Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMTILLÖGUR að bygg- ingu hjúkrunarheimilis fyrir 60 einstaklinga voru nýlega kynntar í bæjarstjórn Sel- tjarnarness. Bæjarstjóri seg- ir að jákvætt hafi verið tekið í tillögurnar og telur að ef allt gangi að óskum muni heimilið rísa árið 2004 eða 2005 á Norðurtúni við Nesstofu. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 600–700 milljónir. Gert er ráð fyrir að hjúkr- unarheimilið verði byggt í samvinnu við hjúkrunarheim- ilið Eir en það voru Sigurður H. Guðmundsson, forstjóri Eirar, og Halldór Guðmunds- son arkitekt sem kynntu til- lögurnar. „Þessar frumtillögur fengu tiltölulega góðar undirtektir í bæjarstjórn þótt ekkert væri samþykkt núna,“ segir Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Hins vegar á eftir að kynna þetta fyrir heil- brigðisráðuneytinu og það yrði væntanlega næsta skref eftir að bæjarstjórn væri búin að fallast á hugmyndirnar.“ Þarf að tryggja rekstrarfé Hann segir um heljarmikið fyrirtæki að ræða. „Svona heimili kostar sennilega á milli 600 og 700 milljónir þótt stofnkostnaðurinn sé nú kannski ekki það erfiðasta heldur þarf að koma heimilinu inn á fjárlög svo það fái rekstrarfé.“ Að sögn Sigurgeirs er gert ráð fyrir að heimilið verði á sama reit og áður hafði verið ætlaður lækningaminjasafn- inu, eða á Norðurtúni rétt við Nesstofu. „Formaður bygg- inganefndar skrifaði okkur í fyrra og afturkallaði beiðni um lóðina. Þannig að það er mjög líklegt og raunar ákveð- ið að ef úr þessu verður þá muni heimilið rísa á þessum stað.“ En hvenær má búast við því að hjúkrunarheimilið verði að veruleika? „Fyrst þarf að fá tilskilin leyfi hjá ráðuneytinu og síðan þarf að hanna bygg- ingar og annað og gera þá heimavinnu sem við þurfum að gera hér,“ segir Sigurgeir. „En ef allt þetta gengur upp þá tekur það ekki nema um það bil tvö ár að byggja svona heimili og þá er ekkert óeðli- legt að verið væri að tala um 2004 eða 2005.“               Frumtillögur að hjúkrunarheimili fyrir 60 manns kynntar í bæjarstjórn Lóðin á Norður- túni við Nesstofu Seltjarnarnes HÁTT í 1.800 skip höfðu viðkomu í Reykjavíkurhöfn á síðastliðnu ári. Þar af voru 773 erlend skip. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hafnarhandbók Reykjavíkur sem nýkomin er út. Í fréttatilkynningu vegna útgáfu bókarinnar segir að Reykjavíkurhöfn sé helsta viðkomuhöfn erlendra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins á hverju sumri. Í fyrra voru þau 47 talsins og komu með þeim 25.576 erlendir ferðamenn til höfuðborgarinnar. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður þegar 37 erlend skemmtiferðaskip með 18.258 farþega um borð komu hingað til lands. Er búist við áframhald- andi aukningu því gert er ráð fyrir um 50 skemmti- ferðaskipum í ár með um 28 þúsund ferðamenn. 773 erlend skip í fyrra Reykjavíkurhöfn SKIPULAGSNEFND Kópa- vogsbæjar hefur vísað hug- myndum um vegtengingu undir Digraneshálsinn, svo- kölluð Kópavogsgöng, til end- urskoðunar aðalskipulags bæjarins. Eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá var það tillaga ráðgjafa fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að und- ir Kópavog kæmi ný stofn- braut í jarðgöngum sem tengdist í austurenda í Reykjanesbraut á milli Fífu- hvammsvegar og Nýbýlaveg- ar og í vesturendann við Kringlumýrarbraut í Foss- vogsdal. Göngin yrðu í beinu fram- haldi af Hlíðarfætinum svo- kallaða, en hann er vegur í göngum undir Öskjuhlíð sem gert er ráð fyrir í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavík- ur. Að sögn Þórarins Hjalta- sonar eru línur varðandi Kópavogsgöngin að skýrast enda sé svæðisskipulagið á lokastigi. Ekki liggi fyrir ná- kvæmar kostnaðaráætlanir á þessu stigi en gera megi ráð fyrir að Kópavogsgöngin muni kosta í kringum 5 millj- arða sé miðað við fjórar ak- reinar. Jarðgöngum vísað til aðalskipulagsgerðar Kópavogur SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til Reykja- víkurborgar að endurskoða