Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 17 SPARPERUTÍÐ SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Árvirkinn Austurv. 9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm.eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Ljós & Orka Skeifunni 19, Reykjavík Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Rafþj. Sigurdórs Skagabraut 6, Akranesi Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum EL longlife m/birtuskynjara 5 ára ábyrgð Dulux S 9 W OSRAM PERUBÚÐIR EL longlife 5 ára ábyrgð Economy 2ja ára ábyrgð Tilboð 2.590 kr. Tilboð 1.390 kr. Tilboð 390 kr. Tilboð 990 kr. SVEITARSTJÓRNIR á Suðurnesj- um leggja áherslu á að fjármagn fáist til að hefja framkvæmdir við stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 20 milljóna króna fjárveit- ingu vegna frumathugunar á við- byggingunni. Skúli Þ. Skúlason, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir að mikil þörf sé á stækk- un Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Stórir árgangar komi upp úr grunnskólunum á næstu árum. „Það hafa verið rúmlega 200 nýnemar á hverju hausti en fara yfir 300 eftir árið 2003. Það þarf að stækka skólann til að mæta þessu og auk þess er áhugi á að bæta við námsgreinum,“ segir Skúli. Samkomulag hefur náðst við menntamálaráðuneytið um að þörf sé á 3.000 fermetra viðbyggingu og ljóst að hún kemst fyrir á lóð skólans. Nokkru fé hefur verið varið til und- irbúnings en ekki verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir. Vekur Skúli athygli á því að fram- haldsskólinn sé á verksviði ríkisvalds- ins, frumkvæðið þurfi að koma þaðan, en hann segist þó viss um að sveit- arstjórnarmenn á Suðurnesjum séu opnir fyrir samstarfi um málið, verði eftir því leitað. Síðast þegar byggt var við skólann tóku sveitarfélögin að sér að annast framkvæmdina og tókst vel til, að sögn Skúla. Áætlað er að viðbyggingin kosti ríf- lega 500 milljónir kr. Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 20 milljóna króna fjárveitingu vegna frumathug- unar viðbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja á næsta ári og í drögum að áætlun ráðuneytisins um fram- kvæmdir er gert ráð fyrir samtals 135 milljóna króna fjárveitingu til verks- ins til ársins 2006. Geti lokið námi heima Hann vekur einnig athygli á spenn- andi þróun í háskólanámi á Suður- nesjum. Nú sé 61 nemandi í fjarnámi við Háskólann á Akureyri, fyrir milli- göngu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Níu eru í fullu námi í hjúkrunarfræði, 25 á leikskólakenn- arabraut og 27 í rekstrarfræðum. „Mikil þörf er á fólki með þessa menntun í atvinnulífi og á stofnunum ríkis og sveitarfélaga hér á Suður- nesjum. Námið hófst sem tilrauna- verkefni en ég tel mikilvægt að það sé tryggt að nemendurnir geti lokið náminu á heimaslóð. Dreift háskóla- nám er orðin staðreynd og það hjálp- ar okkur að auka menntunarstig svæðisins,“ segir Skúli. Langþráður áfangi Suðurnesjamenn hafa lengi barist fyrir byggingu svokallaðrar D-álmu við sjúkrahúsið í Keflavík. Því verk- efni er nú að ljúka. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er um þessar mundir að taka í notkun hluta húsnæðisins. Meginhluti þess verður þó ekki opn- aður fyrr en um mitt næsta ár, sam- kvæmt samningum sveitarfélaganna við ríkisvaldið, en það er hjúkrunar- rými fyrir aldraða. Sveitarfélögin tóku að sér að flýta því að fjármagna bygginguna. „Það mun hafa mikla þýðingu fyrir sjúka og aldraða á Suðurnesjum þeg- ar D-álman verður tekin í notkun. Langþráð verkefni í höfn,“ segir Skúli. Leggja áherslu á viðbygg- ingu Fjölbrautaskóla Keflavík SOSSA opnar einkasýningu í Kaupmannahöfn næstkomandi föstudag, á menningarnótt. Hún á einnig myndir á listkynningu sem danska listablaðið Kunstavisen stendur fyrir í Köge. Sossa, Margrét Soffía Björns- dóttir, myndlistarmaður í Keflavík, hefur í mörg ár verið í samvinnu við Galleri Sct. Gertrud sem