Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 1
230. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. OKTÓBER 2001 „Árásirnar standa yfir,“ sagði Richard Myers, hershöfðingi og yf- irmaður bandaríska herráðsins, á blaðamannafundi í Washington í gær, en árásirnar hófust sólarhring eftir fyrri hrinuna í fyrradag. Sagði hann, að 10 orrustuþotur og 10 sprengju- flugvélar hefðu tekið þátt í árásunum í gær auk þess sem stýriflaugum hefði verið skotið frá skipum. Beind- ust þær gegn hernaðarmannvirkjum við fimm borgir að minnsta kosti, Kabúl, Jalalabad, Kandahar og Maz- ar-e-Sharif og Kunduz í norðurhluta Afganistans. Fyrsta árásahrinan í fyrradag beindist að 30 skotmörkum, þjálfun- arbúðum, flugvöllum, flugvélum, rat- sjám og loftvarnabúnaði, að því er fram kom hjá Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ekki er vitað um mannfall í árás- unum í fyrradag en talsmaður talib- ana sagði, að 25 óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í árásum, sem annars hefðu að mestu leyti misst marks. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær, að árásirnar hefðu skilað miklum árangri en þeim yrði fylgt eftir með öðrum aðgerðum þeg- ar tími væri til kominn. Nefndi hann þær ekki nánar en talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins sagði fyrr um daginn, að landhernaður kæmi til greina. Þá gaf Geoff Hoon, varnar- málaráðherra Bretlands, í skyn, að líklegra væri, að loftárásirnar á Afg- anistan stæðu í nokkra daga fremur en vikur. Vara við árásum á önnur ríki Bandaríkjastjórn bað í gær um fund í öryggisráði SÞ en í bréfi til þess kvaðst hún hafa gripið til árás- anna í sjálfsvarnarskyni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær, að hún hefði haft fullan rétt til þess en í bréfinu varaði Bandaríkjastjórn einnig við því, að hugsanlega yrði ráð- ist gegn öðrum ríkjum ef rannsóknin á hryðjuverkunum gæfi tilefni til þess. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði hins vegar í gær, að samstaða væri aðeins um aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Afgan- istan. Tvær bandarískar herflutninga- flugvélar vörpuðu í gær út meira en 37.000 matarskömmtum til sveltandi fólks í Afganistan en tugir eða hundr- uð þúsunda manna eru þar á ver- gangi. Er búist við, að fólkið sé á leið til nágrannaríkjanna, Pakistans, Ír- ans og Mið-Asíulýðveldanna í norðri. Miltisbrands- sýking veldur ótta Viðbúnaður hefur verið aukinn verulega á Vesturlöndum vegna árás- anna og einkanlega í Bandaríkjunum þar sem óttast er, að hryðjuverka- menn kunni að reyna að hefna þeirra. Áhyggjur vekur, að nú hefur annar maður sýkst af miltisbrandi á Flórída og sagði talsmaður bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI, að málið væri nú litið alvarlegri augum en áður. Litið var á fyrri manninn, sem veiktist og lést, sem einangrað tilfelli, sem ekki tengdist hugsanlegum lífefnahernaði hryðjuverkamanna. Önnur hrina loftárása á skotmörk í Afganistan AP HREINSAÐ til í rústum húss, sem varð fyrir sprengju í árásunum á Kabúl í fyrrakvöld. Ekki er vitað um mannfall í árásunum en tals- maður talibanastjórnarinnar sagði allt að 25 hefðu týnt lífi. Á minni myndinni er verið að draga flug- skeyti eftir dekkinu á bandaríska flugmóðurskipinu USS Enterprise, sem er ásamt fleiri skipum á Ind- landshafi. AP  Tony Blair gefur í skyn að landhernaður sé á döfinni  Matvælum og lyfjum varpað niður til sveltandi fólks Eyðilegging í Kabúl LOFTVARNASKOTHRÍÐ lýsti upp næturhimininn yfir Kabúl, höfuðborg Afganistans, er önnur hrina árásanna á hernaðarmannvirki talibanastjórnarinnar hófst í gær og mátti þá heyra miklar sprengingar skammt frá borginni og einnig við borgirnar Jalalabad og Kandahar, helstu miðstöð talibanastjórnarinnar.  