Vísir - 31.10.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 31.10.1979, Blaðsíða 9
MiBvikudagur 31. október 1979 VÍSIR f I Krakkarnir á Hellu hafa ekki siöur kunnaö vel aö meta fyrsta snjó vetrarins en önnur landsins börn. Þessa tvo festi Eirikur Jónsson á filmu þar i gær. 9 ÉFTfl-píkin íine fgfá si': til viðskiptahatta ! L Aöalumræöuefni á fundi þing- mannanefndar EFTA, Friversl- unarsamtaka Evrópu, i siöustu viku var tilhneiging til aö hverfa aftur til verndarstefnu og viöskiptahafta i millirikja- viöskiptum, aö þvi er segir I frétt frá blaöafulltrúa rikis- stjórnar Islands. Nefndin komst aö þeirri niö- urstöðu, aö öflugs þrýstings i átt til verndarstefnu heföi gætt á þvi timabili litils hagvaxtar, mikillar verðbólgu, gengis- sveifla og vaxandi atvinnuleys- is, sem staðiö hefur frá 1973. Rikisstjórnir hafa gripið til ýmissa ráöstafana, sem aflaga viöskiptakjör, en samt hefur ekki átt sér stað neitt meirihátt- ar hrap niöur i almennar vernd-, araögeröir. Þingmannanefndin var sam- mála um aö f verndaraögerðum væri enga lausn aö finna á vandamálum sem uppi væru i heimsviöskiptum. Verndaraö- geröir hafa þegar frá liöur i för meö sér sóun verömæta, þær magna veröbólgu, stööva eöa tefja nauösynlegar kerfisbreyt- ingar og aölögun og fækka at- vinnumöguleikum frekar en fjölga þeim. Þar að auki bera verndaraö- gerðir ætiö i sér hættu á gagn- ráöstöfunum, og þingmanna- nefndin taldi ástæöu til að rifja upp, hversu verndarstefnan magnaöi heimskreppuna á fjórða áratug aldarinnar og dró hana á langinn. Agengni verndarsjónarmiöa sem nú gætir veröur aö skoöa i samhengi viö útbreiöslu at- vinnuleysis i iðnrikjum. Nefndin er þess fullviss, aö til þess aö koma aftur á fullri atvinnu er þörf jákvæöra aögeröa til aö koma á nauösynlegum kerfis- breytingum og viðunandi hag- vaxtarstigi. Aukin alþjóðasam- vinna er ómissandi f þessu skyni, sér I lagi meöal landanna i evrópska friverslunarkerfinu, sem eru hvert ööru háö efna- hagslega. J ,,Þvi ber aö ganga eftir þvlloforöi fyrrverandi samgönguráöherra, aö strax þegar smföi Borgarfjaröar- brúarinnar lýkur, veröi öll tæki flutt til ölfusárósa og brúarsmföin hafin af fullum krafti”, segir Guö- laugur Tryggvi. BRÚ Á ÖLFUSÁRÓSA: Mannréttinflamál íslendingar hafa mjög glöggan skilning á því hvað er mannréttinda- mál. Þeir eru elsta lýð- ræðisríki i Evrópu með þúsund ára Alþing. Þeir meta mjög mikils mál- frelsi,ritfrelsi og önnur mannréttindi. Þá skilja þeir einnig þá grundvall- ar mannréttindahugsjón, að hver hönd hafi verk að vinna. Stærsta auðlind þjóðar- innar er í fiskimiðunum. Þau eru uppspretta vinnu fyrir flesta Islendinga. Þess vegna eru það mannréttindi að sem flestir á Islandi hafi að- gang að fiskimiðunum. Þetta er gert þannig að hafnaraðstaða er bætt á hinum ýmsu stöðum. Hafnleysið á Suðurlandi. Suðurland hefur frá fornu fari verið illa sett meö hafnir. Fræg- ar eru sagnir frá brimlending- um viö ströndina, en ekkert stoppar æöandi hafölduna allt frá Suðurheimskautinu þar til hún brotnar á strönd Suður- lands. Þaö er þvi greinilegt hversu Sunnlendingar standa illa að vigi meö nýtingu fiski- miöanna. 1 sannleika sagt, gætu þeir alls ekki nýtt þau aö neinu gagni, ef Vestmannaeyjar væru ekki til. Heilt eldgos þurfti til þess að fá höfn. Lengi hefur staðið mikil bar- átta á Suðurlandi fyrir hafnar- bótum. Frægt er þegar Egill heitinn Thorarensen gekkst fyrir hafnarbótum I Þorláks- höfn fyrst með framlagi Kaup- félags Arnesinga, en seinna i samvinnu viö sýslunefndir á Suöurlandi. Þetta verk var þó ákaflega dýrt og ekki á færi fá- tækra sveitarfélaga aö koma upp þeirri höfn I Þorlákshöfn sem þurfti. Þaö kostaöi eldgos i Vestmannaeyjum að fá höfn i Þorlákshöfn. Þá var auðséð aö brýna nauðsyn bæri til aö hafa lifhöfn á Suöurströndinni, ef