Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFGANSKUR drengur gægist inn um gluggann á eyðilögðum hluta Aschiana-miðstöðvarinnar fyrir heimilislaus börn í Kabúl í gær. Götubörn í höfuðborg Afg- anistans hafa getað leitað skjóls í Aschiana-skólanum í miðborg- inni, fengið þar tilsögn í grunn- námi og líka þegið þar mat- arbita. Rúmlega 30 þúsund heimilislaus börn draga fram líf- ið með betli á götum borg- arinnar. Reuters Götu- börn í Kabúl TVEIR pakistanskir kjarneðlis- fræðingar áttu langan fund með Osama bin Laden í Kabúl í ágúst síðastliðnum og ræddu þá við hann um kjarnorku-, efna- og sýklavopn. Er það haft eftir pakistönskum embættismönnum en kjarneðlis- fræðingarnir hafa verið yfirheyrðir af pakistönskum yfirvöldum. Kjarneðlisfræðingarnir, sem nú eru komnir á eftirlaun, hafa verið í yfirheyrslum í meira en tvo mánuði. Að sögn starfsmanna pakistönsku leyniþjónustunnar eru þeir taldir hafa notað hjálparsamtök, sem þeir stofnuðu, til að breiða yfir fundi sína með bin Laden. Leyniþjónustu- mennirnir segja þó, að aðeins hafi verið um að ræða „fræðilegar“ um- ræður og ekkert bendi til, að þær hafi leitt til smíði einhverra vopna. Ljóst er hins vegar, að mennirnir tveir, Sultan Bashiruddin Mahmood og Abdul Majid, hafa breytt fram- burði sínum því að í fyrstu héldu þeir því fram, að þeir hefðu aðeins rætt við bin Laden um hjálparstarf- ið. Samkvæmt heimildum er Pakist- anstjórn að hugleiða að ákæra mennina fyrir brot á lögum um rík- isleyndarmál en viðurlög við því eru sjö ára fangelsi. Bandaríkjastjórn hefur lagt mjög hart að Pakistönum að kanna ofan í kjölinn öll samskipti kjarneðlisfræð- inganna við bin Laden. Þótt ekkert bendi til, að hann hafi komist yfir kjarnavopn, þá er jafn ljóst, að hann hafði mikinn áhuga á því. Sagt er, að starfsmenn CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, séu í daglegu sambandi við þá, sem annast yf- irheyrslurnar yfir mönnunum, en þær ná einnig til tveggja félaga Mahmoods, þar á meðal til fyrrver- andi hershöfðingja í Pakistanher. Sannanir frá CIA Pakistönsku embættismennirnir segja, að kjarneðlisfræðingarnir hafi breytt framburði sínum nýlega þegar fyrir þá voru lagðar sannanir, sem CIA hafði aflað, um raunveru- leg samskipti þeirra við bin Laden. Þá viðurkenndu þeir að hafa hitt bin Laden, næstráðanda hans, Egyptann Ayman al-Zawahiri, og tvo háttsetta al-Qaeda-menn nokkr- um sinnum á tveimur eða þremur dögum í ágúst. Fóru fundirnir fram í byggingum, sem arabarnir höfðu í Kabúl. Að þeirra sögn hafði bin Laden mikinn áhuga á kjarna-, efna- og sýklavopnum og lét rigna yfir þá spurningum um ýmis efni, sem nota mætti við vopnasmíðina. Mahmood og Majid sögðu, að bin Laden hefði gefið í skyn, að hann ætti eða hefði aðgang að geislavirk- um efnum, sem róttæk hreyfing múslíma í Úsbekístan hefði komist yfir. Hefði hann spurt þá hvernig nota mætti þessi efni til að smíða sprengju en þeir reynt að koma honum í skilning um, að miklu meira þyrfti til. Segjast þeir ekki hafa útvegað bin Laden nein efni eða leiðbeiningar, aðeins tekið þátt í fræðilegum umræðum. „Þeir ræddu fram og aftur um gjöreyðingarvopn,“ er haft eftir pakistönskum embættismanni, sem lýsir báðum vísindamönnunum sem „öfgamönnum“. Bandaríkjamenn hafa ekki aðeins haft áhyggjur af tilburðum bin Lad- ens til að komast yfir kjarna- sprengju, heldur ekki síður af því, að hann kunni að ráða yfir geisla- virkum efnum, sem nota megi við gerð geislasprengju eða „skítugu sprengjunnar“ eins og hún er köll- uð. Þá er venjulegt sprengiefni not- að til að dreifa geislavirkum efnum og menga þannig tiltekið landsvæði, til dæmis borgarhluta. Vildi kjarnorkuvæða önnur íslömsk ríki Mahmood, sem einu sinni var sæmdur æðstu borgaralegu orðunni fyrir um þriggja áratuga starf að kjarnorkuáætlun ríkisins, var lækk- aður í tign og ýtt til hliðar í raun 1999 vegna áróðurs hans fyrir því, að Pakistanar hjálpuðu öðrum ísl- ömskum ríkjum við að koma sér upp kjarnavopnum. Hélt hann þessum áróðri áfram eftir að hann komst á eftirlaun og stofnaði þá samtök til að vinna að hjálparstarfi í Afganistan. Segist hann hafa hitt Mohammed Omar, leiðtoga talibana, nokkrum sinnum og hann hafi kynnt sig fyrir bin Laden. Yfirheyrslur yfir tveimur pakistönskum kjarneðlisfræðingum Ræddu við bin Laden um smíði kjarnasprengju Islamabad. Los Angeles Times. ÞÓTT afganskar hersveitir hafi náð flestum hellanna í Tora Bora í austurhluta Afganistans á sitt vald hafa bandarískir embættismenn áhyggjur af því að margir for- ingjar hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda hafi lifað árásirnar af. Þeir óttast að hryðjuverkaforingjarnir geti komist yfir landamærin og að Bandaríkjamenn þurfi að leita þeirra í grannríkjunum og út um allan heim. Embættismennirnir lögðu áherslu á að Bandaríkjaher hefði ekki náð því markmiði að vega eða handtaka leiðtoga al-Qaeda þótt tekist hefði að knésetja talibana- stjórnina, sem verndaði þá. „Því fer fjarri að þessu stríði sé lokið,“ sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna. „Ég hef lesið í blöðunum og séð í sjónvarpinu að menn flýta sér að lýsa því yfir að árangur hafi náðst og þessu sé lokið. Því miður verð ég að segja að svo er ekki. Við höfum ekki enn náð markmiðum okkar sem voru mjög skýr.