Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 2
Þórsarar héldu uppteknum hætti í grannaslag á Akureyri B/3 Alfreð Gíslason lokaði á f́jölmiðla B/1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEÐRIÐ lék við þessi hross á Eyvindarmúla í Fljóts- hlíðinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið hjá. Folaldið er farið að fóta sig vel, og gott betur en það, því það virðist vera í danssveiflu þar sem það klór- ar sér á kviðnum. Foreldrarnir láta sér þó fátt um finn- ast og halda áfram að bíta gras. Morgunblaðið/RAX Hross í sveiflu á Suðurlandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur frestaði í gær að ákveða refsingu yfir átján ára gömlum pilti sem ákærður var fyrir líkamsárás gegn karlmanni á fimmtugsaldri. Pilturinn „skallaði“ manninn einu sinni, þ.e. veitti honum högg með andlitinu, með þeim afleið- ingum að maðurinn féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í götuna. Áverkarnir sem hann hlaut við fallið leiddu til stýritruflana í heila. End- anlegt mat lækna um heilsutjón mannsins liggur hins vegar ekki fyrir. Því var fallið frá bótakröfu af hálfu hans að upphæð rúmlega 7,3 milljónir króna að svo stöddu. Haldi pilturinn skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. Árásin átti sér stað í maí í fyrra. Vitni sögðu að eftir höggið hefði maðurinn fallið aftur fyrir sig og lent fyrst á hnakkanum án þess að aðrir líkamshlutar tækju fyrst við fallinu. Maðurinn missti meðvitund og var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Skömmu síðar var hann fluttur á gjörgæsludeild enda talinn í lífs- hættu. Þaðan fór hann í endurhæf- ingu. Í framburði læknis á Grensás- deild kom fram að þremur mánuðum eftir árásina var maðurinn með stýritruflanir í heila sem lýstu sér aðallega í frumkvæðisleysi, minni virkni til orðs og æðis og einbeiting- arskorti. Þá hafði hann skert innsæi í eigin fötlun og gerði sér ekki grein fyrir hversu hægur og frumkvæðis- laus hann væri orðinn. Minnið hafði einnig svikið hann. Hefur hafið greiðslu skaðabóta Pilturinn hefur játað að hafa veitt manninum höggið sem varð til þess að hann féll í götuna. Hann bar að sér hefði staðið ógn af manninum sem hefði verið mjög drukkinn. Pilt- urinn sagðist hafa verið hræddur við manninn og því slegið hann. Í nið- urstöðum dómsins segir að af fram- burði vitna megi ráða að maðurinn hafi verið svo ölvaður að hann hafi verið lítt til átaka fallinn. Hann hafi því litlum vörnum komið við fyrir- varalausri árás piltsins. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að pilturinn hafi ekki haft réttmæta ástæðu til þess að ætla að afleiðingar af árásinni yrðu svo afdrifaríkar sem raun ber vitni. Þá hafi hann boðist til að greiða manninum skaðabætur og hafið greiðslur þeirra. Ágreiningur er hins vegar um upphæð enda um miklar fjárhæðir að ræða. Í aðgerð rúmum þremur stund- um eftir komu á slysadeild Í dómnum kemur fram að mað- urinn kom á slysadeild um kl. 6 að morgni 13. maí í fyrra. Hann var þá með áverka á vör og blóð í nösum og blóðsamansafn á hnakka. Sneið- mynd var tekin af höfði hans um þremur klukkustundum síðar og í kjölfarið var gerð bráðaaðgerð á honum sem fólst í því að opna höfuð- kúpuna og hleypa blóði út. Heila- og taugaskurðlæknir á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi var fyrir rétti spurður að því, hvort þarna hefði lið- ið óeðlilega langur tími á milli. Hann svaraði því til að starfsfólk á slysa- deild hefði með nokkrum rétti talið manninn dauðadrukkinn, en hann hefði hreyft sig eðlilega og t.d. tekið af sér súrefnisgrímu sjálfur. Maður- inn hefði fyrst sýnt einkenni um að eitthvað væri að eftir röntgen- myndatöku af hálsliðum. Þegar hann var spurður um hvort batalíkur mannsins hefðu aukist ef aðgerðin hefði verið gerð strax sagði hann það almenna reglu varðandi skaða á mið- taugakerfi að því fyrr sem gripið væri inn í því betra. Læknirinn sagði að aðgerð af þessu tagi þyrfti að gera sem fyrst en eftir fjóra tíma ykist dánartíðni mjög hratt. Hann sagðist fullviss um að hefði aðgerðin ekki verið gerð hefði maðurinn látist. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómur frestaði ákvörðun refsingar Hlaut alvarlega áverka á heila FYRIRHUGAÐ verkfall Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga 30. og 31. maí mun aðallega valda röskun á göngu- og dagdeildum og skurð- stofum á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Áfram verður veitt bráðaþjónusta. Næsti fundur í kjaradeilunni verður næstkomandi mánudag. Á vegum hjúkrunarforstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa staðið yfir viðræður milli spít- alans og hjúkrunarfræðinga vegna undanþága í fyrirhuguðu verkfalli. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra mun verkfallið hafa mest áhrif á starfsemi göngu- og dagdeilda. Þar mun öll starf- semi leggjast af, komi til verkfalls, en þó verður eftir sem áður veitt krabbameinsmeðferð. Þá mun verða talsverð röskun á skurð- stofum spítalans og einungis veitt bráðaþjónusta þar. Starfsemi á slysa- og bráðamóttöku spítalans svo og gjörgæsludeildum raskast ekki, komi til verkfalls. Þá verður ekki teljandi röskun á starfsemi langdvalardeilda, s.s. fyrir geð- sjúka og aldraða. Næsti fundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá ríkissáttasemjara verð- ur nk. mánudag. Viðræður ganga ágætlega, að sögn Herdísar Sveinsdóttur, formanns félagsins, en samningsaðilar áttu síðast fund á miðvikudag. Hún segir að félagið sé þó ekki að fara að skrifa undir nýjan kjarasamning og því áfram unnið að undirbúningi fyrirhugaðs tveggja sólarhringa verkfalls. Fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga Veldur aðallega röskun á dag- og göngudeildum GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lýsti yfir ánægju sinni með nýjan kjarasamning sambandsins við launanefnd sveitarfélaga, sem undirritaður var hjá ríkissáttasemj- ara í gærkvöldi. Guðmundur sagði samninginn fela í sér töluverðar hækkanir á grunnkaupi, eða um 20– 30.000 krónur, þegar litið er til þeirra sem hafa öðlast þriggja ára starfsreynslu og eru orðnir fullgildir slökkviliðsmenn. Þeir fá greitt vaktaálag og hafa ákveðna vinnu- skyldu. Guðmundur sagði að á móti hækk- unum á grunnkaupi kæmi breyting á vinnutíma. „Einhver ábati felst í því fyrir atvinnurekandann sem skilar sér sameiginlega til hvorra tveggja,“ sagði Guðmundur. Auknar kröfur viðurkenndar Hann sagði að með samningnum væri verið að viðurkenna þær auknu kröfur sem gerðar eru til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Gerð væri krafa um að þeir sem sæktu um starf við slökkviliðsstörf eða sjúkraflutn- inga hefðu iðnmenntun eða sam- bærilega menntun, síðan tæki við 3–5 ára ströng sérþjálfun á sviði slökkvistarfa, sjóköfunar og sjúkra- flutninga. Guðmundur sagði að ekki hefði orðið hækkun á grunnkaupi þeirra sem væru nýbyrjaðir í starfi hjá slökkviliði. Morgunblaðið/Ásdís Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Óli Ragnar Gunnarsson úr samninganefnd LSS, Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður LSS, og Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. Felur í sér töluverðar grunnkaupshækkanir Kjarasamningur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Sérblöð í dag www.mb l . i s Brúðkaupsblaðið fylgir blaðinu í dag. Þar er fjallað um gamla tíma og nýrri, hérlendis og erlendis, og ýmsa siði meðal frum- byggja fjarlægra landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.