Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 39 SUÐURLANDSBRAUT 54 SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Barnaskór á tilboði, margar tegundir Teg: ROCR4019 Stærðir: 23-30 Litir: Dökkblár og grænn Verð áður 4.495 Verð nú 1.995 Fást einnig í Steinars Waage verslunum Teg: ROCR4028 Stærðir: 23-30 Litir: Ljósblár og rauður Verð áður 3.995 Verð nú 1.995 Drengjaskór m/reim Telpnaskór FYRR á þessu ári gaf Bókaút- gáfa Orators út ritið Evrópusam- bandið og Evrópska efnahagssvæð- ið eftir Stefán Má Stefánsson prófessor. Þetta er eitt stærsta og viðamesta lögfræðirit sem gefið hefur verið út á íslenskri tungu, alls 1199 blaðsíður. Full ástæða er því til að vekja athygli á því. Í formála kemur fram að í ritinu sé að finna niðurstöður rannsókna höfundar í Evrópurétti sem staðið hafa allt frá árinu 1995. Í riti sínu leitast höf- undur við að varpa ljósi á spurn- ingar um það hvaða áhrif Evrópu- rétturinn, þ.m.t. samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, hefur eða kann að hafa á Íslandi og á ís- lenska hagsmuni. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Oporto í Portúgal 2. maí 1992. Hann tók formlega gildi 1. janúar 1994. Með honum tóku Íslendingar yfir stóran hluta réttar ESB og skuld- bundu sig til að leiða hann í íslenska löggjöf. Mætur íslenskur lögfræð- ingur hefur lýst því að áhrifum EES-samningsins á íslenska lög- gjöf verði helst jafnað til lögtöku Jónsbókar á Alþingi á Þingvöllum árið 1262. Ekki skal um það fullyrt hvort þetta er réttmætur saman- burður, en vissulega eru áhrif EES- samningsins víðtæk, ekki á ein- göngu á íslenskan rétt heldur og ekki síður lögfræðina sem fræði- grein. Þá eru ónefndir þeir mikil- vægu efnahagslegu og viðskipta- legu hagsmunir sem samningnum tengjast. Af þessu má vera ljóst að prófessor Stefán Már hefur tekist á hendur hið þarfasta verk með ritun þessarar bókar. Of langt mál yrði að gera ræki- lega grein fyrir efni þessa rits, svo mikið sem það er að vöxtum. Í stuttu máli er þar að finna umfjöll- un um flest svið Evrópuréttarins og samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Í fyrstu köflum þess er lýst almennum atriðum sem varða bæði uppbyggingu Evrópusam- bandsins og EES-samningsins, þ.m.t. lýsingu og greiningu á þeim meginreglum sem þessir samning- ar byggjast á. Um þetta er fjallað í 1.-7. kafla bókarinnar. Þá er að finna umfjöllun um stofnanir Evrópusam- bandsins annars vegar og EES og EFTA hins vegar. Eru kaflar 8-14 með einum eða öðrum hætti helgaðir þessum viðfangsefnum. Í köfl- um 15-20 er fjallað um fjórfrelsið svonefnda, þ.e. frjálsa vöruflutn- inga, frjálsa för laun- þega, frjálsa þjónustu- starfsemi og frjálsa fjármagnsflutninga, en þessar reglur, ásamt samkeppnisreglunum, mynda í reynd kjarna EES-samningsins. Um samkeppnisreglurnar sérstaklega, ásamt reglum um ríkisstyrki og op- inber innkaup er síðan fjallað í 24. til 26. kafla. Þá er að finna sérstaka kafla um meðferð dómsmála, sbr. 36. til 44. kafla. Ennfremur er að finna umfjöllun um ýmis önnur at- riði. Ber þar sérstaklega að nefna landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Hið síðastnefnda er að sjálfsögðu afar mikilvægt frá íslensku sjónar- horni. Árlega eru gefin út í Evrópu fjöl- mörg yfirlitsrit um Evrópurétt og í þeim er fjallað um mörg þeirra við- fangsefna sem Stefán Már fjallar um í riti sínu og með svipuðum hætti. Þetta kann að gefa einhverj- um tilefni til að spyrja hver sé ávinningurinn af riti af því tagi sem Stefán Már hefur nú sent frá sér og hvort ekki séu til fyrir yfirlitsrit um þessi efni sem komi að sama gagni. Ekki leikur þó vafi á að ávinn- ingur af riti Stefáns Más er veru- legur. Fyrst má nefna að fengur er að því að hafa slíkt rit á íslensku. Með því er íslenskum lögfræðing- um til muna gert auðveldara að afla sér þekkingar og fróðleiks um mis- munandi hliðar EES-samningsins og rétt Evrópusambandsins. Ís- lenskir lögfræðingar sem luku laga- prófi áður en EES-samningurinn kom til hafa oftar en ekki frekar takmarkaða þekkingu á Evrópu- rétti, sem von er, þótt frá því séu vissulega undantekn- ingar. Rit Stefáns Más er þeim afar mikil- vægt og auðveldar þeim til muna að setja sig inn í þetta réttar- svið. Vaxandi mikil- vægi þess kallar enn frekar á aðgengilegt efni á íslensku. Þá er ritið mikilvægt fyrir kennslu í þessum fræðum á háskóla- stigi. Í öðru lagi er rit- ið sérstakt að því leyti stór hluti þess varðar samninginn um Evr- ópska efnahagssvæð- ið, en staðreyndin er sú að í almennum ritum um rétt Evrópusambandsins er umfjöllun um EES-samninginn einatt óveru- leg og oft alls engin. Meðal fræði- manna í Evrópurétti er almennt lít- ill áhugi fyrir EES-samningnum og fágætt að þeir leitist að kryfja til