Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur ÁrniPálmason fædd- ist 7. maí 1931 á Svarfhóli í Laxárdal, Dalasýslu. Hann lést á heimili sínu, Engi- hlíð í Laxárdal, 11. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Pálma Finnbogasonar frá Sauðafelli í Miðdöl- um, f. 25.5. 1892, d. 17.7. 1970, og Stein- unnar Árnadóttur frá Jörva í Hauka- dal, f. 28.4. 1899, d. 30.5. 1981. Þau bjuggu allan sinn búskap á Svarfhóli. Bræður Ólafs voru Finnbogi, f. 7.4. 1929, d. 11.12. 1972, og Hreinn Heiðar, f. 31.7. 1935, d. 29.2. 1980. Hinn 7.4. 1956 kvæntist Ólafur fyrri konu sinni Hrafnhildi Sigurð- ardóttur, f. 2.8. 1937. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Sigurður, raf- virkjameistari á Akureyri, f. 26.6. 1955, kvæntur Guðlaugu Kristins- dóttur, þjónustufulltrúa hjá Ís- landspósti, f. 4.3. 1958. Þeirra dóttir er: Hrafnhildur Guðrún f. 22.1. 1978. 2) Pálmi, húsasmíða- meistari í Stykkishólmi, f. 24.10. 1956, kvæntur Guðrúnu Ernu Magnúsdóttur, kennara við dal, bóndi á Kálfhóli I, f. 2.10. 1974, gift Eggerti Jóhannessyni, f. 6.9. 1974. Dætur þeirra eru Ástrós Ýr, f. 16.5. 1994, og Sandra Dögg, f. 12.8. 1996. Einnig ólust að hluta til upp hjá Ólafi bróðursynir hans: Pálmi Finnbogason, stjórnmála- fræðingur í Reykjavík, f. 19.5. 1964, kvæntur Sigríði Svövu Rafnsdóttur garðyrkjufræðingi, f. 22.1. 1957, og Ólafur Finnbogason, náms- og starfsráðgjafi í Reykja- vík, f. 6.7. 1966. Hans dóttir er Ás- dís, f. 3.9. 1989. Einnig bróðurson- ur Valdísar: Ólafur Grétar Pétursson, bílstjóri í Reykjavík, f. 25.11. 1975, sambýliskona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir skrif- stofustúlka, f. 12.11. 1973. Þeirra dóttir er Ylfa Karen, f. 29.5. 2000. Ólafur hóf búskap á Svarfhóli með föður sínum og Heiðari bróð- ur sínum. Hann byggði nýbýlið Engihlíð í landi Svarfhóls, hóf þar búskap 12. maí 1956 og bjó þar það sem eftir var ævinnar. Á sínum yngri árum var hann virkur félagi í Ungmennafélaginu Ólafi Pá. Hann var virkur félagi og sat í stjórnum Búnaðarfélags Laxár- dalshrepps, Fjárræktarfélagsins Vonar og Veiðifélags Laxdæla. Einnig var hann virkur félagsmað- ur og starfaði mikið fyrir Hesta- mannafélagið Glað og Hrossa- ræktarsamband Dalamanna, m.a. við flest hestamannamót á þeirra vegum undanfarin ár og áratugi. Útför Ólafs fer fram frá Hjarð- arholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Grunnskólann í Stykkishólmi, f. 21.1. 1957. Þeirra dætur eru: Margrét, f. 25.7. 1980, unnusti hennar er Sigurþór Smári Einarsson, f. 24.3. 1975, og Berghildur f. 11.1. 1986. 3) Steinunn Lilja, verkakona í Reykjavík, f. 31.12. 1959, gift Mikael Ágúst Guðmundssyni, vélamanni, f. 5.8. 1956. Þeirra börn eru: Ólafur Árni, f. 20.7. 1978, unnusta hans er Guðný Lára Óskarsdóttir, f. 5.6. 1982, Dagný Lára, f. 30.11. 1979, Guðmundur Friðgeir, f. 14.8. 1981, og Sigríður Fjóla, f. 27.5. 1989. 4) Páll Reynir, verkamaður í Hafn- arfirði, f. 17.2. 1964, sonur hans er Sigurður Árni, f. 5.9. 1998. Hinn 27.2. 2000 kvæntist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Valdísi Sig- urjónu Óskarsdóttur, f. 26.2. 1948. Dóttir þeirra er Kolbrún Þóra, f. 22.6. 1981, og dóttir hennar er Alda Karen, f. 3.10. 1999. Þá ólust upp hjá Ólafi börn Valdísar: Har- ald Óskar Haraldsson, bóndi á Svarfhóli, f. 17.3. 1970, sambýlis- kona hans er Monica Backmann, f. 2.3. 