Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bikarkeppni Bridssambandsins Skráning er hafin í Bikarkeppnina í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 25. maí kl. 16.00, en dregið verður í 1. umferð þá um kvöldið. Keppnisgjald er kr. 4.000 fyrir hverja umferð. Síðasti spila- dagur hverrar umferðar: 1. umferð sunnudagur 24. júní 2. umferð sunnudagur 22. júlí 3. umferð sunnudagur 19. ágúst 4. umferð sunnudagur 16. september Undanúrslit og úrslit 29.-30. september. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing að Gullsmára 13 fimmtudaginn 17. mai. Meðalskor 168. Beztum árangri náðu: NS: Bragi Melax og Andrés Bertelsson 192 Sigurþór Halldórss. og Viðar Jónsson 188 Auðunn Bergsv.s. og Sigurður Björnss. 184 AV: Kristján Guðm.s. og Sigurður Jóhannss. 200 Heiður Gestsdóttir og Unnur Jónsdóttir 186 Kristj. Halldórsd. og Eggert Kristinss. 185 - Eftir eru þrír spiladagar 21., 28. og 31. maí. Ekki verður spilað á uppstigningardag. Stuttur tvímenn- ingur og kaffiveitingar 31. maí. Mæt- ing 12.45. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 10. maí. 19 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 266 Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 261 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 223 Árangur A-V Sigurður Pálss. – Ásta Erlingsd. 263 Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 253 Alfreð Kristjánss. – Birgir Sigurðss. 251 Tvímenningskeppni spiluð mánud. 14. maí. 18 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Alfreð Kristjánss. – Bragi Björnss. 252 Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lútherss. 248 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 245 Árangur A-V Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 255 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóferss.252 Albert Þorsteinss. – Hannes Ingibergss. 238 Sveit Kristjáns Más bikarmeistari Suðurlands Sveit Kristjáns M. Gunnarssonar, Selfossi, varð bikarmeistari 200l og vann sveit Péturs Hartmannssonar, Selfossi, í úrslitaleik. Með Kristjáni spiluðu auk hans, Grímur Magnússon, Sigurður Vil- hjálmsson, Helgi G. Helgason og Björn Snorrason. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n ALDARMINNING Fyrir hönd fjöl- skyldu Emilíu Jónas- dóttur leikkonu langar mig að minnast henn- ar með nokkrum orð- um á þessum tímamót- um en í dag hefði hún orðið hundrað ára. Amma Emilía fæddist 19. maí 1901 á Þing- eyri við Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru Jónas Jónasson og Ingibjörg Bergs- dóttir. Hún fluttist ung til Akureyrar og leikferill hennar byrj- aði snemma og lék hún frá unga aldri með áhugamannahópum en hennar fyrsta „skráða“ hlutverk er Greifafrúin í „Ambrosíus“ eftir Christian Molbeck hjá Leikfélagi Akureyrar undir leikstjórn Harald- ar Björnssonar. Amma Emilía lagði leið sína upp á leiksvið Reykjavíkur upp úr árinu 1940 og lék fjölmörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Hún réðst strax til starfa við Þjóðleikhúsið við opnun þess. Í hálf- an þriðja áratug lék amma Emilía ótal hlutverk á fjölum Þjóðleikhúss- ins. Amma Emilía var ævintýri, sann- kölluð heimskona sem fór sínar eig- in leiðir og var langt á undan sinni samtíð í svo mörgu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún ók um í „prívat“ bílum og fór í heimsreisur, hún lét drauma sína rætast. Það ríkti engin lognmolla í lífi hennar og það var spennandi að vera í návist hennar, fá að kynnast