Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra segist hafa átt von á því að til árásanna á Afganistan kæmi. „Talibanarnir hafa ekki nýtt það tækifæri sem þeir hafa fengið til þess að vinna með heimsbyggðinni að þessu vandamáli og þess vegna áttu menn engan annan kost en að ráðast á þeirra höfuðvígi,“ sagði Halldór. Hann sagðist alltaf hafa reiknað með því að þessi barátta gegn hryðjuverkamönnum yrði löng, en hann gerði sér ekki grein fyrir því frekar en aðrir hvað þessar aðgerðir í Afganistan myndu taka langan tíma. Því miður hafi ekki verið neinn annar kostur fyrir hendi og þess vegna væri farið út í þessar aðgerðir svo óskemmtilegt sem það væri. Aðspurður hvort ástæða væri til þess að endurskoða stefnu Íslands í öryggismálum í ljósi hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum og atburð- anna í kjölfarið, sagði Halldór að við hefðum á undanförnum árum verið að endurskoða öryggisstefnu okkar og þegar gripið til ráðstafana í því ljósi. Þessir atburðir væru staðfest- ing á þeirri vinnu sem fram hefði farið og yrðu til þess að þeir yrðu enn sannfærðari um að þeir væru á réttri leið í þeim efnum. „Við höfum lagt á það áherslu inn- an Atlantshafsbandalagsins að það sé tekið á málum miðað við að hryðjuverk séu framin og aðra glæpastarfsemi. Við höfum lagt á það áherslu í samvinnunni við Bandaríkjamenn að það séu æfingar á Íslandi sem taki mið af hryðju- verkastarfsemi og það voru slíkar æfingar bæði 1999 og núna síðast- liðið sumar,“ sagði Halldór enn- fremur. Hann sagði að hlutverk okkar hefði ekkert breyst frá því sem verið hefði við þessa atburði í Afganistan núna. Bandaríkjamenn og Bretar hefðu ekki leitað neitt frekar til Atl- antshafsbandalagsins um þetta mál. Þeir hefðu fullan rétt til að fara út í þessar aðgerðir á grundvelli stofn- sáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem skýrt væri tekið fram að ríki gætu gripið til sjálfsvarnar bæði sjálf og með öðrum. Fyrstu skref varðandi hjálp- arstarf þegar tekin Halldór sagði spurður um flótta- mannastrauminn frá Afganistan að mikilvægt væri að alþjóða- samfélagið kæmi þar til aðstoðar. „Það er afskaplega mikilvægt að menn leggi sig fram í hjálparstarfi við flóttamenn í Afganistan. Ég er þeirrar skoðunar að við Íslendingar eigum að taka þátt í því og við höf- um þegar ákveðið að stíga fyrsta skrefið í þeim efnum,“ sagði Halldór einnig. TIL snarpra orðaskipta kom á Al- þingi í gær um fiskveiðistjórnunina og stöðu sjávarbyggða í umræðum um frumvarp þingflokks Samfylk- ingarinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Snerist um- ræðan aðeins að hluta um frum- varpið, sem flutt er nær óbreytt í þriðja sinn, heldur um sjávarútveg- inn almennt, nýlegar niðurstöður endurskoðunarnefndar og um- deilda kvótasetningu á meðafla smábáta sem tók gildi fyrir skemmstu. Flokkslínur héldu skammt í um- ræðunni, því Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Vestfirðinga (D), gagnrýndi kvótasetninguna harðlega og raunar niðurstöður endurskoðunarnefndarinnar líka. Hafnaði hann skattheimtu á út- gerðina og sagði tillögur meirihluta nefndarinnar ekki vera hótinu skárri en svo margt sem litið hefði dagsins ljós á undanförnum árum. Þótt fyrir lægi að sjávarútvegs- ráðherra hygðist gera þær tillögur að sínum myndi hann aldrei sam- þykkja þær og berjast heldur harkalega gegn þeim. Einar Oddur gagnrýndi einnig harðlega kvótasetningu á smábáta og sagði brottkast á ýsu hafa auk- ist eftir að lögin um kvótasetningu tóku gildi. Einar Oddur sagðist vera ein- dregið þeirrar skoðunar að stjórn- völd ættu að hætta við að kvóta- setja smábáta og minnti á samkomulag allra flokka frá árinu 1996 um að ná friði um þessa teg- und útgerðarinnar. „Það er hægt að ná friði og það verður að ná friði. Það er hægt að semja um þetta og ég er þess full- viss að það er hægt að ná