Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ tískuskartgripir Laugavegi 23 s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smárinn s. 554 3960 LJÓSMYNDARINN Anthony Nagelmann frá New York hefur verið að mynda hér á landi í nokkra daga, meðal annars við Dyrhólaey, Reynisfjöru, Gull- foss, Geysi og í Bláa lóninu. Hann er staddur hér á landi til að ná vetrarmyndum og er á vegum Panarctica produktions. Að sögn Einars Sveins Þórð- arsonar, starfsmanns hjá Pan- arctica, var Anthony ánægður með landið en frekar dimmt hefur verið yfir síðan hann snerist í sunnanátt og snjórinn hvarf og hefur hann hug á að koma aftur í sumar og mynda meira. Í fylgd með Anthony voru þrjár íslenskar fyrirsætur og tveir aðstoðarmenn frá New York. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Anthony ræðir við fyrirsæturn- ar um næstu myndatökur. Frá New York til Dyrhóla- eyjar Fagridalur FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar og Borgarbyggðar undirrituðu þann 10. desember sl. viljayfirlýsingu um að Orkuveita Reykjavíkur og Hita- veita Borgarness og 21,3% eignar- hlutur Borgarbyggðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar – HAB – verði sameinuð frá og með 1. janúar 2002 í Orkuveitu Reykjavíkur sf. Einnig skrifuðu fulltrúar Reykjavík- urborgar og Borgarfjarðarsveitar undir viljayfirlýsingu um að Orku- veita Reykjavíkur og 4,3% eignar- hlutur Borgarfjarðarsveitar í Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar– verði sameinuð frá sama tíma Orku- veitu Reykjavíkur sf. Í fréttatilkynningu kemur fram að eftir sameininguna verði eignarhlutur Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykja- víkur sf. 0,75% og eignarhlutur Borg- arfjarðarsveitar verði 0,17%. Sama gjaldskrá og þjónusta verður í Borg- arnesi og í Reykjavík. Í Borgarfjarð- arsveit og á öðrum svæðum í Borg- arbyggð verður leitast við að veita góða þjónustu á hagstæðu verði. Starfsmönnum fyrirtækjanna verða tryggð áframhaldandi störf hjá sameinuðu fyrirtæki. Ástæða þess að ákveðið hefur verið að sameina rekstur þessara fyrir- tækja er að framundan eru breyting- ar í orkumálum sem nauðsynlegt er að bregðast við auk þess sem Hval- fjarðargöng hafa aukið mjög sam- skipti byggðar á höfuðborgarsvæðinu og byggðar norðan Hvalfjarðar og í Borgarfirði. Orkuveitan mun í framhaldi sam- einingar leggja áherslu á að kannaðir verði möguleikar þess að veita þjón- ustu í hinum dreifðari byggðum Borgarbyggðar og Borgarfjarðar- sveitar svo og hvort hagkvæmt geti verið að Orkuveitan komi að rekstri vatnsveitna í Borgarbyggð. Með þessari sameiningu og sam- einingu Orkuveitu Reykjavíkur og Akranesveitu og Andakílsárvirkjunar er Orkuveita Reykjavíkur eigandi að 79,3% eignarhlut í HAB. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýsti yfir ánægju sinni með þessa samein- ingu. Sagði Ingibjörg að það hefði ef- laust þótt mikil frétt fyrir kannski tíu árum að Reykjavíkurborg væri að opna sínar veitur fyrir öðrum og sam- einast öðrum veitum. En menn hefðu nú áttað sig á því að með því að sam- eina krafta sína þá yrðu þeir sterkari. Síðan sagði Ingibjörg; „Við stöndum frammi fyrir því hér á Suðvesturlandi að þetta horn er ekki í samkeppni við Norðurland eða Austurland, það er í samkeppni við útlönd. Við verðum auðvitað að nýta allan þann styrk sem að við höfum til þess að standast þá samkeppni, þegar til framtíðar er lit- ið. Orkuveitan er mjög öflugt fyrir- tæki og hefur lagt grunn að mikilli at- vinnuuppbygingu í höfuðborginni og á höfuðborgarsvæðinu á undanförn- um áratugum, er enn að því og mun gera það áfram. Ég vil nefna í því sambandi nærtækt dæmi. Ég held að það sé enginn vafi á því að það hefði ekki verið farið í uppbygginguna á ál- verinu á Grundartanga ef Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki verið tilbúin til að virkja fljótt og vel á Nesjavöll- um og framleiða þar raforku og selja þeim aðilum. Það sama er verið að undirbúa núna á Hellisheiðinni, þar er verið að undirbúa virkjanir sem verða þá tilbúnar eftir fjögur til fimm ár. Það er mjög mikilvægt að Orkuveitan hugsi fram í tímann og sé tilbúin þeg- ar á hlutunum þarf að halda.