er gamalgróið og virt listhús við Hyskenstræde, skammt frá versl- unargötunni Strikinu. Síðustu árin hefur hún verið með sýningu þar á menningarnótt Kaupmannahafnar og svo verður einnig nú og þá í fjórða skiptið í röð. Segir Sossa að gaman sé að taka þátt í menningarnótt í Kaup- mannahöfn. Sýningin verður opn- uð um klukkan 18 og stendur fram að miðnætti þann dag. Hún verður viðstödd þennan eina dag. Hún segir að mikið líf og fjör sé á menn- ingarnóttinni, svipuð stemmning og á menningarnótt í Reykjavík, tónlist í götunni, tilboð í verslunum og margir á ferli. Sossa sýnir um það bil tuttugu frekar stór olíumálverk í Galleri Sct. Gertrud. Hún segist hafa valið þemað, fólk úti í náttúrunni, eftir síðustu menningarnótt og unnið að sýningunni síðan. Myndirnar hafi verið málaðar frá því í vor. „Þetta tekur sinn tíma og það hefur því lítið verið að gerast hjá mér hérna heima á meðan,“ segir Sossa. Hún hélt þó sýningu í Keflavík í júní en þá var hún að ljúka ferli sínum sem listamaður Reykjanesbæjar og nýr að taka við. Sýningin í galleríinu í Kaupmannahöfn stendur til 3. nóv- ember. Sossa hefur selt töluvert af myndum í Danmörku, út á sýn- ingar sínar þar. Smám saman hef- ur orðið til fastur hópur sem kem- ur á sýningarnar. Meðal annars hafa bankar og stórfyrirtæki keypt verk. „Ég kvarta ekki en aðallega finnst mér skemmtilegt að sýna þarna,“ segir Sossa. Eini útlendingurinn Sossa á þrjú verk á listkynningu sem mánaðarritið Kunstavisen stendur fyrir í Köge í tilefni af tutt- ugu ára afmæli sínu. Sýnd eru verk flestra helstu myndlistarmanna Dana og Sossa hefur það fyrir satt að hún sé eini útlendingurinn sem hafi fengið boð um þátttöku. Hún segist því miður ekki hafa getað verið viðstödd opnunina. „Ég mála allt öðru vísi en Dan- irnir og ritstjóri Kunstavisen er hrifinn af því. Hann kemur á allar mínar sýningar og fylgist með því sem ég er að gera. Það er sjálfsagt ástæðan fyrir því að mér var boðið að vera þarna með,“ segir Sossa. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Sossa á vinnustofunni við eitt verka sinna. Í fjórða sinn á menningarnótt Keflavík Sossa opnar sýningu í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Heiðursborgari Gerðahrepps, Sólveig Sigrún Oddsdóttir, og Sigurður Ingvarsson oddviti halda á skjali til staðfestingar á nafnbótinni. Til vinstri á myndinni er sonur Sólveigar Sigrúnar, Jón Hjálmarsson, sem einnig fékk viðurkenningu fyrir gott starf í þágu hreppsins. HEIÐURSKONAN Sigrún Odds- dóttir á Nýjalandi í Garði var gerð að heiðursborgara Gerðahrepps sl. sunnudag í afmælishófi sem hún hélt ásamt yngsta syni sínum, Jóni Hjálmarssyni, í Samkomuhús- inu í Garði. Tildrög kaffisamsæt- isins eru þau að Sigrún verður 85 ára nk. fimmtudag, 11. október, og sonur hennar varð fimmtugur 13. september. sl. Á annað hundrað manns sóttu samkomuna. Þeirra á meðal voru þingmenn kjördæmisins og hreppsnefndarmenn Gerðahrepps en það var Sigurður Ingvarsson oddviti sem kvaddi sér hljóðs með- al annarra og tilkynnti Sigrúnu heiðursborgaranafnbótina. Þetta er í annað sinn sem Gerða- hreppur veitir þessa viðurkenn- ingu fyrir farsælt starf innan byggðarlagsins en Björn Finn- bogason, fyrrverandi oddviti, var fyrsti heiðursborgari Gerðahrepps en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Sigrún Oddsdóttir hefir búið all- an sinn aldur í Garðinum, lengst af á Nýjalandi enda ætíð kennd við þann stað. Hún gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir hreppinn, sat í hreppsnefnd í tólf ár, stýrði kven- félaginu í áratugi, komst til æðstu meta í stúkunni, söng í kirkjukórn- um og þannig mætti lengi telja. Þess má einnig geta að Sigrún situr enn í fegrunarnefnd Gerða- hrepps og loks að Morgunblaðið naut starfskrafta hennar en hún var umboðsmaður blaðsins í Út- Garðinum í árafjöld. Sigrún Oddsdóttir kjörin heið- ursborgari Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.