Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 39 2 0 0 1 - 2 0 2 4 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Kynningar- fundur og sýning Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verður til sýnis og kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, þriðjudaginn 9. október frá kl. 16:00–21:00. • Skipulagssérfræðingar kynna svæðisskipulagstillöguna og sitja fyrir svörum kl. 16:30–17:30. • Forsvarsmenn skipulagsmála sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu svara fyrirspurnum kl. 18:00-19:00. • Skipulagstillagan verður áfram til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 10. október og fimmtudaginn 11. október. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér framtíðarsýn sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á uppbyggingu og þróun byggðar næsta aldarfjórðunginn. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. A T H Y G L I TÓMAS Ingi Olrich skrifar grein um stjórn fiskveiða í Morgun- blaðið 3. okt. Ég sé ástæðu til að fjalla um fáein atriði í þeirri grein. Ég er sammála Tóm- asi um að í endurskoð- unarnefndinni var tek- ist á um skoðanir sem eru ósamrýmanlegar. Tómas segir að verði hróflað við einkaeinok- uninni sem nú ríkir megi líkja því við þjóð- nýtingu einkaeignar- réttar. Þetta er hrein- skilin og skýr yfirlýsing. Hún segir í raun kjarnann í því hvers vegna nefndin sem við Tómas áttum sæti í náði ekki árangri. Í augum Tómasar er sjálfsagt að þeir sem nú eru í út- gerð fari með þjóðarauðlindina, fiskistofnana við landið, sem sína eign. Um þetta hefur deilan um kvótakerfið staðið frá upphafi. Og frá þessari afstöðu kvikaði ekki meirihluti í nefndinni en hann skip- uðu sjálfstæðismenn og fulltrúi Framsóknar úr iðnaðarráðuneytinu. Tómas reiðir fram aðalrök þeirra einkaeignarréttarmannana. Þau eru: 1. Útgerðarmenn fengu veiðirétt í krafti veiðireynslu. Mitt álit. Það deilir enginn um að þeir hafi átt rétt á að fá að halda áfram útgerð en sá einokunarréttur sem komið var á var ekki verjanleg- ur nema um mjög skamman tíma enda engin þörf á honum vegna stjórnunar sjálfra fiskveiðanna. Það hefði því átt að innleiða jafnrétti til aðgangs að auðlindinni í áföngum um leið og framsal aflaheimilda var gefið frjálst. 2. Útgerðarmenn keyptu kvóta í þeirri góðu trú að þeim sem settu lögin væri treystandi og spyr: Var útgerðin blekkt? Mitt álit. Það er rangt að halda því fram að útgerðarmenn hafi getað verið í góðri trú. Illvígar deilur um einkaeignarréttinn á þessari auðlind hafa staðið linnulaust. Það getur varla nokkur maður hafa keypt í þeirri trú að ekki gætu orðið breyt- ingar á þessu fyrirkomulagi. Rétt lýsing á þessu felst miklu frekar í því að segja að þeir keyptu vonina. Þeir keyptu þá von að fámennum hópi stjórnmálamanna og áhrifa- manna í þessu þjóðfélagi myndi haldast það uppi að troða þessu fyr- irkomulagi ofan í kokið á þjóðinni. Þeir útgerðarmenn sem fjárfestu í voninni um að ekki yrðu breytingar á þessum reglum vita að í því var og er fólgin áhætta. 3. Innköllun afla- heimilda er upptaka á einkaeignarrétti sem til var stofnað á full- komlega löglegan hátt. Mitt álit. Þetta er rangt. Það er enginn eignarréttur á fiskin- um í sjónum. Það ígildi eignarréttar sem út- gerðarmenn hafa haft á undanförnum árum getur löggjafinn tekið af þeim en útgerðin á þá rétt á aðlögunartíma eða bótum ef réttindin yrðu tekin fyrirvaralaust. Þetta hefur Hæstiréttur staðfest. 4. Ef menn kjósa að hverfa frá þeirri einkavæðingu aflahlutdeilda sem komið var á með lögum 1990 og taka í áföngum af útgerðinni afla- heimildirnar, innkalla þær til ríkis- ins og bjóða þær hæstbjóðanda er vissulega um aðgerð að ræða sem líkja má við sósíalisma. Mitt álit. Það er ekki ótrúlegt að sjá Tómas gera þessi orð ungra sjálf- stæðismanna að sínum. Það er full- komlega í samræmi við þá afstöðu hans að þeir sem eru í útgerð nú eigi að vera eigendur þessarar auðlindar um aldur og ævi og hafa rétt til að selja öðrum hindrunarlaust aðgang- inn að henni. Verði honum að óskum sínum munu börnin okkar standa frammi fyrir því að örfá stórfyrir- tæki eiga Íslandsmið og selja hæst- bjóðanda aðganginn. Ef það er sós- íalismi að bjarga þjóðarauðlindinni frá þeim örlögum þá er þjóðin í þessu tilliti sósíalísk. Það liggur fyrir ein- dregin andstaða þjóðarinnar við ríkjandi fyrirkomulag. Ekki er vafi á því að innköllun veiðiheimilda og það að mynda jafnræði til aðgangs að þeim á markaði stenst enda hefur Hæstiréttur staðfest, að því fyrir- komulagi sem nú gildir geti stjórn- völd breytt hvenær sem er, en gætt skuli sanngjarnar aðlögunar. 