Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 46

Morgunblaðið - 19.04.2001, Page 46
HAFSVALA HF landaði um þremur tonn-um á Fiskmarkað Suðurnesja í Grindavíkí gær eftir rúmlega sex tíma róður. Har-aldur Þorgeirsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, gerir þennan 10 brúttórúmlesta bát út og er ánægður með aflabrögðin, en Þorgeir, sonur hans, og Gabríel Guðmundsson róa með honum. „Við vorum hérna út af Nesinu og þetta hefur gengið vel. Ég hef gert út hérna í 10 ár og árin hafa verið misjöfn en þetta er betra en áður.“ Haraldur á um 70 tonna þorskígildistonna kvóta og var búinn með hann fyrir mánuði en hefur leigt kvóta síðan. „Það sem bjargar okkur er að við getum leigt kvóta á lægra verði en áður og fáum meira fyrir fisk- inn en áður,“ segir hann og bætir við að hann sé með 50 net. „Þótt ég sé ekki sáttur við að borga 100 til 110 krónur fyrir kílóið gengur það upp meðan við fáum 220 til 230 krónur fyrir stærri fiskinn. Staðan hefur ekki verið svona áður heldur höfum við verið að leigja á 110 til 120 krónur og fá 160 til 170 krónur fyrir fisk- inn undanfarin ár. En þetta hefur gengið vel að und- anförnu og er með því skárra sem verið hefur. Dag- arnir hafa samt verið misjafnir. Framan af vertíð vorum við með um 500 til 1.000 kíló á dag, en veiðin hefur glæðst eftir því sem daginn hefur tekið að lengja.“ Gott verð á markaðnum Styrmir Jóhannsson, stöðvarstjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja í Grindavík, segir að um 40 bátar landi á markaðinn í Grindavík, einkum handfæra- og línubát- ar. Í gær komu þeir með samtals um 56 tonn, þar af um 20 tonn af óslægðum þorski og um 17,6 tonn af slægðum. Meðalverðið á stórum, óslægðum þorski var 212 krónur fyrir kílóið en 232 krónur fyrir slægð- an þorsk. Blandaður slægður var á 191 kr. en bland- aður stór og óslægður á 200 kr. kílóið. „Fiskiríið hefur verið mjög gott að undanförnu og við erum ekki vanir að fá fisk um þetta leyti vegna þorskveiðibannsins, en línu- og handfærafiskurinn fer nánast allur í flug. Sömu sögu er að segja af netafiski þegar hann fer upp í 240 krónur en saltararnir kaupa stóra fiskinn þegar verðið er um 220 til 235 krónur.“ Upp í tæp sjö tonn á dag Feðgarnir Hafsteinn Sæmundsson og Heimir Haf- steinsson, skipstjóri, hafa gert út Trylli GK, níu tonna bát, í tvo mánuði á ári undanfarin fjögur ár en byrj ekki fyrr en 1. apríl að þessu sinni í stað 1. mars áð Þeir eru með 36 net og lönduðu um tveimur tonnum þorski í gær. Feðgarnir hafa komist upp í tæp tonn eftir daginn, en Stakkavík ehf. útvegar þ kvóta og kaupir aflann. „Þetta hefur gengið ág lega,“ segir Heimir. „Við höfum fengið um 28 tonn 1. apríl, mest austur á Krika, og það er ágætt í þr trossur, en við tókum okkur fimm daga frí páskana. Við eigum ekki nema um 1.700 kíló treystum því á leigumarkaðinn en verðið þar he verið hagstætt miðað við það verð sem við fáum n fyrir fiskinn. Við byrjuðum fullseint en verðum í minnsta fram að mánaðamótum og vonandi fra miðjan maí.“ Hafsteinn er 65 ára og hefur verið til sjós sí hann var 14 ára eða í rúmlega hálfa öld. Hann he verið í landi í vetur, unnið í beinaverksmiðunni, losnaði um mánaðamótin. „Það hefur verið hagst að leigja kvóta í vetur miðað við undanfarna vetur það munar öllu þegar menn eiga ekki nema um eit hálft tonn af kvóta eins og við.“ Góður gangur Stakkavík hefur unnið um 2.300 til 2.400 tonn saltfiski frá áramótum, að sögn Gests Ólafsson verkstjóra. „Þetta er heldur meira en undanfarin en apríl dregur okkur niður.“ Gestur segir að verkfallið hafi mikil áhrif en me það er fær Stakkavík fisk frá fjórum smábátum þess sem keypt er á markaði. „Við höfum tekið up 100 tonn á dag en síðan verkfallið hófst hafa þetta v ið 10 til 30 tonn á dag. Við erum með 10 til 15 man vinnu og unnið er fram á nótt ef því er að skipta en reynum að vinna allan fisk strax.