Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BARNSHAFANDI konum gefst nú kostur á lífefnavísamælingu, sam- hliða hnakkaþykktarmælingu til að meta líkur á litningagöllum. Þessi þjónusta, sem farið var að bjóða upp á í sumar, kostar 10 þúsund krónur. Þá er blóðsýni tekið úr móðurinni og líkur á litningagöllum fósturs reiknaðar út með því að skoða pró- tein og þungunarhormón í blóðinu. Hildur Harðardóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir á kvennadeild Landspítalans – Háskólasjúkra- húsi, segir að nú sé hægt að bjóða upp á þennan valmöguleika þar sem lífefnafræðideild sjúkrahússins hafi hafið samstarf við breska rann- sóknastofu, en sýnin eru send til Bretlands til rannsóknar. Hildur segir að enn sem komið er hafi aðeins fáar verðandi mæður nýtt sér þennan möguleika. „En það eru afskaplega margar sem hafa spurt um þetta síðustu ár og það hefur verið mjög leiðinlegt að þurfa að segja við þær að við vitum að þetta sé til en að ekki sé hægt að bjóða upp á það hér. Það er ákaflega jákvætt að nú sé hægt að senda sýni til Bretlands,“ segir Hildur. Hún segir að einnig sé í burðar- liðnum á kvennadeild Landspítal- ans-Háskólasjúkrahúsi að bjóða öll- um barnshafandi konum upp á snemmómskoðun á tólftu viku með- göngunnar, en í dag fara konur í skoðun þegar þær eru gengnar 18- 20 vikur. Með snemmómskoðun er hægt að mæla hnakkaþykkt fósturs og reikna út líkur á litningagalla. Hnakkaþykkt er vökvasöfnun undir húð fóstursins sem síðan hverfur þegar líður á meðgönguna. Í dag er þessi skoðun framkvæmd óski kon- an sérstaklega eftir því eða þegar líkur eru á litningagalla. Í snemmómskoðun er einnig staðfest að fóstrið sé á réttum stað í leginu og það sé lifandi og lífvæn- legt. Einnig skeri slík skoðun úr því á hversu mörgum börnum er von, auk þess sem hægt er að skoða höf- uð, heilabú, útlimi, hjarta, maga, nýru og þvagblöðru fóstursins. Hildur segir að ástæða þess að ekki hafi verið hægt að bjóða öllum konum upp á snemmómskoðun til þessa sé sú, að húsnæði fósturgrein- ingardeildarinnar hafi verið of lítið. Það standi þó til bóta þar sem nú sé verið að innrétta kjallara fæðing- deildarinnar, þar sem mæðraskoð- unin var áður til húsa, fyrir fóstur- greiningardeildina. Hún segir að nýja húsnæðið verði tekið í notkun á næstu mánuðum og þá verði snem- mómskoðun hafin. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um lífefnavísamælingu Lífefnavísamæling og snemmóm- skoðun er hvort um sig sjálfstæð að- ferð til að meta líkur á litningagalla fósturs. Hildur segir að hnakka- þykktarmæling geti leitt til grein- ingar á um 77% litningargalla á þrí- stæðu 21, eða Downs-heilkenni, og sé lífefnavísamæling einnig fram- kvæmd fari hlutfallið upp í 90%. Einnig er aukin hnakkaþykkt vís- bending um aðra litningagalla og hjartagalla. „Að mínu mati væri æskilegast að konum stæði til boða að fara bæði í lífefnavísamælingu og snemmómskoðun,“ segir Hildur. Hún segir að kunnáttan til að gera lífefnavísamælingar hér á landi sé til staðar, en að ekki hafi verði tekin ákvörðun um hvort öll- um verðandi mæðrum sem þess óska, verði boðið að fara í slíka skoð- un. Ekki sé vitað hvort heilbrigð- isyfirvöld séu tilbúin að borga fyrir þetta próf eins og önnur sem eru framkvæmd á meðgöngu, eins og rauða hunda og sárasótt. Hildur segir að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi fyrir nokkrum árum reiknað út hvaða kostnaður myndi hljótast af því að bjóða öllum konum lífefnavísamælingu