5. Þar fer Samfylkingin fremst og gerir kröfu um fyrningu aflaheim- ilda, sem jafnframt er krafa um þungan landsbyggðarskatt. Mitt álit. Það er rétt að Samfylk- ingin gerir kröfu um innköllun afla- heimilda og að í framtíðinni verði jafnræði til að nýta auðlindina. Það er rangt að slík krafa sé jafn- framt krafa um landsbyggðarskatt. Sá landsbyggðarskattur sem er fólginn í núgildandi fyrirkomulagi er flestum auðsær. Þeir sem eru nú handhafar kvótans selja hann á hæsta verði. Það kemst enginn í út- gerð án þess að borga þeim skattinn. Sigri Tómas og félagar í barátt- unni um einkavæðingu Íslandsmiða er augljóst hvað gerist. Þeim höml- um sem nú eru á einkaeignarrétt- inum verður létt af. Tillögur meiri- hluta nefndarinnar gefa tóninn, veiðiskyldan lækkuð ofan í 25% ann- að hvert ár og aflétt alveg gagnvart þeim veiðiheimildum sem verða sett- ar á fiskvinnsluhús. Framhaldið mun verða að aflétta alfarið hömlum á framsali. Þá verða til fyrirtæki sem verða eingöngu grundvölluð á því að eiga veiðiheimildir og selja mönnum aðgang að auðlindinni. Það mun eng- inn standast slíkum fyrirtækjum snúning í því að ná fram hæsta verði fyrir veiðiheimildir. Kvótaeigendur munu því streyma með sínar veiði- heimildir inn í slík fyrirtæki sem hluthafar eða selja þeim sínar heim- ildir. Samkeppni milli fárra slíkra fyrirtækja verður óhjákvæmilega til þess að útgerðin í landinu verður mergsogin og allar veiðiheimildir verða seldar með það í huga að ná sem allra hæstu verði. Hvað ætti að kalla þann lands- byggðarskatt? Börnin okkar mega, verði þetta að veruleika, horfa upp á að gjafakvóta- kerfið hefur skapað örfá kvótahluta- félög sem færa hluthöfunum allan arðinn af nýtingu þjóðarauðlindar- innar. Ég held að þau muni ekki hylla þá sem afrekið unnu. 6. Um jafnan aðgang að aflaheim- ildum. Tómas hefur áhyggur af því hvernig þeim reiði af sem keypt hafi aflaheimildir ef þær yrðu innkallaðar eftir tillögu minni um að 5% verði fyrnd á ári næstu 6 árin og aflaheim- ildunum breytt í aflahlutdeildar- samninga til 5 ára og þeir boðnir fram á markaði sem allir fengju að- gang að. Hann segir að þeir sem hafi selt heimildir á undanförnum árum ættu allskostar við hina sem hefðu keypt og bæru þess vegna þungan skuldabagga. Það er athyglisvert að hann nefnir ekki í þessu sambandi þann hluta tillögu minnar sem fjallar um að útgerðarmenn fengju þá pen- inga sem fengjust fyrir veiðiheimild- irnar í fyrsta sinn sem þær yrðu seldar á markaði. Aflaheimildirnar myndu auðvitað taka verð eftir hinni nýju skilgreiningu um að þær væru til 5 ára. En útgerðarmenn fengju fullt verð fyrir þær heimildir sem þeir töpuðu auk þess sem hin nýja skipan tæki gildi í áföngum. Þeir sem fyrir eru nú í útgerð ættu með þessari aðferð að vera mun betur settir en þeir sem ætluðu að koma nýir inn. Þeir sem fengu kvótann út á veiðireynslu hafa ekki borgað neitt og yrðu auðvitað í séraðstöðu. En sú séraðstaða væri ekki eins mikil mis- munun og verið hefur auk þess sem þessi aðferð útrýmir séraðstöðunni að lokum. Lokaorð Grein Tómasar lýsir einkar vel að hann og aðrir sem telja að einkaað- ilar hafi nú þegar eignast þjóðarauð- lindina og að þeir eigi að eiga hana áfram voru aldrei tilbúnir til neinnar sáttagerðar um neitt sem máli skipt- ir í þessari deilu. Þeir hafa gjarnan við orð í umræðum um þetta mál að þjóðin hafi veitt þeim umboð í kosn- ingum. Við sem viljum aðrar leiðir höfum ekki fengið stuðning til að framkvæma stefnu okkar. Ég vara menn við slíkum hugsunarhætti. Þjóðin er andvíg stefnu Tómasar um einkaeignarrétt á auðlindinni. Það fulltrúalýðræði sem hér er í gildi leggur mönnum þá skyldu á herðar að hlusta á vilja þjóðarinnar. En taka sér ekki vald til að troða ofan í kokið á henni vilja fárra í krafti þingmeiri- hluta sem