leikhúslífinu og fara með henni á kaffihús. Hvar sem hún kom þurftu gestir og gangandi að fá að taka í hönd hennar til að þakka henni fyrir skemmtunina og á fjöl- mörgum leikferðarlögum sínum um landið var augljóst að hún var elsk- uð og dáð, heimamenn færðu henni gjafir og buðu henni inn á heimili sín. Það var ævintýraheimur fyrir okkur barnabörnin að fá að fylgja henni og læra af sjálfstæðri ævin- týrakonu sem gustaði af. Ekkert var meira spennandi í þá daga en að fá að fara með henni á leikæfingar og á leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Einnig setti hún upp mörg leikverk fyrir árshátíð Skátanna í Reykjavík og þar var gaman að vera með henni. Amma Emilía er kannski hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Soffía frænka í Kardimommubæn- um eftir Thorbjörn Egner og sem tannhvöss tengdamamma, en það leikrit var sýnt a.m.k. 100 sinnum. Þar fór hún á kostum með sinni djúpu og hljómmiklu rödd og svipbrigðum. Enn í dag er hljómdisk- urinn með Soffíu frænku vinsælt barna- efni og löngu orðið klassískt. Hún var líka bangsamamma í Dýr- unum í Hálsaskógi og miklum vinsældum náði hún í hlutverki Nillu í Jeppa á Fjalli sem hún ferðaðist með um landið þvert og endilangt. En fyrst og fremst var amma Em- ilía yndisleg kona, skapstór en svo hjartahlý. Mörgum rétti hún hjálp- arhönd og til merkis um það þá má minnast þess að hún tók að sér konu, hana Pöllu okkar, sem átti um sárt að binda og bjó Palla hjá henni í yfir 20 ár. Amma Emilía bjó lengst af á Óðinsgötunni í Reykjavík en síðustu æviárin sín dvaldi hún á Sól- vangi í Hafnarfirði og lést þar 26. febrúar 1984. Við afkomendur henn- ar erum almættinu þakklátir fyrir að hafa fengið að ganga lífsveginn með henni, hún gaf svo mikið til okkar og það var svo sannarlega merkilegur skóli. Við söknum henn- ar á hverjum degi en vitum að hún er ávallt með okkur í leik og starfi. Guð blessi minningu þína, elsku amma Emilía. Að lokum langar okk- ur að endurbirta kvæði sem Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg orti að henni látinni. Á Sólvangi hún síðast gisti, hæglát, hljóð. En í barmi ennþá ríkti innri glóð, er yljaði hafði á árum liðnum okkar þjóð. Löng er hérna liðin ævi. Lánið sitt og hvað. Erfiðleikar, önn og gleði ekki er fært á blað. Aldrei gerast ævintýrin öll á sama stað. Allra líður ævi að kveldi. Einnig þín. Yfir minning merkrar konu mánasilfur skín. Á æðri sviðum er nú búsett Emilía mín. Fyrir hönd dætra, tengdasona og ömmubarna, Emilía Sigursteinsdóttir. EMILÍA JÓNASDÓTTIR Þegar mér barst sú frétt að Hjalti vinur minn væri dáinn hef ég aldrei á ævinni fundið eins mikið tóm innra með mér og ég ætlaði ekki að trúa því, það bara gat ekki verið satt. Vinur minn og jafnaldri sem var fæddur sama dag og ég dáinn. Ég var ekki búinn að þekkja Hjalta lengi en um leið og ég sá hann uppi í bústað þótti mér strax vænt um hann og sá strax að þetta væri strákur sem væri þess virði að þekkja og sú varð raunin. Hann var með hjarta úr gulli og var alltaf að koma manni á óvart með einhverju nýju og skemmtilegu. Ég á eftir að sakna þess þegar við vinirnir sátum í herberginu í Hjalta- bakkanum og vorum að eiga góða stund saman. Þessi kvöld sem við átt- um voru þau yndislegustu sem ég hef átt og munu vera í minningu minni um allan aldur. Okkar þétti vinahóp- ur mun aldrei vera sá sami án hans Hjalta okkar en við munum ávallt rifja upp og geyma minningarnar djúpt í hjarta okkar og þó að við mun- um ekki