Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÓÐSTREYMI ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins sýnir tæplega fimm milljarða króna lakari niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur eru lítillega hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 600 milljónum, en gjöld- in eru 5,5 milljörðum króna umfram áætlanir. Í frétt frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að hærri gjöld umfram áætlanir megi að miklu leyti rekja til sérstakra tilefna, svo sem vaxta- greiðslna vegna forinnlausnar spari- skírteina, nýrra kjarasamninga, hæstaréttardóms vegna málefna ör- yrkja og fleira. Þá kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs á tímabilinu hækka um 8,7 milljarða króna frá sama tíma í fyrra, einkum vegna aukinnar innheimtu tekjuskatta. Þar er um að ræða skatta á launa- og fjár- magnstekjur og hagnað einstaklinga og fyrirtækja, enaf þessari 8,7 millj- arða tekjuaukningu eru skattarnir sjö milljarðar. Útgjöldin hækka um 21,5 milljarða kr. Útgjöldin hækka hins vegar mun meira eða um 21,5 milljarð króna. Helming þeirrar upphæðar megi rekja til sérstakra tilefna. Þannig hækka vaxtagreiðslur um 2,5 millj- arða króna, séstakar greiðslur til ör- yrkja nema 1,3 milljörðum kr., 1,6 milljarðar kr. stafa af auknum greiðslum til Tryggingastofnunar ríkisins vegna sjúkratrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar. Þá voru greiðslur til fæðingarorlofssjóðs 1,1 milljarður kr. og hækkun fram- lags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nam 1,6 milljörðum kr., auk þess sem 800 milljónir kr. voru nýttar vegna uppkaupa á fullvirðisrétti bænda. Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins Nær 5 milljörðum kr. lakari útkoma ÓVENJULEGT litarafbrigði lunda- pysju fannst í Vestmannaeyjum á þriðjudag og dvelur hún nú á Nátt- úrugripasafni Vestmannaeyja. „Það voru krakkar í lundapysjuleit sem komu með pysjuna á safnið, en hún fannst hér rétt hjá, nálægt Slippnum. Það sem er óvenjulegt við hana er að hún er svo hvít, þetta er allt annar litur heldur en á þess- um venjulegu,“ segir Kristján Eg- ilsson, forstöðumaður Nátt- úrugripasafns Vestmannaeyja. Að hans sögn er hvítt litaraf- brigði ekki svo óalgengt meðal full- orðinna fugla, en hins vegar er það mun sjaldgæfara á lundapysjum. Hann segir að veiðimenn veiði öðru hverju alls konar litarafbrigði og þá sjáist stöku sinnum hvítir lund- ar. „Það er orðið mjög langt síðan ég hef séð litla pysju í þessum lit.“ Nefndir eftir litum Kristján nefnir að veiðimenn hafi gefið mismunandi litarafbrigðum ýmis nöfn. Lundakóngur sé snjó- hvítur lundi, lundaprins sé mis- hvítur og lundadrottning kremlit- uð, þannig að til séu alls konar litarafbrigði. „Við vorum að stinga upp á að kalla þetta keisara, því þetta er alveg nýtt litarafbrigði sem við höfum ekki séð áður,“ segir Kristján en litla pysjan er einnig svört að hluta. Hann bendir á að eingöngu litamynstrin séu að- greind með þessum nöfnum en ekki kynin. „Þessi nöfn sem veiðimenn- irnir eru að gefa þeim eru svo sem ekki mjög hátíðleg. Ég kannast nú ekki við að þau séu notuð annars staðar en í Vestmannaeyjum.“ Aðspurður hvað verði um lunda- pysjuna, segir hann að ætlunin sé að halda henni á safninu að minnsta kosti út lundapysjutímabilið og leyfa fólki að skoða hana. Síðan verði hún ef til vill merkt og henni sleppt með haustinu. Er með lunda í fóstri Á Náttúrugripasafninu í Vest- mannaeyjum eru tveir lundar sem hafa verið fóstraðir þar í tvö ár, en starfsfólki safnsins lék hugur á að sjá hvernig lundapysjurnar þrosk- ist. „Þegar lundapysjan fer héðan á haustin kemur hún ekki aftur fyrr en fullþroskuð, með rautt nef og komin með litina. Þannig að við sjáum aldrei eins eða tveggja ára lunda, hann er kominn á þriðja ár þegar hann kemur til baka. Okkur langaði til að sjá þessa breytingu. Hvað hún tekur langan tíma og þennan stigmun á hverju ári,“ segir Kristján og lýsir að það gangi vel að halda lundunum á safninu, þeir éti mikið og virðist una sér vel. Lundakeisari í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Tignarlegur keisari. Börnin, sem fundu þessa sérstöku lundapysju rétt hjá slippnum; Harpa, tveggja ára, Sunna, þrettán ára, og Hákon, fimm ára. FLUGFÉLAGIÐ Go hefur lækkað lægstu fargjöld sín til og frá landinu ef bókað er á Netinu. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að yfir helmingur allra lægstu farmiða félagsins hafi verið lækkaður í verði. Þannig verði lægsta flug- fargjaldið fram og til baka milli Keflavíkur og London 14.800 ef bókað er á Netinu. Þá kemur fram að lægstu farmiðar Go milli Íslands og Bretlands hafa undanfarið ver- ið 16.000 krónur og verðið hafi lítið sem ekkert hækkað þrátt fyrir verulegt gengissig ís- lensku krónunnar. Fram til þessa hefur verið innheimt sér- stakt bókunargjald á Netinu en nú fellur það niður, auk þess sem þeir sem bóka á Netinu fá 1.200 króna afslátt. Go hafi ennfremur aukið flugfrelsi með því að fella niður kröfu um gist- ingu farþega aðfaranótt sunnu- dags en slíkt sé gild regla með- al áætlunarflugfélaga. Þá hafi heimasíða Go, www.go-fly.com, verið endurbætt. Sumaráætlun Go til Íslands, sem hófst í mars sl., lýkur að þessu sinni í lok október nk. Go flýgur til Keflavíkur alla daga vikunnar fram til 19. september nk. Eftir það verða fjórar ferðir á viku fram til 28. október nk. Go flýgur frá Stansted-flugvelli til yfir 20 borga í Evrópu. Go lækkar lægstu fargjöldin FYRIR skömmu vísaði Héraðsdóm- ur Austurlands frá ákæru sýslu- mannsins á Höfn í Hornafirði á hendur tveimur mönnum sem sak- aðir eru um stórfelld skemmdarverk að bænum Hvalnesi í Lóni. Slíkir ágallar þóttu á ákærunni að ekki væri hægt að kveða upp dóm í mál- inu. Sýslumaður hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Annar mannanna sem sýslumaður ákærði fyrir skemmdarverk hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa í byrjun janúar sl. brotist inn í bæinn og kveikt í húsinu. Tjón vegna þessa er metið á tæplega 20 milljónir. Skemmdarverkin voru unnin um ári fyrr og var tjón vegna þeirra metið á um 1,6 milljónir króna. Verjendur mannanna, hæstarétt- arlögmennirnir Örn Clausen og Sveinn Andri Sveinsson, héldu því fram að ákæran væri svo gölluð að vísa bæri málinu frá dómi. Þessu neitaði sýslumaður og vísaði til rannsóknargagna máli sínu til stuðnings. Í dómnum segir m.a. að lýsing brota þeirra sé ónákvæm og í engu samræmi við það sem kom fram við lögreglurannsókn. „Verður að telja það verulegan ágalla á ákæru að þar sé ekki með skýrum og ótvíræðum hætti greint frá því hver brot hver og einn ákærða er ákærður fyrir enda þótt rannsóknargögn málsins gefi tilefni til þess að greina með nokkurri nákvæmni þátt hvers þeirra um sig í brotunum,“ segir enn fremur í dómnum. Ákæra ekki nægilega glögg Ákæran væri ekki nægilega glögg til að fullnægja kröfum um meðferð opinberra mála og bryti jafnframt í bága við ákvæði Mannréttindasátt- mála Evrópu um réttláta málsmeð- ferð fyrir dómi. Þá var fundið að því að ekki lægi fyrir mat á þeim munum sem skemmdust og að vátryggingafélag- ið hefði ekki lagt fram kvittanir fyrir því að tjónið hefði verið greitt. Skaðabótakrafan væri því vanreifuð. Logi Guðbrandsson dómstjóri vís- aði því málinu frá dómi. Málskostn- aður verjendanna, 80.000 krónur, verður greiddur úr ríkissjóði. Ákæru um skemmd- arverk í Hvalnesi vísað frá dómi ALLS hafa 38 starfsmenn Flug- félags Íslands fengið uppsagnarbréf sökum tapreksturs undanfarin ár og mikils niðurskurðar í rekstri fyrir- tækisins. „Við gengum frá öllu um síðustu mánaðamót. Þetta endaði þannig að við sendum út 38 uppsagnarbréf. Með öllum þessum aðgerðum hjá okkur fækkar stöðugildum um 59,“ segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Jón Karl segir öll rekstrarsvið verða fyrir barðinu á umræddum niðurskurði. „Þetta er um 22 til 25% samdráttur eða fækkun stöðugilda meira og minna þvert á allar deildir,“ segir hann. Aðspurður segir hann að ekki sé búist við frekari aðhaldsaðgerðum á þessu stigi málsins. „Við teljum að þessar aðgerðir eigi að duga til að ná því fram sem við ætluðum okkur.“ Eftir fækkunina munu 180 til 200 manns starfa hjá fyrirtækinu eftir árstíðum. Stöðugildum fækkar Flugfélag Íslands hf. ÁRLEG haustþing svæðafélaga Félags grunnskólakennara standa nú yfir um allt land. Á haustþing- um eru flutt erindi um þau málefni sem eru ofarlega á baugi á sviði skóla- og uppeldismála og kynntar nýjungar í námsefni og kennslu- gögnum. Þorbjörg Jóhannsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir helstu umræðuefni haustþingsins hafa verið einelti og sálgæsla innan skólanna en þetta séu umræðuefni sem kennurum er mjög umhugað um. „Einelti er t.d. eitthvað sem við verðum að fylgjast mjög vel með og reyna að fyrirbyggja innan skólanna þar sem einelti hefur gríðarleg áhrif bæði á fórnarlömb og gerendur,“ segir Þorbjörg og bendir á að nýjar rannsóknir sýni að 60% þeirra sem leggja aðra í einelti séu komnir í kast við lögin innan 24 ára aldurs. Grunnskólarnir verða flestir settir á morgun, föstudaginn 24. ágúst, sem er viku fyrr en á síð- asta skólaári en þá var skólasetn- ing 1. september. Þetta stafar meðal annars af því að kjarasamningur grunnskóla- kennara og launanefndar ríkisins felur í sér fjölgun skóladaga nem- enda um tíu og undirbúningsdaga kennara um tvo á komandi skóla- ári. Þá verður skólum heimilt að taka upp vetrarleyfi nemenda og sveigjanlegt upphaf og lok skóla- starfs með samþykki fræðsluyfir- valda hlutaðeigandi sveitarfélags. Haustþing grunnskólakennara Einelti áberandi í umræðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.