1973, og Sigrún Herdís Arn- Ég vil í fáum orðum minnast tengdaföður míns, Ólafs Árna Pálma- sonar. Hann fæddist á Svarfhóli í Laxárdal en byggði sér nýbýlið Engi- hlíð í sama landi og bjó þar alla sína tíð. Má segja að hann hafi aldrei að heiman farið. Fram til ársins 1980 bjó Olli með fyrri konu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur en seinni kona hans er Valdís Óskarsdóttir. Olli var hægur og ljúfur maður og öllum leið vel í návist hans, ekki síst börnum. Þó komur okkar Pálma í Engihlíð hafi verið stopular um ára- bil, naut Pálmi þess hin síðari ár að dvelja oft í Engihlíð og kynntist pabba sínum þá upp á nýtt, eins og hann segir sjálfur. Þeir feðgar áttu mjög skap saman og dunduðu sér síð- ustu misserin við það að lagfæra hús- ið í Engihlíð, og var það hugðarefni beggja. Berghildur dóttir okkar hefur nokkur undanfarin ár átt sínar bestu stundir í sveitinni, bæði í Engihlíð og á Svarfhóli. Henni leið vel í návist afa síns, í fjárhúsunum eða við önnur störf og alltaf hefur hún átt gott at- hvarf hjá Dísu. Fyrir þetta er ég þakklát. Þótt Olli sé farinn er Engihlíð enn á sínum stað og þangað munum við áfram leita og finna fyrir návist hans, sem hvílir nú í friði á öðrum stað í Laxárdalnum. Megi góður guð veita okkur öllum styrk sem horfum á eftir honum. Guðrún Erna Magnúsdóttir. Elsku besti afi minn. Ég hefði aldr- ei getað trúað hve skammt getur ver- ið milli gleði og sorgar fyrr en ég frétti að þú værir dáinn. Það var ekki liðin vika frá því að við vorum öll sam- an komin, fjölskylda þín, vinir og ætt- ingjar að fagna með þér sjötíu ára af- mælinu þínu. En svona er nú bara lífið, það ræður enginn sínum næt- urstað. Ég hef aldrei farið í eins veg- lega og skemmtilega veislu og afmæl- isveisluna þína, þar sem ungir og aldnir skemmtu sér saman við söng og dans fram undir morgun. Við verðum öll ævinlega þakklát fyrir þessa stund, og ég er mjög glöð yfir því að Smári unnusti minn fékk að hitta þig, þótt ekki væri nema í þetta eina sinn. Ég er ákaflega glöð og þakklát fyr- ir það að hafa átt með þér góðar stundir á síðustu dögum þínum þótt ég hafi ekki búist við að þetta væri í síðasta skipti sem ég hitti þig í þessu lífi. Þú varst svo sæll og glaður þegar þú varst að sýna mér út um gluggann á húsinu ykkar í Engihlíð hvar þið pabbi ætluðuð að smíða pall og hafa grill. Þú sýndi mér líka hvar þið ætl- uðuð að hafa garð með trjám og blómum. Þessi minning er svo falleg og ljós. Þú varst svo glaður og ánægður og góður eins og alltaf, enda nánast öll fjölskyldan saman komin og þið Dísa þín svo til nýgift. Allar minningar mínar úr sveitinni eru dásamlegar þó að ég hafi aldrei dvalið hjá ykkur að staðaldri, enda fékk hún Berghildur systir mín öll „sveitagenin“ og hefur hún hvergi unað sér betur en einmitt í sveitinni hjá ykkur Dísu. Ég hef alltaf sagt öll- um vinum mínum frá afa mínum í sveitinni og stolt sagt frá því að ég eigi kind og hafi meira að segja átt hálfan hest með Dísu. Ég man svo vel eftir Smala, hundinum þínum, og Depli og Doppu. Allar þessar minn- ingar eru gullsins virði og ég ætla áfram að fara í sveitina þegar ég hef tækifæri til og heimsækja Dísu, Kollu, Öldu, Halla og Monicu. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku afi minn, en ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Minning þín er ljós í lífi okkar allra. Þín sonardóttir, Margrét Pálmadóttir. Þar kom símtalið, ég var búin að hafa það á tilfinningunni að afi færi í sumar, ég veit ekki af hverju. Oft hef ég eytt pörtum úr sumrum í sveitinni hjá þér, afi minn, en minni stæðast er mér síðasta sumar- ið sem ég var þar, það var sumarið þegar ég var 15 ára. Ég fór mikið á hestbak og fékk að ríða heim af Nes- oddanum og það þótti mér mjög gam- an. Svo