þver- pólitískri samstöðu um það. Ég ber þá ósk í brjósti að sjávarútvegs- ráðherra beri gæfu til þess að hafa forystu um það að ná þessari sátt aftur,“ sagði Einar Oddur og bætti því við að best færi á því fyrir alla aðila að forystan væri á hendi sjáv- arútvegsráðherra. Gerði hann hins vegar ekkert í málinu og yrði ófá- anlegur til þess að láta af kröfu sinni yrði ekki við það unað, heldur myndu koma fram tillögur þing- manna, örugglega úr öllum stjórn- málaflokkum, sem myndu knýja á um það. „Þá munu verða hér átök – það verður ekki hjá því komist,“ sagði hann. „Það geta ekki liðið margir dagar þar til úr því verður skorið hvort ríkisstjórnin og þessi sjáv- arútvegsráðherra bera gæfu til þess að hverfa af þeirri braut sem var mörkuð í vor. Ná aftur sátt við einkaframtakið í sjávarútvegi vítt og breitt um landið.“ Þá sagði Einar Oddur að menn ættu langa leið fyrir höndum að komast í gegn um „þetta mis- heppnaða fiskveiðistjórnunarkerfi“. En á meðan yrðu menn að reyna að lifa í einhverri lágmarkssátt við þjóðfélagið og það fólk sem lifir og starfar í sjávarútvegi hringinn í kringum landið. Einar Oddur rifjaði upp að grundvöllur þessara „árása“ á smábátana hefði falist í skilningi á dómi Hæstaréttar frá 3. desember 1998. Það hefði verið forsenda fyrir breytingum sem menn töldu að þyrfti að gera. Hins vegar hefðu þeir Sigurður Líndal prófessor og Skúli Magnússon lektor skilað greinargerð þar sem færð voru rök fyrir því að þetta hefði verið „gjör- samlega tilhæfulaust“. „Í ellefu mánuði hefur sjávarút- vegsráðherra ekki séð ástæðu til þess að svara þessari viðamiklu greinargerð einu einasta orði. Það þarf ekkert frekar að segja um stöðu hans.“ Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði margt hafa verið skynsamlega mælt í ræðu flokks- bróður síns, en þó ekki allt. Hann hafnaði með öllu þeirri fullyrðingu að sjávarútvegsráðuneytið hefði hafið stríð gegn smábátamönnum og að ráðherra krefðist þess að deyða þennan útgerðarflokk. „Það er svo þvílíkt út í hött að maður má vart mæla í því sambandi. Það var lagasetning Alþingis sem mælti fyrir um kvótaaflamarkið og ef ég man rétt þá greiddi þingmaðurinn atkvæði með því,“ sagði Árni. Gagnrýndi ráðherra einnig mál- flutning Jóhanns Ársælssonar (S), fyrsta flutningsmanns frumvarps- ins, og sagði hann aldrei hafa haft neitt umboð til sátta í störfum end- urskoðunarnefndarinnar. Hann hefði ekki tekið það hlutverk sitt alvarlega í nefndinni, heldur fylgt þeirri flokkslínu sem kæmi fram í frumvarpinu nú, endurfluttu. Fjölmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna og náðist ekki að ljúka fyrstu umræðu um frum- varpið í gærkvöld. Var henni því frestað. Af áherslum manna í gær og þunga má aftur á móti slá því föstu að hart verður tekist á um málefni sjávarútvegsins á þingi í vetur. Verður ekki unað við óbreytt ástand Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sjávarútvegsmálin voru í deiglunni á Alþingi í gær. Einar Oddur Kristjánsson gagnrýnir kvótasetningu meðafla smábáta FJÓRIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær og sitja því á þingi næsta hálfa mánuðinn. Þrír þeirra höfðu ekki tekið áður sæti á lög- gjafarsamkomunni og unnu því drengskaparheit að stjórnar- skránni við upphaf þingfundarins. Björgvin G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar, tekur sæti Lúðvíks Bergvinssonar fyrir Suðurland og Örlygur Hnefill Jónsson, hæstaréttarlögmaður, tekur sæti Svanfríðar Jónasdóttur fyrir Norðurland eystra. Þá tekur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arki- tekt sæti Kristins H. Gunnarsson- ar fyrir Framsóknarflokkinn á Vestfjörðum. Auk þess tók Ár- mann Höskuldsson sæti Guðna Ágústssonar fyrir Framsóknar- flokk á Suðurlandi. Björgvin hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili, en hinir þrír varaþingmennirnir ekki. Fjórir