Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ má sanni segja að áður en Jagúar fönkdýrið byrjaði að læðast inn á tónleikastaði borgarinnar hafi fönkbeinið í íslenskum tónlistar- áhugamönnum verið óuppgötvað. Hljómsveitin Jagúar gaf út sinn fyrsta geisladisk fyrir einu og hálfu ári og hefur síðan, hægt en bítandi, verið að læra inn á óeðli íslenska tónlistarmarkaðarins. Hann er eng- um öðrum líkur, því hafa þessir pilt- ar fengið að kynnast. En Jagúar fönkdýrið urrar þótt á móti blási og er staðráðið í því að lifa af þeim hæfileikum sem Guð gaf því. „Stjórnum okkur sjálfir“ Meðlimir Jagúar hafa komið sér upp hljóðveri í æfingahúsnæði sínu og eru nú að leggja lokahönd á sína aðra plötu sem er væntanleg í búðir með sumrinu. „Við erum núna að klára að hljóð- blanda plötuna,“ segir Daði Birgis- son hljómborðsleikari Jagúar. „Við erum búnir að vera gera þetta alveg sjálfir, meira að segja spilað á hljóð- færin sjálfir(hlátur).“ Menn eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Við það frelsi sem það gefur að eiga sitt eigið hljóðver er ekki óalgengt að menn falli í þá gildru að gleyma sér í þægindunum og af- kasta minna en þeir myndu gera ef þeir þyrftu að borga fyrir hvern klukkutíma. Platan hefur verið í vinnslu í fimm mánuði sem þykir langur tími fyrir plötuvinnslu á Ís- landi, eru þeir félagar búnir að vera í afslöppun? „Við bara stjórnum okkur sjálfir og það er enginn að bögga okkur,“ segir Samúel Jón Samúelsson yngri, eða Sammi eins og hann er kallaður, básúnuleikari ákveðinn. „Við erum sex sem þrýstum hver á annan þannig að það er engin hætta á að þetta verði gert með hangandi hendi,“ útskýrir Daði. „Það er alltaf til staðar þegar það eru 6 manns í bandi. Maður hefur a.m.k. svigrúm til þess að verða veikur. Hérna verðum við ekki að vinna þegar við erum í slæmu skapi eða eitthvað svoleiðis bara vegna þess að við áttum bókaða hljóðvers- tímana. Það er rosalega gott.“ En skilar þetta frelsi sér í gæð- um? „Það verða eiginlega bara aðrir að dæma um það hvernig þessi plata er. Ég er ánægður,“ segir Börkur Birgisson gítarleikari hógvær. „Þessar upptökur eru tilrauna- starfssemi,“ segir Daði bróðir hans. „Enginn okkar hefur lært að taka upp og enginn okkar hefur unnið við slíkt. Útkoman er örugglega eftir því, mjög skemmtileg. Grunnarnir voru allir teknir upp „læf“ en svo er þetta endalaus yfirvinna, klippingar og hreinsanir.“ Kúlan nálgast Þennan síðasta mánuð hafa þeir þó verið að vinna undir tímapressu, því húsið, þar sem æfingaaðstaða þeirra er, átti að rífa í byrjun maí og stöðugt er verið að þrýsta á þá félaga að klára verkefnið til þess að hægt sé hleypa krananum með kúl- una að því. „Við vitum í raun ekki hvort við náum að klára þetta áður en þeir taka rafmagnið af. Það gæti verið tekið af á meðan við erum að hljóð- blanda síðasta lagið,“ segir Daði. „Þá verður það bara svona óraf- magnað lag,“ bendir Sammi spek- ingslega á. Hér myndast þögn í eina sekúndu, svo fatta allir brandarann og skella upp úr. „Svo höfum við bara smá tíma til þess að fara út, svo kemur kúlan,“ segir Daði. Sum laganna á nýju plötunni eru búin að vera á tónleikadagskrá hljómsveitarinnar í rúmt ár og því vel þroskuð. Önnur eru rétt skriðin út úr egginu. „Það urðu nokkrar hugmyndir til í upptökuferlinu. Tvær eða þrjár sem urðu bara algjörlega að nýjum lögum,“ útskýrir Daði. „Það er einn af þessum kostum við að vera með sitt eigið hljóðver,“ bendir Börkur á. „Sex manns eru kannski að „djamma“ saman og síð- an bara gerist eitthvað. Og núna getum við fangað andartakið í upp- töku! Sem er afar sjaldgæft.“ Fjölbreyttari plata en síðast Fyrsta plata þeirra félaga var mestmegnis tekin upp beint, þ.e.a.s. hljóðfærin voru tengd og svo var bara talið í og spilað. Með því var verið að reyna fanga þá hráu orku sem myndast á tónleikum. Nýja platan er tekin upp á þveröfugan hátt og hefðbundnari, þ.e. eitt hljóð- færi tekið upp í einu. „Okkur langaði núna til þess að taka upp hljóðversskífu þar sem við gætum breytt hlutunum,“ útskýrir Daði. „Gætum sett annan kafla ef við vildum. Svona getum við bætt við slagverki ef okkur finnst það allt í einu vanta. Þetta er bara allt önnur aðferð og ekkert betri en aðrar.“ En snúum okkur nú að aðalatrið- inu, tónlistinni. Við hverju mega fönkþyrstir búast? „Þetta er miklu fjölbreyttari plata en síðast,“ segir Sammi. „Þetta er kannski ekkert enda- laust stuð allan tímann,“ segir Daði. „Það eru þarna a.m.k tvö róleg lög. Þetta er eiginlega bara tilrauna- starfsemi-plata. Gerðum bara það sem okkur fannst gaman að gera.“ „Okkur langaði bara til þess að gera alvöru plötu,“ segir Sammi. „Síðast vorum við fastir í því að reyna að skrásetja hljómsveitina eins og hún hljómaði þá á tónleik- um.