Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 59 FLESTAR fjöl- skyldur halda upp á áramótin með því að gleðjast saman og líta yfir farinn veg. Á þessum tímamótum horfum við einnig fram á við og sjáum bjarta framtíð fyrir okkur. Þetta er mjög gleðilegt og öll vild- um við hafa þessar stundir fleiri. Við erum að móta framtíð barna okkar og um leið minning- arnar sem þau munu geyma með sér þegar þau verða fullorðin. Hvernig viljum við að börnin muni áramótin 2001–2002? Hvað getum við gert til að börnin okkar minn- ist áramóta bernsku sinnar með gleði þegar þau verða fullorðin? Með því að setja þarfir þeirra í öndvegi. Það er sorglegt þegar gleðin snýst upp í harmleik sem rekja má til óreglu og áfengisneyslu. Áfengi losar um hömlur og minnkar dóm- greind. Umgengni við blys og skotelda getur orðið óábyrg svo af hljótast brunaslys og augnskaðar. Fyrir kemur að foreldrar gleymi að líta eftir börnum sínum í glaumnum og láti þau ein um flug- eldana, stundum með skelfilegum afleiðingum. Í fyrsta kafla 1.gr. áfengislag- anna segir að tilgangur laganna sé að vinna gegn misnotkun áfengis. Í sjötta kafla sömu laga segir að óheimilt sé að selja, veita eða af- henda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Þetta eru einfaldar reglur og þær eru skýrar. Í okkar samfélagi standa allir fyrr eða síðar frammi fyrir vali um hvort þeir ætli að drekka áfengi eða ekki. Og þrátt fyrir aldurs- ákvæði áfengislaga hefja margir áfengisneyslu fyrr en aldursmark- inu er náð sem getur haft í för með sér margvíslegar afleiðingar, svo sem á vöxt og þroska. Foreldrar sem kaupa áfengi fyr- ir ólögráða unglinga samþykkja þar með áfengisneyslu þeirra. Ef unglingarnir ráða ekki við hana eru foreldrarnir í slæmri aðstöðu til að leiðbeina þeim inn á heilla- vænlegri brautir. Foreldrar og aðrir sem aðstoða börn og ung- linga við að verða sér út um áfengi þurfa að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Það fylgir unglingsaldrinum að vilja yfirgefa „gamla settið“, vera með vinum sínum og kunningjum. Hins vegar er hættan sú að án eft- irlits og stuðnings lenda margir unglingar í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. Gleðskapur unglinga í heimahúsum án þess að nokkur fullorðinn sé til staðar hefur oft snúist upp í andhverfu sína. Á ný- ársnótt er mikilvægara en nokkru sinni að huga að þessu þar sem fé- lagsmiðstöðvar, foreldrarölt og annað sem veitir unglingum að- stöðu og aðhald liggur niðri. Foreldrar geta aðstoðað börnin sín með því að skapa þeim kring- umstæður sem þau ráða við. Það er ábyrgðarhlutverk okkar sem foreldra og forráðamanna. Nýársnótt er nótt spennu, dul- úðar og ævintýra. Hjálpumst að svo að ævintýri hennar endi vel en snúist ekki upp í martraðir. Megið þið eiga góð áramót í faðmi þeirra sem þið óskið ykkur helst. Til umhugsunar fyrir for- eldra og forráðamenn barna Erna Sigfúsdóttir Ungmenni Hættan er sú, segja Erna Sigfúsdóttir og Hildur Björg Hafstein, að án eftirlits og stuðn- ings lendi margir ung- lingar í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. Erna er lögreglufulltrúi hjá embætti Ríkislögreglustjórans og Hildur Björg verkefnisstjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs og áætlunarinnar Ís- land án eiturlyfja. Hildur Björg Hafstein Pipar og salt kvarnir Mikið úrval Klapparstíg 44, sími 562 3614
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.