eitthvaðbrigöi útaf annars stað- ar. Einnig fengu Grindvikingar verulegar hafnarbætur er ske kynni að þeir þyrftu aö þjóna Vestmannaeyjum og Suðurlandi sem lifhöfn. Þetta var nauö- synjamál, enda eru öryggismál sjómanna aldrei of vel tryggö. Mikil atvinna í sjávar- plássunum. Gifurlegar fiskveiöar eru nú viö landiö. Fólk litur vart upp frá vinnu i fiskistööunum. Fáar hendur við ströndina skapa þjóöarbúinu gifurleg verömæti, öll I gjaldeyri. A sama tima er atvinnuleysi I þeim þorpum sunnanlands, sem ekki hafa hafnir til að taka á móti hinum nýtiskulega veiöiflota_ lands- manna. Þessum plássúm eru þvi fyrirmunuö afnot af stærstu auölind þjóöarinnar. 1 raun búa þau viö skert mannréttindi. öllum er ljóst aö til þess aö nýta Þorlákshöfn fyrir plássin á Suðurlandi sérstaklega Eyrar- bakka, Stokkseyri og Selfoss þarf að koma brú á ölfusárósa. A þann eina hátt fá þessir staöir góöan aögang aö hinni ágætu höfn I Þorlákshöfn. A þann eina hátt fá þau aögang aö mestu auölind landsmanna til jafnræö- is viö aðra. Brúin er mannréttinda- mál. Brúin á ölfusárósa er þvi mannréttindamál. t þvi ljósi veröur sú framkvæmd fyrst og fremst aö skoöast. Þjóöhgas- lega er hún einnig nauðsynja- mál, þvi hún veitir vinnu vinnu- fúsum höndum á Eyrarbakka, Stokksyeri og Selfossi, sem nú hafa ekki næga vinnu. Þvi ber að ganga eftir þvi loforði fyrr- verandi samgönguráöherra, aö strax þegar smlöi Borgar- fjaröarbrúarinnar lýkur, veröi öll tæki flutt til ölfusárósa og brúarsmiöin hafin af fullum krafti. Arðsemisathuganir hjá Framkvæmdastofnun rikisins hafa sýnt, aö ölfusárbrúin sé ekki arövæn. Samt hefur, viö nánari athugun á þessari arö- semiskönnun komiö i ljós, aö til dæmis má lengja afskriftatima þann sem miöaö er viö á brúnni um 50% þ.e.a.s. úr 20 árum i 30. Skyldu ekki einnig fleiri atriði þurfa nánari skoöun, til dæmis sú staðreynd, aö það er at- vinnuleysi I plássunum þarna i kring. Meö tilliti til þessa hafa Sam- tök sveitarfélaga á Suöurlandi ákveöiö aö fela einni virtustu stofnun á þessu sviöi nánari könnun á arösemi brúarinnar. Röðun framkvæmda. A Islandi rikir mikil fram- kvæmdaþörf. Þjóðin er bráö- huga og villl framkvæma margt á skömmum tima. Ef til vill er þetta frumorsök þeirrar verö- bólgu sem er i landinu. Viö röö- un framkvæmda veröur þó ávallt aö gæta fyrst og fremst hvernig þær þjóna atvinnulifi landsmanna og þvi atvinnu- neðanmóls Guölaugur Tryggvi Karlsson gerir hér aö umtalsefni brúar- gerö yfir ölfusárósa og spyr meöal annars „Hvort skyldi i rauninni vera arövænlegri framkvæmd bygging yfir Framkvæmdastofnunina eöa brú á ölfusárósa?” öryggi sem allir eiga rétt á i landinu. Brúna á undan húsa- smið Framkvæmdastofn- unar. Sú stofnun, þ.e. Fram- kvæmdastofnun rlkisins, sem komst að þvf, aö brú á ölfusár- ósa yröi ekki arövæn, þrátt fyrir gifurlega atvinnutryggingu, ákveöur nú aö byggja yfir starf- semi sina. Þaö er útaf fyrir sig ágætt. En hafa arösemisathug- anir fariö fram á þeirri bygg- ingarframkvæmd? Hvort skyldi i rauninni vera arövænlegri framkvæmd, bygging yfir Framkvæmdastofnunina eöa brú á ölfusárósa? Karli Steinari Guönasyni, núverandi stjórnar- formanni Framkvæmdastofn- unarinnar og varaformanni Verkamannasambands íslands er manna bezt treystandi til þess að sjá þaö mál i réttu sam- hengi viö hagsmuni launafólks og þjóöarinnar allrar. Komist fjárveitingarvaldiö aö þeirri sjálfsögöu niöurstöðu, aö brúarsmiöin á ölfusárósa, sem tryggir fjölda manns atvinnu og áðurnefnd mannréttindi um aö- gang aö helstu auölind lands- manna, sé i raun brýnt hags- munamál þjóöarinnar, ber aö hefja framkvæmdir viö hana af fullum krafti um leiö og smiöi Borgarfjaröarbrúarinnar lýkur. Guölaugur Try ggvi Karlsson. hagfræöingur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.