“ Megnið af saltfiskinum fer til Portúgals en Ges áréttar að verkfallið hafi mikil áhrif. „Við eigum mikið af birgðum í húsinu að við getum pakkað næ tvær til þrjár vikurnar og með því að halda áfram taka við af þessum litlu bátum getum við haldið þe gangandi.“ Löndunarbið Maron GK fékk um 110 til 120 tonn af þorski í m og var aflaverðmætið um 18 til 20 milljónir en þrig manna áhöfnin á þessum tæplega 10 tonna báti he haldið uppteknum hætti í apríl. Karlarnir komu m Mikill afli hjá smábátunum og mikið líf í höfnum landsin Hæstánægðir í hringiðunni Það var mikið líf við Grindavíkurhöfn eftir hádegi í gær. Annars vegar komu smábátarnir hver af öðrum með vænan þorsk að landi og hins vegar voru iðnaðarmenn að dytta að skipunum sem liggja bundin við bryggju vegna sjómanna- verkfallsins. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari tóku púlsinn á hæstánægðum körl- unum í hringiðunni. Um 2.300 til 2.400 tonn af saltfiski hafa verið unnin hjá Stakkavík í Grind 46 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁTÖK Á GAZA SMÁSÖLUÁLAGNING Á GRÆNMETI OG ÁVEXTI Morgunblaðið birti sl. fimmtudagupplýsingar um smásöluálagn-ingu á grænmeti og ávexti. Samkvæmt þeim gögnum, sem blaðið hefur aflað sér, er álagningin iðulega 60– 80% og dæmi eru um álagningu sem er meiri en 100%. Sömu upplýsingar sýna að smásöluálagningin hafi síðastliðin fimm ár hækkað meira en heildsölu- álagning og jafnframt meira en vísitala neyzluverðs – með öðrum orðum að stór- markaðirnir hafi fengið í sinn hlut æ hærra hlutfall þess háa verðs sem ís- lenzkir neytendur greiða fyrir grænmeti og ávexti. Talsmenn stórmarkaðanna hafa rengt þessar upplýsingar. Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs hf., sagði t.d. í við- tali við Fréttavef Morgunblaðsins á skír- dag að álagning í verzlunum fyrir- tækisins hefði verið að meðaltali 28% á síðasta ári. „Við erum að sjá afkomu í matvörugeiranum á bilinu 1–1,5% og all- ar fullyrðingar um að við séum að stunda okurviðskipti eiga ekki við rök að styðj- ast,“ sagði Jón Ásgeir. Það eru reyndar hans eigin orð að kalla 60–80% álagn- ingu „okurviðskipti“. Slíkar fullyrðingar voru ekki settar fram í umfjöllun Morg- unblaðsins. Í Morgunblaðinu voru sett fram sund- urliðuð verðdæmi sem sýna smásölu- álagninguna. Talsmenn stórmarkað- anna voru beðnir um sams konar sundurliðun til að renna stoðum undir eigin staðhæfingar um að verðdæmin væru röng. Enginn þeirra var í fyrradag reiðubúinn að afhenda blaðinu slík gögn. Sumir vitnuðu til þess að þau væru við- skiptaleyndarmál. Aðrir segjast hins vegar ekkert hafa að fela. Í Morgunblaðinu í dag eru sundurlið- aðar tölur frá Hagkaupum um verð- myndun á nokkrum tegundum græn- metis í síðasta mánuði, þ.á m. tveimur sem fjallað var um í Morgunblaðinu á skírdag. Að sögn Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa, er með- alálagning verzlana þeirra á ávexti og grænmeti á bilinu 40-45%. Hagkaup gefa upp álagninguna 46% á gúrkur og 48% á tómata, en í þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið birti á skírdag kom fram að álagning væri tæplega 70% á gúrkur og rúmlega 100% á tómata. Þess- ar upplýsingar Hagkaupa eru forsenda fyrir því að hægt sé að fylgja málinu eftir og kanna í hverju munurinn er fólginn á þeim og dæmunum sem Morgunblaðið birti og byggð voru á gögnum sem blaðið aflaði sér. Að því leyti til eru þessar fyrstu upplýsingar Hagkaupa mjög verðmætar. Talsmenn stórmarkaðanna segja að Samkeppnisstofnun hafi verið send gögn um verðmyndun á ávöxtum og grænmeti en stofnunin hefur nú hafið sérstaka rannsókn á samskiptum heildsölu- og