var líka alltaf kapp á milli okkar frændsystkinanna um það hver næði að setjast í stólinn þinn, afi, hann var og er bestur. Svo var líka gaman að sitja við hliðina á þér uppi í fjárhúsum, þú sast og reyktir pípuna þína og ég sat og fylgdist með milli þess sem ég lék mér við kisurnar eða staflaði böggunum upp inni í hlöðu. Eftir þetta sumar hafa ferðirnar vestur ekki verið margar en ég ætlaði að fara núna fljótlega eftir prófin til að fagna afmælinu með þér, afi minn. En núna hefurðu kvatt þessa ver- öld og ert kominn í þá næstu og ég hlakka til að hitta þig þar, ég kveð þig nú með söknuði. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. En dánum fannst okkur sjálfsagt að þakka þér og þyrptumst hljóðir um kistuna fagur- búna. Og margir báru þig héðan á höndum sér, sem höfðu í öðru að snúast þangað til núna. En þetta er afrek, sem einungis látnum vinnst, í allra þökk að gerast virðingamestur. Því útför er samkoma, þar sem oss flestum finnst í fyrsta sinn rétt, að annar sé heið- ursgestur. Loks fundum við til þess með stolti og sorg í senn er síðast héldum við burt frá gröfinni þinni, að við, sem þig kvöddum, vorum þá lifandi enn, að vísu með Allt eins og blómstrið í fersku minni. En þá að við sjáum til ferða dauðans hvern dag og drottinn stuggi við okkur á marga lundu, er þetta hið eina ævinnar ferðalag, sem aldrei er ráðið fyrr en á síðustu stundu. Mér dylst að vísu þín veröld á bak við hel, en vænti þess samt, og fer þar að prestsins orðum, að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel, því okkar megin gengur nú flest úr skorðum. Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú, að heimurinn megi framar skaplegur ger- ast, og sé honum stjórnað þaðan, sem þú ert nú, mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi berast. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Dísa og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur G. Sigurðardóttir. Nú er hann Olli í Engihlíð allur. Það er alltaf þannig að fréttir um andlát koma manni í opna skjöldu og andlát Olla var þar engin undantekn- ing. Olli var nýlega orðinn sjötugur og hafði átt góðan afmælisdag sem hann hélt upp á með fjölskyldu og vinum. Þegar við hugsum um Olla þá var hann í okkar huga holdgervingur hins íslenska bónda. Hæfileikar hans til að temja hesta voru einstakir og var um það talað að hans yfirvegaða og blíða skap hefði þau áhrif á dýrin að þau hræddust hann ekki og hann gat gengið að þeim og fengið þau með þolinmæði til að gera sinn vilja. Hann var alltaf sallarólegur, talaði hægt og brosti í kampinn, tróð í pípuna sína með hægum og hnitmiðuðum hand- tökum. Mynd af Olla kemur upp í hugann þar sem hann gengur þúfna- gang með hendur fyrir aftan bak eftir túninu. Við systurnar vorum í sveit hjá Olla og Hebbu móðursystur okk- ar þegar við vorum börn og unglingar og hugsum til baka til þess tíma sem við áttum í Engihlíð sem meðal allra bestu stunda sem við höfum lifað. Í Engihlíð nutum við frelsis og það voru ekki gerðar óhóflegar kröfur til vinnuframlags af okkar hálfu þó að við höfum stundum þurft að taka til hendinni bæði til inni- og útiverka. Það var eftirsóttast hjá okkur að fá að fara með Olla í útiverkin af því að hann var svo barngóður og blíður við okkur og okkur fannst við vera öruggar með honum. Hann var aldrei neitt að æsa sig þó að manni færust verkin ef til vill ekki allt of vel úr hendi og var þolinmóður með af- brigðum. Olli átti auðvelt með að sjá það skondna í tilverunni og við mun- um eftir mörgum tilvikum þar sem Olli hló sínum