“ A.m.k. 20 foringja af 30 enn leitað Varnarmálaráðherrann sagði að hermdarverkamennirnir væru enn á „afmörkuðum svæðum“ í Afgan- istan. „Þeir geta falið sig í fjöll- unum, þeir geta falið sig hellunum og reyndar líka í borgunum og ég veit að þeir gera það. Þeir geta sloppið yfir landamærin, safnast saman á ný og lagt á ráðin um nýjar árásir.“ Bandarísk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að ná 30 foringjum al- Qaeda og aðeins sex þeirra hafa örugglega verið vegnir, að sögn bandarískra embættismanna á þriðjudag. Tveir eða þrír til við- bótar hafa hugsanlega fallið. Ekki er því vitað um afdrif að minnsta kosti 20 forystumanna samtak- anna. Erfitt að meta mannfallið Þetta mat á árangri hernaðar- aðgerðanna er mjög varfærnislegt og líklegt er að fleiri hafi verið felldir. Mjög öflugum sprengjum hefur verið beitt á hellana í Tora Bora og talið er að þær hafi valdið talsverðu mannfalli meðal liðs- manna al-Qaeda þótt ekki sé vitað hvort einhverjir foringjanna hafi fallið. Einn bandarísku embættis- mannanna sagði að nokkrir leið- toganna kynnu að hafa fallið í hellunum án þess að skýrt hefði verið frá því. „Líkin finnast yf- irleitt ekki. Við komumst að dauðsföllunum með því að frétta af þeim frá þremur eða fjórum heimildum.“ Bandarísku embættismennirnir telja líklegt að Osama bin Laden sé enn í Afganistan. Þeir eru nokkuð bjartsýnir á að hægt verði að handtaka hann og helstu sam- starfsmenn hans. Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu viður- kenndi þó að Bandaríkjamenn hefðu litlar upplýsingar um hvar bin Laden væri niðurkominn. „Ef við vissum það værum við búnir að ná honum.“ Ógjörningur að loka landamærunum algerlega Embættismennirnir telja að auðveldara verði að ná leiðtogum talibana og að flestir þeirra haldi sig á svæðum Pastúna í suður- hluta Afganistans en reyni ekki að flýja landið. Þeir óttast hins vegar að nokkrir leiðtoga al-Qaeda kom- ist yfir landamærin og baráttan gegn samtökunum færist til grannríkja Afganistans. Richard Myers, forseti banda- ríska herráðsins, sagði að Banda- ríkjaher væri að reyna að loka eins mörgum flóttaleiðum al- Qaeda og mögulegt væri. Herinn hefur flutt hermenn, ómönnuð loftför og önnur njósnatæki að landamærunum til að fylgjast með þeim. Pakistanar hafa einnig sent hundruð hermanna að landamær- unum. Einn embættismannanna sagði að þrátt fyrir þessar ráðstafanir væri líklegt að nokkrir foringja al- Qaeda gætu laumast til Pakistans. „Þetta eru löng landamæri,“ sagði Rumsfeld. „Það er mjög erfitt að loka þessu svæði og einfaldlega ógjörningur að setja fullkominn korktappa á flöskuna.“ Vandamál gætu komið upp í Pakistan Komist leiðtogar al-Qaeda til Pakistans vakna spurningar um hvernig hægt verði að leita þeirra því Bandaríkjaher hefur miklu minna svigrúm til aðgerða þar en í Afganistan. Þeir gætu valdið óróa í Pakistan og grafið undan stjórn Pervez Musharraf forseta, sem sneri baki við talibönum og ákvað að styðja Bandaríkin í stríðinu. Robert Oakley, sem var sendi- herra Bandaríkjanna í Pakistan á árunum 1988-91, benti á að við- horf almennings til íslamskra öfgamanna eru ólík eftir löndum. „Þeir eru álitnir „hryðjuverka- menn“ í Afganistan, „félagar í trúarsamtökum“ í Pakistan og „frelsishermenn“ í Kasmír,“ sagði hann. Oakley bætti við að pakistanska stjórnin, sem hefur stutt íslamska skæruliða í baráttu þeirra gegn indverskum yfirráðum í Kasmír, hefði getað leitt tengsl al-Qaeda við íslamskar hreyfingar í Pak- istan og Kasmír hjá sér en yrði að„takast á við þetta vandamál“. Hann sagði það nokkuð ljóst að félagar í al-Qaeda væru á meðal skæruliðanna í Kasmír. Washington. The Washington Post. Óttast að for- ingjar al-Qaeda komist undan Stríðið gegn samtökum bin Ladens kann að færast til grannríkja Afganistans ’ Þeir geta sloppiðyfir landamærin, safnast saman á ný og lagt á ráðin um nýjar árásir. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.