dreifingarfyrirtækja á grænmetismark- aðnum við smásölufyrirtækin. Við þessa rannsókn hefur Samkeppn- isstofnun væntanlega aðgang að öllum gögnum sem nauðsynleg eru til að kom- ast að hinu sanna um verðmyndun á grænmeti og ávöxtum, allt frá bónda til búðarborðs, og hvað hver fær í sinn hlut. Gera verður ráð fyrir að þegar stofnunin lýkur rannsókn sinni muni hún leggja þessar upplýsingar fram sundurliðaðar og gera þá jafnframt grein fyrir öllum afsláttum sem veittir eru í viðskiptum dreifingarfyrirtækjanna og stórmarkað- anna en ekki eingöngu þeim sem koma fram á innkaupanótum. Afslætti er hægt að veita með ýmsu móti. Margir hafa haft áhyggjur af þeirri samþjöppun sem átt hefur sér stað á smásölumarkaði með matvöru og aðrar nauðsynjar. Sú samþjöppun hefur m.a. verið rökstudd út frá aukinni stærðar- hagkvæmni; að stærri einingar geri kleift að gera hagstæðari innkaup og jafnframt að lækka annan kostnað sem síðan skili sér til neytenda í lægra vöru- verði. Stórmarkaðirnir eiga mikið undir því að geta sýnt fram á að þetta hafi gengið eftir, varðandi grænmeti og ávexti og auðvitað aðrar vörur einnig. Þegar ljóst var að ekki myndi nástsamkomulag í viðræðum Ísraela og Palestínumanna í samningaviðræðum þeirra í Camp David á síðasta ári ótt- uðust margir að afleiðingin yrði aftur- hvarf til ofbeldis og átaka. Þegar fyrir lá að deiluaðilar náðu ekki saman þrátt fyrir miklar tilslakanir Ehuds Baraks fjaraði hratt undan þeim öflum í Ísrael er vildu halda friðarumleitunum áfram. Ísraelar virtust túlka niðurstöðu Camp David sem svo að fyrst ekki væri hægt að ná samkomulagi við Palestínu- menn yrðu þeir að tryggja öryggi sitt með öðrum hætti. Ariel Sharon, sem um áratugaskeið hefur verið helsti fulltrúi þeirra er vilja sýna Palestínumönnum fyllstu hörku, náði kjöri sem forsætis- ráðherra með yfirburðasigri á Barak. Sharon hefur að undanförnu sýnt að honum er full alvara. Árásum á Ísrael hefur verið svarað með hörðum loft- árásum á Suður-Líbanon auk þess sem ísraelskt herlið hélt tímabundið inn á hluta Gaza-svæðisins á nýjan leik. Var það dregið til baka eftir hörð mótmæli Bandaríkjastjórnar en Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að viðbrögð Ísraela væru „úr hófi fram“. Átökin hafa verið að stigmagnast og ekki er hægt að útiloka að sú þróun haldi áfram og jafnvel að átökin breiðist út. Það gæti til dæmis gerst ef Sýrlend- ingar halda áfram að dragast inn í þau. Stefna Sharons virðist vera sú, líkt og búast mátti við, að svara hverri árás með enn harkalegri árás. Í stað þess að reyna að semja við andstæðinga Ísraels er reynt að halda þeim í skefjum með hernaðarlegum yfirburðum. Þessi stefna mun hins vegar ekki tryggja öryggi Ísraela til lengri tíma litið. Hún tryggir hins vegar að and- stæðingar Ísraels geta haldið áfram að ala á hatri í garð Ísraela og að ungir Palestínumenn munu í vonleysi sínu halda áfram að ganga til liðs við öfga- samtök á borð við Hizbollah. Ísraelar og Palestínumenn eiga ekki annarra kosta völ en að ná samkomu- lagi sem tryggir friðsamlega sambúð þeirra til frambúðar. Það myndi veita Ísraelum það öryggi er þeir hafa alla tíð þráð en Palestínumönnum eigið land og þau efnahagslegu tækifæri sem nauð- synleg eru til að veita íbúum Gaza og Vesturbakkans viðunandi lífsgæði. Ein- hvern tímann verður að slíðra sverðin. Eina þjóðin sem hefur burði til að knýja aðila að samningaborðinu eru Bandaríkjamenn. Takmörkuð afskipti nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum af þessum deilum ganga ekki til lengd- ar. Fyrr eða síðar verður Bush að fylgja í fótspor Clintons og láta málið til sín taka. Ella getur ný styrjöld brotist út í Mið-Austurlöndum með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.