Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 21 TAP Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu sex mánuðum ársins nam 82 milljónum króna en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 176 milljónir króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld nam 635 milljónum króna eða 28% af veltu en var 502 milljónir eða 24% af veltu í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 520 millj- ónum króna á móti 402 milljónum á sama tíma í fyrra. Söluhagnaður bréfa í Bakkavör vegur upp á móti gengistapi Hrein fjármagnsgjöld námu 305 milljónum króna samanborið við 99 milljóna króna gjöld á sama tíma í fyrra en hagnaður af sölu hlutabréfa í Bakkavör Group nam 558 milljón- um króna og er hann bókaður sem fjármunatekjur meðal fjármagns- gjalda. Gengistap félagsins af er- lendum skuldum nam um einum milljarði króna á fyrra helmingi árs- ins. Í tilkynningu Granda segir að gengislækkun krónunnar muni hafa jákvæð áhrif á útflutningstekjur Granda hf. í framtíðinni. „Tap varð á rekstri Faxamjöls hf. að fjárhæð 143 milljónir króna og afkoma flestra hlutdeildarfélaga var ekki viðunandi og nam hlutdeild Granda hf. í tapi þeirra um 120 milljónum króna en þau skiluðu félaginu 52 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra.“ Í vor gerði Grandi samning um sölu á öllu hlutafé sínu í Bakkavör Group hf. og nam söluverðið um 911 milljónum króna. Félagið fjárfesti í hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni hf. í apríl síðastliðnum og nam fjár- festingin um 480 milljónum króna. Eignarhlutur Granda hf. í Haraldi Böðvarssyni hf. er nú 19,5%. Horfurnar betri á síðari helmingi ársins Heildarafli togara Granda hf. var tæplega 13 þúsund tonn sem er um 4.000 tonnum minni afli en á sama tíma árið áður og er meginskýringin sjómannaverkfallið sem stóð í 50 daga í vor. Nótaskip Faxamjöls hf. voru með um 40 þúsund tonna afla á tímabilinu samanborið við um 35 þúsund tonn á sama tíma árið áður. Í tilkynningu Granda segir að horfur séu á að afkoma félagsins á síðari hluta ársins verði betri en á fyrri helmingi ársins en það sé þó háð því að veiði á úthafskarfa gangi vel og að gengisvísitala íslensku krónunnar verði stöðug það sem eftir lifir árs- ins. Gengistap Granda af erlend- um skuldum einn milljarður                                       ! !           "          #   "     $     %      %  !   #   !        &                       '()* +(',)(  +,  +-- .  +(/   *'-- /'),(  0) )1-/ *,2 +102                     !  " #  " #  " #      !           !   TAP Tanga hf. á Vopnafirði nam 297 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Til samanburðar nam tap félagsins á fyrri hluta síðasta árs 49 milljónum króna, sem þýðir að tapið hefur sexfaldast. Hagnaður varð þó af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði sem nam 207 milljón- um króna en það er tæplega 104% aukning frá fyrra ári. Fjármagns- gjöld félagsins ríflega sjöfölduðust. Versnandi afkoma Tanga stafar fyrst og fremst af verulegri geng- islækkun íslensku krónunnar, segir í tilkynningu frá félaginu, enda vegi gengislækkun þungt í afkomu slíkra félaga. Þá segir að gengislækkun auki skuldastöðu félagsins en styrki jafnframt tekjuöflun þess til lengri tíma. Rekstrartekjur félagsins á fyrri hluta ársins voru svipaðar og í fyrra, um 913 milljónir króna, en rekstr- argjöld lækkuðu um 13% frá fyrra ári, voru nú 909 milljónir. Afskriftir námu 106,2 m.kr. og hækkuðu um 8,6%. Þá ríflega sjöfölduðust fjár- magnsgjöld félagsins á milli ára, námu 407 milljónum króna nú en 54 milljónum í fyrra. Veltufé frá rekstri var 84 milljónum króna, samanborið við 49 milljónir árið áður. Handbært fé frá rekstri reyndist neikvætt um 95 milljónir króna en var jákvætt um 17 milljónir í