Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Axel Helgasonfæddist í Reykja- vík 23. september 1909. Hann lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Björg Jóns- dóttir og Helgi Þórð- arson. Hann átti átta systkini og er einn bróðir á lífi. Axel ólst upp í Hrunamanna- hreppi. Hann lærði húsasmíði en vann lengst við módel- smíðar, fyrst hjá Guðjóni Samúelssyni, húsameist- ara ríkisins, og síðan hjá Reykja- víkurborg þar til hann lét af störf- um áttræður að aldri. Hinn 25. apríl 1940 kvæntist Axel Ragnheiði Arn- órsdóttur, en hún lést 25. desember 1992. Þeirra börn eru: 1) Sigrún. 2) Ólafur, kona hans er Ruth Halla Sigur- geirsdóttir, börn þeirra eru Jón Axel, Ólafur Ragnar og Jóhann Garðar. 3) Sigþrúður Björg, hennar börn eru Helga Sigríður, Ragnheiður Inga og Davíð Karl. Lang- afabörnin eru tvö, Kristín Ruth og Ólafur Ásgeir. Útför Axels fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, föstudaginn 20. apríl, og hefst athöfnin klukk- an 15. Mikið áttum við góða daga sam- an. Þeir voru fullir af væntum- þykju, visku og gleði. Það var allt- af eitthvað sérstakt sem við áttum saman og þú áttir líka svo merki- lega sögu sem þú sagðir mér svo oft. Ég gleymi aldrei þessum stundum sem við áttum, hvort sem það var niðri á módelverkstæði eða í göngutúrum og heimsóknum sem við fórum svo oft „í gamla daga“. Það var löng leið fyrir strákinn að taka strætó alla leið niður í bæ til að verja degi á módelverkstæð- inu, þar sem þú vannst. Það var kannski ekki mikill skilningur á vinnu þinni þá, en mikið var ég stoltur af þér og af því sem þú varst að vinna að. Þú hafðir líka tíma fyrir strákinn þegar hann kom og hjálpaðir honum við hina ýmsu hluti fyrir utan hvað var mikið sport í því að fara að kaupa malta og appelsín í sjoppunni á 25 kall! Umhverfi þitt var svo spenn- andi því þú varst alltaf að vinna að einhverju nýju og athyglisverðu. Þú hafðir einstakan skilning á landinu og lögun þess sem birtist síðan í verkum þínum. Upphleyptu kortin af Íslandi og Vestmanna- eyjum sem þú gerðir voru meist- arasmíð og úthugsuð, millimetra fyrir millimetra. Ég man eftir því þegar þú varst að vinna að þeim og þau áttu hug þinn allan og þú skýrðir út fyrir mér alla litlu hlut- ina sem skiptu svo miklu máli til að verkið yrði fullkomnað. Verkin þín eru minnisvarði um einstakan mann með fágæta hæfileika, og eru víða, ekki bara hjá forsetum og þjóðhöfðingjum um heim allan, heldur á heimilum íslensku þjóð- arinnar og hjá okkur sem þekktum þig og elskuðum. Ég man líka eftir því þegar þú varst að vinna að, ásamt fleirum, Íslandskortinu sem er í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem var margra ára verkefni. Það er sennilega eitt af þínum síðustu verkum og sem þú varst stoltastur af. Hvert smáat- riði úthugsað og flóknustu verk- fræðiatriði voru leyst af sjálf- menntaða sveitastráknum frá Hrepphólum. Eitt er víst að landið okkar var þér hugleikið, allt lék í höndunum á þér og þú varst lista- maður af Guðs náð. Ég man líka eftir því hvað mér fannst alltaf gaman að heyra sög- una þína, þegar þú varst ungur strákur í Hrepphólum og hvernig lífið þá var allt annað en það sem við eigum að venjast í dag. Þú sagðir mér frá öllum draumunum þínum sem voru einstakir og aug- ljóslega höfðu mikla merkingu fyr- ir þig. Það var alltaf sérstakt samband á milli þín og Guðs, sem ekki er hægt að skýra með orðum. Nú hefur hluti þeirra ræst og tákn þeirra orðin þér ljós. Þú varst vit- ur maður, afi, og það var alveg sama hvað spurningu ég bar upp við þig, sem var ekki sjaldan, þú hafðir alltaf svör, hvort sem það var um einföld dægurmál eða flóknustu stjarnfræði. Þú varst engum líkur, elsku afi, og ég á allt- af eftir að sakna þín því að þú gafst mér mikið af andlegum gjöf- um og vináttu sem verður aldrei frá mér tekin. Jón Axel. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér, eða farinn frá okkur öll- um. Veistu, það var alveg æðislegt að koma í heimsókn til þín og spjalla, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, en núna er það ekki hægt og það á eftir að verða svo erfitt. En veistu, afi, nú ertu kom- inn til ömmu og þá líður mér betur því að þér líður örugglega vel hjá henni. Ég á eftir að sakna þín ótrúlega mikið. Ég elska þig, afi minn. Þitt langafabarn, Kristín Ruth. Á föstudaginn langa lést afi okk- ar á Landspítalanum í Fossvogi. Okkur afabörnin langar að minn- ast hans í fáeinum orðum. Fyrsta minning okkar um afa er þegar hann sat með okkur inni í stofu á Langholtsveginum og sagði okkur sögur og kenndi okkur vísur og þegar við urðum eldri fórum við með honum í göngutúra og oft nið- ur að höfn til að skoða bátana. Afi var þannig maður að við fyrstu kynni þótti fólki strax vænt um hann. Hann var maður sem vissi um hvað lífið snerist, að hafa kærleikann að leiðarljósi og kenndi hann okkur þetta og fyrir það erum við þakklát, hann kenndi okkur líka að horfa bjartsýn á framtíðina og hafa ekki áhyggjur af því sem væri búið og gert. Elsku afi, þín er sárt saknað en við vitum að þú er hjá ömmu núna. Elsku mamma, frænka og Óli frændi, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Helga, Ragnheiður og Davíð Karl. Þau feta sig hægt í gráma morg- uns; kýrnar þrettán og barnið. Óraunveruleg í myndmáli hrauns- ins. Kolviðarhóll er að baki en Ár- bær við Reykjavík næsti áfanga- staður. Ofarlega í Hrunamanna- hreppi hófu þau þetta ferðalag. Sláturhús í Reykjavík mun enda samveru þeirra. Þetta veit smalinn en kýrnar ekki. Gangi honum ferð- in vel deyja dýrin. Ef ekki er hann einn kallaður til ábyrgðar. Ungar herðar axla ábyrgð. Hann er grannvaxinn; augun blá og greind- arleg. Hvað hrærist innra með honum á þessari ferð? Hverjar eru áhyggjur hans? Hvert sækir hann traust einn á ferð? Smalinn er Ax- el móðurbróðir minn. Hann er níu ára gamall. Hann er vistaður hjá vandalausum. Kjör móðurbróður míns voru söm og annarra á þess- um tíma. Vinna var matur. Ég hef hugleitt hver Axel móð- urbróðir minn hefði orðið ef kjör hans í æsku hefðu verið ögn mild- ari. Dæmið gengur ekki upp í huga mér. „Ég er sá sem ég er,“ segir faðirinn í hinni helgu bók. Axel móðurbróðir var eðli sínu trúr. Hvorki fátækt í bernsku né veg- tyllur síðar á götu lífsins breyttu þessum manni. Hann sló ekki mynt gulls úr hæfileikum sínum. Kunni, gat og vissi en vildi ekki sagði mér móðir mín og var stolt af þessum bróður sínum. Þau voru um margt lík. Gædd tilfinningu fyrir því sem hvorki verður séð né þreifað á. Fínofinn listrænn þráð- ur lék í eðli beggja. Marga gjöf þáði ég úr höndum þessa frænda míns. Heimagerður fengur. Hver hugsun, hvert andartak, hver hjartsláttur meitlaði smíðisgrip- inn. Og við erum mörg ættmennin sem nutum frændsemi Axels og elsku. Í stórum hlutum og smáum. En fremst í manninum sjálfum. En hvert var gangverkið í ræktarsemi hans við okkur öll? Hugsanir lítils drengs einn á ferð yfir fjallveg með þrettán kýr getur verið eitt svarið. Axel móðurbróðir var aufúsu- gestur hvar sem hann kom. Hann leiddi mig inn í viðræður þar sem ekki varð botnað. Ég fylgdi honum í trausti hans. „Hvernig finnast þér tölustafirnir hlykkjast?“ spurði hann mig eitt sinn. Fátt varð um svör. „Sérðu ekki hvernig þeir fara upp á við í sveig og síðan í bugðu til hliðar?“ Þessu náði barnið ekki. Löng lýsing sýndi mér þá lestarferð tölustafanna í þrívídd. Allt kom fyrir ekki; hann talaði fyrir blindum augum. Frændi hughreysti mig þá með orðunum: „Það er ekki von – það er bara Stína systir sem sér þetta eins og ég.