hljóða hlátri og varð máttlaus í hnjáliðunum. Til dæmis eins og þegar Fjóla var að baka köku og Hebba hafði sagt henni að ef það heyrðist í kökunni þá væri hún ekki bökuð. Fjóla tók kökuna út úr ofn- inum og hlustaði með því að leggja formið að eyranu en þá vildi ekki bet- ur til en svo að kakan hálfbökuð lak hljóðlega niður á gólf. Þetta atvik kitlaði hláturtaugar Olla svo um munaði og Fjóla gleymir þessu atviki aldrei. Svo voru það draugasögurnar sem okkur voru sagðar á kvöldin, sér- staklega rétt áður en við áttum að fara út að Svarfhóli til að sofa þar vegna fjölmennis í Engihlíð. Þá voru það skjálfandi lítil strá sem gengu yf- ir túnið í myrkrinu og sáu margt sem er venjulega hulið mennskum aug- um. Sérstaklega er okkur minnis- stætt þegar við sáum hálfan hest úti á túni og urðum skelfingu lostnar, því að þarna var örugglega draugahestur lifandi kominn. En þegar betur var að gáð var þetta bara hann Skjóni gamli sem var þannig skjóttur að helmingurinn var grár en restin brún. En við vorum ekki bara hrædd- ar með draugasögum, okkur voru einnig gefin ráð til að verjast þessum forynjum úr öðrum heimi. Eitt af því sem okkur var sagt var að draugar hrykkju undan stáli og þá fann Helga stálgreiðu sem hún hélt eins og hnífi og gekk með á undan sér og við hinar gengum lafhræddar á eftir, en það merkilega var að með stálgreiðuna að vopni óx okkur ásmegin og óttinn dvínaði og þegar við vorum komnar alla leið yfir að Svarfhóli vorum við tilbúnar að mæta hvaða móra sem var, Sólheima- Móra eða öðrum. Svo var það seinna þegar við vorum komnar yfir tvítugt, það hafði verið harður vetur og Fjóla var á Siglufirði, henni leið ekki vel og fannst hún þurfa að komast í burtu til að hvíla sig og endurnæra sálina, þá var hringt í Hebbu og Olla og það var ekki við annað komandi en að Fjóla kæmi að Engihlíð strax daginn eftir og Olli taldi það ekki eftir sér að sækja hana í rútuna að Brú í Hrútafirði. Hann var ekkert að víla það fyrir sér þó að yfir erfiða heiði væri að fara og veðrið væri rysjótt og vegurinn glerháll. Þetta er hugarþel sem Fjóla vill sér- staklega þakka fyrir. Það væri ef- laust hægt að halda lengi áfram með alls konar sögur en ætli við höldum ekki restinni fyrir okkur að ylja okk- ur við í minningunni. Olli og Hebba móðursystir okkar eiga fjögur börn, Sigga, Pálma, Steinunni Lilju og Pál Reyni, þau eru náttúrulega öll orðin uppkomin, gift og gengin út eins og þar stendur, en þegar við hugsum til baka gerum við okkur grein fyrir því, að þegar við vorum í Engihlíð, þá finnst okkur eins og við höfum verið hluti af barna- hópnum þeirra. Enginn mismunur var gerður á eigin börnum og að- komubörnum skyldum eða óskyldum svo að við munum eftir og það er sennilega ástæða þess að við minn- umst tímans hjá Olla og Hebbu í Engihlíð sem einhvers besta tíma sem við höfum átt. Að vísu skildu Olli og Hebba seinna en tengslin við Olla í Engihlíð hafa aldrei rofnað. Við vottum fjölskyldu Olla okkar dýpstu samúð. Minningar um góðan dreng munu búa í hjarta okkar um alla framtíð og við þökkum fyrir þau forréttindi að hafa fengið að vera Olla samferða. Helga og Fjóla Markúsdætur. Maímánuður er tími gróskunnar þegar vetur víkur og sveitir landsins lifna við með grænkandi högum. Maí er einnig tími eftirvæntingar og óþreyju því hér á árum áður þýddi það fyrir tvo bræður úr Vesturbæn- um að sá tími nálgaðist að haldið skyldi í sveitina. Tveir nýklipptir strákpjakkar mættu að afloknum prófum á BSÍ með stígvélin sín og ferðatöskuna og var ferðinni heitið vestur í Dali – vestur