumardeginum fyrsta. Dagskráin er gerð í samvinnu við Möguleikhúsið. Ljóð á vinnustöðum Reykjanesbær á vinnutíma: Bókabúð Keflavíkur – Penninn, Bókasafn Reykjanesbæjar og menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar senda út af örkinni góða upplesara til að flytja ljóð á vinnustöðum og í verslunum. Kvikmyndahátíð Háskólabíó kl. 18: Englar al- heimsins, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögu Einars Más Guðmundssonar. Kl. 22: Kristnihald undir jökli, kvikmynd Guðnýjar Halldórs- dóttur eftir sögu Halldórs Lax- ness. Vika bókarinnar Í TILEFNI af Viku bókarinnar mun Félag starfsfólks bókaverslana veita í fyrsta sinn viður- kenningu sem ber nafnið „Lóð á vog- arskál íslenskra bók- mennta.“ Í ár hlýtur Þórarinn Eldjárn „Lóðið“ fyrir að hafa fært yngstu lesend- unum ljóð á skemmti- legan og hug- myndaríkan hátt í bókum sínum; Óð- fluga, Heimsk-ringla, Halastjarna, Gleym- mérei, Talnakver og Stafrófskver sem allar eru mynd- skreyttar af Sigrúnu Eldjárn. „Þessar bækur eru flestar fáan- legar og eru þegar orðnar sígild- ar. Það má segja að það sé við hæfi að veita Þórarni þessa við- urkenningu í ár þar sem Vika bókarinnar er að þessu sinni til- einkuð ljóðlistinni,“ segir Bryndís Lofts- dóttir verslunarstjóri Pennans-Eymunds- sonar í Austurstræti. „Viðurkenningin er ekki veitt fyrir eitt einstakt verk heldur er litið yfir farinn veg og leitað eftir verkum sem hafa haft víðtæk áhrif á lesendur. Eins og Bókmennta- verðlaun Félags starfsfólks bókaversl- ana sem veitt voru í fyrsta sinn fyrir síðustu jól er þessi viður- kenning byggð á mati starfsfólks bókaverslana og er ætlað að end- urspegla viðhorf hins almenna lesanda,“ segir Bryndís. Þórarinn Eldjárn hlýtur viðurkenningu Þórarinn Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.