fyrra. Eignir félagsins jukust lítillega, eða um rúm 3%, en skuldir jukust um tæp 32%. Eigið fé rýrnaði mjög, fór úr 538 milljónum í tæpar 9 millj- ónir og skýrist af neikvæðri stöðu óráðstafaðs eigin fjár upp á 574 milljónir miðað við 42 milljóna króna neikvæða stöðu í fyrra. Áætlað er að rekstrarafkoma félagsins á seinni hluta árs verði betri en af hinum fyrri enda sé verð á afurðum uppsjávarfiska hátt og næg eftirspurn auk þess sem veiðar á loðnu og kolmunna hafi gengið vel. Þá kemur fram í tilkynningu að með styrkingu krónunnar undanfarið hafi hækkun fjármagnsliða á fyrri hluta ársins nú gengið til baka að hluta. Afkoma Tanga á fyrri hluta árs Tapið sex- faldast frá fyrra ári OLÍUFÉLAGS-samstæðan var rekin með 304 milljóna króna tapi á fyrri helmingi ársins samanborið við 369 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 32 milljóna tap varð af rekstri móðurfélagsins en í fyrra var 204 milljóna króna hagnaður. Tap af rekstri dóttur- félaga er 272 milljónir króna fyrir sama tímabil en hagnaður fyrstu sex mánuði síðasta árs nam 165 milljónum króna. Í tilkynningu frá Olíufélaginu segir að í ársreikningi móðurfélags- ins fyrir síðasta reikningsár hafi félagið tilgreint tekjur og gjöld af dótturfélögum sem reglulega starf- semi. Í árshlutareikningi fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs sé þessi liður hinsvegar sérgreindur eftir afkomu af rekstri móður- félagsins; Olíufélagið fari þessa leið núna því að við þær óvanalegu að- stæður sem hafi ríkt á íslenskum fjármagns- og hlutabréfamarkaði gefi það gleggri mynd af rekstri félagsins að draga sérstaklega fram afkomu móðurfélagsins á fyrri hluta ársins. Uppistaðan af gjöldum dótturfélaga liggi í fjár- magnsgjöldum Kers ehf. og end- urspeglist það í samstæðuárshluta- reikningi. Hagnaður Olíufélagsins og dótt- urfélaga þess fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 697 milljónir króna samanborið við 499 milljónir árið áður sem er aukning um 40%. Hins vegar hækkuðu fjármagnsliðir verulega milli ára vegna gengis- þróunar íslensku krónunnar á tíma- bilinu. Þannig voru fjármagnsliðir neikvæðir um 949 milljónir en voru jákvæðir um 16 milljónir á sama tíma árið 2000. Gengistap Olíu- félagsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.027 milljónum króna en var 23 milljónir króna árið áður. Dregur úr eldsneytissölunni „Heildarsala á eldsneyti minnk- aði á milli ára um 11%, einkum vegna minnkandi sölu til útgerða vegna sjómannaverkfallsins og eins vegna þess að Útgerðarfélag Ak- ureyringa hætti í viðskiptum um áramótin. Hreinar rekstrartekjur Olíu- félagsins námu 2.245 milljónum og jukust um 320 milljónir króna eða 17%. Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu um 122 milljónir króna eða 8%. Sölutap og niðurfærsla eignarhluta í öðrum félögum nam 24,5 milljónum króna en árið áður var söluhagnaður af eignarhlutum í öðrum félögum er nam 165 millj- ónum króna. Bókfært verð hluta- bréfa í öðrum félögum var 5.017 milljónir króna. Þar af var 3.131 milljón króna í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaðnum en markaðsverð þeirra á sama tíma var 2.712 milljónir króna eða 419 milljónum lægra en bókfært verð. Önnur hlutabréf sem ekki hafa markaðsverð hafa verið metin var- lega á um 1.500 milljónir umfram bókfært verð.“ Í tilkynningu Olíufélagsins segir að veiking íslensku krónunnar svo og hátt heimsmarkaðsverð elds- neytis hafi haft veruleg áhrif á á rekstur og efnahag félagsins á fyrri hluta ársins. Miðað við að rekstr- arumhverfið verði stöðugra seinni hluta ársins standi vonir til að hagnaður verði af rekstri Olíu- félagsins og dótturfélaga þess á árinu öllu. Verulegt tap af rekstri dótturfélaga Olíufélagsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.