sjá hann veit ég að hann mun vera þar hjá okkur. Hjalti sem var svo sætur og góður við mig og passaði upp á mig og okkur öll ef eitthvað var að, hann var alltaf brosandi með þetta sæta glott sitt sem ég mun aldr- ei gleyma. Alltaf þegar hann var eitt- hvað að tala við hundinn minn talaði hann með þessum skemmtilega rúss- nenska hreim „Tító kondu til pabba“. Þegar við vorum öll saman vorum við alltaf að hlæja, það var alltaf gleði hjá okkur krökkunum. Ég er fegin að við áttum þessa góðu helgi öll saman í Hjaltabakk- anum og ég fékk þetta síðasta tæki- færi til að faðma hann oft og segja honum hvað mér þótti vænt um hann. Ég bið góðan Guð að geyma Hjalta minn í ljósinu og gefa fjölskyldu hans og vinum styrk. Ásta Ruth Ísleifsdóttir. Þar sem ég sit hér við tölvuna og er að hugsa um hann Hjalta litla kemst ég að því að ég veit í rauninni ekkert um hann, þ.e. uppvöxt og annað slíkt HJALTI S. SVAVARSSON ✝ Hjalti S. Svavars-son fæddist í Reykjavík 4. júní 1979. Hann lést 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 17. maí. sagn- og ættfræðilegt, sem er ólíkt mér eins og flestum Íslendingum. Okkur finnst ekki verra að þekkja til fólks sem við kynnumst og spyrj- um það yfirleitt um ætt- ir, uppruna eða tengsl við annað fólk, svona til að athuga að hve miklu leyti við getum treyst því. Í sambandi við Hjalta held ég mér hafi aldrei dottið slíkt í hug, hann var svo góðmenn- islegur að hann þurfti enga ætt til að staðfesta það fyrir mér. Ég komst reyndar að því fljótlega eftir að ég sá hann fyrst að hann fékkst við nokkuð sem hon- um var ekki hollt og varð ég ekki hrif- in, en það var svo bjart yfir honum að það var ómögulegt annað en að fá fyr- ir honum einskonar móðurlega tifinn- ingu. Hjalti var líka þægilegur í um- gengni, greiðvikinn og ótrúlega hugulsamur miðað við ungan aldur – vel upp alinn, mundi hún mamma mín segja. Hann var líka ágætlega vel gefinn og synd að hann gat ekki beitt orku sinni til að nýta það, sér til lengra og farsælla lífs. Svo vill til að ég skrifa þessi orð áður en ég legg af stað með plötutöskur til að leika fyrir dansi á 22. Ég mun sakna þess í diskóbúrinu að fá aldrei framar koss, faðmlög og bjórsopa frá Hjalta í hita og svita leiksins, en hann hugsaði vel um sinn plötusnúð þegar hann var á svæðinu þótt maður hefði haldið að hann hefði nóg með að skemmta sjálf- um sér. Ég sendi foreldrum Hjalta, systkinum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Hvíli þeirra góði drengur í friði. Andrea Jónsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessari ljóðlínu langar mig að minnast þín, Hjalti minn, ég þakka Guði þá blessun að hafa fengið að kynnast þér og hjartagæsku þinni. Minningar mínar um þig eru margar og góðar og ef ég ætti að rifja þær all- ar upp þá yrðu það margar blaðsíður sem hér myndu birtast. Því vil ég að- eins kveðja þig með þessum örfáu orðum. Ég veit að þú ert komin þang- að sem leið okkar allra liggur og ég mun ætíð geyma minninguna um þig á sérstökum stað í hjarta mér því jafn trausta og hjartahlýja vini er erfitt að finna. Megi Drottinn blessa sálu þína. Hvíl í friði, kæri vinur. Ég bið Drottin um að blessa og hughreysta foreldra, systkini og ástvini Hjalta í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Jóna. Elsku Hjalti. Það er erfitt að skilja það að nú sjái ég þig ekki aftur, brosandi og hlæj- andi eins og þú varst vanur að vera. Vita ekki til þess að koma til Helenu og þar situr þú með stríðnissvip