Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isArnór Guðjohnsen stýrir Stjörnunni áfram / B1 Bjarni Jóhannsson tekur við Grindavík / B1 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að samstaða sé um það innan ríkisstjórnarinnar að setja aðgerðir í geðheilbrigðismálum í ákveðinn for- gang á sviði heilbrigðismála. Þess muni sjást merki í meðförum þingsins á næstunni að ætlun ríkis- stjórnarinnar sé að taka mjög örugg- lega og stíft á þessum málaflokki. Þetta kom fram í svörum forsætis- ráðherra við fyrirspurn Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur (S) á Alþingi í gær. Ásta Ragnheiður vitnaði til stefnuræðu forsætisráðherra frá í liðinni viku, þar sem fram kom sér- stök áhersla á stórverkefni í heil- brigðismálum sem væru aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Sagðist hún hafa setið málþing um þjónustu við geðfatlaða utan stofnana á vegum Rauða krossins sl. föstudag og þar hefðu komið fram miklar væntingar vegna orða forsætisráðherra og ánægja. Þar hefði komið fram að þrengt hefur að geðsjúkum, allt að 100 geðfatlaðir eru heimilislausir og margir bíða eftir húsnæði. Þá bíða hundruð manna eftir eftirmeðferð á Reykjalundi. Engin eftirfylgni er af hálfu heilbrigðisyfirvalda með þeim sem útskrifast af stofnunum og því skapast sú hætta að fólk veikist fljótt aftur. Spurði hún forsætisráðherra hvers geðsjúkir og aðstandendur þeirra auk starfsfólks í heilbrigðis- þjónustunni mættu vænta frá ríkis- valdinu. Forsætisráðherra sagðist ekki geta útlistað í smáatriðum í hverju aðgerðir ríkisvaldsins yrðu fólgnar. Hann lagði áherslu á að stefnuræðan hefði falið í sér vilja ríkisstjórnarinn- ar allrar í þessum málaflokki. Eink- um þó heilbrigðisráðherra sem hefði viljað gera þessu máli sérstök skil og verið áfram um að lögð yrði á þau sérstök áhersla í stefnuræðunni. Sagði hann að m.a. væri litið til þess sem fram kæmi í heilbrigðis- áætlun til næstu tíu ára sem sam- þykkt hefði verið á Alþingi. „Ég tel að þessi málaflokkur sé miklu stærri í sniðum en við almennt gerum okkur grein fyrir vegna eðlis hans og með hvaða hætti þessi sjúk- dómur getur dulist mörgum. Það lýt- ur ennþá þeim lögmálum, því miður, að menn fara í felur með sjúkdóma af þessu tagi. Fyrir því er rótgróin hefð þótt augu manna hafi opnast fyrir því að þetta sé sjúkdómur eins og aðrir. Reyndar umfangsmeiri en aðr- ir í mörgum tilfellum og hann þurfi að ræða opinskátt,“ sagði Davíð. Ásta Ragnheiður kvaðst fagna sérstaklega yfirlýsingu forsætisráð- herra. Sagðist hún vonast til þess að sjá sem fyrst áhrif þessara orða. Davíð Oddsson forsætisráðherra Geðheilbrigðis- mál í forgang NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Austurlands, NAUST, segja ótví- rætt að Skipulagsstofnun hefði lög- um samkvæmt átt að meta 420 þús- und tonna álver og 233 þúsund tonna rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði hvort í sínu lagi. Hafa samtökin kært úrskurð stofnunarinnar til umhverf- isráðherra. Skipulagsstofnun féllst sem kunn- ugt er á fyrirhugaða byggingu álvers og rafskautaverksmiðju í Reyðar- firði. Í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að báðar verksmiðjurnar séu matsskyldar samkvæmt lögum og umhverfisráðherra hafi ekki tekið ákvörðun um annað. Því hafi átt að meta þær hvora fyrir sig. „Í stað þess var mat á rafskautaverksmiðj- unni samtvinnað mati á álverksmiðj- unni í matsskýrslu Reyðaráls hf. (maí 2001) og auk þess þannig búið um að illmögulegt var fyrir almenn- ing að átta sig á áhrifum hvorrar framkvæmdar um sig,“ segir í til- kynningunni. Kröfur NAUST samkvæmt kær- unni eru að úrskurður Skipulags- stofnunar verði felldur úr gildi og framkvæmdinni í heild hafnað. Til vara er þess krafist að aðeins verði leyfð bygging fyrri áfanga álverk- smiðju án rafskautaverksmiðju. Þrautavarakrafa er að hafnað verði byggingu rafskautaverksmiðju. Hollustuvernd meti raf- skautaverksmiðju Þá hafa Náttúruverndarsamtök Íslands sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um matsskýrslu Reyðaráls. Kæra Náttúruverndar- samtakanna beinist einkum að því að Norsk Hydro/Reyðaráli verði gert skylt að leggja fram nauðsynleg gögn til þess að Hollustuvernd rík- isins geti metið hvort sú tækni sem nýtt er í rafskautaverksmiðju Norsk Hydro í Sunndal sé betri eða verri kostur en sú sem fyrirhugað er að nýta í Reyðarfirði. RAFLEIÐNI í Múlakvísl á Mýrdals- sandi hefur verið að aukast jafnt og þétt frá því fyrir helgi, að sögn Sverris Elefsen, sérfræðings hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, en enginn vöxtur hefur þó orðið í ánni samhliða aukinni leiðni. Sverrir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leiðnin hefði þá verið komin upp í 220 S/cm en ástæðan er „minniháttar leki jarðhitavatns út í Múlakvísl frá Kötlujökli“ en Kötlu- jökull er skriðjökull sem gengur suðaustur úr Mýrdalsjökli. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri í Vík í Mýrdal, flaug yfir jökulinn í gær og sagði að sér sýndist sem smávægilegar breyt- ingar hefðu orðið á jöklinum austan til. „Mér sýndist sem það hefði sigið aðeins og sprungið á kafla á jökl- inum austanverðum.“ Hann sagði að það þyrfti þó ekki að sýna yfirvof- andi goshættu. Reynir segir að mikil jökullykt hafi borist frá Múlakvísl í fyrradag og í gærmorgun. Aukin rafleiðni í Múlakvísl og aukin jök- ullykt komi alltaf upp öðru hverju. Jarðhitavatn úr jöklinum virðist berast frekar í ána á þeim árstíma. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mikil jökullykt hefur borist frá Múlakvísl vestast á Mýrdalssandi. Aukin leiðni í Múlakvísl Kæra úrskurð um álver í Reyðarfirði Telja að ekki sé far- ið að lögum „EF ÞAÐ er mat stjórnar að það þjóni best hagsmunum Landssíma Íslands, að ég taki mér tímabundið hlé frá störfum á meðan kjölfestu- fjárfestirinn er fundinn, þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssíma Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann hefur óskað eftir fundi með stjórn fyrirtækisins um þetta mál í dag. Þórarinn V. Þórarinsson sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun, þar sem hann tilkynnti að hann hefði sagt sig úr stjórnarstörfum í stjórn Þróunarfélagsins og Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar en báðir þessir að- ilar eiga hluti í Opnum kerfum hf. Það fyrirtæki hefur síðan lýst áhuga á að verða ásamt öðrum kjölfestu- fjárfestir í Landssímanum. Þórarinn V. Þórarinsson kvað þetta vera viðbrögð sín við um- ræðum, sem fram hefðu farið um hugsanleg hagsmunatengsl á milli hans og eins bjóðenda. Hann sagðist þannig vilja hreinsa andrúmsloftið. „Ég hef hins vegar í dag orðið þess áskynja að ýmsir telji að ekki séu nægileg skil gerð á milli mín og Opinna kerfa með þessum hætti.“ Af þeim sökum kvaðst Þórarinn hafa óskað eftir fundi með stjórn Landssímans eins og að framan greinir. Yfirlýsing Þórarins V. Þórarinssonar Yfirlýsing forstjóra Landssímans er svohljóðandi: „Í síðustu viku varð ljóst að í hópi mögulegra bjóðenda í kjölfestuhlut í Símanum er eitt innlent fyrirtæki, Opin kerfi hf. Stærsti einstaki eig- andi þess fyrirtækis er Þróunar- félag Íslands hf., sem á um fjórðung hlutafjár. Undirritaður hefur átt sæti í stjórn Þróunarfélagsins sl. átta ár og litlu skemur í stjórn Líf- eyrissjóðsins Framsýnar sem einnig á hlut í Opnum kerfum hf. Í stjórnarstörfum koma iðulega upp mál þar sem einhver stjórn- armanna er vanhæfur til umfjöll- unar og víkur þá af fundi. Ég hef því að sjálfsögðu aldrei komið að umræðum eða ákvörðunum um mál sem tengjast Landssímanum, né heldur öðrum fjarskiptafyrirtækjum á þessum vettvangi eftir að ég kom að stjórnun í Landssíma Íslands hf. Í tilboðsferlinu sem framundan er er afar mikilvægt að enginn efist um að fyllstu hlutlægni verði gætt á öllum sviðum og að ekkert í um- gjörð mála geti gefið erlendum bjóðendum tilefni til að efast um það. Ég hef því ákveðið að segja mig frá stjórnarstörfum í Þróunar- félaginu og Framsýn. Með þessari ákvörðun vil ég undirstrika að eng- inn vafi leiki á að í störfum mínum sem forstjóri Landssímans hef ég engra annarra hagsmuna að gæta en hagsmuna Landssímans og eig- enda hans.“ Snýst um að gera veg Símans sem allra mestan „Málið snýst auðvitað um það eitt að gera veg Símans sem allra mest- an,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, „og ég vildi síst af öllu verða til þess að einhver minnsti vafi væri uppi gagnvart erlendum aðilum um að ferlið sé opið og hlutlaust og óbund- ið af öllum öðrum hagsmunum. Mikill áhugi erlendra aðila á Sím- anum er til marks um að þeir telja fyrirtækið áhugaverðan fjárfesting- arkost. Reksturinn er traustur og stefnumótun fyrirtækisins og mark- aðssýn hefur vakið athygli. Síminn hefur tekið forystu í þróun og mark- aðssetningu nýrra hátæknilausna, sem hafa höfðað sterkt til neytenda og fyrirtækja. Ég hef skynjað að fjarskiptafyrirtækin í hópi bjóðenda telja sig geta sótt ýmislegt til okkar og það gerir samstarf við þau ein- staklega áhugavert. Við Íslendingar þurfum farvegi til að flytja út tækni- þekkingu og Síminn er orðinn slíkur farvegur. Staða fyrirtækisins er sterk og margt áhugavert í pípunum. Fyr- irtækið býr að gríðarlega öflugum hópi starfsmanna til að fylgja því fram. Það eru því miklir hagsmunir í því bundnir að fá traustan kjöl- festufjárfesti að félaginu og til- hlökkunarefni að koma að mótun framtíðarstefnu með nýju sam- starfsfyrirtæki.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Friðrik Pálsson, stjórnar- formaður Símans, kusu að tjá sig ekki um málið í gær. Hreinn Lofts- son, formaður einkavæðingarnefnd- ar, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér málið og hann gæti því ekki tjáð sig að svo stöddu. Þórarinn V. Þórarinsson slítur tengsl við Opin kerfi „Reiðubúinn að taka mér tímabundið hlé frá störfum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.