framkvæmd styrkveitinga til tónlistarskóla þannig að hún mismuni ekki þeim tónlist- arskólum sem starfa á sama markaði. Þetta kemur fram í áliti ráðsins vegna kvörtunar Tónskóla Hörpunnar vegna mismununar sem skólinn telur sig hafa orðið fyrir af hálfu borgarinnar þegar kemur að styrkveitingum. Skólinn er ekki meðal þeirra 14 tónlistarskóla sem fá fasta styrki frá borginni og hefur Fræðsluráð Reykja- víkur synjað honum um al- mennan rekstrarstyrk. „Til þess fallið að valda tortryggni“ Í áliti samkeppnisráðs segir að annars vegar sé um að ræða styrkveitingar á grundvelli laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og hins vegar styrkveitingar Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur til ýmissa verkefna. Kemur fram að Reykjavík- urborg hafi ekki sett form- legar reglur um úthlutun styrkja, þ.e. við hvaða hlut- lægu mælikvarða beri að styðjast við mat á því hvort skóli hljóti styrk eður ei og svo virðist sem þær reglur sem stuðst sé við séu ógagn- sæjar. „Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að valda tor- tryggni milli keppinauta inn- byrðis,“ segir í áliti sam- keppnisráðs. Þá segir að keppinautum sé ómögulegt að keppa á jafnræðisgrunni nema þeir búi við sömu samkeppnis- skilyrði en hluti af því sé að vita fyrirfram við hvaða hlutlæga mælikvarða Reykjavíkurborg styðst við úthlutun styrkja. Samkeppnisráð beinir því þeim tilmælum til borgar- innar að endurskoða fram- kvæmd styrkveitingar á grundvelli laga nr. 75/1985 þannig að hún mismuni ekki þeim sem starfa á viðkom- andi markaði og verði í sam- ræmi við markmið sam- keppnislaga. Hvað varðar styrki Fræðsluráðs Reykjavíkur telur ráðið ekkert í gögnum málsins benda til þess að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið ferðinni þegar kvart- anda var ekki veittur al- mennur rekstrarstyrkur. Um sé að ræða styrki sem veittir séu til ýmissa mála- flokka en ekki eingöngu tón- skóla og telur ráðið að ekki hafi verið sýnt fram á að ein- um tónskóla hafi verið veitt samkeppnislegt forskot með slíkum styrkveitingum fram yfir aðra. Borgin ekki að gera neitt rangt Hrannar B. Arnarson, fulltrúi í Fræðsluráði segir vert að hafa í huga að ekki sé um úrskurð að ræða. „Þetta eru tilmæli til okkar um að endurskoða reglurnar en það er ekki verið að halda því fram að við séum að gera eitthvað rangt. Við erum í raun og veru að vinna sam- kvæmt þessum lögum eins og við teljum okkur geta.“ Ýmislegt í áliti samkeppn- isráðs þarf nánari skoðunar við að mati Hrannars. „Til dæmis er ljóst að ef allir eiga að geta haft nánast op- inn rétt til þess að fá styrki og borginni verður heimilt, eins og kemur fram í þessu áliti, að takmarka fjárhæð- ina sem í þetta er veitt, þá verður viðbótin sem nýju skólarnir fá ekki tekin öðru- vísi en af þeim sem fyrir eru. Það mun þá vega að rekstr- argrundvelli þeirra skóla með einhverjum hætti.“ Hann telur hæpið að Tón- skóli Hörpunnar geti krafist styrkja aftur í tímann á grundvelli álitsins. „Þó ég sé ekki lögfróður maður er al- veg ljóst að þarna er um til- mæli að ræða en ekki úr- skurð og ég teldi slíka kröfugerð mjög hæpna,“ segir hann. Álit Samkeppnisráðs vegna kvörtunar Tónskóla Hörpunnar Grafarvogur Borgin endur- skoði framkvæmd styrkveitinga FRAMKVÆMDIR við fjöl- nota sýninga- og íþróttahús við hlið íþróttahúss Breiða- bliks í Smáranum í Kópavogi hófust í gær með því að Sig- urður Geirdal bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingin verður rúmlega 9.200 fermetrar að stærð en í henni verður knatt- spyrnuvöllur í fullri stærð sem fyrst og fremst er ætl- aður til æfinga og verður hann klæddur gervigrasi. Að auki er gert ráð fyrir að- stöðu fyrir flestar íþrótta- greinar að því er segir í fréttatilkynningu. Ráðgert er að byggingu hússins verði lokið snemma næsta vor. Fram- kvæmdir við fjölnota íþróttahús hafnar Kópavogur Ljósmynd/Gunnar Kr.Sigurjónsson Sigurður Geirdal bæjarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.