Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 HINN 12. apríl sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Hinn grimmi Guð“. Þar hélt höf- undurinn því fram að Guð ætti það til að reiðast. Máli sínu til stuðn- ings vísaði hann til nokkurra ritn- ingarstaða, einkum úr Gamla testamentinu, en einnig úr Nýja testamentinu, sem með einum eða öðrum hætti bera vitni um reiði Guðs. Að lokum kemst greinarhöf- undur að þeirri niðurstöðu að kristnir menn sem bíða komu Guðs hins alvalda vænti í rauninni einskis annars en að láta hneppa sig í þrældóm. Mér sýnist nokkur rangtúlkun á kristinni trú vera á ferðinni í of- annefndri grein. Það er að vísu þekkt fyrirbæri að nútímamenn, sem eru gagnrýnir á kristindóm- inn og þau mótandi áhrif sem kristin trú hefur haft á okkar vest- rænu menningu um aldanna raðir, tíni gjarnan til einstaka ritning- arstaði til að styðja málstað sinn. Þannig slíta menn texta úr sam- hengi sínu án þess að gera grein fyrir aðferðafræði sinni og þá hættir mönnum til að fara á mis við þá trú sem kristnir menn boða og sem þeir eru að gagnrýna. Slík- um aðferðum ber því að hafna. Hvað varðar umfjöllunina um hinn grimma Guð er vissulega rétt að biblían talar á ófáum stöðum um reiði Guðs. Í því samhengi ber hæst hótun Guðs sem er endurtek- in í sífellu í 5. Mósebók (sjá sér- staklega 5M 27,26) að þeir menn sem brjóti lögmál Guðs muni um- svifalaust reyna tortímingarmátt hans. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn lifandi maður megnar það af eigin krafti að lifa sam- kvæmt vilja Guðs, því að við erum öll undantekningarlaust í fjötrum syndarinnar og getum ekki með góðum verkum réttlætt sjálf okkur frammi fyrir Guði. Þess vegna hvílir reiði Guðs á öllum mönnum og syndin mun eðli sínu sam- kvæmt leiða okkur öll í dauðann þar sem Guð verður fjarri (Rm 7). Þetta ber að hafa í huga áður en lengra er haldið. Nýja testamentið vitnar um komu Krists, Guðs sonar. Hann, sem var án syndar (2Kor 5,21), var dæmdur af mönnum og dó á kross- inum í okkar stað, þ.e.a.s. hann dó þeim dauða sem við öll ættum eftir að deyja vegna syndarinnar. Þar með ávannst tvennt: Í syni sínum Jesú Kristi gekk Guð sjálfur í dauðann. Það þýðir að Guð er okkur ekki lengur neins staðar fjarlægur, ekki einu sinni í dauðanum. Vegna þess að Guð lét Jesú af- plána dóm sinn yfir syndinni verð- um við ekki lengur dæmd því að í Jesú er Guð með okkur (1Jh 2,1.2). Þetta varpar nýju ljósi á reiði Guðs. Guð elskar heiminn (Jh 3,16), og því hlýtur hann að reiðast þegar maðurinn, sköpun Guðs, neitar honum um það líf sem er vilja Guðs samkvæmt. En ólíkt okkur mönnum lætur Guð ekki sól- ina setjast yfir reiði sinni. Þrátt fyrir reiði sína er hann staðráðinn í því að leiða okkur til nýs sam- félags við sig. Ef við höfnum þeim Guði sem getur reiðst gerum við um leið lítið úr elsku hans og vilj- um í rauninni bara afskiptalausan Guð sem við getum stjórnað. Kristnir menn bíða komu Guðs hins alvalda, þ.e. þess Guðs sem elskar sköpun sína svo mikið að hann hefur í almætti sínu sjálfur afplánað dóminn sem við öll ættum skilinn vegna syndarinnar. Guð elskar syndarann en hann hatar syndina. Kristnir menn hljóta að fagna því að Guð er ekki afskipta- laus og sættir sig ekki við syndina heldur dæmir hana, því að hver myndi í alvöru vilja lifa eilíflega undan tortímingarmætti hennar? Þess er getið í Nýja testament- inu að í Jesú býr öll fylling guð- dómsins líkamlega (Kól 2,9). M.ö.o. í manninum Jesú frá Nasaret op- inberaði Guð sjálfan sig, ekki að- eins að hluta til heldur fullkom- lega. Reynsla okkar af heiminum virðist vissulega oft vera í mótsögn við birtingu Guðs í Jesú Kristi. Siðbótarmaðurinn Lúther talar í þessu sambandi um hinn opinbera Guð og hinn hulda Guð. Samt er hinn huldi Guð ekki annars eðlis en sá Guð sem Kristur opinberaði því að í Jesú birtist Guð fullkom- lega. Kristnir menn geta því í ljósi reynslu sinnar af Kristsatburðin- um tekið undir þá staðhæfingu að Guð er kærleikur. CHRISTOPH GAMER, Skjólbraut 16, Kópavogi. Hinn elskandi Guð Frá Christoph Gamer: PÓSTAFGREIÐSLUR Íslands- pósts eru ekki opnaðar fyrr en kl. 9.00 eða 10.00 á morgnana sem er ákaflega óþægilegt fyrir fyrirtæki. Skrifstofur fyrirtækja eru gjarnan opnaðar fyrir kl. 9.00 á morgnana og þægilegt að nýta tímann fyrir opnun til að fara með póst og eiga önnur viðskipti við pósthús. Undirritaður hefur oft lent í því að bíða fram til kl. 9.00 eftir að pósthús séu opnuð og gjarnan mætt óánægðum viðskipta- mönnum í sömu erindagjörðum. Ís- landspóstur hefur lagt metnað í að efla fyrirtækjaþjónustu til dæmis á sviði sendingaþjónustu sem er vissu- lega jákvætt. En ég beini þeim til- mælum til póstsins að opna þó ekki væri nema eitt pósthús, til dæmis á Grensásvegi, fyrr að degi til en nú tíðkast. Slík þjónusta myndi mælast vel fyrir hjá fyrirtækjum og styrkja gæðaímynd Íslandspósts. ÓLAFUR M. JÓHANNESSON, útgefandi, Hverafold 96, Reykjavík. Opnunartími Íslandspósts Frá Ólafi M. Jóhannessyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.