mergjar eðli hans með fræðilegum hætti. Fróðleikur, upplýsingar og fræðileg greining um EES-samn- inginn verður yfirleitt ekki sótt í þau rit sem gefin eru út í ríkjum Evrópusambandsins. Að því leyti kemur rit Stefáns Más til móts við brýnar þarfir fyrir slíkt efni. Í þriðja lagi hefur rit Stefáns Más að geyma niðurstöður hans eigin fræðilegu rannsókna á einstökum atriðum EES-samningsins og rétti Evrópusambandsins. Frá sjónar- hóli þeirra sem hafa fyrir trausta þekkingu á helstu sviðum EES- samningsins og réttar Evrópusam- bandsins felst gildi ritsins einkum í því fræðilega rannsóknarframlagi sem það hefur ótvírætt að geyma. Í formáli segir höfundur, eins og áður segir, að meginmarkmiðið með rannsóknum hans hafi verið að leita svara við því, með beinum eða óbeinum hætti, hvaða áhrif Evrópu- rétturinn hefur eða kann að hafa á Ísland og íslenska hagsmuni. Þetta er vissulega háleitt markmið. Þrátt fyrir það hefur ritið ekki að geyma eitt almennt svar við þessari spurn- ingu. Farin er sú leið að takast á við tiltekin og afmörkuð álitamál á mis- munandi sviðum og þess freistað að finna svör við þeim sérstaklega út frá íslensku sjónarhorni. Niður- stöður um einstök atriði verða síðan hluti af svörum við þeirri megin- spurningu sem tekist er á við í rit- inu. Þannig hefur ritið að geyma greiningu á hinum margvíslegu álitaefnum sem af EES-samningn- um og rétti Evrópusambandsins leiða fyrir íslenskan rétt, hagsmuni og aðrar aðstæður. Þetta markar riti Stefáns Más algjöra sérstöðu sé það borið saman við önnur erlend rit um Evrópurétt. Þannig hefur rit Stefáns að geyma niðurstöður mik- ilsverðra frumrannsókna á sviði lögfræðinnar eins og þau horfa við frá sjónarhóli Íslands og sem munu fá vaxandi vægi á komandi árum. Sem dæmi má nefna að í ritinu er að finna langan kafla um sjávarút- vegsreglur sambandsins. Kaflinn er gott dæmi um það hvernig einstök viðfangsefni ritsins endurspegla ís- lenskar aðstæður og hagsmuni. Í því sambandi er m.a. sérstaklega bent á umfjöllun í ritinu um bókun 9 við EES-samninginn sem fjallar um viðskipti með fisk og aðrar sjávar- afurðir, en ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þessara ákvæða fyrir íslenska hagsmuni. Þar kemst höfundur m.a. að þeirri mikilvægu niðurstöðu að meginmál EES-samningsins gildi einnig um verslun með sjávarafurðir. Ekki er víst að allir muni fallast á þessa nið- urstöðu, en þær rannsóknir Stefáns Más, sem leiða til þessarar niður- stöðu, varpa ljósi á viðfangsefnið, skýra það til muna og leiða til auk- ins skilnings á því og EES-samn- ingnum í heild. Jafn rækilega út- tekt á þessu viðfangsefni er ekki að finna í öðrum ritum um Evrópurétt sem mér er kunnugt um. Annað dæmi er 4. til 6. kafli rits- ins, þar sem tekist er á við eðli EES-samningsins og ýmsar megin- reglur sem réttur sambandsins er byggður á. Þessir kaflar eru afar mikilvægir þar sem þeir varpa ljósi á ýmis álitaefni sem varða tengsl EES-samningsins og þeirrar lög- gjafar sem af honum leiðir við ís- lenskan landsrétt. Hér er um að ræða ýmis áleitin fræðileg vanda- mál sem nauðsynlegt er ennfremur að setja í samhengi við þróun laga- framkvæmdar og fræðikenninga hér á landi um tengsl íslensks rétt- ar og þjóðréttar almennt. Ýmsar ritgerðir hafa verið skrifaðar um þessi efni í íslensk lögfræðirit á síð- ustu árum og eru nefndir kaflar í riti Stefáns Más, ásamt 2. kafla þess, mikilvægt framlag til þeirrar fræðilegu umræðu. Fleiri dæmi mætti taka þar sem rit Stefáns hefur að geyma athug- anir á atriðum sem varða íslenska hagsmuni sérstaklega og tengsl Evrópuréttarins við íslenskan rétt þótt það verði ekki gert hér. Sem fyrr segir er rit Stefáns stærsta einstaka lögfræðiritið sem gefið hefur verið út á íslensku. Þar er mikið magn upplýsinga saman dregið og tekist á við fjölmargar áleitnar lögfræðilegar spurningar. Niðurstöður höfundar um einstök atriði eru og verða óhjákvæmilega umdeildar. Hitt er óumdeilt að með ritinu hefur prófessor Stefán Már unnið mikið brautryðjandaverk og lagt mikilvægan grunn að nánari rannsóknum á einstökum atriðum varðandi EES og rétt Evrópusam- bandsins. Þetta framlag hans er af- ar mikilvægt og hefur mikið fræði- legt gildi. Traust þekking á þessu efni og öðrum hliðum Evrópusam- vinnunnar er að sjálfsögðu for- senda skynsamlegra ákvarðana stjórnmálamanna um tengsl Ís- lands og annarra Evrópuþjóða í framtíðinni. Höfundur á þakkir skildar fyrir sitt merka framtak. BÆKUR Lögfræði Eftir prófessor Stefán M. Stefánsson. Út- gefandi: Bókaútgáfa Orators. 1.199 bls. EVRÓPUSAMBANDIÐ OG EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Stefán M. Stefánsson Davíð Þór Björgvinsson Tekist á við áleitnar spurningar Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.