“ Guðrún Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sagði að bæjarstjórn- in hefði staðið einhuga að þessu máli. Markmið Borgarbyggðar með þessu samkomulagi væru að tryggja sama verð á heitu vatni í Borgarnesi og í Reykjavík til framtíðar og að öflugur aðili eins og Orkuveitan komi að veituframkvæmdum í dreifbýlinu. Hvort tveggja er mikilvægur áfangi í að treysta búsetuskilyrði íbúa sveit- arfélagsins og í að koma til móts við þarfir sívaxandi frístundabyggðar í héraðinu. Sameining hitaveitna Morgunblaðið/Theodór Þórðarson Fulltrúar Borgarfjarðarsveitar og Reykjavíkurborgar undirrita vilja- yfirlýsingu um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur og eignarhluta Borgarfjarðarsveitar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Frá vinstri: Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri og Ríkharð Brynjúlfsson, odd- viti Borgarfjarðarsveitar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson Fulltrúar Borgarbyggðar og Reykjavíkurborgar undirrita viljayfirlýs- ingu um sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Borgarness og eignarhluta Borgarbyggðar í HAB. Sitjandi frá vinstri; Guðrún Jóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, Stefán Kalmansson bæj- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteins- son, formaður stjórnar Orkuveitunnar. Borgarnes Reykjavíkurborg og Borgarbyggð undirrita viljayfirlýsingu Á AÐVENTUNNI koma nemendur grunnskóla Bolungarvíkur saman hvern mánudag og tendra ljós á aðventukransinum, hlýða á hljóð- færaleik og syngja saman jólalög. Framundan eru svo litlu jólin sem haldin verða 20. desember. Nemendur og starfslið skólans leggja svo sitt af mörkum til þess að skreyta bæinn því að fyr- ir hver jól eru allir gluggar skólahúsnæðisins fagurlega skreyttir myndum sem tengjast jól- unum. Kveikja á að- ventukertinu Bolungarvík Ljósmynd/Gunnar Hallsson ÁRLEGT forvarnar- og æskulýðsball var haldið í lok nóvember á Hótel Borgarnesi. Skemmtunin er á veg- um nemendafélags Grunnskólans í Borg- arnesi og félagsmið- stöðvarinnar Óðals. Þarna komu saman unglingar úr 12 skól- um og félagsmið- stöðvum af Vest- urlandi eða alls um 340 manns. Að venju voru skemmtiatriði frá skólunum sem tóku þátt, auk þess sem Dóra Guðrún frá Geðvernd hélt fyrirlestur um ýmis málefni ungmenna í nútímasamfélagi og mikilvægi þess að vera jákvæður og leita sér aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Hljómsveitir sem tróðu upp frá skólunum voru fjórar og allar mjög fram- bærilegar. Einnig voru önnur skemmti- atriði í boði, s.s. leikir, glæsileg dansatriði o.fl. Hljómsveitin Írafár steig síðan á svið og lék fyrir dansi til mið- nættis. Þrátt fyrir leiðindaveður þetta kvöld náðu nemendur frá öllum skólunum á áfangastað og mættu fyrstir hressir nem- endur frá Hólmavík en þeir fóru um lengstan veg. Þetta var í níunda skiptið sem ballið er haldið, en hug- myndin er komin frá unglingunum sjálfum um hvernig standa megi að forvarnarstarfi. Að sögn Birgittu, söngkonu Írafárs, höfðu þau fé- lagarnir sjaldan eða aldrei spilað fyrir jafnfjörugan hóp unglinga. Æskulýðsball 2001 Æskulýðsball 2001. Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.