Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við nið- urrif gamla hitaveitustokks- ins milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur eru nú í fullum gangi en samkomulag hefur náðst milli bæjarstjórnar og Þjóðminjasafns Íslands um varðveislu hluta stokksins. Að sögn Margrétar Hall- grímsdóttur þjóðminjavarðar var fallist á að varðveita stokkinn innan bæjarins en rífa það sem er utan þétt- býliskjarnans. Margrét segir þetta mikinn árangur því upphaflega var gert ráð fyrir að varðveita aðeins um 10 metra langan bút í mið- bænum. „Það er svolítið skemmti- legt hvernig þeir ætla að lag- færa þetta og setja sand í og snjóbræðslu þannig að það verði hiti í honum eins og var hérna einu sinni. Þannig að stokkurinn verður áfram varðveittur að stórum hluta og mun áfram nýtast sem samgöngukostur á þessu svæði. Eins á að gera fræðslu- skilti til að vekja athygli á hvers konar minjar þetta eru.“ Margrét segir að það hefði verið of kostnaðarsamt að varðveita stærri hluta stokks- ins þar sem nauðsynlegt hefði verið að gera við steypuna og setja í hann snjóbræðslu. „Síðan hætt var að nota stokkinn sem hitaveitustokk hefur ekki verið hiti í honum sem þýðir að þetta hefur ver- ið að grotna niður og rottu- gangur hefur komist í þetta. Þá hefur þetta ekki nýst sem gönguleið, eins og var hérna áður. Þannig að þetta var svona málamiðlun sem við öll féllumst á,“ segir hún. Morgunblaðið/Sverrir Hitaveitustokkurinn mun áfram nýtast sem samgönguleið innan bæjarins eftir að sett verður snjóbræðsla í hann. Hins vegar er verið að rífa stokkinn utan þéttbýliskjarnans. Stokkurinn varðveittur inn- an bæjarins Mosfellsbær NEI, það er ekki búið að af- nema biðskylduna við Njörvasund eins og ætla mætti af þessari mynd sem ljósmyndari Morgunblaðs- ins tók á dögunum. Þessir vösku menn voru þvert á móti að setja upp svokallað 30 kílómetra hlið á gatnamótum Njörvasunds og Skeiðarvogs. Um er að ræða hraðahindrun sem gefur til kynna að ekið sé inn á svæði þar sem há- markshraðinn er 30 kíló- metrar á klukkustund og hefur slíkum hliðum víða verið komið fyrir í borg- inni. Morgunblaðið/Golli Bisað við bið- skylduna Sund RAFORKUVERÐ í Hafnar- firði lækkar um 2-8 prósent um næstu mánaðamót vegna samræmingar gjaldskráa Hitaveitu Suðurnesja hf. Raf- orkuverð á Suðurnesjum mun hins vegar hækka um fimm prósent. Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra HS er verið að búa til eina gjaldskrá fyrir fyrir- tækið vegna sameiningar Raf- veitu Hafnarfjarðar og Hita- veitu Suðurnesja sem átti sér stað í mars síðastliðnum. „Það munaði það miklu að þó að raforkuverð í Hafnarfirði hafi lækkað um 10 prósent 1. mars þarf að lækka meira. Þar fyrir utan kemur ekki til fram- kvæmda fimm prósenta lækk- un sem var alls staðar annars staðar á landinu 1. júlí síðast- liðinn,“ segir hann. Ástæða þess að raforku- verð hækkar á Suðurnesjum segir Júlíus fyrst og fremst vera þá að gjaldskráin hafi verið óbreytt í tíu ár. „Við höf- um þóst standa okkur vel að hækka ekki þótt við höfum svo sem þurft að láta undan núna því þetta var meira orðin þráhyggja en skynsemi að ná 10 árunum,“ segir Júlíus. Hækkunin er sem fyrr seg- ir fimm prósent á Suðurnesj- um en í Hafnarfirði lækkar rafmagn um tvö prósent til heimilisreksturs og að meðal- tali um 7-8 prósent til fyrir- tækja. „Eftir þessar breytingar er okkar samræmda gjaldskrá rúmlega 10 prósentum lægri fyrir almenning og heimili og rúmlega 20 prósentum lægri fyrir fyrirtæki sé borið saman við Reykjavík,“ segir Júlíus. Hann segir að því hafi verið haldið fram að ástæða hinnar lágu gjaldskrár væru við- skiptin við varnarliðið. „Það stenst nú ekki ítarlega skoð- un. Kaupin þaðan hafa stór- minnkað því umsvifin uppi á velli eru alltaf að verða minni.“ Hann bendir á að árið 1991 hafi yfir 60 prósent tekn- anna komið frá varnarliðinu en í fyrra hafi hlutfallið verið komið niður í 42,6 prósent. „Þannig að það hefur umtals- vert dregist saman.“ Raforkuverð lækk- ar um mánaðamót Hafnarfjörður ÁHORFENDUR á heimaleikjum Stjörn- unnar fá nú betri aðstöðu til að hvetja sitt lið því til stendur að byggja 1.200 manna, yfirbyggða stúku vestan megin við gras- völlinn hjá Stjörnuheim- ilinu. Stúkan, sem kostar 87 milljónir, á að vera tilbúin til notkunar fyrir næstu leiktíð. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að tillaga að nýju deili- skipulagi á svæðinu verði auglýst en að sögn Eiríks Bjarnasonar bæj- arverkfræðings miðar tillagan að því að búa til byggingarreit fyrir stúk- una og marka vellinum lóð. Hann segir stúkuna nokkuð myndarlega enda er gert ráð fyrir að hún rúmi 1.200 áhorf- endur. „Við erum með kostnaðaráætlun upp á 87 milljónir. Þetta er gert að kröfu mann- virkjanefndar KSÍ sem þarf að veita keppnis- leyfi fyrir vellina og for- sendurnar eru háðar því í hvaða deild liðin spila. Stjarnan fær ekki keppnisleyfi til framtíðar nema þau skilyrði séu uppfyllt að þarna sé góð aðstaða fyrir áhorfend- ur,“ segir Eiríkur. Deiliskipulagið auglýst á næstunni Hvenær á stúkan að vera tilbúin? „Við ætlum að reyna að vera búnir að koma henni upp fyrir næsta keppnistímabil sem er þá næsta vor,“ segir Ei- ríkur. „Ein af forsendun- um er að skipulagið sé fyrir hendi og þess vegna erum við að vinna að því og munum auglýsa það.“ Deiliskipulagstillagan tekur einnig til annarra lóða á svæðinu og verða lóðir Flataskóla, Garða- skóla, íþróttahússins og Stjörnuheimilisins skil- greindar upp á nýtt. „Þannig að þetta er svona tiltekt að sumu leyti,“ segir Eiríkur að lokum. Stjarn- an fær stúku Garðabær STJÓRN Læknafélags Ís- lands ákvað á fundi á þriðju- dag að mótmæla byggingu hjúkrunarheimilis sem áform- að er að reisa á lóð við Nes- stofu, sem tekin hefur verið frá fyrir byggingu lækninga- minjasafns. Í bréfi sem sent var til bæj- arstjórnar Seltjarnarneskaup- staðar í gær er tekið fram að stjórnin mótmæli þessari ráð- stöfun lóðarinnar enda liggi fyrir teikningar að lækninga- minjasafni sem urðu til í kjöl- far samkeppni um bygginguna á lóðinni. „Stórn LÍ minnir á bréf sitt til bæjarstjórnarinnar frá 28. ágúst fyrra árs, þar sem þeirri ósk er komið á framfæri „að lóð, sem úthlutað var fyrir lækningaminjasafn í Norður- túni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns“. Studdist bréfið við ályktun að- alfundar Læknafélags Íslands frá 26. ágúst 2000 um sama efni,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá minnir stjórn LÍ á að við afhendingu erfðafjár Jóns Steffensen til Þjóðminjasafns- ins í ágústmánuði fyrra árs, að viðstöddum fulltrúum bæjar- stjórnarinnar, hafi mennta- málaráðherra lýst yfir að með því að þiggja húsnæði undir safnmuni væri ekki verið að leggja áform um byggingu safns við Nesstofu til hliðar. Stjórn Læknafélags Íslands Mótmælir byggingu hjúkrunarheimilis Seltjarnarnes BORGARRÁÐ samþykkti í vikunni að fresta opnun nýrr- ar skolpdælustöðvar í Gufu- nesi um ár. Í bréfi til borgarráðs segir gatnamálastjóri að í athugun sé að auka við fyrirhugaðar landfyllingar við Gufunes. „Eigi að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2003 eins og til stóð þarf að hefja framkvæmdir við hana á næstu vikum og lítill sem enginn tími gæfist til að meta kosti og galla frekari landfyll- ingar og hugsanleg áhrif hennar á staðsetningu dælu- stöðvarinnar,“ segir í bréfinu. Frestað til 2004 Gufunes Opnun skolpdælustöðvar Bæjarráðsfulltrúar Sam- fylkingarinnar í Hafnar- firði segja kostnaðaráætl- un og tilboðsverð í byggingu og rekstur grunnskóla á Hörðuvöllum með ólíkindum há. Þetta kemur fram í bók- un fulltrúanna vegna nið- urstöðu útboðs á byggingu og rekstri nýs Lækjarskóla ásamt íþróttahúsi og sund- laug á Sólvangssvæðinu. „Til samanburðar má nefna að byggingaverð hvers fermetra í kostnað- aráætlun er um 25% hærra en í Áslandsskóla sem nú er í byggingu. Vinnulag og framkvæmdamáti meiri- hlutans í þessu máli er með öllu óverjandi. Vitur- legast væri að leggja þessi byggingaáform á Hörðu- völlum til hliðar og leita samkomulags um fjárhags- lega raunhæfar fram- kvæmdir við einsetningu Lækjarskóla eins og bæj- arfulltrúar Samfylkingar hafa margítrekað kynnt,“ segir í bókuninni. Í bókun bæjarráðsfull- trúa Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks er þessum fullyrðum Samfylkingar- innar vísað á bug. „Vinnubrögð þau sem viðhöfð hafa verið í málinu öllu hafa verið til mikillar fyrirmyndar af hálfu skipu- lagsnefndar, bygginga- nefndar grunnskóla, hönn- uða og annarra sem komu að vinnu á Hörðuvalla- svæðinu.“ Í annarri bókun benda bæjarráðsfulltrúar Sam- fylkingar á að byggingar- Bókun Samfylkingar vegna Lækjarskóla Segja fermetraverð mun hærra en í öðrum skólabyggingum Hafnarfjörður kostnaður vegna nýs grunnskóla á Hörðuvöllum verði um 1200 milljónir króna og fermetraverð þar með mun hærra en þekkist í öðrum skólabyggingum. Í svari fulltrúa Sjálf- stæðis- og Framsóknar- flokks segir hins vegar að lægsta tilboð í grunnskóla- byggingu, íþróttahús og kennslusundlaug nýs Lækjarskóla á Hörðuvöll- um sé tæpu einu prósenti yfir kostnaðaráætlun sem hljóti að teljast mjög ásættanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.