Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 37
Elínu og Kristján, eða Dellu og Stjána eins og þau eru alltaf kölluð, hittum við fyrst vorið 1994. Þá höfðu Steinunn dóttir okkar og Pétur sonur þeirra verið að draga sig saman um nokkurra mánaða skeið. Með þeim kynnum var stofnað til vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Della var glæsilega kona, hress og skemmtileg í viðkynningu. Í fyllingu tímans eignuðumst við sameiginlegt áhugamál sem eru strákarnir þeirra Steinunnar og Péturs, barnabörnin okkar. Höfum við notið þess vel að fylgjast með þeim vaxa og þroskast og aldrei orðið þreytt á að dást að þeim í öllum afmælis- og skírnarveisl- unum og við önnur tækifæri. Þegar Steinunn og Pétur voru að skipta um húsnæði stóð heimili Dellu og Stjána þeim opið og bjuggu þau hjá þeim mánuðum saman við góðan kost. Della og Stjáni voru einstaklega samhent hjón. Heimili þeirra og hin seinni ár sumarbústaðurinn í Borg- arfirði var þeirra líf og yndi. Í samein- ingu fegruðu þau og nostruðu allt í kringum sig og var ávallt gott að sækja þau heim. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni í Hólabergi. Minningin um mæta konu og góða móður, tengdamóður og ömmu er dýrmæt. Blessuð veri minning Elínar Pét- ursdóttur. Ingibjörg og Jón. Það er svo erfitt að kveðja þig. Ég vildi að ég hefði aldrei þurft þess en það hlaut að koma að því á endanum þó að mér finnist það svo ósanngjarnt. Þú varst alltaf svo lífs- glöð að mér finnst skrítið að þú sért farin frá mér. Þú varst líka alltaf svo ánægð þeg- ar ég hringdi eða kom í heimsókn í Hólabergið, við höfðum það alltaf svo gott þar. Ég er samt svo fegin að hafa getað kynnst þér svona vel. Ég myndi gefa svo mikið fyrir að fá þig aftur en það er víst ekki hægt, þannig að það er komið að því að ég þurfi að kveðja þig. Ég man eftir að síðustu orðin sem þú sagðir við mig voru þessi: „Ég elska þig,“ og elsku amma mín, ég mun líka alltaf elska þig og ég hugsa um þig á hverjum degi, ég lofa því. Þú verður alltaf stór hluti af hjarta mínu. Í brjósti mínu þú býrð sem hljómur. Mín eyru töfrar þinn engilrómur, þótt líði dagar og líði ár aldrei gróa mín innri sár þú býrð alltaf í hjarta mér ég mun aldrei gleyma þér. Með fegurð geislans í fjaðrabliki sem bjarmi sólar um barm þinn lyki, þú hverfur aldrei úr hugarsýn, uns ljósin slokkna og lífið dvín. (Ók. höf.) Þín Kristjana Sunna.  Fleiri minningargreinar um El- ínu Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 37 „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson.) Ég votta foreldrum, systkinum, frændfólki og vinum innilega samúð. Valdimar Sigurjónsson. Nonni, sem kenndur var við Kára- gerði á Eyrarbakka, er dáinn langt um aldur fram. Við vorum leikfélagar og vinir enda stutt á milli heimila okk- ar. Það var gott og lærdómsríkt að alast upp á Bakkanum því maður var svo mikill þátttakandi í lífi fullorðna fólksins. Útgerð var á Bakkanum og margir voru með skepnur, svo Eyr- arbakki var sambland af sjávarplássi og sveit. Snemma var hægt að gerast kúasmali, taka þátt í smalamennsku og heyskap á sumrin. Sjórinn og bát- arnir höfðu líka mikið aðdráttarafl. Oft var farið niður á bryggju þegar bátarnir komu að og spurt um afla- brögð og fengið að fara um borð. Eft- irsótt var að fá lánaðan árabát og róa á lónunum á milli skerja, og þannig lærðu margir áralagið og að stýra bát. Leikir gengu mikið út á það að líkja eftir lífi hinna fullorðnu. Bílar og bátar voru smíðaðir og bátunum