Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt, mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Aukasýning fös. 28/12 nokkur sæti laus. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SPENNANDI GJÖF! Lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt,lau. 22/12 kl. 14:00 og 15:00, lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti lau. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré. Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrún o.m.fl. Lau 15. des kl. 17. Su 16. des kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500. BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI VETUR Í BÆ Kvöldvaka með Kötlu Margréti og Eddu Björgu. Jazztríó, leynigestur o.fl. Su 16. des kl. 20. Stóra svið Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI SENDUM HEIM   Í HLAÐVARPANUM Hugleikur - Jólaskemmtun Föstudaginn 14.12 og sunnudaginn 16.12 kl. 20.30.                                                              !"!# "$%&   ' ( ")%%* )%% + ,-. ,     MEÐLIMIR The Funerals eiga það sameiginlegt að vera ekki við eina fjölina felldir og hafa átt sæti í hljómsveitum eins og Kanada, Trab- ant og Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna. Nú hefur ástin á tregatónum amer- ískra kúreka sam- einað þennan hóp og á þessari fyrstu plötu sveitarinnar má finna 14 tár- bólgna mæðusöngva sem teknir voru upp á tveggja rása segulband eftir tvær helgar í sumarbústað. And- rúmsloftið sem skilar sér til hlust- andans er eins og félagarnir hafi rað- að sér saman í hring, gripið í hljóðfærin með annarri og viskíflösk- una með hinni og kyrjað síðan sorg- arsöngvana saman fram undir morg- un. Hljóðfæraleikurinn rétt hangir saman á grunnþáttunum og lögin virðast næstum því vera að falla í sundur eins og tilfinningalíf þess sem syngur, og hljómurinn er notalega hrár og ópússaður. Hér er farið út á ystu brún með sorgina og sútinn og allar kántrí- klisjurnar notaðar; konurnar í lögun- um eru saklausir englar og „ladies“ en karlmennirnir heldur breyskir og geta bara ekki að þessu gert, hér má finna óð til drykkjufélaga, söng um mædda móður, ástarjátningar o.s.frv. en húmorinn er alltaf skammt undan, þetta er svo dramatískt að það verður fyndið. Þessi blanda er sérstaklega vel heppnuð í laginu „Teenagers“, þar sem orgel, rafgít- arvæl og þyngslalegur takturinn kallar fram angist þess sem syngur þessar frábæru línur um hræðslu sína við unglinga: „Pimple face and evil eyes/talking way too loud/push- ing me in the videostore … I’m still afraid of teenagers/I will never be a man …“ Ragnar Kjartansson syngur flest laganna og á stóran hlut í laga- smíðunum (og teiknar hið vinalega umslag) og tekst einkar vel upp, hef- ur einlæga, eilítið hása rödd og eyra fyrir melódískum línum eins og í „Puppy eyes“ og hinu stórgóða „Pathetic me“. Rafgítarinn er líka mjög vel notaður, læðist inn á alveg réttum stöðum til áherslu en dregur sig í hlé þess á milli. Lára Sveins- dóttir á mjög fínan og brothættan söng í „Rain and Snow“, en í athuga- semd á umslagi segir að höfundur lagsins, Ó. Jónsson, hafi í þrjú ár sungið sig í svefn þegar hann var að spila lagið, enda er það ákaflega fal- legur tregasöngur. Athygli hlustandans dofnar nokk- uð þegar sígur á seinni hlutann og lögin verða heldur þreytuleg og eins- leit en vel fer á því að ljúka plötunni með einskonar stefnuyfirlýsingu sveitarinnar; „The Power of Path- etic“ sem Þorgeir Guðmundsson syngur og hljómar eins og Lee Mar- vin (sem verður að teljast við hæfi) en boðskapurinn er að „droppa kúl- inu“ og leyfa tilfinningunum bara að flæða. Ég er samt ekki frá því að það sé einmitt blandan af þessari tilfinn- ingasemi og brosi út í annað sem ger- ir þessa sveitasöngva alveg mátulega svala til að ná að smeygja sér inn í sálarlíf jafnvel hinna hörðustu töff- ara. Tónlist Tár, bros og kúreka- stígvél THE FUNERALS