“ „Ef okkur langar einhvern tíma að ná þeirri stemningu sem hljóm- sveitin nær á tónleikum, þá ætlum viðbara að taka upp tónleikaplötu,“ segir Daði. „Síðast fórum við eitthvert svona millistig, það virkaði ekki alveg,“ bætir Börkur við. „Já, það má segja það. Við „fílum“ millistigið ekki. Þetta ferli er skemmtilegt. Og að spila á tónleik- um er skemmtilegt. En millistigið virkar ekki,“ segir Daði að lokum. Þá er bara að krossleggja fing- urna og vonast til þess að Jagúar fönkdýrið nái að ljúka sér af og forða sér út áður en kúlan kemur til þess að mölva heimili þess. biggi@mbl.is Ný Jagúarskífa í vændum Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hálfur Jagúar, (f.v.) Daði, Sammi og Börkur. Urrr… Meðlimir Jagúar eru að leggja lokahönd á breiðskífu í húsnæði sem á að rífa á næstu dögum. Birgir Örn Steinarsson hitti þá Börk, Daða og Samma og athugaði hvort þeir félagar væru í einhverri hættu staddir. !:A)' !@ ' >E)'  " '>C)'  "2>F)'                  ;#   6 #60 6  6< 6            6  6 ) 6) 6 )              !! """    MIðasala í Hallgrímskirkju frá kl. 13-18 alla daga. Sími 510 1000 27. maí - Kl. 20.00 Jósúa, óratóría eftir Händel Dramatísk óratóría um fall múranna í Jeríkó í flutningi fremstu listamanna: Nancy Argenta, sópran, Matthew White, kontratenór, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Magnús Baldvinsson, bassi, Schola cantorum, Barokkhljómsveit. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. 24. maí - 4. júní SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Í KVÖLD: Lau 19. maí kl. 19 – NOKKUR SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Þri 22. maí kl. 20-FORSÝN.- Miðinn kr. 1000 Mið 23. maí kl. 20- FORSÝN.- UPPSELT Fim 24. maí kl. 20 - FRUMSÝN.- UPPSELT Fös 25. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 1. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 2. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 15. júní kl. 20– NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 20 – NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler ATH. UPPSELT Á ALLAR SÝNINGAR Í MAÍ. MIÐASALA Á SÝNINGAR Í JÚNÍ Í FULLUM GANGI: Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 1. júní kl. 23 - NOKKUR SÆTI Lau 2. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 2. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Mán 4. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 7. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 8. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 9. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Lau 9. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 15. júní kl. 20 -NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 19 -NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 22 -NOKKUR SÆTI Þri 19. júní kl. 20 Á STÓRA SVIÐI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla- höfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin   Í HLAÐVARPANUM EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur 30. sýn. mið. 23. maí kl. 21.00 31. sýn. fös. 25. maí kl. 21.00 Síðustu sýningar. Fimmtudaginn 24. maí kl. 21.00 Bjargræðiskvartettinn með Lög Ómars Ósóttar pantanir seldar samdægurs.           #$%%&%'' %(()!(( *+"""   ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ,-./%-0#'1#.-#-.2--# 3  4.  45 "  6  ; )4((!! 7 =06   7 #60=0   4((!! 7 6<=06  7 )=0 7 # =< 7  48 *9 7 #>=< 7 =<  7 =<8 *9 7 #0=< 7 <=< 7  6=<8 *9  6)=<  6=<8 *9 7 6>=<  9  #6=<   5&:#;-<==21#-- %   9   & 6 =0 7 6=08 *9  % >      ?$62&&%@%%%6.1/A=#   /  & 6 =0 7 6)=0 7 6=0 7 ) =0   6=< 7  =<  )=<  9  #66=< Áhugaleiksýning ársins 2001: =B0?-=%&?#C;B#$ + 2-.#1 ?--:2DD&?#$   &*   EF F ? ( @A 7(9 (    4(% >    &#=%C&B5521&?#C;BC/%&&%1%-*  4( !!+ =G&%-0  D?1&%- ' %2=1# 0  *   =9    9   """     H       *!   7   8    * I> J7  I ! 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 lau 19/5 örfá sæti laus fim 24/5 næstsíðasta sýning lau 2/6 síðasta sýning Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. SÍÐUSTU SÝNINGAR Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 26/5 næstsíðasta sýning fös 1/6 síðasta sýning í Reykjavík SÍÐUSTU SÝNINGAR SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 25/5 kl. 23 MIÐNÆT. AUKASÝN. Misstu ekki af síðustu sýningu! HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ 530 3030 Opið 12-18 virka daga Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN Frums. þri 22/5 UPPSELT mið 23/5 UPPSELT fös 25/5, mið 30/5, fim 31/5, fös 1/6 FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi! lau 19/5 örfá sæti laus sun 20/5 nokkur sæti laus fös 25/5 örfá sæti laus sun 27/5 nokkur sæti laus fös 1/6 Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom- andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is VEÐUR mbl.is mbl.is STJÖRNUSPÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.