hefur fengist þrátt fyrir en ekki vegna stefnunnar í þessu máli. Leiga aflaheimilda á markaði sem hefur það að markmiði að þjóna út- gerðinni til hagsbóta fyrir útgerðina og þjóðina alla er heillavænlegasta lausnin á átökunum um stjórn fisk- veiða. Það að fara þá leið er ekki þjóðnýt- ing. Það er að standa vörð um þjóð- areign. UM ÞJÓÐNÝTINGU EIGNARRÉTTAR Jóhann Ársælsson Þjóðin er andvíg stefnu Tómasar, segir Jóhann Ársælsson, um einka- eignarrétt á auðlindinni. Höfundur er alþingismaður. þegar MÚ var lagður niður. Það var hins vegar gert varðandi stutt- myndir og heimildarmyndir og er það mikið fagnaðarefni. Ályktun aðalfundar Leikskálda- félags Íslands á dögunum um þetta næsta hljóðláta brotthvarf styrkja til gerðar leikins sjónvarpsefnis hefur vakið töluverð viðbrögð og umræðu og það er vel, því vissulega er málefnið mikilvægt. Að vísu hafa menn mistúlkað ályktunina með ýmsum hætti, og aðrir reynt að búa til úr málinu ein- hverja pólitíska ungherjabrandara, en við slíku er ætíð að búast þegar bent er á kaun eða löst sem enginn vill horfast í augu við. Í Morgunblaðinu 29. september sl. mátti lesa um viðbrögð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við ályktuninni. Þar segir að hann furði sig á þessari afstöðu Leik- skáldafélagsins, og síðan er haft eftir honum: „Rithöfundar geta sótt í starfslaunasjóði til skrifa á verk- um fyrir sjónvarp ekki síður en aðra miðla. Það er ekkert sem kem- ur í veg fyrir það og að mínu áliti eru nægir opinberir sjóðir sem höf- undar geta sótt í.“ Hér lætur ráðherra eins og álykt- unin snúist bara um handritsstyrki. Það gerir hún hins vegar ekki. Ís- lenskir rithöfundar eru vanir því að vinna sín verk launalaust ef því er að skipta, enda nema styrkir til handritsgerðar augljóslega aðeins broti af þeim fjárhæðum sem þarf til framleiðslu. En það liggur auðvitað einnig í augum uppi, að um leið og slegnir eru af möguleikar á þróun og fram- leiðslu á verkum handritshöfunda, hljóta þeir og samtök þeirra að bregðast við, en í Leikskáldafélagi Íslands eru um 70 karlar og konur sem skrifa leikverk fyrir svið og handrit fyrir kvikmyndir og sjón- varp. Vitaskuld er rétt hjá ráðherra að höfundum er frjálst að sækja um hvað sem er í starfslaunasjóði, en það breytir engu um þá staðreynd, sem er mergurinn málsins, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að hlutur Menningarsjóðs útvarps- stöðva í fjármögnun á leiknu sjón- varpsefni er horfinn án þess að nokkuð hafi komið í staðinn. Ráðherra segir síðar við sama tækifæri í Morgunblaðinu að þeir peningar, sem áður runnu frá út- varpsstöðvunum í Menningarsjóð útvarpsstöðva, eigi að nýtast til framleiðslu á nýju íslensku efni. Þetta hljómar vel og vonandi er það einmitt það sem stöðvarnar gera við þessa peninga, en í þessu sambandi er vert að minna á, að varðandi stuttmyndir og heimildar- myndir þótti ekki sýnt að útvarps- stöðvarnar gætu sjálfar og einar leyst slík verkefni af hendi eftir brotthvarf Menningarsjóðs út- varpsstöðva. Stofnuð var sérstök deild við Kvikmyndasjóð Íslands til að taka við þessu tiltekna hlutverki hans. Hvenær og hvers vegna leikið sjónvarpsefni datt út af borðinu þegar verið var að taka ákvarðanir um málefni MÚ, er mér hulin ráð- gáta. Mér þykir þó ótrúlegt að slík hugmynd geti verið ættuð úr menntamálaráðuneyti, enda hefur áður komið skýrt fram í máli menntamálaráðherra hve mikilvægt hann telur að þjóðin geti horfst í augu við sjálfa sig og samtíðina í innlendu leiknu sjónvarpsefni, en þurfi ekki eingöngu að horfa á slíkt leikefni um erlent fólk, á erlendri tungu, þótt vel sé gert. Kjarni málsins er þessi: Hvers virði er það okkur sem sjálfstæðri en fámennri þjóð, að vandað ís- lenskt leikið sjónvarpsefni sé að jafnaði í boði á sjónvarpsskjánum? Og hvaða vísbending um afstöðu okkar kemur fram í því að leggja niður sjóð sem m.a. styrkti gerð slíks efnis, án þess að gæta að því að slíkur stuðningur sé áfram tryggður? Ég vil loks, að gefnu tilefni, benda mönnum á að kynna sér ályktun aðalfundar LFÍ á heima- síðu félagsins, leikskald.is. Höfundur er handritshöfundur og í stjórn Leikskáldafélags Íslands. UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.