Pathetic Me THULE/TMT ENTERTAINMENT Kistuberarnir í Jarðarförinni eru Viðar Hákon Gíslason sem leikur á bassa, Ragnar Kjartansson sem syngur og leik- ur á gítar, Þorgeir Guðmundsson, tromm- ur og söngur, Ólafur Jónsson á rafgítar, Lára Sveinsdóttir, söngur, harmónikka og hljómborð, og Þorvaldur Gröndal, söngur, gítar og hljómborð. Steinunn Haraldsdóttir Ragnar og Ó. Jónsson úr Funerals: „Farið út á ystu brún með sorgina og sútinn,“ segir Steinunn Haraldsdóttir m.a. um frumburð Funerals, Pathetic Me. ÆTLI nýjustu plötu Rúna Júl verði ekki best lýst með orðinu lát- leysi. Hér hendast menn inn í hljóð- ver og dæla lögun- um út, ekkert pjatt eða pjátur með það. Í tilfelli Rún- ars heppnast nálg- un sem þessi vel og það skrifast á ára- langa reynslu hans og fagmennsku. Þetta er síst öllum fært en hér nær þetta að heilla. Rennslið á plötunni er afslappað og áreynsluleysi hins sjóaða tónlistarmanns skilar sér þægilega í eyrun. Rúnar rekur, eins og kunnugt er, eigið hljóðver og útgáfu heima í Keflavík og maður sér vinnubrögðin í hillingum; Gáluna (listamannsnafn Júlíusar, sonar hans), Svenna Björg- vins, Fálkana og aðra keflvíska hljómlistarmenn reka inn nefið í hljóðverið, taka upp í hægðum sín- um, án tímapressu og annars slíks. Afurðunum er svo skutlað upp á hæðina fyrir ofan og þær gefnar út af Geimsteini, útgáfufyrirtæki Rúnars. Svona nett hippaleg stemning sem síst er vanþörf á um þessar mundir. Lögin hér eru venjubundin popp- rokklög og tilraunir til að finna upp hjólið látnar vera með öllu. Rokkar- arnir hér eru þéttir, besta lagið er hiklaust „Ballaðan um kartöflugarð- inn“ sem límist þétt við heilann og undiraldan er þung í „Heilagur andi“. Popp-innsæið er og glúrið í „Algjör ást“, vel samið lag og hæg- lega ein af betri smíðunum hér. Það sem má setja út á hér er að sum lögin nálgast ískyggilega – og eru í raun – svona „gamlakallapopp“. T.d. er „Lyftum glösum“ einum of hefðbundinn drykkjuslagari fyrir minn smekk og líka leið feta lögin „Það skilar sér“ og „Ástin vermir“. Þetta er umhugsunarvert. Textarnir hér eru vel flestir ang- urværir. Ástin og huglæg, andleg gæði eru Rúnari helstu yrkisefnin. Textinn við lokalagið stingur þó nokkuð í stúf, en hann er eftir þann afkastamikla textasmið Þorstein Eggertsson. „Komdu heim/Í sexý geim/Handa tveim/Komdu heim“ syngur Rúnar meðal annars í skond- inni falsettu. Textann kýs ég að túlka sem vísvitandi æringjagrín fremur en óafvitandi leirburð. Rúnar reynir á engan hátt að elt- ast við tísku samtímans í dægurtón- list á Leið yfir. Hér hvorki síðrokk né tromma og bassi, heldur það sem hann kann best; einfalt, hreint og melódískt dægurrokk. Fölskva- og rembingsleysið skilar sér því í dægi- legustu afurð sem höfundur getur vel verið sáttur við. Tónlist Í góðu geimi RÚNAR JÚLÍUSSON Leið yfir GEIMSTEINN Leið yfir, hljómplata Rúnars Júlíussonar. Rúnar syngur aðal- og bakrödd og leikur á bassa. Honum til aðstoðar eru Þórir Baldursson (orgel, hljómborð), Júlíus Guðmundsson (trommur, slagverk), Bald- ur Guðmundsson (píanó, hljómborð), Guðmundur Pétursson (gítar, mandólín), Guðni Finnsson (bassi), Jóhann Helga- son (bakraddir), Magnús Einarsson (mandólín), Daniel K. Cassidy (fiðla), Sturlaugur Björnsson (saxafónn), Guð- mundur Hermannsson (söngur), Vignir Bergmann, Tómas Malmberg og Sveinn Björgvinsson. Lög og textar eru að mestu eftir Rúnar og Þóri Baldursson. Kristján Hreinsson kemur þó að einu lagi, svo og Þorsteinn Eggertsson. Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Júlíusar Guðmundssonar, Guðmundar Kristins Jónssonar og Rúnars Júlíussonar. 37,31 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nýjasta plata Rúnars Júlíussonar býr yfir fölskva- og rembingsleysi sem skilar sér í dægilegustu afurð að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. 72 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.