“ Kannski sá Sissi frændi tölur í þrívídd. Við áttum margar stundirnar saman með móðurbróður okkar. Táningar með öllu sem því fylgir. Upp úr ungæð- ishætti okkar reis móðurbróðir alvís og kærleiksríkur. Fulltrúi þess sem skiptir máli. Móðurbróðir bar starfsheitið modelsmiður langa starfsævi. Eitt af þessum heitum sem lýsa öllu en segja ekkert. Axel var listrænn og hugmyndaríkur með afbrigðum. Margir eru smíðisgripirnir orðnir – sumir dvergsmáir og torskilið að mannshendur hafi komið þar nærri. Í mörg ár eftir eftirlauna- rétt vann Axel sem einn af snill- ingunum sem skópu Íslandskortið stórbrotna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Axel kvæntist Ragnheiði Arn- órsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Margir bestu eiginleikar þeirra hjóna lifa áfram í afkom- endum þeirra. Þegar Ragna lést fyrir fáum árum bar skugga á líf frænda míns. Þau hjón höfðu átt langa og farsæla samfylgd. „Hvað er draumur?“ spurði eitt sinn móðurbróðir. Fátt varð um svör. „Draumur er veruleiki sem rofnar aðeins af öðrum veruleika,“ úrskurðaði frændi minn. „Hvað er fegurð?“ var eitt sinn spurt. Fátt varð um svör. „Fegurð er kærleikur,“ sagði frændi minn með þeirri vissu sem sá einn á sem hef- ur heyrt hinn sanna tón. Í björtu veðri Skagafjarðar, þar sem Mælifellshnjúkur sindrar í kyrrð hádegis á páskadag, læt ég hugann hvarfla till þessa manns sem var mér og öðrum svo miklu meira en náskyldur ættingi. „Feg- urð er kærleikur,“ sagði hann. Megi kærleikur fegurðarinnar fylgja þér, móðurbróðir, þær götur sem þú nú fetar. Í mal þínum átt þú hugsanir okkar allra sem þú nærðir með góðvild þinni og visku. Snorri Ingimarsson. Látinn er ástkær frændi og ná- inn vinur á 92. aldursári, Axel Helgason. Fjölskylduböndin eru sterk, og Axel frændi ræktaði þau og hlúði að þeim af alúð. Ekkert fjölskyldu- boð var haldið án hans, og allir kunnu vel að meta sögurnar hans, sem hann sagði svo skemmtilega. Sérstaklega þótti okkur gaman að heyra aftur og aftur sögur af hinu yfirskilvitlega, og reynslu hans í þeim efnum. Hann var óþrjótandi brunnur af skemmtilegum frá- sögnum, og engum leiddist í návist hans. Axel frændi var hrókur alls fagnaðar og alveg ómissandi þegar fjölskyldan safnaðist saman. Fyrir um 35 árum hófst óslitið, náið samband okkar og Axels frænda og Rögnu ömmu, konu hans, en hún lést árið 1992. Axel frændi var okkur stoð og stytta fyrstu hjúskaparár okkar – og reyndar alla tíð meðan honum entust kraftar. Hann var lista- smiður, og ávallt boðinn og búinn þegar hans kunnáttu var þörf. Þegar við hófum búskap tók hann ekki annað í mál en að leið- beina okkur og aðstoða við fyrstu íbúðarkaup okkar og innréttingar í hana, enda var hann meistarasmið- ur. Sem dæmi um útsjónarsemi hans og hagleik getum við sagt frá ferð okkar að Hrepphólum í Hrunamannahreppi fyrir rúmum 30 árum, en þar ólst hann upp frá 6 ára aldri. Hann þurfti að end- urnýja bogalagað skyggni yfir kirkjuhurðinni. Til að smíða það tók hann mál af gamla skyggninu, og við ókum síðan að hverasvæð- inu í Krýsuvík, þar sem hann not- færði sér heitt hveravatnið til að sjóða timbrið, forma það og smíða. Síðan ókum við til baka og komum nýja skyggninu fyrir, sem passaði nákvæmlega. Axel frændi stundaði módel- smíði allan sinn starfsferil, fyrst hjá húsameistara ríkisins og síðan hjá Reykjavíkurborg. Nákvæmni hans og vandvirkni var rómuð, og starfaði hann við sérgrein sína fram undir áttrætt. Hann var frumkvöðull við smíði upphleyptra korta hér á landi, og vann hann meðal annars við smíði á Íslandskortinu, sem var á BSÍ við Kalkofnsveg, og síðar við smíði á Íslandskortinu, sem nú er í Ráð- húsi Reykjavíkur. Við kveðjum nú ástkæran frænda og vin með söknuði og minnumst með hlýhug allra okkar góðu samverustunda í gegnum ár- in. Við vottum börnum hans og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð og biðjum guð að blessa þau. Sigríður og Bjarni. AXEL HELGASON ✝ Sigurður Þóris-son fæddist í Baldursheimi í Mý- vatnssveit hinn 5. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 14. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Þuríður Sigurðar- dóttir frá Baldurs- heimi, f. 26. apríl 1892, og Þórir Torfa- son frá Birningsstöð- um, f. 13. ágúst 1892. Bræður Sigurðar voru Baldur (tví- buri), f. 5. maí 1919, d. 3. sept- ember 1993, Ketill, f. 9. desember 1920, d. 21. nóvember 1991, Þrá- inn, f. 2. mars 1922, og tvíbur- arnir Jón, f. 18. mars 1933, og Pétur, f. 18. mars 1933, d. 27. mars 1988. Hinn 14. júní 1947 kvæntist Sig- urður Þorgerði Benediktsdóttur frá Grænavatni, f. 5. apríl 1916. Þeirra synir eru: 1) Erlingur, f. 26. júní 1948, var kvæntur Sigríði Stefánsdóttur, f. 29. júlí 1949. Þeirra börn eru Erna, f. 1975, Sigurður, f. 1977, og Kári, f. 1982. 2) Benedikt, f. 3. apríl 1952, kvæntur Helgu Sigurðardótt- ur, f. 11. desember 1954. Þeirra dætur eru Þorgerður, f. 1976, og Sigrún f. 1987. 3) Hjörleifur, f. 25. október 1957, var kvæntur Æsu Hrólfsdóttur, f. 19. ágúst 1961. Þeirra börn eru Brynja, f. 1983, Arna, f. 1988, og Hrólfur, f. 1991. Sigurður var bóndi á Græna- vatni frá árinu 1947 þar til Hjör- leifur sonur hans tók við búinu. Hann tók virkan þátt í félags- störfum í héraðinu og var meðal annars oddviti Skútustaðahrepps frá 1966-1974. Síðustu tvö árin dvaldi Sigurður á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga. Útför Sigurðar fer fram frá félagsheimilinu Skjólbrekku fimmtudaginn 19. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Skútustaðakirkjugarði. Mér hefur alltaf þótt afi minn með merkilegri mönnum í heim- inum, jafnvel eftir því sem ég elt- ist og heimur minn stækkaði hélt afi sínum sessi. Ég naut þeirra forréttinda sem lítil stelpa að dvelja á Grænavatni á sumrin. Oft fékk ég að fara með þegar verið var að stússast við heyskap – alltaf þegar farið var í Höfða. Gamla Ladan var full af heyi og hrífum á sumrin, en með lagni gat afi þó stundum fundið eitthvað til að gefa. Ég man eftir því að sitja sæl og glöð í aftursætinu á Löd- unni á leiðinni í Höfða, afi við stýr- ið og ekki bara að horfa á veginn, enda allt of margt að sjá á leiðinni. Myndbrotin sem koma fram af afa með orfið heima við bæ eða niðri við bakka eru þó einna föstust í huganum. Efri skápurinn í her- berginu hjá afa og ömmu var ótrú- lega sérstakur. Ef maður sat þæg- ur og góður á rúminu og horfði nógu lengi á skápinn kom afi og gaf manni súkkulaði. Eftir að hann fór til Húsavíkur var það skúffan við hliðina á rúminu sem tók við af skápnum. Sellandagöngur eru sérstakur hátíðisdagur á Grænavatni. Í minningunni var farið miklu fyrr af stað en gert er í dag. Afi og Helgi standa úti á hlaði og horfa til suðurs – benda eitthvað og spjalla meðan við sitjum inni og borðum morgunmat. Síðan flykkj- ast allir út – og raða sér í bílana. Afi passar að hann hafi nú eitt- hvað um málið að segja og hefur barnabörnin sem ekki eru há í loftinu með sér og líklega er hundurinn með líka. Síðan er brunað af stað. Á leiðinni fáum við nammi (súkkulaði í smjörbréfi og perubrjóstsykur) og afi bendir hingað og þangað að fræða okkur um örnefnin. Á leiðinni blasir fjalladrottning- in við okkur og afi bendir stoltur á – þetta fjall verðum við að þekkja. Lítil stelpa í aftursætinu segir að fjallið sé svona eins og sirkustjald. Ekki fer frekari sögum af örnefn- unum í þeim göngum, enda vísast kominn tími á að líta eftir fé. Ég fór síðast í göngur fyrir rúmum tveimur árum – rétt áður en afi fór á sjúkrahúsið. Ég átti þá ágætan tíma með afa – en ég keyrði bílinn fyrir hann dálítinn part leiðarinnar. Að sjálfsögðu hafði gamli miklar skoðanir á því sem um var að vera í kringum hann og gaf skipanir hvert ætti að fara og hvað skyldi gera – sér- staklega þegar kom að því að smala Engjarnar. Þannig átti það líka að vera. Þorgerður Benediktsdóttir. SIGURÐUR ÞÓRISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.