Morgunblaðið - 06.12.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 06.12.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBros á vör Fergusons á nýjan leik /B1 Haukar mæta Fram í bikarúrslitaleiknum /B1/B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í VEL hefur gengið að ráða í stöður hjá Leikskólum Reykjavíkur að undanförnu. Bergur Felixson framkvæmdastjóri segir fólk á bið- lista eftir störfum á stöku leik- skóla. Hann telur ekki verða vand- kvæði á að manna nýjan leikskóla við Háteigsveg sem opnaður verð- ur á nýju ári. Þar þarf hátt í tutt- ugu starfsmenn. Alls starfa um 1.700 manns hjá Leikskólum Reykjavíkur. Bergur segir jafnan nokkra hreyfingu á hluta starfsfólksins, ekki síst á haustin, og oft þurfi að ráða milli 200 og 300 manns. Haustið 2000 hafi verið erfitt að fá fólk þar sem kjörin þóttu léleg og vegna þenslu voru ýmis betur launuð störf í boði. Bergur segir þetta hafa snúist við í ár, í stað þenslu sé nú kreppa og með nýjum samningum þeirra sem starfa á leikskólum hafi kjörin batnað. Því hafi reynst vandræða- lítið að fá nógu margt starfsfólk og í stöðu tilvikum sé fólk á biðlista eftir störfum. Hann segir það stefnu leikskólanna að deildar- stjórar séu helst menntaðir leik- skólakennarar. Meðan reynt sé að fá þá til starfa séu ófaglærðir á biðlista á stöku stað. Þá segir framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur að nú sé búið að útvega langflestum börn- um eldri en tveggja ára pláss og í einstaka hverfi einnig þeim sem yngri eru. Auðveldara en áður að manna Leikskóla Reykjavíkur Fólk á biðlista eftir vinnu í stöku skóla SIGURÐUR Garðarsson í Borgarpylsum í Skeifunni 5 býð- ur upp á sér- stakar jólapylsur með hangikjöts- bragði nú í des- ember. Sigurður segir að sér hafi dottið í hug að bjóða upp á sérstakar jóla- pylsur og fengið Kjötvinnsluna hf. í Kópavogi til að útbúa þær. „Svona jólapylsur með hangikjötsbragði og með kartöflumús og rauðkáli hafa mælst vel fyrir og koma mönnum í jólaskap,“ segir Sigurður, sem er með ýmsar aðrar tegundir á boð- stólum, m.a. Honolulu-pylsur með ananaskurli. „Þetta eru sannkall- aðar sælkerapylsur, enda pylsu- vagn sælkeranna,“ segir Sigurður. Jólapylsur með hangi- kjötsbragði Sigurður Garðarsson NÁGRANNAR brutu upp útidyra- hurðina í kjallaraíbúð við Úthlíð 11 í fyrrinótt og björguðu konu út úr íbúð- inni sem var full af reyk. Talið er að eldurinn hafði kviknað út frá kerti og borist í sófa í stofunni. Talsverður eld- ur var í íbúðinni þegar slökkvilið bar að. Húsið við Úthlíð 11 er tvær hæðir með risi og kjallara. Jorith Kjeldsen sem býr í Úthlíð númer 8 sá eldinn út um eldhúsglugg- ann hjá sér laust fyrir klukkan hálf- þrjú í fyrrinótt. Hún hringdi þegar í 112 og hljóp því næst yfir götuna. Hún sá engan innandyra í kjallaran- um og varð ekki vör við neinn. „Ég hringdi bara öllum bjöllunum því ég var viss um að allir væru sofandi inni í húsinu,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið í gær. Jorith er er dönsk, frá smábænum Skodborg á Jótlandi en hefur unnið hér á landi í um 2½ ár. Fékk reykeitrun Íbúar á efri hæðum hússins vökn- uðu við hringingar Jorith og rýmdu þegar húsið. Anna Eyjólfsdóttir, sem býr á annarri hæð hússins, segir að tveir íbúanna hafi því næst brotið upp hurðina í kjallaranum. Fyrir innan dyrnar lá konan sem bjó í kjallaran- um meðvitundarlaus en svo virðist sem hún hafi liðið út af áður en hún komst út. Þeir báru konuna út úr íbúðinni og var hún síðan flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Konan hlaut reykeitrun en var þó útskrifuð af spítalanum í gær. Anna vildi koma á framfæri þakklæti til nágranna síns sem vakti sig og aðra íbúa hússins. Miklar skemmdir urðu á kjallara- íbúðinni, bæði af völdum elds og reyks. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn laust fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt og lauk slökkvistarfi tæp- lega klukkustund síðar. Fjórir reyk- kafarar fóru inn í íbúðina og gekk slökkvistarf vel. Reykur barst ekki í aðrar íbúðir hússins en hann komst í sameign. Nágrannar björguðu konu úr brennandi íbúð við Úthlíð Lá meðvit- undarlaus fyrir innan dyrnar BJÖRGUNARSVEITIR frá Vík í Mýrdal, Álftaveri og Kirkjubæjar- klaustri leituðu í gær skipverjans sem saknað er af Ófeigi VE. Fjörur voru gengnar frá Reynisfjalli austur til Eldsvatnsóss sem er á Meðal- landsfjöru. Um þrjátíu björgunar- sveitarmenn tóku þátt í leitinni sem var árangurslaus og verður henni framhaldið í birtingu í dag. Morgunblaðið/RAX Fjörur gengnar LAGT er til að bifreiðagjald hækki um 10% um næstu áramót, eða um 260 milljónir króna, í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem útbýtt var á Alþingi síðdegis í gær. Einnig er lagt til að vopnaleitar- gjald hækki úr 125 kr. í 300 kr. á hvern farþega sem ferðast frá Ís- landi. Hækka á veiðieftirlitsgjald úr 462 kr. í 593 kr. á hvert þorskígild- istonn skv. frumvarpinu og er áætlað að hækkunin skili 50 millj. kr. í auknum tekjum ríkisins. Sótt er um sérstaka heimild til að inn- heimta gjald fyrir dvöl sjúklinga á svonefndum sjúkrahótelum og lækka á útgjöld ríkissjóðs vegna sóknar- og kirkjugarðsgjalda um 134 milljónir kr. á næsta ári skv. frumvarpinu. Lækka á útgjöld í heilbrigð- ismálum um 500 milljónir Meirihluti fjárlaganefndar af- greiddi breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið í gærkvöld og verður þeim útbýtt á Alþingi í dag. Skv. heimildum Morgunblaðsins er lagður til niðurskurður í fram- kvæmdum og rekstri, m.a. 200 milljónir vegna frestunar fram- kvæmda við byggingu fyrir ráðu- neyti á stjórnarráðsreit, 83 millj. kr. vegna framkvæmda við Alþingi, 200 millj. kr. vegna Náttúrufræði- húss og um 500 millj. kr. í ýmsum heilbrigðismálum, aðallega vegna breytinga á þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði og hækkunar á komu- gjaldi til sérfræðinga. Þá er gert ráð fyrir 800 millj. kr. lægri greiðslum vegna lífeyrisskuldbind- inga á næsta ári en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, skv. upplýsingum blaðsins. Breytingatillögur fjárlaganefnd- ar fyrir þriðju og síðustu umræðu um fjárlög ársins 2002 verða lagðar fram síðdegis í dag, en gert er ráð fyrir umræðu um þau á morgun og atkvæðagreiðslu á laugardag. Sparnaðartillögurnar í ríkisfjármálum lagðar fyrir Alþingi Bifreiðagjald hækki um 10%  3,4 milljarðar/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.