í Engihlíð til föðurbróður okkar Ólafs Árna Pálmasonar (Olla) og fjölskyldu hans. Uppvaxtarár okkar bræðra snerust að stórum hluta um þessa sumardvöl okkar í Engihlíð en fyrstu sumrin dvöldum við þó á Svarfhóli eða allt þar til faðir okkar Finnbogi Pálma- son lést fyrir aldur fram. Upp frá því hét sveitin Engihlíð og vorum við teknir inn á heimili Olla líkt og hans eigin börn værum. Ekki er laust við að nú nokkuð mörgum árum síðar fari um okkur fiðringur er þessi árs- tími nálgast. Olli gekk okkur þannig nánast í föðurstað og á Hrafnhildi fyrri konu Olla og börn þeirra litum við sem okkar eigin fjölskyldu. Hið sama var upp á teningnum er Valdís (Dísa) seinni kona Olla fluttist í Engi- hlíð ásamt börnum sínum og síðar er þeim fæddist dóttirin Kolbrún. Ætíð hafa verið miklir fagnaðarfundir er við komum í Dalina þótt ferðirnar séu ekki eins tíðar og hér áður og alltaf er það eins og að koma heim. Þannig var það er Olli hélt upp á sjötugsafmæli sitt fyrir tveimur vikum og við gerð- um okkur glaðan dag með öðrum Laxdælingum sem fjölmenntu í glæsilega veislu til heiðurs afmælis- barninu. Gaman var að hitta sveit- unga Olla og sérstaklega þá eldri sem við höfðum litið upp til og umgengist sem börn og unglingar. Olli átti þar góðan dag við söng og gleðskap og greinilegt að öllum var hlýtt til hans og hann mikill vinur sveitunga sinna. Þannig upplifðum við bræður líka Olla sem hlýjan og ljúfan mann sem undi hag sínum við bændastörfin í Laxárdalnum hvar hann ól allan sinn aldur. Minningin um Olla ríðandi um eignina á hinum glæsilega Gáska sín- um er okkur ljóslifandi – Gáska reið enginn nema húsbóndinn. Okkur þótti vænt um Olla því hann reyndist okkur bræðrum og móður okkar Rannveigu alla tíð vel og var okkur það því mikil harmafregn er við frétt- um andlát hans. Það er margs að minnast þegar hugurinn reikar vest- ur í Engihlíð og erfitt að tjá í svo fáum orðum tilfinningarnar sem við bræður berum til þess manns sem hafði svo sterk áhrif á uppvaxtarár okkar. Þó er ljóst að efst í huga okkar er þakklæti til Olla og heimilisfólks- ins í Engihlíð sem gaf okkur svo mik- ið og veitti okkur þau forréttindi að fá að njóta sveitavistarinnar. Okkur er það mikilvægt að þau bönd bresti ekki. Við viljum votta Dísu, börnum hennar, Kolbrúnu og uppkomnum börnum Olla og barnabörnunum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Olla. Pálmi og Ólafur. Elsku Olli, ekki átti ég von á því að kallið þitt væri komið en við ráðum þessu víst ekki. Ég veit að þið pabbi eruð farnir að þeysast á fákunum ykkar um grænar grundir hjá guði. Ekki er langt síðan pabbi kvaddi okk- ur hér en að mann hafi grunað að þú mundir kveðja okkur svona fljótt, nei og aftur nei. Ég þakka ykkur Dísu innilega fyr- ir þá síðustu stund sem ég átti með ykkur fyrir svo stuttu, en að þá dytti mér í hug að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæti með ykkur, nei og aftur nei. Aldrei fór mikið fyrir þér eða að maður heyrði þig tala um að þú hefðir mikið að gera, alltaf áttirðu tíma til að tala við mann þegar maður kom í heimsókn. Þitt yndi var að smíða og sinna störfum þínum á bænum þínum og það var alveg sama hvaða börn komu til þín, öll hændust þau að þér og þú gafst þeim tíma. Ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Og ég votta þér, elsku Dísa systir, og börn- um ykkar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og guð varðveiti ykkur í ykkar miklu sorg. Þín mágkona, Bogdís Una og fjölskylda. ÓLAFUR ÁRNI PÁLMASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.