Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðlagahátíðin Undir Bláhimni verður í Árnesi föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí M.a. koma fram: Ásgeir Páll, hljómsveitin Vírus, Árni Johnsen. Allir sem unna þjóðlagatónlist eru hvattir til að mæta með hljóðfæri sín og troða upp einir eða með öðrum. Næg tjaldsvæði og gisting. Verð á manninn fyrir helgina með tjaldstæði er 2.000 kr. og 1.000. kr. fyrir börn 12 ára og yngri. ÞAÐ var líflegt um að litast í skóg- ræktinni við Djúpavog á Jónsmess- unni. Þar mátti sjá börn og full- orðna vinna saman að því að skreyta skóginn með ýmsum listaverkum sem leikskólabörnin höfðu búið til. Gler-, hljóð- og myndlistaverkum var komið fyrir víðs vegar um skóg- inn og fólk hjálpaðist að við að mála á steina og birkikrossvið. Hugmyndina átti Hallveig Ingi- marsdóttir leikskólastjóri en hún leggur mikla áherslu á að nýta nátt- úruna í skólastarfinu. Á næsta ári er stefnt að því að velja sérstakan reit fyrir útskrift- arnemendur leikskólans þar sem þeir gróðursetja 6 ára gamlar birki- plöntur sem þeir hlúa að í framtíð- inni. Um kvöldið tóku margir þátt í Jónsmessugöngu um skóginn og vöktu listaverk dagsins mikla ánægju. Lilja Dögg Björgvinsdóttir fræddi hópinn um hjátrú og siði tengda Jónsmessunni og allir voru sammála um að endurtaka Skóg- ardaginn að ári. Fólk á öllum aldri tók þátt í Skógardeginum. Skógurinn skreyttur á Jónsmessu Djúpivogur VÆNTANLEG er til Húsavíkur um miðjan mánuðinn ný kjötpökkunar- vél frá Nýja-Sjálandi og segja for- svarsmenn sauðfjárbænda nokkrar vonir bundnar við aukna hagræð- ingu í útflutningsmálum sem fylgja muni notkun hennar. Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts, segir svo ráðgert að senda fyrstu tilraunasendinguna til Bandaríkjanna upp úr miðjum ágúst. Maður frá Nýja-Sjálandi með í kaupunum „Þetta er vél sem kostar um sjö milljónir og er sú minnsta sem hægt er að fá,“ segir Özur og áréttar að mikil hagræðing náist með notkun vélarinnar. Verðið segir hann vera heildarverð vélarinnar hingað kom- innar. „Það fylgir vélinni t.a.m. maður frá Nýja-Sjálandi sem annast uppsetningu og þjálfun starfsfólks,“ segir hann og bætir við að Mark- aðsráð kindakjöts, sem sé sam- starfsvettvangur sláturleyfishafa og bænda, fjármagni kaupin. „Geymsluþol kjötsins eykst verulega og þess vegna verður hægt að flytja það sjóleiðina til Bandaríkjanna í stað flugfraktar áður. Við það spar- ast 50 til 60 krónur á kílóið í flutn- ingskostnaði fyrir utan að sending- arnar eru stærri og öruggari,“ segir Özur. Þá segir hann að útflytjendur hafi lent í nokkrum vandræðum með tollayfirvöld og landbúnaðarráðu- neyti í Bandaríkjunum en unnið hafi verið í því með hjálp sendiráðs Ís- land og vonist þeir til að þau vand- ræði séu að baki. Dýrari en aðrar plastpökkunarvélar Özur segir jafnframt að leitað hafi verið að svona vél bæði hér og er- lendis um nokkurt skeið. „Kjöt frá Nýja-Sjálandi er allt pakkað á þenn- an hátt og þeir eru með bestu tæknina. Samkvæmt kokkabókum þeirra er geymsluþol kjötsins án frystingar tryggt í 16 vikur með þessari aðferð.“ Hann segir að um vel þekkta aðferð við pökkun kjöt- vöru sé að ræðan, þ.e. loftþétta plast- pökkun með gasi. „Tæknin er bara svo góð hjá Nýsjálendingunum að þeir ná miklu meiru úr aðferðinni en aðrir sem eru að framleiða svona vél- ar. Enda eru þær þó nokkuð dýrari miðað við aðrar plastpökkunarvél- ar,“ segir hann. Özur segir kjötið unnið að mestu hjá Norðlenska á Húsavík en Goði hf. standi einnig að verkefninu. Þá segir hann markaðsetningu hafa verið unna með dyggri aðstoð frá fyrirtækinu Áformum og fram- kvæmdastjóra þess Baldvini Jóns- syni. Jafnframt segir Özur að Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga hafi styrkt verkefnið um átta milljónir. Kjöti pakkað að hætti Nýsjálendinga Stóraukið geymsluþol lambakjöts til útflutnings ÁTTA tilboð bárust í vega- og brúar- gerð um Djúpá, Laxá og Brúará á Hringvegi 1 og átti Rósaberg ehf. það lægsta. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 157,8 milljónir króna. Vega- gerðin er verkkaupi og kostnaðar- áætlun hennar vegna verksins er 181 milljón. Næstlægsta tilboðið, 162,8 millj- ónir, átti Lárus Einarsson hf, Klakk- ur ehf. það þriðja lægsta, 166,8 millj- ónir, og SG Vélar ehf. það fjórða lægsta, 167,7 milljónir. Hæst var til- boð Einingar sf., 214,3 milljónir, næsthæst var tilboð Ístaks hf., 209 milljónir, þriðja hæst var tilboð Brú- arverktaka ehf., 194,5 milljónir, og tilboð Höjgaards og Schults ehf. sem hljóðaði upp á 181,5 milljónir var fjórða hæst. Framkvæmdir hefjast haust og er áhersla lögð á að ljúka verki á Djúpá fyrir 15. desember. Sigurður Jó- hannsson, deildarstjóri fram- kvæmda Vegagerðarinnar á Selfossi, segir að á næstu vikum verði tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. Vega- og brúargerð um Djúpá, Laxá og Brúará Lægsta tilboð 157,8 milljónir Kolfreyjustaðarprestakall í Aust- fjarðaprófastsdæmi hefur verið aug- lýst laust til umsóknar og er staðan laus frá 1. september 2001. Sr. Carl- os Ferrer sem vígðist til prestakalls- ins árið 1994 hefur sagt starfi sínu á Kolfreyjustað lausu. Samkvæmt upplýsingum frá Bisk- upsstofu verður Siglufjarðarpresta- kall einnig auglýst laust til umsókn- ar á næstunni. Kolfreyju- staðarpresta- kall laust ♦ ♦ ♦ Á BÆNUM Stokkalæk, skammt frá Keldum á Rangárvöllum, var fyrir stuttu opnaður nýr gisti- og ferðaþjónustustaður með hótel- gistingu, sumarhúsi, veitingasal og tjaldsvæði. Gústaf Stolzenwald og Þorbjörg Atladóttir keyptu jörðina fyrir þremur árum, en hún hafði þá verið í eyði um nokkurt skeið, en áður var stundaður hefð- bundinn búskapur á bænum. Að sögn Gústafs var tilgangur- inn með kaupunum að breyta úti- húsunum til nota fyrir ferðaþjón- ustuna og stefnt að því frá upphafi að nýta húsin sem best. „Þannig er fjósið nú hótelálma, hlaðan veitingasalur eða nokkurs konar innigarður tengdur við hótelið og klakhúsinu við lækinn var breytt í sumarhús. Við erum með átta tveggja manna herbergi, öll með sér baðherbergi, þar af er eitt sér- hannað fyrir fatlaða og eitt er sér- staklega vel búin sveitasvíta. Í innigarðinum er mikill trjá- og blómgróður ásamt heitum potti, þannig að alltaf er hægt að njóta garðstemmningar þótt úti blási vindar, rigni eða snjói. Á tjald- svæðinu er útigrill og ætlunin að vera með varðeld á laugardags- kvöldum yfir sumartímann.“ Í fótspor smalans Einn hluti þjónustunnar sem í boði er á Stokkalæk eru göngu- ferðir um svokallaðan Stórastíg sem Gústaf hefur sjálfur skipulagt í tengslum við aðra þjónustu sem í boði er hjá fyrirtækinu. Göngu- ferðin, sem tekur 4–5 daga, hefst að fjallabaki, annaðhvort í Land- mannahelli eða Landmannalaug- um. Gengið er í svokallaðan Dala- kofa, þaðan á Hungurfit, að eyðibýlinu á Fossi og endað á Stokkalæk. „Þessar gönguferðir eru að festa sig í sessi á hálendinu og eru ágætistilbreyting fyrir þá sem eru búnir að ganga allar þessar hefð- bundnu leiðir eins og t.d. Lauga- veginn. Það er ægifagurt á þess- um slóðum, gengið um háhitasvæði og litadýrðin og nátt- úrufegurðin blasir alls staðar við, ýmist í formi eyðisanda, fagurra fjalla eða tindrandi vatnsfalla. Þá höfum við líka boðið upp á útsýn- isferðir um Syðra-Fjallabak þar sem ýmist er ekið um á jeppum eða gengið hluta af leiðinni,“ sagði Gústaf. Staður fyrir náttúruunnendur Stokkalækur er vel í sveit sett- ur, um 110 km frá Reykjavík og um 15 km austan Hellu á Rang- árvöllum, þar sem alla almenna þjónustu er að finna, s.s. verslanir, sundlaug, veitingastaði o.þ.h. Golfvöllurinn á Strönd er skammt undan sem og Rangárnar og stutt er í allar helstu náttúruperlur hér- aðsins. Náttúrufegurð er mikil á Stokkalæk en lækurinn, sem bær- inn dregur nafn sitt af, rennur í af- ar fögru gili þar sem hraunfossar gleðja augað á öðrum bakkanum en melar og klettar prýða hinn bakkann. Vatnsdalsfjall, Þríhyrn- ingur og Tindfjöll mynda umgjörð um þessa vin við hálendisjaðarinn. Fjallið Skyggnir er útsýnisstaður við túnfótinn og þaðan má líta jafnt fagra fjallasali sem sælan sveitablóma. Þannig er Stokka- lækur svo sannarlega staður fyrir náttúruunnendur. Morgunblaðið/Aðalheiður Þorbjörg Atladóttir og Gústaf Stolzenwald, hótelhaldarar á Stokkalæk, í sínu fínasta pússi á opnunardaginn í einu af herbergjum hins nýja hótels, sem áður hýsti m.a. Huppu og Skjöldu í fjósinu á bænum. Morgunblaðið/Aðalheiður Fjöldi gesta kom að skoða nýja hótelið á Stokkalæk. Gott pláss er í innigarðinum, þar sem taðan fyllti allt rými áður, og möguleikar á margs konar samkomuhaldi í tengslum við hótelið og tjaldsvæðið. Úr eyði í miðstöð hálendis- jaðarsins Hella Ferðaþjónustan Stokkalæk á Rangárvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.