og það hafi reynst vera þjóðhagslega hag- kvæmt. Hún segir það þó alltaf vera spurningu hvort eigi að reikna dæmið þannig út, eða hvort líta eigi á skoðunina sem þjónustu við verð- andi forelda. Áríðandi að fólk hafi val og sé nægilega vel upplýst Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort taka eigi upp líf- efnavísamælingu hér á landi. Það hafi þó verið til umræðu í ráðuneyt- inu. „Ég tel að innan tíðar þurfi að taka ákvörðun um þetta. Landlækn- ir er að taka saman fyrir mig grein- argerð um þetta og við höfum rætt þetta á okkar fundum. Ég tel að það sé áríðandi að fólk hafi val og sé nægilega vel upplýst til að taka ákvörðun um þessa viðkvæmu hluti. Okkur er fullljóst að þarna er um mjög viðkvæm mál að ræða sem þarfnast umræðu og upplýsingar,“ segir ráðherra. Hann segir að sam- band hafi verið haft við foreldra barna með Downs-heilkenni og að meðal annars hafi verið haldin ráð- stefna um málefnið á vegum Sið- fræðistofnunar síðastliðið haust. „Þetta er eitt af þessum sviðum þar sem tæknin er komin ansi langt og farin að ýta á eftir því sem þarf, um- ræðu um siðfræði og upplýsingu.“ Barnshafandi konum gefst kostur á lífefnavísamælingu til að meta líkur á litningagöllum Styttist í að öllum þunguðum konum bjóðist snemmómskoðun ÞINGFLOKKUR, framkvæmda- stjórn og umhverfishópur Samfylk- ingarinnar voru á ferð um virkj- anasvæði norðan Vatnajökuls dagana 17. – 18. ágúst. Ferðast var um svæði vestan og austan Jökulsár á Brú undir leið- sögn þeirra dr. Hilmars Malmquist, vatnalíffræðings og Björns Stef- ánssonar, verkfræðings og Ágústar Guðmundssonar, jarðfræðings frá Landsvirkjun. Ferðin er liður í málefnavinnu þingflokks og framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar sem staðið hefur frá því fyrr á árinu vegna mikilvægra ákvarðana í nátt- úruverndar- og umhverfismálum. Hafrahvammagljúfur voru skoð- uð frá Hallarfjalli til fyrirhugaðs stíflusvæðis við Fremri-Kárahnjúk, ekið meðfram strandsvæði fyr- irhugaðs Hálslóns og jafnframt ek- ið eftir afar fáförnum slóða inn í Kringilsárrana þar sem Kringils- árfoss og syðsta svæði fyrirhugaðs Hálslóns var skoðað. Seinni daginn var ekið frá Hrafn- kelsdal upp á Fljótsdalsheiði og fyr- irhuguð stíflusvæði við Hölkná, Laugará og Eyjabakkavað skoðuð. Forystufólk Samfylkingarinnar á barmi Hafrahvammagljúfurs. Samfylkingin á ferð norðan Vatnajökuls „Hvortsem orsökin er augnabliks skortur á einbeitingu, svo hætta er á harmleik, eða ökumaður, sem vísvit- andi brýtur lög um hraðakstur og ölvun við akstur, þá eru umferðar- slys bæði hversdagslegur hluti lífs- ins og ógæfa, sem fer versnandi á heimsvísu, eyðileggur líf og lífsaf- komu, hamlar þróun og gerir millj- ónir manna berskjaldaðri og varn- arlausari en ella.“ Svo segir í skýrslu Alþjóða rauða krossins um hörm- ungar í heiminum frá 1998, í kafla hennar um umferðarslys. Í skýrsl- unni kemur fram, að áætlað sé að frá fyrsta skráða banaslysinu í umferð- inni 1896, hafi 30 milljónir manna lát- ist í umferðarslysum. Til saman- burðar má nefna að síðan í síðari heimsstyrjöld hafa 40 milljónir manna látist í stríðsátökum. Að minnsta kosti 500 þúsund manns far- ast árlega í umferðinni, sumir segja hátt í milljón, og 15 milljónir manna slasast á ári hverju. Fyrsta hjálp mikilvægust Rannsókn, sem nefnist „byrði sjúkdóma á heiminum“ áætlar, að árið 2020 muni umferðarslys vera orðin þriðja stærsta dánarorsök í heimi sem og orsök örkumla. Þórir Guðmundsson, skrifstofu- stjóri