Ráðist gegn/22, 23, 24 og miðopna. PALESTÍNSKA lögreglan háði í gær götubardaga við námsmenn, sem mótmætu árásum Breta og Bandaríkja- manna. Eru þetta hörðustu inn- byrðis átök Palestínumanna um margra ára skeið. 13 ára drengur og 21 árs námsmaður féllu þegar þeir lentu í kúlnaregni frá grímu- klæddum mönnum, sem komið höfðu sér fyrir í háskólabygg- ingu í Gaza-borg. Stjórn Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, hefur krafist þess að herskáir palest- ínskir hópar virði vopnahlé við Ísraela frá 26. september. Pal- estínsk stjórnvöld ítrekuðu í gær fyrri yfirlýsingar og for- dæmdu hryðjuverkin í Banda- ríkjunum. Yasser Abed Rabbo, upplýs- ingaráðherra, vísaði beint til þess stuðnings, sem Osama bin Laden hefur lýst yfir við mál- stað Palestínumanna. Hlut- skipti Palestínumana gæti aldr- ei réttlætt morð á saklausu fólki. „Við viljum ekki að glæpir séu framdir í nafni Palestínu.“ „Engin ill- virki í nafni Palestínu“ AÐ MINNSTA kosti 118 manns týndu lífi er árekstur varð á milli farþegaþota frá SAS-flugfélaginu og einkaþotu á Linate-flugvellin- um í Mílanó á Ítalíu í gær. 64 far- þegar þotunnar voru ítalskir, 16 danskir, 15 Svíar, fjórir Finnar og þrír Norðmenn samkvæmt fyrstu athugunum. SAS-þotan, af gerðinni MD 87, var að nálgast flugtakshraða er Cessna-vél, þýskri einkaþotu, var ekið í veg fyrir hana. Við árekst- urinn fór farþegavélin út af braut- inni og inn í hús þar sem farangur er flokkaður. Þar sundraðist hún í gífurlegu eldhafi. 104 farþegar voru með þotunni og sex manna áhöfn. Í Cessna-vélinni voru tveir þýskir flugmenn og tveir ítalskir farþegar og talið er, að fjórir starfsmenn í byggingunni hafi far- ist. Gegn rauðum ljósum Talsmenn ítalskra yfirvalda sögðu í gær, að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða eins og sumir óttuðust í fyrstu, heldur hörmulegt slys og „mannleg mistök“. Tals- maður innanríkisráðuneytisins sagði, að þýsku flugvélinni hefði verið ekið inn á ranga flugbraut en mikil þoka var er slysið átti sér stað. Var það haft eftir ítölskum sérfræðingi, að Cessna-vélin hefði farið gegn tveimur rauðum ljósum og hugsanlegt, að flugstjórinn hefði ekki séð þau vegna þokunnar. Þá hefur verið upplýst, að ratsjá, sem notuð er til að fylgjast með ferðum flugvéla á flugbrautunum, hafi ekki verið virk. Mesta slys í sögu SAS Þetta er mannskæðasta slys í sögu SAS-flugfélagsins og var brugðist við með að koma upp áfallahjálp fyrir ættingja hinna látnu í Mílanó og Kaupmannahöfn. Hafa þjóðhöfðingjar viðkomandi ríkja vottað þeim samúð sína og einnig Jóhannes Páll páfi II. SAS-flugfélagið hefur ákveðið að greiða ættingjum hvers farþega 2,5 milljónir ísl. kr. án tillits til þess hver verður niðurstaða rannsókn- ar á slysinu. 118 fórust við árekstur SAS-þotu og Cessna-vélar Farþegaþotan sundrað- ist í gífurlegu eldhafi Mílanó. AP, AFP.  118 fórust/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.