Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 31 sjálfum sér rista djúpt, ber ekki jafnaðarlega að skilja eftir orðanna hljóðan eins og þegar hann segir sig hafa vondan smekk. Hitti svo fullkomlega í mark varðandi hlut- skipti könnuðarins í málverkinu er hann sagði: „Ég þræla fyrir sjálfan mig og þykir það skemmtilegt.“ Að skilgreina róttækni í mynd- list á þann veg að menn séu fyrstir með fréttirnar frá útlandinu, telst háskalegur misskilningur og vottur fljótræði og óþroska jaðarbúa. Gunnlaugur var ótvírætt framsæk- inn málari í þá veru að hann stóð með báða fæturna á jörðinni, leit- aði aldrei léttfengra lausna né áhrifameðala, hugnaðist að gera líf- ið að list og listina að lífi. Málarinn hittir í mark er hann segir: „Vér megum ekki tapa einkennum vorr- ar gömlu menningar. Og hið fyrsta, sem er nauðsynlegt til þess að halda þessum einkennum, er að koma auga á þau. Vér þurfum margt að læra af öðrum þjóðum, en það er nauðsynlegt að glata ekki menningareinkennum sjálfra vor, sem aðrar þjóðir hafa margséð og oss hefur hvað eftir annað verið bent á, en vér virðumst ekki bera gæfu til að meta.“ Ef maður skilur hið sértæka rétt, þá var Gunnlaugur jafnmikill ef ekki meiri abstraktmálari en nokkur samtíðarmaður hans. Formbylting á sviði hins óhlutlæga þarf ekki alla jafna að vera til marks um framsækni, er ekki endi- lega meira abstrakt en til að mynda fígúratív mynd, sem byggir öðru fremur á stílhvörfum, hnit- miðuðum litrænum samhljómi og markvissum hryn. Hér spilar líka inn tilhneigingin til að vera mark- tækur, „in“, á afmörkuðum vett- vangi og því var Gunnlaugur frá- bitinn. Það var loks ekki fyrr en nafni hans Þórðarson kom til skjal- ana að hann tók að selja eitthvað að marki og hagur hans fór að vænkast. – Lítil aðsókn á hina stórmerku, vönduðu og vel upp settu sýningu eins mesta myndlistarmanns sem þjóðin hefur alið mikið rannsókn- arefni. Þó má velta því fyrir sér hvort framkvæmdin hafi verið tímaskekkja. Hvort ekki hefði ver- ið vænlegra að bíða í þrjú ár í við- bót og undirbyggja rækilega sýn- ingu og veglega bók í tilefni þess að hundrað ár verða þá liðin frá fæðingu hans. Margt er skrítið í kýrhausnum hér í þessu kaldhamraða landi á hjara veraldar, þannig sá ég þess hvergi minnst í fjölmiðlum, að hinn ágæti málari Snorri Arinbjarnar hefði orðið 100 ára 1. desember, á degi stjórnmálalegs fullveldis Ís- lendinga. Í tilefni þess verður sú spurning giska áleitin hvernig slíkt gat gerst, og hvernig hagi til um menningarlegt ris og fullveldi þjóð- arinnar … Tímabilið hjá prófessor Axel Jörgensen mun hafa haft drjúg og farsæl áhrif á Gunnlaug Scheving. Málverkið, sem hangir uppi í listasafni Silkiborgar, er mjög einkennandi fyrir myndstíl lærimeistarans. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson www.sminor.is/ tolvubun.htm Áður slógu hendur landans létt á Olivetti ritvél- arnar en nú eru það bleksprautuprentarar og geislaprentarar frá Olivetti sem allir vilja hafa undir höndum. Hér eru á ferðinni fjölhæfir og velvirkir gæða- prentarar á góðu verði sem sómi er að á heimili og skrifstofu. Prentarar Nánar á Netinu! Láttu prentara frá Olivetti sjá um skriftirnar! OD DI HF G8 27 8 Lystauki að fornum sið Humarhali „won ton“ og hörpuskelsrúlla með safran-smjörkjarna Kanínulæri „sous vide“ og reykt kanínupylsa með portvíns BBQ sósu Kryddjurtagljáð sandhverfa með ætiþistla „mousseline“ og kampavínsfroðu Steikt lynghæna „ballontine“, fyllt með andarlifur, borin fram með jarðsveppa-kartöflum og myrkilsósu Brie-osta „créme brulée“ með rauðvínssorbet Mandjara súkkulaði-strýta með blóðappelsínu „terrine“ og basilikum-ís Verð: 15.000 kr. BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Óskum N Ý Á R S F A G N A Ð U R Matseðill Nýársfagnaður á Hótel Holti G a l a k v ö l d v e r ð u r 2 0 0 2 Jólasálmar – Christmas carols með söng Þuríðar Páls- dóttur er endur- útgefin. Hún kom fyrst út hjá Fálk- anum árið 1956. Hún var síðan end- urútgefin á jólum í mörg ár en hefur verið ófáanleg síðan á 7. áratugnum. Með Þuríði spila Páll Ísólfsson org- elleikari og Björn Ólafsson fiðluleikari. Þuríður hefur sungið á fjölmörgum hljómleikum, bæði sjálfstætt og með sinfóníuhljómsveit, og einnig oft kom- ið fram í útvarpi. Í mörg ár starfaði Þur- íður sem kórstjóri og hefir verið tón- listarkennari frá 1967. Hún var yfir- kennari við Söngskólann í Reykjavík frá stofnun hans 1973–2001, einnig leikstýrði hún nokkrum óperum. Útgefandi er Skífan. Verð: 1.899 kr. Jólalög Álftagerðisbræður – Álftirnar kvaka er þriðja plata bræðranna Sig- fúsar, Péturs, Gísla og Óskars Péturssona, frá Álftagerði í Skaga- firði. Á plötunni eru ný íslensk sönglög ásamt kunnum íslenskum og erlendum lögum, þ.á m. Bláu augun þín, Hagavagninn og Hamraborgin. Álftagerðisbræður gefa út. Edda – miðlun og útgáfa dreifir. Verð: 2.399 kr. Íslensk og erlend sönglög Gallerí Reykjavík Óttar Hrafn flyt- ur tónverk sem hann samdi við ljóð Steins Steinars kl. 20–22. Flutningurinn er í tengslun við myndlistarsýningu. Árnýjar Bjarkar Birgisdóttur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is LISTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.