upplýsinga- og markaðssviðs hjá Rauða krossi Íslands, segir að í vesturhluta Evrópu slasist rúmlega 4.600 manns í umferðarslysum á hverjum degi og 115 af þeim láti lífið. Hann segir að Rauði krossinn leggi mesta áherslu á það, í baráttunni gegn umferðarslysum, að skyndi- hjálp á vettvangi og það, að hafa bæði þekkingu og einhver sjúkra- gögn við hendina geti skilið milli lífs og dauða. Það geti einnig komið í veg fyrir að meiðsl, sem séu jafnvel til- tölulega lítilvæg, verði alvarlegri. „Það þarf ekki annað en að kunna að stoppa blóðrás til þess að geta haldið lífinu í manni þangað til að sérhæfð aðstoð kemur.“ Rauði krossinn hvetur fólk til að hafa skyndihjálpargögn til taks í bif- reiðum og læra skyndihjálp. „Það er fólkið, sem kemur fyrst á vettvang og getur brugðist strax við, því að það veit grundvallaratriðin, sem bjargar mestu.“ 15–44 ára mest hætta búin Í skýrslu Alþjóða rauða krossins, kemur fram, að aldurshópurinn 15 til 44 ára verði sérstaklega mikið fyrir barðinu á umferðarslysum. Umferð- arslys höggvi svipuð skörð í raðir þeirra, sem virkir séu á vinnumark- aðnum, eins og alnæmi gerir. Meðal karlmanna í þessum aldurshópi eru umferðarslys algengasta dánaror- sökin en sú fimmta algengasta meðal kvenna. Á Íslandi létust 129 manns í um- ferðarslysum á árunum 1995 til 2000, langflestir á síðasta ári, eða 32. Sam- kvæmt tölum Umferðarráðs fyrir ár- in 1995–1999 voru flestir, sem létust, á aldrinum 25 til 64 ára, 38 manns. Ekki er hægt að draga óyggjandi ályktanir af samanburði á milli ís- lensku talnanna og upplýsinga Al- þjóða rauða krossins þar sem aldurs- hóparnir eru ekki fyllilega sambærilegir. Það bendir þó allt til þess að hér á landi, eins og í heim- inum í heild, séu flestir, sem farast í bílslysum, á aldrinum 15 að miðjum aldri. Í aldurshópnum 15–16 ára lét- ust fimm á Íslandi á tímabilinu 1995– 1996. Ungmenni, 17–20 ára, voru 17. Í aldurshópnum 21–24 létust sjö á umræddu tímabili. Alls létust 67 manns á aldrinum 15–64 ára á fimm ára tímabili. 70% dauðsfalla í þriðja heiminum Í skýrslu Alþjóða rauða krossins kemur fram, að 70% allra dauðsfalla í umferðinni eigi sér stað í þriðja heiminum og sá hlutur fari stækk- andi. Á Vesturlöndum hafi betri veg- ir, betri ökukennsla, sætisbeltalög- gjöf, öruggari bílar og umferðarstjórnun, orðið til þess, að dauðsföllum í umferðinni hafi fækk- að þrátt fyrir aukinn fjölda öku- tækja. Engu að síður eru tölur yfir slys og dauða óhugnanlega háar. Fyrir utan þá 129 Íslendinga, sem létust á árunum 1995–2000 eru ótald- ir þeir, sem bíða varanlegan skaða og örkuml af völdum umferðarslysa, en á síðasta ári einu saman slösuðust 1.237 manns í umferðinni. Ónefndir eru og þeir, sem eftir sitja með minn- inguna eina um horfinn ástvin. Tökum höndum saman um að vernda hvert annað í umferðinni. Því þrátt fyrir betri vegi og öruggari bíla, þá er það fyrst og fremst akst- urslag ökumanna, sem skiptir sköp- um. Allt að milljón manns deyr árlega í umferðinni í heiminum Stefnt að slysalausum degi í dag UMFERÐARVERKEFNIÐ „slysalaus dagur í umferðinni“ fer fram í Reykjavík í dag. Lögregla mun hafa óvenju mikinn viðbúnað til að vekja athygli ökumanna á ábyrgð þeirra í umferðinni og hvetja þá til aðgætni. Enda veitir ekki af. 129 hafa látist í umferðarslysum hér á landi síðastliðin sex ár og Alþjóða rauði krossinn áætlar að árið 2020 verði umferðarslys orðin þriðja helsta dánarorsök á jörðinni. Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.