varamenn tóku sæti í gær Hafa ekki nýtt tækifæritil að vinna með heimsbyggðinni HALLDÓR ÁSGRÍMSSON utanríkisráðherra „ÞETTA eru aðgerðir sem menn höfðu búist við að gripið yrði til en það var ljóst að stjórn talibana var gefinn kostur á að sleppa undan þeim þar sem þeir fengu fyrirvara og skilaboð um hvað þyrfti til að koma til að þeir myndu ekki fá þær yfir sig en þeir brugðust ekki við þeim fresti,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra er hann var inntur álits á árásum Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan í gær og fyrra- dag. Forsætisráðherra sagði aðgerð- irnar í fullu samræmi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fjallaði um málið eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september og vís- aði hann sérstaklega til ályktunar sem samþykkt var þar 12. sept- ember og þess vegna þyrftu aðgerð- irnar ekki að koma á óvart. Hann sagði árásirnar nú lið í pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum aðgerðum til að ná þeim mark- miðum að uppræta starfsemi hermdarverkamanna í þessum heimshluta. „Það er ljóst að það er erfitt því úr lofti næst takmarkaður árangur gagnvart stjórn eins og tal- ibönum og hægt að skjóta á fátt sem hefur mikla þýðingu. Engu að síður er verið að reyna að eyði- leggja stjórnkerfi þeirra sem þeir hafa notað til að hjálpa hermd- arverkamönnum. Íslenska rík- isstjórnin styður því þessar aðgerð- ir eins og allar aðrar ríkisstjórnir nánast um heim allan.“ Huga þarf að mögulegum hermdarverkum Davíð Oddsson var einnig spurð- ur hvort atburðirnir í Bandaríkj- unum á dögunum og aðgerðir í framhaldi þeirra myndu leiða til endurskoðunar á þáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. „Ég tel að röksemdir fyrir því sjónarmiði sem fulltrúar Íslands höfðu uppi árin 1993 til 1997, um að menn þyrftu að huga að hermdarverkaþættinum varðandi öryggi Íslands, séu nú komnar af hugmyndastigi og yfir á svið veruleikans. Það er ekki vafi á því að í umræðum um framtíð- arvarnir og öryggi landsins verður það ofarlega á baugi. Eins þurfum við sjálfsagt að huga að innra ör- yggi okkar líka. Um það hafa farið fram ákveðnar umræður og þær halda áfram næstu vikur og mánuði hjá þeim sem að því vinna,“ sagði forsætisráðherra að lokum. Aðgerðir sem búist var við að gripið yrði til DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra KOLBRÚN Halldórsdóttir hefur í félagi við aðra þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lagt fram tillögu til þingsályktunar um stækkun frið- landsins í Þjórsárverum. Í tillögunni felst að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að mörkum friðlandsins í Þjórsárverum verði breytt og það stækkað þannig að sem mest af gróðurlendi svæð- isins lendi innan friðlýsingar- markanna. Einnig að áætlun verði gerð um friðun Þjórsár frá mörkum friðlandsins í Þjórsár- verum til suðurs að Sultartanga- lóni. Í greinargerð með tillögunni segir að Þjórsárver sé sú gróð- urvin á hálendinu sem sé hvað dýrmætust. „Kemur þar margt til, landslag er þar stórbrotið, vatnafarið ein- staklega öflugur þáttur í lífríkinu og er vistkerfi veranna óvenju tegundaríkt og mikilvægt til við- halds á mörgum tegundum dýra og plantna.“ Þá er bent á að í Þjórsárverum sé að finna fjölbreyttar bú- svæðagerðir, rústir, sífrera og flæðiengi. Verin séu vel af- mörkuð heild og það svæði á Ís- landi þar sem áhrifa manna gætir hvað minnst. Auk þess séu þau gífurlega mikilvæg varpstöð fyrir heiðagæsastofninn og fleiri fugla. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Friðland Þjórsár- vera verði stækkað ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag og er það sjötti fundur þingsins. Á dagskrá er fyrsta umræða um lagafrumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt og eignaskatt og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.