Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.04.2001, Blaðsíða 69
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 69 „Þarna er hún amma Margrét,“ hálf- hrópaði Sveinbjörn, þá nýorðinn kærasti minn sem vildi ólmur kynna mig fyrir ömmu sinni. Þetta var ár- ið 1986 og við vorum að keyra á Reykjanesbrautinni frá foreldrum mínum á Arnarnesinu til Reykja- víkur, en hún var að aka í gagn- stæða átt, heim til sín á Álftanesið frá vinnustað á Félagsmálastofnun. Amma Margrét sá okkur ekki en sat einbeitt við aksturinn, óvenju hressileg miðað við aldur. Seinna komst ég að því hvers vegna „amma“ var í svo miklum metum hjá sonarsyni hennar. Þar gekk röggsöm nútímakona með gamlar rætur. Hreinskilni og húm- or voru hennar aðalsmerki, en auk þess var hún félagslynd og alþýð- leg. Þessi kona var hávaxin miðað við hennar kynslóð en handsmá, grófgerð en með hreina andlits- drætti. Þegar við Sveinbjörn komum í heimsókn að Sólbarði var tekið á móti okkur með kossi á kinn og klappi á öxl. Borð voru dúkuð og boðið upp á rjúkandi kaffi og pönns- ur eða annað góðgæti. Var svo alla tíð, einnig eftir að Margrét veiktist og átti erfitt með gang og and- ardrátt. Eftir kaffið var venjulega sest við spil eða sjónvarp eða þá spjallað um heima og geima. Ekki var Margrét vön að skafa utan af hlutunum og ekki varð ég vör við að hún léti nokkurn tíma segja sér fyrir verkum. Til að mynda var Margrét hörð framsókn- arkona þótt svo Sveinbjörn mað- urinn hennar heitinn hefði verið mikill alþýðubandalagsmaður, svo og börn hennar flest. Það var ein- kennandi fyrir Margréti að vera ómyrk í máli um það sem henni mislíkaði, en hreinskilni hennar var slík að maður vissi alltaf hvar mað- ur hafði hana. Síðan gerði Margrét gott úr öllu með góðlátlegu gríni og hló þá við. Eitt var víst, að hún vildi veg fjölskyldu sinnar sem mestan. Margrét var óþreytandi að segja sögur. Hún talaði um uppvaxtarár sín á Siglufirði og Norðfirði og síðar á Fjólugötunni, í húsinu með tyrfða þakinu þaðan sem var svo stutt í berjamó; um félagsmálin og pólitík- ina; um fjölskyldu sína á Álftanes- inu og síðast en ekki síst um árin með manni sínum, Sveinbirni Klem- enssyni. Mér er minnisstæð sagan um köttinn sem ætlaði að hlýja sér á bílvél þeirra hjóna. Margrét og Sveinbjörn keyrðu alla leið til Reykjavíkur en þá fyrst komst upp að kötturinn var fastur í húddinu, hálfdauður, laskaður og verulega illa til reika. „Mér hefur nú alltaf verið illa við ketti,“ sagði Margrét og vottaði fyrir hlýju í rödd hennar, „en hann Sveinbjörn hjúkraði kett- inum þar til hann varð fullfrískur.“ Á jóladag síðastliðinn sá ég Margréti í hinsta sinn. Hún var þá komin á hjúkrunarheimili aldraðra í gamla nunnuklaustrinu í Garðabæ. Silfurgrátt hárið gaf henni virðu- legan blæ. Þegar við birtumst með jólapakkann hennar sagði hún: „Æ, er þetta enn einn konfektkassinn!“ Hún hafði lítið misst af húmor sín- um og andlegri hreysti, en þó var eins og hún væri að búa sig undir sína hinstu ferð. Ég kveð nú mæta og merka konu glöð í bragði, enda þess fullviss að hún var tilbúin að hlýða kalli sínu, sátt við guð og menn. Guðrún Elísabet. Ég sakna sárt bestu vinkonu MARGRÉT SVEINSDÓTTIR ✝ Margrét Sveins-dóttir fæddist í Tröllanesi á Norð- firði 25. apríl 1918. Hún lést á Dvalar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 6. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Bessastaðakirkju 18. apríl. minnar, Margrétar Sveinsdóttur frá Sól- barði á Álftanesi. Við kynntumst um tvítugt, á símstöðinni á Siglu- firði á síldarárunum, en síðan hefur vináttu- sambandið aldrei rofn- að. Hún stendur mér fyrst fyrir hugskots- sjónum sem myndar- legasta konan sem ég hafði séð. Svo kynnt- ust þau Sveinbjörn þarna á Siglufirði, hann var stórglæsileg- ur og ennþá hærri en Magga, svo þetta var par sem eftir var tekið. Þau urðu bæði vinir mínir og seinna líka mannsins míns. Þegar við flutt- um heim frá Danmörku tóku þau á móti okkur og útveguðu okkur samastað á Álftanesi um sumarið. Þar fæddist dóttir okkar og var svo skírð í Bessastaðakirkju, þar sem Magga var organisti fyrstu árin en sóknarprestur var sr. Garðar Þor- steinsson, prófastur í Hafnarfirði. Við Magga áttum líka saman margar ánægjustundir þegar við unnum saman á Landsímastöðinni í Reykjavík. Laugu, systur hennar, og hennar manni kynntumst við hjónin fljótlega og hittumst við oft þessi þrenn hjón og fór mjög vel á með okkur. Þær gleðistundir entust þó ekki lengi því við urðum allar ekkjur um fimmtugt, með nokkurra ára millibili. En mörg ferðalög fór- um við saman þrjár, fyrst innan- lands í orlofsferðir og svo nokkrar til útlanda. Nú eru orðin mörg ár síðan Lauga féll frá eftir langa og stranga sjúkdómslegu en í veikind- um Möggu var oft gaman að orna sér við samveruna og þessar góðu minningar, sérstaklega var ein ógleymanleg ferð á páskatónleika á Ítalíu, önnur í gondólaferð í Fen- eyjum og svo mætti lengi telja. Á Möggu hlóðust margskonar störf fyrir hreppsfélagið eftir því sem fólki fjölgaði á Nesinu, ekki síst í sambandi við barnavernd og fjölskylduráðgjöf. Það varð svo til þess að Möggu var boðin staða hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar vegna tilmæla sr. Garðars. Þar vann hún svo þar til hún lét af störfum sjötíu og fimm ára. Við Lauga fylltumst stundum afbrýði- semi þar sem við vorum með Möggu, því mikill tími fór ævinlega hjá henni í að tala við skjólstæðinga sína, bæði þáverandi og fyrrver- andi, og svo vini og kunningja, en það tjóaði ekki að fást um það, þeir birtust alls staðar og við alla var talað. Ég þakka forsjóninni fyrir við- kynninguna við ævivinkonu mína, mikla og góða mannkostakonu. Systkinum hennar, börnum og öll- um niðjum hér heima, í Svíþjóð og annars staðar í heiminum, sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Hansen. Merk og mikil kona hefur kvatt þetta jarðlíf. Margrét Sveinsdóttir var heiðursfélagi í Kvenfélagasam- bandi Gullbringu- og Kjósarsýslu. Margrét var ættuð frá Siglufirði en giftist Sveinbirni Klemenssyni vél- virkja frá Bessastaðahreppi og bjuggu þau alla tíð að Sólbarði í Bessastaðahreppi. Þau eignuðust fjögur börn og eina uppeldisdóttur. Margrét var alla tíð mjög sjálfstæð og ákveðin og var ein af fyrstu konunum sem fór að vinna úti samhliða heimilis- rekstrinum. Hún fór þá með strætó og þótti það mikið ferðalag að leggja á sig því Bessastaðahreppur var þá mun afskekktari en hann er í dag og samgöngur voru á þeim tíma mun erfiðari í alla staði. Hún vann á Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar sem félagsráðgjafi og helg- aði starfsævi sína þannig þeim sem bágt áttu í þjóðfélaginu. Jafnframt kenndi hún söng og spilaði á orgel og var alla tíð mjög músíkölsk. Samhliða stóru heimili og störfum hennar hjá Félagsmálastofnun tók Margrét þátt í störfum Kvenfélags Bessastaðahrepps af miklum krafti og var þar formaður í 20 ár. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK) naut starfs- orku Margrétar í ríkum mæli en hún var formaður framkvæmda- nefndar um orlof húsmæðra á svæðinu frá 1960 til 1993. Árið 1960 voru sett á Alþingi lög um að hús- mæður, sem veita heimili forstöðu, skyldu eiga kost á að sækja um 10 daga orlof og var Kvenfélagasam- bandi Íslands falið að annast fram- kvæmd þess. Þá var kosin orlofs- nefnd innan KSGK, ein kona frá hverjum hreppi innan svæðisins og úr þeirri nefnd kosin framkvæmda- nefnd og var Margrét, eins og fyrr segir, formaður hennar. Þá var far- ið að huga að húsnæði til að hýsa húsmæðurnar í orlofinu og fékkst það í skólabyggingum á ýmsum stöðum m.a. á Reykhólum, í Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi og víðar. Á þessum árum var verið að byrja með rekstur Edduhótela yfir sum- artímann og sífellt var erfiðara að fá húsnæði fyrir orlofið. Það leiddi til þess að 1968 var ráðist í að kaupa jörðina Gufudal í Ölfusi og var kostnaði skipt til helminga milli orlofsnefnda og KSGK. Það var mikið þrekvirki að þetta skyldi tak- ast og lögðu konurnar á sig ómælda vinnu til þess. Margrét var þarna fremst í flokki og mikil driffjöður. Með henni í framkvæmdanefndinni störfuðu þær Ingibjörg Erlends- dóttir frá Kvenfélaginu Fjólu á Vatnsleysuströnd og Kristjana Magnúsdóttir frá Kvenfélagi Kefla- víkur og voru þær og hópur kvenna úr KSGK sem einn maður í að koma öllu í stand. Allt var málað í hólf og gólf, saumuð gluggatjöld og húsgögnum og öðrum búnaði safnað saman. Sumt var gefið en annað keypt í heildsölum. Í 12 ár var myndarleg- ur rekstur viðhafður í Gufudal, hús- mæðrum í sýslunni til heilla og ánægju. En tíðarandinn breyttist með aukinni atvinnuþátttöku kvenna og æ fleiri fengu greitt orlof frá sínum vinnuveitendum. Þess vegna var reksturinn í Gufudal af- lagður 1980 og hefur orlof hús- mæðra á svæðinu tekið á sig annað snið á seinni árum. Árið 1995 var Gufudalur seldur og andvirði eign- arinnar fór í sjóð sem notaður var til að kaupa lækningatæki fyrir 5,5 milljónir króna. Að leiðarlokum minnumst við dugnaðar og ósérhlífni Margrétar. Hún var vel máli farinn dugnaðar- forkur sem ávallt var skemmtilegt að vera með og gott að vinna með. Hún áorkaði miklu og skilur eftir sig aðdáun og virðingu okkar sem eftir stöndum. Við vottum fjöl- skyldu hennar innilega samúð vegna brotthvarfs hennar. Guð blessi minningu hennar. Ása St. Atladóttir formaður KSGK, Ingibjörg Erlendsdóttir samstarfskona í orlofinu. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina "  #      &   ')'  ; /6-6"> 4 8 6 $  + @ (3 " # + >2   ;'!('>2  ##  ,& &'3 "  #   *  $  % &$ &    %            4J/6  +% #,('$3 '(@>## "&4  7&'3%@2 ## ( !('4## ;   7  > 4## '($''6  %&&4## % &#   '(@4## ,A(   4## # 2 ,4  .&!=   ## >4  >K# @&##3 3 *        %.-60-6A 044>      0'   .       /       ;'      !  !! 6     * & *      >2 ,0& ## .& ## ##3 .  #   #   $    %  &$&        %     0 60-A %&K '$B +('#&7 $& ! & (BE   !3 0   '     5   4'     5        +   #   *  &$&   '     8@ # $' ##  2 ,   ! &;>   6%&&!$ ## '@  !% #  ##  $''  *  .& !  # + ## '(  *  6'('% $ ## %&$ !('/!  * ## 222,3 3            4 A> 4.>;0 %& '('  # +  &     5      #   1  >2 ,M 7 ! ## 4  7&'%&$4  ## ; 2 '   # N4    0&, '($' ## A ,&4    ; 2 ,6 ## # '4  ## ,@  ;2 '4    !/&7 +$ ## M 7 ! 4    '(@>& ## @ 4  ## 8 $'';0&  K#4  ## >(;  &  ;''4  ## 8 !$'>&  22, 222,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.