siglt í fjöruborðinu. Kjallarinn í Káragerði var eins og heilt smíðaverkstæði enda er Hjörtur, faðir Nonna, mikill völ- undur, og kom sér vel að fá oft að- stöðu þar til smíðanna. Þegar búið var að taka upp úr kartöflugörðunum á haustin var búið til heilt vegakerfi og mikil starfsemi fór þar fram. Á þessum árum komu allir öllum við og fólk vandaði um fyrir börnum og ung- lingum og leiðbeindi ef þörf þótti. Meiri samkennd og samábyrgð mætti oftar sjást í nútímanum. Á unglingsárum Nonna hófust miklar endurbætur á höfninni á Bakkanum JÓN ERLENDUR HJARTARSON ✝ Jón ErlendurHjartarson fædd- ist á Siglufirði 8. mars 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 16. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Selfos- skirkju 22. ágúst. og höfðum við strákarn- ir sumarvinnu þarna. Þetta var meira en vinna, því okkur fannst við vera þátttakendur í uppbyggingu og framþróun þorpsins og ákveðin eftirvænting tengdist framgangi verksins. Vinnan hafði á sér vissan ævintýrablæ, því steypt var á stór- streymsfjörum og þurfti að vera búið að koma sem mestu í mót- ið fyrir flóðið. Allir urðu að standa sig. Þegar við stigum á naglaspýtu var ekkert verið að fara heim eða til læknis, heldur var sárið þvegið með bensíni, fimmeyr- ingur festur yfir gatið með einangr- unarbandi og spanskgræna, sem myndaðist látin loka gatinu svo sýk- ing kæmist ekki í það. Nonni var til sjós í nokkur ár og þar þurfti líka að standa sig og ekki hægt að hlaupa til læknis með allar skeinur Nonni hefur alltaf staðið sig en einn daginn stóð hann varla uppi og var farið með hann til læknis og þá greindist hjá honum illvígur sjúkdómur sem sigr- aði hann á stuttum tíma. Hann tók ör- lögum sínum af einstöku æðruleysi. Hin óskráðu viðhorf sem ríktu, þegar Nonni var að alast uppá Bakkanum voru dugnaður, heiðarleiki og dreng- skapur, og tileinkaði hann sér þau. Þessi lífsins skóli gaf honum ákveðna þjálfun og kjölfestu sem bjó hann undir lífið. Ástrík og samheldin fjöl- skylda gaf honum líka sitt veganesti, sem hann bjó alla tíð að. Hún reynd- ist honum einstaklega vel núna í veik- indum hans. Nonni var mjög bóngóð- ur og fljótur að bregðast við ef leitað var til hans og hann gat létt undir með fólki. Viðhorf Nonna var að greiðasemi kostaði ekki neitt. Nonni var afskaplega glaðsinna og hnyttinn í tilsvörum enda á hann ekki langt að sækja það. Hann hafði gott minni á atburði og hafði gaman af að segja sögur og skapaði auðveldlega glað- værð í kringum sig. Hann var trygg- lyndur, opinn og einlægur og þó að við höfðum farið sitt í hvora áttina eins og gengur í lífinu, þá var alltaf eins og ég hefði hitt hann síðast í gær, þegar fundum okkar bar saman. Blessuð sé minning um góðan dreng. Brynjólfur G. Brynjólfsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                 + &"  +- ,(,   *#B *! 5 % C  %     7        1          .. @#,!   .#(    !      #(   %%$#%%%$ 8  ,  &2"  &2+ @ 3 ( 3,"  *# 5 3, ! 3! ()* 3))       "' 4            5       # ; ;3 5  9   0     * 0  :      :     *   '      '  *   * .?-4D& @&& : !#<E 5   @8 # $ ;F      !  !   ,  @2G"  9 %#C ; *!  %  *   5 41  -   ;        (  4 *     .. "#  #(!   !  **  #'   ##  2;#     **!   '  %!                '@9+  ), H)     ;      <'   *      " #% $    '*  @      .  @ #    ' H'*   ' '*  +,      !' '++6" 2+       3'4      .    &'        0  0         !   1        ! 5      " #6         " #6 " #         " #  MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.