á andlitinu og segir „ég er kóngurinn“. En þó er gott að vita að þér líður bet- ur núna. Hjalti minn, þú varst ynd- islegur vinur, traustur, skemmtilegur og góður. Takk fyrir þann tíma sem ég hafði til að kynnast frábærum vini. Sjáumst þegar minn tími kemur. Þín Lilja Bryndís. Þá er enn einn hermaður fallinn. Ég hugsa þessi orð með tregabland- inni tilfinningu. Hjalti var sko enginn venjulegur hermaður, hann var heill her. Við fyrstu kynni gat hann virkað kaldur, hlédrægur og jafnvel frá- hrindandi, það var ef maður hitti hann undir vissum kringumstæðum, en um leið og maður kynntist hans innra eðli, þessu „sóðalega“ glotti og datt inn í þessi stóru, glampandi augu átti maður sér ekki viðreisnar von. Hjalti var fluggreindur og hafði óbil- andi skopskyn en var einnig blíður og örlátur og hafði heimsins stærsta hjarta. Hann vildi alltaf vita hvernig maður hefði það, hvernig gengi og hvort mann vantaði eitthvað. Hann var vinur vina sinna, hinir máttu eiga sig. Hann var þægilegur í umgengni og það var endalaust hægt að hlæja að því sem valt upp úr honum, það var heldur aldrei neitt kjaftæði, hann talaði hreint út og ætlaðist til að aðrir gerðu það sama. Það var kannski ekki alltaf tekið út með sældinni að þykja vænt um Hjalta, en hvað gat maður annað? Ég kveð þennan hug- rakka hermann með djúpri sorg og mikilli eftirsjá, það verður aldrei ann- ar Hjalti. Elsku Hjalti minn, ég vona að þú sért á betri stað en þessum sem við hin sitjum eftir í. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu og þar skal ég geyma þig svo lengi sem ég lifi. Hittumst þegar þar að kemur! Ekkert rugl! Ég vil votta fjölskyldu Hjalta mína dýpstu samúð, hann var yndisleg manneskja sem þið megið öll vera stolt af. Megi hann hvíla í friði. Laufey. Sofðu, barnið mitt blíða, ég býð þér góða nótt. Nú er allt kringum þig orðið svo undur kyrrt og hljótt. Í húminu horfi ég á mánann, hann brosir svo blítt til þín. Ég sit hjá þér og syng við þig og signi þig, ástin mín. (Kristín Jóhannesd. frá Syðra-Hvarfi.) SMÁRI FREYR KRISTJÁNSSON ✝ Smári FreyrKristjánsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 2000, sonur Margrétar Westlund og Kristjáns Óskars- sonar. Hann lést á Borgarspítalanum 4. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju 11. maí. Við trúum því að Smára Frey líði vel og lífsins dísir leiði hann um ljóssins fögru lönd. Ástkæri hugljúfi snáð- inn okkar, sem varst tekinn allt of fljótt frá okkur. Brúnu stóru augun og fallega brosið sem yljaði öllum um hjartarætur. Guð geymi þig, elsku Smári Freyr. Kristján, Margrét, Stefán Róbert og Ómar Freyr, við biðjum um huggun og styrk til ykkar, svo að þið getið aftur farð að sjá birtu og gleði lífsins. Himnanna Drottinn, þínir herskarar syngja, heyr þú, ég kalla á þig. Ég bið þig nú, faðir, að bljúgu hjarta, bænheyr þú mig. Leið alla að lifandi lindum, lífsuppspretta ert þú. Nú bjarmar af degi, nú birtir í veröld, blíða rödd heyri ég nú. Í hjarta friðurinn færist, hið fegursta í mannssál skín. Leið alla í ljóma og sælu í ljóssins dýrð til þín. (Kristín Jóhannesd. frá Syðra-Hvarfi.) Dúfa, Óskar, Rósa, Eyrún, Óskar Haukur, Ívar Örn og Tómas Björn. Hann elsku litli Smári Freyr hvílir nú í friði. Við söknum hans mikið og minningar um hann verða ávallt í hjörtum okkar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Ástar- og saknaðarkveðjur frá Evu Björgu, Mörtu Kristínu og Óskari Þór. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.